Syrpa - 01.06.1948, Side 30
son. Hann er ungur maður og hefur alizt upp í
þorpinu. Hann sálgaði honum Símoni gamla Lár-
ussyni, af því hann kom að honum uppi í berja-
heiði, þar sem hann var að áreita konuna hans.
Þeir flugust á lengi og harkalega, og Óskar fór
ekki varhluta af hnefahöggum áður en hann
gerði út af við Símon. í gærkveldi safnaðist fólk
á gangstéttina kringum luktarstólpanu. Mýflugna-
mökkur hringsólaði kringum ljósbirtuna og múg-
urinn lét smásteinum, spýtum og flöskum rigna
yfir ókunnu smiðina. Stefán, löregluþjónninn,
stóð nndir Ijóskerinu og liorfði til jarðar og lét
senr hann sæi ekkert af því, sem fram fór. Óskar
Jónsson var ekki nema þremur árum eldri en
Jóhannes Ólafsson.
Jóhannes gekk rakleitt inn í skrifstofuna. Þar
sat lögreglustjórinn uppi á skrifborðinu, lágvax-
inn og þunglamalegur, og vætti í sífellu kolsvart
skeggið á sér með vörunum.
„Sælir, Jóhannes," sagði hann. „H\ að er yður
á höndum?“
„Góðan daginn, lögreglustjóri. RANNSÓKN
langar til að vita, hvort böðullinn er kominn."
„Af hverju komið þér til mín til að spyrja um
það?“
„Ég hélt hann kæmi kannski beina léið hing-
að til að skoða gálgann. Ætli hann geri það ekki?“
„Ansi var það glúrið, að yður skyldi detta það
í hug,“ sagði lögreglustjórinn.
„Er liann hérna?“ spurði Jóhannes.
„Verið þér ekki að spyrja mig. Ég segi ekkert.
En heyrið þér, Jóhannes, haldið þér að það verði
uppþot? Þér ættuð að vita það. — Ætli mér sé
kennt um? Ég get ekkert gert. Þér skiljið það.“
„Ég hef engan heyrt álasa yður. En gæti ég
ekki fengið að tala við böðulinn. Heitir hann
Karl Karlsson?"
„Hvað kemur yður þetta við? Góði, látið þér
okkur í friði.“
„Þá það, lögreglustjóri. Ég hef einhver ráð.“
Um sólarlagsbilið rölti Jóhannes eftir rykug-
um veginum suður úr þorpinu og niður að
bryggjunni hans Péturs í stöðinni. Hann vissi,
að svo framarlega sem maðurinn liefði í hyggju
að fá sér bát, þá hlyti hann að koma á bryggjuna.
Jóhannes renndi augunum á rykuga skóna sína,
klunnalega stöðvarliúsið og spegilslétt vatnið við
fætur sér. Að baki glóði sólin yfir bláleitum
heiðadrögum og hellti geislaflóði sínu yfir fer-
liyrndar skákir af ræktaðri jörð. Loftið var rakt
af gufunni frá rafstöðinni.
Úti á hrörlegri bryggju, sem hiaðin var upp úr
grjóti og bjálkum, sat lítill maður á hækjum sér
og einblíndi út yfir vatnið, fjarskalega smávaxinn
náungi með grátt hár í hnakkanum, hrokkið eins
og á krakka. Hann hélt á priki, sem um var vafin
digur lína, og það glytti á látúnsspón með fjaðra-
skrauti, eins og notað er á þessum slóðum við
silungsveiði í vatninu. Jóhannes gekk í humátt
til hans og kallaði:
„Eruð þér að hugsa um að fara að veiða?“
Það hýrnaði yfir manninum og hann stóð upp.
Höfuðið á honum var stórt og mjókkaði niður
með vöngunum, hálsinn krangalegur eins og á
fugli og brosið hikandi. Hann vipraði varirnar
og sagði feimnislega:
„Ætlið þér kannski að veiða?“
„ Já, það var nú ætlunin. Ég var að hugsa um
að fá mér bát þarna í skýlinu. Kannski við ættum
að slá pjönkum okkar saman?“
„Það vildi ég gjarnan," sagði litli, óframfærni
kumpáninn ákafur. „Við gætum róið til skiptis.
Hvernig lízt yður á það?“
„Það er fyrirtak. Viljið þér ekki hinkra við,
á meðan ég skrepp hérna inn til hans Péturs og
bið hann um bátinn, svo ræ ég hingað og tek
yður.“
„Þakka yður fyrir. Þakka yður kærlega fyrir,“
sagði litli maðurinn þýðlega og fór að losa um
línuna sína. Hann ljómaði af tilhlökkun.
Þegar Jóhannes kom með bátinn að bryggju-
sporðinum og bauð aðkomumanninum að stíga
um borð og koma sér vel fyrir með færið, þá sagði
liann brosleitur að það væri nú alveg óþarfi,
hann skyldi lreldur róa.
Jóhannes reri knálega, og brátt voru þeir komn-
ir langt út á djúpið. Litli maðurinn lagði línuna
sína gætilega út. Jóhannes skotraði til hans aug-
unum og veitti Jrví eftirtekt, að lrárið á honum
var farið að grána í vöngunum og að það vildi
hringa sig upp hjá eyrunum. Línan var öll komin
út og endinn vafinn um vísifingur litla veiði-
mannsins, niðri í vatninu. Jóhannes horfði nú
hispurslaust framan í hann og gat ekki að sér gert
að kýma. Osköp var hann eitthvað bljúgur og
spaugilegur. Þetta er indælis karl, hugsaði hann
og sagði upphátt:
„Ég vinn hjá blaðinu Rannsókn."
„Það er ágætt blað. Hvernig fellur yður vinn-
an?“
„O, sæmilega. En heldur þykir mér nú blaðið
lélegt. Ég vildi helzt komast að sem fréttaritari
68
S Y R lJ A