Syrpa - 01.06.1948, Síða 24
Undir þessari fyrirsögn verða framvegis birtar greinar um
hitt og þetta, sem aflaga fer hjá okkur, og „um er vert að
r;rða.“
„Þið hafið nóg af ullinni —u
Sumarið 1946 var ég á lerð í Svíþjóð ásamt
fleiri íslenzkum konur. í þeirri ferð sá ég lieimil-
isiðnaðarsýningar, bæði í Stokkhólmi og norður
í Dölum. Átti ég tal við nokkrar forustukonur
heimilisiðnaðar þar í landi og voru þær mjög
áhugasamar um þau mál. Það sem þær kvörtuðu
mest um var skortur á innlendum efnum. „Það
er munur fyrir ykkur þarna úti á Islandi, þið haf-
ið nóg af ullinni til þess að vinna úr og þurfið
ekki að kvarta.“ Um leið benti ein konan á
Jítið ullarsjal, sem ein okkar hafði á handleggn-
um. „Er þetta ekki unnið úr íslen/kri ull?“ sagði
hún. — „Skárri eru það litirnir, sem þið eigið í
fórum ykkar! Eru þetta sauðarlitir, eða eigið þið
svona fína og mjúka liti á „Sögueyjunni“?“
Það fóru um mig geðhrif gleði og hryggðar. —
Gleði yfir viðurkenningu um fagurt handbragð
og smekk íslenzku konunnar, sem hafði unnið
sjalið. En samfara gleðinni fann ég til sársauka
yfir því, hve mikil vanræksla og skilningsleysi
hefur ríkt síðustu áratugi meðal vor í sambandi
við ullariðnað íslenzkra heimila.
A tiltölulega stuttum tíma hefur margt breytzt
í þjóðlífi okkar. Fólkið hefur horfið úr sveitun-
um, en fjölgað í bæjuni og kauptúnum. Vinnu-
brögð breyttust til sveita, vélar héldu innreið
sína á heimilin. Kömbum og rokkum var vikið
út í skemmuhorn. Nú voru dagar þeirra taldir.
Fólksleysi var um kennt, spunavélabandið reynd-
ist líka nothæft í nauðsynleg plögg. Einstaka
gömul kona ríghélt t rokkinn sinn og mátti ekki
af ltonum sjá. Hann liafði oft veitt henni unað og
liðsinnt henni í baráttu lífsins. — Og margar
gömlu konurnar hristu höfuðið yfir þessu nýja
ferlíki, sem komið var í baðstofuna og litu það
hornauga. Að vísu voru spunavélarnar stórvirk-
ari en rokkurinn, en bláþræðir, brigður og hnökr-
ar voru á bandinu og illhærurnar stóðu út úr,
hvar sem litið var. Enginn hafði nú lengur tíma
til að taka ofan af eða hæra ullina, áður en hún
fór í kembingu. — Það þýddi lieldur ekkert, sagði
fólkið. Ullinni var ruglað saman í kembivélun-
um og j>ar fór allt í graut, h\'ort sem var.
Gömlu konurnar hugsuðu til æsku sinnar og
manndómsára, þegar þær kepptust við að vinna
og spinna sem fallegast band og fengu viðurkenn-
ingu húsmóðurinnar að kvöldi fyrir vel unnið
dagsverk. Þá var kostað kapps um, að bandið yrði
sem mýkst og jafnast, snúðurinn hæfilegur og
þráðurinn hnökra- og snurðulaus. Fallegt og ^ott
band var þá fjársjóður heimilanna. Það fólst mik-
ið öryggi í því að eiga sem mest af þeirri vöru.
Þá var þó von um vörn gegn vetri og kulda — von
um að steytan næddi ekki inn að beru beini.
Fólki þótti í þá daga vænt um ullina sína og ull-
arfötin. — En hvar erum við nú stödd? —
Sú er gömul í hettunni — verður ykkur eflaust
á að segja, sem lesið þessar línur. — Ætlast hún
til þess, að við förum að setja nýjar snúrur á rokk-
ana og förum að þeyta þá eins og í gamla daga?
62
SYRPA