Syrpa - 01.06.1948, Page 27

Syrpa - 01.06.1948, Page 27
„S A K 1“ : LÚLLI Höfundur þessarar smásögu hét réttu írafni Hector Hugo Monro. Hann er fæddur í Burma 1870, var skozkur að ætt, en dvaldi lengst af í Englandi. Eftir hann liggur ein skáldsaga, The unbearable Bassington, og allmargar smásögur, en kunn- astur var hann fyrir napurt spé um stjórnmál og stjórnmála- menn, sem hann birti í greinaflokkum í blöðum og tímaritum. Hann féll í fyrri heimsstyrjöldinni. „Gaman væri að fara til Vínar og heilsa upp á gamla kunningja," sagði Strútvarður. „Það er einn allra skemmtilegasti staður um páskaleytið, sem ég þekki------.“ „Ég hélt við værum búin að ákveða að fara til Bræton,“ greip Lena Strútvarður frarn í, þótta- full og undrandi. „Þú átt við, að þú liafir ákveðið það,“ sagði maður hennar. „Við vorum þar í fyrra bæði um páskana og hvítasunnuna, og í hittiðfyrra vorum við í Vorðing og árið þar áður í Bræton. Ég held það væri betra að breyta hreinlega um, ef við erum að því á annað borð.“ „Vínarferðin yrði alltof kostnaðarsöm,“ sagði Lena. ,Þú ert ekki alltaf að horfa í kostnaðinn,” sagði Strritvarður, ,,og að minnsta kosti mundi Vínar- ferð ekki verða vitund dýrari Iieldur en þessar þýðingarlausu átveizlur, sem við erum vön að halda fyrir þýðingarlausa kunningja í Bræton. Það er í sjálfu sér nóg hvíld að losna við þann félagsskap." Strútvarður mælti þessi orð af tilfinningu. Lena lagði sízt minni tilfinningu í þögn sína. Það fólk, sem hun safnaði utan um sig í Bræton og öðrum skemmtistöðum á Suðurströndinni, var í sjálfu sér þrautleiðinlegt og þýðingarlaust, en það kunni þá list að smjaðra fyrir henni. Hún ætlaði ekki að láta svipta sig félagsskap þess og dekri til þess að varpa sér fyrir vanþakkláta útlendinga í framandi höfuðborg. „Þú verður þá að fara einn, ef þú ert fastráð- inn í Vínarferðinni," sawði lnin. ,,É<> s,æti ekki 7 O 7 7 O o skilið Lvtlla eftir, og það er svo hræðilega erfitt að hafa hunda meðferðis í erlendnm gistihúsum, fyrir nti utan allt þvargið í sambandi við sótt- varnir og þar af leiðandi aðskiínað, þegar heim keniur. Hann Lvilli mundi deyja, ef hann væri tekinn frá mér, þó ekki væri nerna vikutíma. Þv'i getur ekki ímyndað þér, hvað ég tæki mér það nærri.“ Lena laut niður og kyssti á trýnið á agnarlitl- um, brúnum Pommernhundi, sem lá værukær og bærði ekki á sér undir ábreiðu í kjöltu hennar. ,,Heyrðu,“ sagði Strútvarður, „þetta Lúllafarg- an er farið að verða óþolandi. Það er ekkert hægt að gera, ekkert hægt að bollaleggja, án þess að beitt sé neitunarvaldi vegna duttlunga eða henti- semi þessarar skepnu. Þvi gætir ekki fundið upp flóknari kreddur, þó að þvi værir skurðgoðaprest- ur í Afríku. Þú mundir ekki víla fyrir þér að biðja stjórnina að fresta almennum þingkosningum, ef þú héldir að þær hefðu óþægindi í för með sér fyrir Lúlla. í stað svars við þessum orðaflaumi laut frú Strútvarður aftur niður og kyssti hreyfingarlaust trýnið. Það var látbragð konu með yndislega göf- ugt hjartalag. Hins vegar hefði sú hin sama frem- ur kosið að heimurinn færist en að þurfa að víkja hársbreidd frá skoðun sinni. „Það er svo sem ekki fyrir því að fara, að þér þyki vænt um skepnur," hélt Strútvarður áfram, æstari í skapi. „Þegar við erum suður í Kerrifíld er aldrei hægt að mjaka þér út með hundana þar, þó að þeir séu að drepast úr inniveru, og ég skil ekki í, að þú hafir komið vit í hesthús svo mikið sem tvisvar á ævi þinni. Þú hlærð að á- hyggjum fólks út af útrýmingu fugla og kallar það rekistefnu, og það hneykslar þig stórlega, ef ég skipti mér að særðu dýri, sem ekið hefur verið yfir á veginum. Og samt heimtarðu, að allir rniði gerðir sínar við þægindi þessa heimskulega, litla hnoðra, senv ekkert er nema skinnið og skap- Ieysið.“ „Þú hefnr alltað verið á móti lionurn Lúlla mínum,“ sagði Lena og það var heill lieimur af bældum harnvi í röddinni. „Ég hef aldrei haft tækifæri til annars,“ sagði Strútvarður. „Ég veit vel, hvað hundar geta verið skemmtilegir og góðir félagar, en ég hef aldrei fengið að koma nálægt Lúlla. Þvi segir, að hann bíti alla nema þig og vinnukonuna, og þú hrifs- aðir hann af kerlingaranganum henni lafði Píter- bí um daginn, þegar hvin ætlaði að fara að gæla s YRPA 65

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.