Syrpa - 01.06.1948, Page 29

Syrpa - 01.06.1948, Page 29
unni og góndi lengi og forviða á þetta undur. Svo skellti liann upp úr. Þetta var sannarlega góð eftirlíking af illúðleg- um Pommernhundi, og útbúnaðurinn, sem fram- leiddi geltið, ef hann var kreistur, hafði styrkt Lenu og vinnukonuna í yfirgangi þeirra á heim- ilinu. Með þessum hætti hafði húsfreyjunni, sem í raun og veru var illa við allar skepnur, tekizt furðu vel að koma fram vilja sínum undir yfir- skyni heilagrar fórnfýsi. „Hann Lúlli er dauður,“ var liin stutta og lag- góða skýring, sem Lena fékk, þegar hún kom heim úr boðinu. „Dáinn!“ hrópaði hún. „Já, liann réðist á sendil slátrarans og beit hann, og mig beit hann líka, þegar ég fór að reyna að koma fyrir hann vitinu, svo að ég varð að láta drepa hann. Þú varst búin að segja mér, að hann væri grimmur, en mig grunaði ekki, að liann væri svona stórhættulegur. Ég varð að borga drengnum stórfé í skaðabætur, svo að þú verður að neita þér um sylgjurnar, sem þig langaði til að fá þér fyrir páskana. Og ég verð að fara til Skröðers læknis í Vín, hann er sérfræðingur í hundabiti, og þú verður að koma með mér. Ég sendi jarðneskar leifar Lúlla til Rólands Varðs til þess að láta troða út belginn, og það verður páska- gjöfin þín í staðinn fyrir sylgjurnar. I guðs bæn- um, Lena mín, gráttu, ef þér fellur þetta svona þungt. Allt er betra en að sjá þig standa svona og stara á mig eins og þú haldir að ég sé orðinn brjál- aður.“ Lena Strútvarður fór ekki að gráta, en tilraun- ir hennar til að hlæja fóru greinilega út um þúf- ur. (í. V. þýcldi.) MO R L E Y CALLANHAN: Veiðifélagar Morley Callaghan er fæddur í Canada 1905 og búsettur þar. Hann er írskur að ætt, var blaðamaður um skeið, en mun nú vera bókavörður í Toronto. Fyrstu smásögur sínar gaf hann út fyrir áeggjan Ernest Hemingways. Árið 1928 kom fyrsta skáldsaga hans út. Strange Fugitives, og sfðan hefur hann ritað a. m. k. fimm skáldsögur og smásögur í þremur bindum. Þessa sögu valdi hann sjálfur í sýnishornasafn amer- ískra nútímabókmennta, er út var gefið 1946, en í safn þctta voru höfundarnir kjörnir samkvæmt úrslitum skoðunarkönn- unar. Jóhannes Ólafsson var einasti fréttaritarinn við RANNSÓKN. Hann var hár og slánalegur, en ýtinn piltur og setti markið hátt. Hann ætlaði sér ekki að linna látum fyrr en hann kæmist til höfuðstaðarins og að einhverju stórblaðinu þar. Eitthvað var liann samt hikandi þessa morgun- stund, þegar hann labbaði inn í gistihúsið hans Tómasar, að afgreiðsluborðinu og hvíslaði að húsbóndanum: „Kom hann?“ „Það komu einhverjir tveir náungar með morg- unlestinni og skrifuðu nöfnin sín liérna í gesta- bókina,“ sagði Tómas og lagði flatan og breiðan vísifingurinn á opna bókna. „Tveir náungar. Annar er trumbuleikari. Það er þessi hérna, Jón Marteinsson. Ég kannast við hann, því að hann kom hér í fyrra, og rétt í Jaessu var hann að fara yfir í búðina til hans Jakobs. En hinn------Hér er nafnið hans: Karl Karlsson.“ „Hvað gerir hann?“ „Það sttndur ekkert um það. En þetta er allra meinleysislegasti maður.“ „Heldurðu að hann geti verið böðullinn?" ,Svei mér ef ég veit það. Ég hef aldrei séð böð- ul. En hann er ósköp gæðalegur og ekkert annað en liæverskan, og spurði bara, hvort hægt væri að fá leigðan bát til Jiess að veiða í vatninu. Ég vís- aði honum til hans Péturs í rafstöðinni.“ „Jæja, þakka þér fyrir. Ef hann er böðullinn. þá hefur hann líklega fyrst haldið upp í hegn- ingarhús," sagði Jóhannes. Svo lagði hann af stað upp götuna, framhjá aðventistakirkjunni og upp að gamla fangahús- inu á bak við múrvegginn. Einn veggurinn lá í skugga hárra bjarka, sem teygðu lim sitt yfir gangstéttina. I gærkvöldi voru tveir smiðir að bisa við að koma upp gálga þarna innan við múr- inn. í fyrramálið á að hengja hann Óskar Jóns- S Y R P A 67

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.