Morgunblaðið - 13.08.2021, Side 2

Morgunblaðið - 13.08.2021, Side 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 2021 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Stjórnarráð Íslands Dómsmálaráðuneytið Kosningar til Alþingis Kosningar til Alþings fara fram 25. september 2021 og getur kosning utan kjörfundar hafist föstudaginn 13. ágúst 2021. Innanlands fer kosning utan kjörfundar fram hjá sýslumönnum um allt land, á aðalskrifstofum eða í útibúum þeirra. Þá getur sýslumaður einnig ákveðið að atkvæðagreiðsla fari fram á sérstökum kjörstað í umdæminu. Nánari upplýsingar verður að finna á vefsvæði sýslumanna syslumenn.is. Erlendis fer kosning utan kjörfundar fram á skrifstofu sendiráðs, í sendiræðisskrifstofu eða hjá kjörræðismanni samkvæmt nánari ákvörðun utanríkisráðuneytisins. Utanríkisráðuneytið getur þó ákveðið að atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fari fram á öðrum stöðum erlendis. Kjósendum er bent á að hafa samband við sendiskrifstofur og/eða sendiherra sem hafa yfirlit yfir hvar unnt er að kjósa. Vegna þess ástands sem ríkir í heiminum vegna COVID-19 farsóttarinnar geta þau tilvik komið upp, vegna sóttvarnaráðstafana stjórnvalda á hverjum stað, að aðgengi kjósenda að kjörstöðum erlendis verði takmarkað. Dómsmálaráðuneytinu, 13. ágúst 2021 Þóra Birna Ingvarsdóttir thorab@mbl.is Í gær var undirritaður samningur á milli Borgarbyggðar, Sæmundar Ásgeirssonar, eiganda Gamla bæjar, og Páls Guðmundssonar, eiganda Bæjargils. Í samningnum eru drög að breyttu aðalskipulagi og deili- skipulagi. Hvor um sig fær að auki fimm milljónir króna frá Borgar- byggð upp í þann kostnað sem hlaust af málinu. Í niðurstöðu Héraðsdóms Vestur- lands hafði Páli verið gert að fjar- lægja húsið á eigin kostnað en vonir voru bundnar við að samkomulag næðist. Sæmundur lagði fram samn- ingsdrög sem Páll taldi sig ekki geta samþykkt. Því átti að rífa húsið, enda dagsektir farnar að hlaupa á milljónum króna. Var þakið rifið af forrými hússins og undirbúningur hafinn að því að taka þakið af aðal- rýminu þegar Borgarbyggð setti sig í samband við báða aðila og boðaði til sáttafundar. Sá hófst snemma að morgni gærdagsins. Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitar- stjóri Borgarbyggðar, segir samn- ingaviðræður reynst erfiðar, enda tilfinningalegt mál. Niðurstaðan hafi þó verið ánægjuleg. Páll sagði að sér liði vel að loks væri kominn samningur um málið. „Við getum núna haldið áfram að varðveita sögu legsteinanna og for- feðra minna.“ Páll er listamaður og vinnur aðallega með grjót úr Bæjar- gili, líkt og forfeður hans notuðu við smíð legsteinanna. „Ég vildi sýna að þarna byrjaði listin.“ Páll varð meyr þegar hann þakk- aði fólki fyrir stuðninginn sem hon- um var sýndur í gegnum ferlið. Hann var ekki sá eini sem klökknaði en stór hópur kom saman við Húsa- fell í gær og beið í örvæntingu eftir því hvort húsið yrði rifið eða því bjargað. Samningurinn var loks undirritaður í kirkjunni á Húsafelli um klukkan fjögur. Stefnt var að því að samningsgerð yrði lokið klukkan tólf en það tafðist. Klukkan tvö, þegar undirritun, eða niðurrif, átti að eiga sér stað var hópur manna enn að funda, stál í stál, í Borgarnesi. Var fresturinn þá framlengdur til klukkan þrjú. Um það leyti kom upp nokkur órói í veð- urblíðunni við Húsafell þegar frétt- ist að Sæmundur væri farinn til Reykjavíkur og myndi því ekki und- irrita samninginn. Þórdís segir að lagt hafi verið upp úr því að ná undirskriftum allra aðila á frumrit samningsins. Sæmundur hafi snúið við og bíll sendur til móts við hann með samninginn sem var svo færður upp í Húsafell. Þar beið Páll sem undirritaði samninginn og uppskar mikið lófatak viðstaddra. Fáni var dreginn að húni og þakið híft á húsið á ný. thorab@mbl.is Legsteinahús Páls á Húsafelli stendur - Erfitt að ná saman - Samkomulag um skipulag og bætur Morgunblaðið/Eggert Samstaða Páll er vel liðinn og margir mættu til að veita honum stuðning. Unnur Freyja Víðisdóttir unnurfreyja@mbl.is Rúmlega 100 manns voru bólusettir við kórónuveirunni á höfuðborgar- svæðinu á hverjum degi í júlí eftir að fjöldabólusetningum í Laugardals- höll lauk 1. júlí samkvæmt upplýs- ingum frá Ragnheiði Ósk Erlends- dóttur, framkvæmdastjóra hjúkrun- ar hjá Heilsugæslunni á höfuðborg- arsvæðinu. „Það voru mest ungir íslenskir nemar sem voru að koma að utan. Svo var einn og einn bólusettur sem hafði gleymt sér. Þannig að þetta var alveg svona opin lína,“ segir Ragnheiður í samtali við Morgunblaðið. Aðspurð segir Ragnheiður allan gang á því hvaða bóluefni þessir ein- staklingar fengu. „Flestir þeirra sem voru alveg óbólusettir fengu annaðhvort Pfizer eða Janssen en svo voru einhverjir sem áttu eftir að fá seinni skammt- inn af AstraZeneca og fengu hann þá.“ Bólusetningar barnshafandi kvenna hófust 29. júlí og hafa um 500 konur þegið boð um bólusetningu fram að þessu, að sögn Ragnheiðar. „Ég held að það sé nokkuð gott hlut- fall miðað við að það eru um 2.500 til 3.000 fæðingar á höfuðborgarsvæð- inu á hverju ári. Svo spilar alveg inn í að við vildum ekki bólusetja konur sem eru á fyrsta þriðjungi meðgöng- unnar. Þá voru einhverjar sem voru búnar að láta bólusetja sig og aðrar sem eiga enn þá eftir að koma. Þær koma bara til okkar þegar þær eru búnar að eiga eða þegar hentar þeim. Það er alltaf opið hús fyrir þær.“ Hafist var handa við endurbólu- setningar skólastarfsfólks strax eftir verslunarmannahelgi og standa þær bólusetningar enn yfir. „Það hafa verið um 1.000 skóla- starfsmenn að koma í örvunar- skammt á degi hverjum í ágúst. Við viljum reyna að klára það sem allra fyrst þar sem skólastarf er að hefjast að nýju þessa dagana,“ segir Ragn- heiður. Á mánudaginn eftir helgi munu endurbólusetningar Janssen-þega hefjast. Þeir 53.290 einstaklingar sem bólusettir voru með bóluefni Janssen og hafa ekki sögu um fyrri Covid-sýkingu mega því eiga von á því að fá boð í endurbólusetningu í dag. Þeim hópi mun þá standa til boða að fá örvunarskammt með bólu- efni Moderna eða Pfizer. Þá munu bólusetningar barna á aldrinum 12-15 ára fara fram í Laug- ardalshöll dagana 24. og 25. ágúst. Foreldrar sem þiggja bólusetningar fyrir börn sín verða beðnir að fylgja börnum sínum í bólusetningu og veita þar með upplýst samþykki fyr- ir bólusetningunni ásamt því að vera börnunum til halds og trausts. Ef all- ir þiggja boð um bólusetningu þarf um 35.000 bóluefnaskammta til að fullbólusetja allan aldurshópinn. Miðað við birgðir af bóluefni Pfizer og afhendingaráætlanir bóluefnisins á næstu vikum ætti að vera unnt að ljúka bólusetningum hópsins með síðari bólusetningu í september, að því er greint frá í tilkynningu heil- brigðisráðuneytisins 10. ágúst. Hér á landi hafa 86,3% einstak- linga 16 ára og eldri verið fullbólu- settir en 6,6 hálfbólusettir. Rúmlega 7% einstaklinga í þessum aldurshópi eru því enn óbólusett, samkvæmt nýjustu upplýsingum af covid.is. Ragnheiður hvetur alla þá sem ekki hafa verið bólusettir fram að þessu til að mæta í bólusetningu á Suðurlandsbraut á milli kl. 10 og 15. Sjö prósent enn þá óbólusett - Um 100 manns bólusettir á dag í júlí - 500 barnshafandi konur þáðu boð í bólusetningu 29. júlí - Endurbólusetningar skólastarfsfólks ganga vel - Janssen-þegar fá örvunarskammt eftir helgi 9.147 8.110 3.364 1.207 Fjöldi óbólusettra Óbólusettir eftir aldurshópum Hlutfall óbólusettra eftir kyni 16-29 ára 30-39 ára 40-49 ára 50-59 ára 60+ ára Konur, 16 ára og eldri Karlar, 16 ára og eldri Heimild: covid.is Austurland 2.138 Höfuðborgarsvæði 62.156 Suðurnes 9.568 Norðurland 8.530 Suðurland 7.198 Vestfirðir 1.660 Vesturland 4.781 Fjöldi óbólu- settra eftir landshlutum Allir aldurshópar 871 4% 10% 93% allra 16 ára og eldri hafa fengið í það minnsta einn skammt af bóluefni Morgunblaðið/Kristinn Magnúss. Bólusetning Fjöldabólusetningar hefjast að nýju í Laugardalshöll síðar í mánuðinum, þegar 12-15 ára ungmenni eiga að mæta með foreldrum. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.