Morgunblaðið - 13.08.2021, Qupperneq 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 2021
Bætt
hreinlæti
í nýjum heimi
Fáðu ráðgjöf fyrir þitt fyrirtæki
www.hreint.is s: 589 5000 hreint@hreint.is
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Afrakstur dúntekju var almennt
ágætur hjá æðarbændum í sumar.
Vegna kulda verpti æðarfuglinn þó
seint sums staðar á landinu, til
dæmis við Breiðafjörð. „Við vorum í
dúnleitum seinnihlutann í júlí. Það
er nýtt fyrir mér,“ segir Erla Frið-
riksdóttir, framkvæmdastjóri Ís-
lensk æðardúns í Stykkishólmi.
„Það var flott sumar hjá okkur
enda einstakt veður á Melrakka-
sléttu. En það er alltaf það sama,
stöðug barátta við varginn. Það
komst tófa í varpið hjá okkur og
fældi eitthvað af fugli frá,“ segir
Margrét Rögnvaldsdóttir, æðar-
bóndi á Harðbak II á Melrakka-
sléttu og formaður norðaustur-
deildar Æðarræktarfélags Íslands.
Stöðugt í vörn gegn vargi
Margrét segir að tófan éti egg og
færi heim á greni og reki með því
æðarfuglinn af hreiðrum. Ef þetta
gerist snemma sumars sé möguleiki
á að kollan komi til baka og verpi
þá annars staðar.
Margrét segir að æðarbændur
þurfi stöðugt að verja sig gegn
vargi. Hún segir verst að fá mink í
varpið, hann drepi allt sem fyrir
verði. Hrafnar sæki í eggin og geti
rekið kollurnar af hreiðrum. Sömu-
leiðis skúmar. Þegar ungarnir fari
út á sjó sé svartbakurinn mikil ógn.
Margrét segir æðarvarpið á
Harðbak vera dreift yfir stórt svæði
sem geri erfiðara að verja það gegn
vargi. Það er þó reynt. „Maður hef-
ur gott af göngunni. Þetta er ægi-
lega skemmtilegt starf. Að vera úti í
náttúrunni og samneytið við fuglinn
er yndislegt,“ segir Margrét.
Nánast séríslensk afurð
Segja má að dúnn sé séríslensk
afurð því héðan koma um þrír
fjórðu hlutar þess dúns sem seldur
er í heiminum, eða um þrjú þúsund
tonn af um fjögur þúsund tonna
heildarmarkaði. Mest er selt til
Þýskalands og Japans og fer megn-
ið í sængur en eitthvað einnig í
fatnað.
Miklar sveiflur eru á markaðnum
sem koma beint við pyngju æðar-
bænda. Erla segir að verðið hafi
náð hámarki á árinu 2016 en eftir
það hafi eftirspurnin minnkað,
kaupendur haldið að sér höndum og
verðið lækkað mikið. Birgðir fóru
að safnast upp hjá seljendum. Erla
segir að kórónuveirufaraldurinn
hafi ekki hjálpað til.
Hún segir að markaðurinn sé aft-
ur á hægri uppleið og verðið hafi
skánað. Samkvæmt útflutnings-
tölum á þessu ári er meðalverð lið-
lega 170 þúsund krónur á kílóið.
Það er enn töluvert frá því sem var
á öldutoppnum, 2016. Saxast hafi á
birgðirnar og telur Erla að ekki séu
eftir mikilar fyrningar frá fyrri ár-
um. Margrét segir að Æðarræktar-
félag Íslands vilji draga úr þessum
miklu sveiflum. Það geti gerst með
því að framleiða meira hér og flytja
dúninn út í fullunnum vörum. Hún
segir að jafnhliða þurfi að kynna ís-
lensku æðarræktina og hversu um-
hverfisvæn framleiðslan sé hér.
Bændur hafa fyrir nokkru lokið
dúntekju og eru margir búnir að
þurrka dúninn og senda hann frá
sér í hreinsun. Nokkrar hreinsi-
stöðvar eru á landinu og um það bil
fimm fyrirtæki í útflutningi. Eitt-
hvað er einnig um að bændur
hreinsi sjálfir framleiðslu sína og
flytji út hráefnið eða tilbúnar sæng-
ur.
Æðarrækt og vinnsla æðardúns
er byggð á aldagömlum hefðum
sem hafa byggst upp kynslóð fram
af kynslóð, eins og sagt er frá á vef
Æðarræktarfélags Íslands. Þótt
æðarfuglinn sé villtur sækir hann í
vernd bænda fyrir rándýrum enda
standa sumir þeirra vakt um æðar-
varpið allan sólarhringinn á varp-
tíma. Á vorin er búið í haginn fyrir
komu æðarfuglsins með því að
hreinsa varpsvæðið og girða það af,
þar sem því verður við komið. Vin-
sælt er að nota útvarp og litríka
hluti til að laða fuglinn að.
Í stöðugri baráttu við varginn
- Ágætur afrakstur af dúntekju í sumar - Fuglinn verpti seint við Breiðafjörð - Tófa komst í varp-
ið á Melrakkasléttu og fældi kollur af hreiðrum - Heimsmarkaðurinn er aðeins að taka við sér
Morgunblaðið/Ómar
Æðarrækt Æðarkollan elur unga sína upp úti á sjó. Áður en að því kemur skilur hún eftir mikil útflutningsverðmæti í hreiðri sínu sem æðarbóndinn nýtir.
Erla
Friðriksdóttir
Margrét
Rögnvaldsdóttir
Þegar kemur að því að klippa niður stór tré í garðinum er vissara að fá til
þess fagmenn, líkt og þá sem voru nýverið að störfum í Hlíðunum. Þar var
tré tekið snyrtilega niður og fylgdist aðstoðarmaður vel með félaga sínum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ekki gott að lenda
undir trénu