Morgunblaðið - 13.08.2021, Síða 1
F Ö S T U D A G U R 1 3. Á G Ú S T 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 188. tölublað . 109. árgangur .
BLIKAR STÓÐU
Í SKOTUNUM
Í ABERDEEN
BILANIR
SETJA STRIK Í
REIKNINGINN
MIKILVÆGT AÐ
SEGJA HINS-
EGIN SÖGUR
ÞYRLUSVEIT LANDHELGISGÆSLUNNAR 11 BJARNI FLYTUR EINLEIK 28SAMBANDSDEILD EVRÓPU 26
Urður Egilsdóttir
urdur@mbl.is
Virkum kórónuveirusmitum fækkaði
um 55 á milli daga samkvæmt tölum
frá Landspítalanum í gær og segir
sóttvarnalæknir veiruna því ekki
vera í veldisvexti, heldur sé farald-
urinn í línulegum vexti. Runólfur
Pálsson, yfirmaður Covid-göngu-
deildar Landspítala, segir að þó að
virkum smitum fækki nú hafi smitum
síðustu vikurnar verið að fjölga um
meira en 100 á dag. „Ef við reiknum
ari sóttvarnaaðgerðir. „Þótt hann
legði til hertar aðgerðir núna þá skil-
aði það sér ekki strax til spítalans,
jafnvel þótt við gæfum okkur að
bylgjan rénaði,“ segir Runólfur og
nefnir að áfram yrði mikið álag á spít-
alanum í tvær til þrjár vikur. „Það er
það sem gerir þessa óvissu svo mikla.
Jafnvel þó fjöldi smita sé stöðugur á
hverjum degi þá má búast við því að
úr þeim hópi muni einhverjir veikjast
það alvarlega að þeir þurfi að leggjast
inn á spítala og jafnvel inn á gjör-
gæslu.“ Runólfur segir það vera mjög
misjafnt hversu lengi fólk þurfi að
liggja inni á spítala, en í langflestum
tilfellum sé um að ræða svæsna
lungnabólgu. „Þeir sem enda í önd-
unarvél á gjörgæslu eru með mjög al-
varlega lungnabólgu sem tekur lang-
an tíma að ná bata af.“ Þá nefnir
Runólfur að undirliggjandi sjúkdóm-
ar geri mörgum einnig erfitt fyrir. „Á
sama tíma þarf svo að sinna öllu öðru,
samfélagið er á fullu svo það hefur
ekki minnkað þó að bylgjan geisi.“
með því að tveir eða þrír af þeim veik-
ist mjög alvarlega, þýðir það upp-
safnað álag á Landspítala,“ segir
Runólfur. Í gær lágu 30 á spítala
vegna kórónuveirunnar, fimm voru á
gjörgæslu og þar af fjórir í öndunar-
vél. „Það gæti dregist á langinn með
þessa sjúklinga, svo að ef það bætist
við í þann hóp, þá verður þetta mjög
þungur róður.“
Þórólfur sagði á upplýsingafundi í
gær að ef Landspítali láti í ljós
áhyggjur af neyðarástandi þá sé
óhjákvæmilegt að hann leggi til hert-
Virkum smitum fækkar um 55
- Faraldurinn í línulegum vexti - Uppsafnað álag á spítala - „Þungur róður“
MEkki útlit fyrir niðurleið ... »2 & 4
Erjur hafa staðið um árabil milli nágrannanna Páls Guðmundssonar, mynd-
höggvara á Húsafelli, og Sæmundar Ásgeirssonar, eiganda á Gamla bæ.
Dómur féll í málinu í júlí á síðasta ári, þar sem Páli var gert að fjarlægja hús,
byggt utan um legsteinasafn hans, á eigin kostnað að viðlögðum dagsektum.
Í gær átti að rífa þakið af aðalrými hússins en sveitarfélagið boðaði þá Pál og
Sæmund til sáttafundar. Samningaviðræður gengu upp og ofan að sögn
sveitarstjóra en að lokum náðist samkomulag sem var í þágu beggja. Leg-
steinahús Páls verður um kyrrt og fallið verður frá dagsektum. Sæmundur
fær á móti byggingarleyfi svo áform hans um sumarhúsabyggð geti orðið að
veruleika. Var mikill fjöldi fólks saman kominn við legsteinahúsið þar sem
það beið örlaga sinna í heljargreipum kranabifreiðar. Sæmundur féllst að
lokum á að undirrita samninginn og veitti undirskrift sína þar sem hann var
kominn áleiðis til Reykjavíkur. Var samningnum svo komið í Húsafell þar
sem Páll undirritaði hann ásamt sveitarstjóra. »2
Samkomulag
í þágu beggja
Legsteinahús Páls á Húsafelli fær að standa en búið var að festa þak þess við kranabifreið sem beið átekta.
Morgunblaðið/Eggert
Nálægð Á myndinni sést bæði í húsakostinn á Bæjargili og Gamla bæ. Legsteinahúsið við lóðarmörkin átti að rífa sökum formgalla á byggingarleyfi þess.
Samstaða Mikill fjöldi var mættur í Húsafell í gær. Á myndinni sjást Páll
og sr. Geir Waage, fyrrverandi sóknarprestur í Reykholti, taka tal saman.
Hersveitir talibana hafa unnið
hvern sigurinn á fætur öðrum í bar-
áttunni við stjórnarher Afganistan
síðustu sólarhringana. Í kjölfar þess
að hin hernaðar-
lega mikilvæga
borg Ghazni féll í
hendur hryðju-
verkamannanna
eru líkur taldar
aukast á því að
þeir geti náð höf-
uðborg landsins,
Kabúl, á sitt vald.
Í ljósi þess
hversu alvarlegt
ástandið er orðið í landinu hafa bæði
Bandaríkjamenn og Bretar ákveðið
að senda herlið til Kabúl í þeirri við-
leitni að aðstoða sendiráðsstarfs-
menn sína við að koma sér á brott
frá borginni. Þannig mun 600
manna herlið frá Bretlandi vera á
leið til borgarinnar og 3.000 her-
menn úr sveitum Bandaríkjamanna.
Hafa talsmenn varnarmálaráðu-
neytis Bandaríkjanna lýst því yfir
að herliðið muni ekki efna til átaka
við talibana. „Það eru engar áætl-
anir eða umræður í gangi um að
nýta Hamid Karzai-alþjóðaflugvöll-
inn sem miðstöð til þess að efna til
loftárása innan eða í nágrenni Afg-
anistan,“ sagði talsmaður varn-
armálaráðuneytisins í yfirlýsingu í
gærkvöldi.
Joe Biden gagnrýndur
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna,
hefur sætt sífellt harðari gagnrýni
fyrir þá ákvörðun að draga allt her-
lið landsins frá Afganistan, en það
hefur haft hersetu í landinu í tvo
áratugi. Mitch McConnell, leiðtogi
Repúblikanaflokksins í öldungadeild
Bandaríkjaþings, sagði „Afganistan
stefna í átt að yfirgripsmiklum, fyr-
irsjáanlegum hörmungum sem þó
hefði mátt fyrirbyggja.“ »13
Búa sig
undir fall
Kabúl
- Herlið sent til að
rýma sendiráð
Joe Biden
_ Afrakstur dún-
tekju var al-
mennt ágætur
hjá æðarbændum
í sumar. Vegna
kulda verpti æð-
arfuglinn þó
seint sums stað-
ar, til dæmis við
Breiðafjörð.
„Það var flott sumar hjá okkur
enda einstakt veður á Melrakka-
sléttu. En það er alltaf það sama,
stöðug barátta við varginn. Það
komst tófa í varpið hjá okkur og
fældi eitthvað af fugli frá,“ segir
Margrét Rögnvaldsdóttir, æðar-
bóndi á Harðbak. »10
Ágætur afrakstur
dúntekju sumarsins