Morgunblaðið - 13.08.2021, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þegar íbúar
Berlínar
vöknuðu að
morgni dags hinn
13. ágúst 1961 kom-
ust þeir að því að
stjórnvöld í Austur-Þýskalandi
höfðu lokað landamærunum á
milli Austur- og Vestur-
Berlínar með gaddavír og víg-
girðingum. Gaddavírinn varð að
lokum að rúmlega 100 kílómetra
löngum steinsteypumúr, sem
jafnframt varð að táknmynd
járntjaldsins milli austurs og
vesturs í kalda stríðinu.
Múrinn var þó ekki bara tákn
hinna hugmyndafræðilegu skila
sem skildu á milli kommúnism-
ans og kapítalismans, hann var
einnig tákn um siðferðislegt
gjaldþrot hinna sósíalísku „al-
þýðulýðvelda,“ þar sem fámenn
einræðisstétt kúgaði almenning
í nafni verkalýðsins, lofaði fólki
paradís, en færði þeim helvíti á
jörð.
Ein aðalástæða þess að múr-
inn var reistur var einfaldlega
sú, að almenningur í Austur-
Þýskalandi og öðrum austan-
tjaldsríkjum notaði hin opnu
landamæri í Berlín til þess að
flýja þau aumu kjör, sem áætl-
unarbúskapurinn skammtaði
þeim. Hin gríðarlegu lífskjör,
sem „öreigunum“ hafði verið
lofað reyndust tálsýn, og öll ríki
sem reynt hafa að feta sömu
braut hafa séð svipaða þróun.
Múrinn var því reistur, til að
halda fólki gegn vilja sínum við
verri lífskjör, auk þess sem
þeim var meinað um öll þau
mannréttindi sem við teljum
sjálfsögð í dag. En hann dugði
ekki til, því að áætlað er að rúm-
lega 100.000 manns hafi reynt
að flýja eftir að múrinn reis, þar
af sluppu um 5.000 manns yfir
landamærin. Áætlað er að á
bilinu 140 til 262 hafi týnt lífi við
flóttatilraunina við
múrinn.
Það vakti athygli
í júní árið 1987 þeg-
ar Ronald Reagan
Bandaríkjaforseti
heimsótti Berlínarmúrinn og
skoraði á Míkhaíl Gorbatsjoff,
aðalritara Sovétríkjanna, að
rífa niður vegginn og opna um
leið Brandenborgarhliðið, sem
lenti austanmegin við hann.
Ýmsir litu á það ákall sem fá-
sinnu eina, og vitað er að banda-
ríska utanríkisráðuneytið
reyndi ákaft að fá Reagan til
þess að hætta við ákall sitt, þar
sem það gæti skaðað samskipti
risaveldanna, sem þá voru á
betri stað en oft áður í kalda
stríðinu.
Reagan sat fast við sinn keip,
en væntanlega hafa fáir sem
hlýddu á grunað, að einungis
tveimur árum síðar myndi Berl-
ínarmúrinn falla. Það var hins
vegar ekki Gorbatsjoff sem reif
hann niður, heldur almenningur
í Austur-Berlín, sem loksins
fékk nóg af áratugalangri
alræðisstjórn og kúgun. Aust-
antjaldslöndin hrundu svo hvert
af öðru, rúin trausti og stuðn-
ingi eigin þegna.
Múrinn er nú að mestu leyti
horfinn, þó að enn eimi eftir af
þeim örum sem hann setti í
Berlínarborg. Það stjórn-
skipulag, sem leiddi til þess að
hann var reistur, hrundi víðast
hvar, en lifir þó enn í nokkrum
ríkjum. Þar býr almenningur
enn við kúgun, og í þeim ríkjum
sem hafa haldið sig fast við
áætlunarbúskap býr hann einn-
ig við hungur. Það er því vert að
rifja reglulega upp minninguna
um Berlínarmúrinn, í þeirri von
að kynslóðir framtíðarinnar átti
sig á því, að helstefna sú sem
þar lá að baki felur í sér enga
von.
Í dag eru 60 ár frá
því að Berlínarmúr-
inn var reistur}
Skammartákn
sósíalismans
Heilbrigðismál
eru meðal
þeirra sem nefnt er
að kosið verði um í
næsta mánuði.
Æskilegt er að þau
verði til umræðu þó að hver og
einn meti vitaskuld hvað ráði
atkvæði hans. En óumdeilt er
að heilbrigðismálin vega þungt,
bæði fyrir ríkissjóð og fyrir al-
menning.
Þessi mál voru meðal annars
til umræðu í þættinum Dag-
málum þar sem Ólafur Þór
Gunnarsson, þingmaður VG og
læknir, og Guðrún Hafsteins-
dóttir, oddviti Sjálfstæð-
isflokksins í Suðurkjördæmi,
viðruðu ólík sjónarmið. Athygli
vekur að Ólafur Þór sagði ekki
ágreining um að um fjórðungur
heilbrigðiskerfisins
væri í höndum
einkaaðila, líkt og
nú.
Þetta kann að
hljóma ágætlega en
óhjákvæmilegt er að horfa
einnig til verka heilbrigð-
isráðherra VG og þá blasir allt
önnur mynd við. Á kjör-
tímabilinu hefur verið þrengt
mjög að einkarekstri á þessu
sviði og þingmenn VG hafa sýnt
vilja til að ganga enn lengra í
þeim efnum.
Frambjóðendur VG vilja ber-
sýnilega ekki að kjósendur hafi
verk þeirra í huga þegar kemur
að heilbrigðismálum, en verkin
eru mun tryggari mælikvarði á
það sem koma skal en fögur orð
sem falla í kosningabaráttu.
Verk VG í heilbrigð-
ismálum segja sína
sögu um stefnuna}
Eitt af því sem um er kosið E
itt skiptir meginmáli í komandi
kosningum og um alla framtíð.
Að þjóðin fái sinn sanngjarna
hluta af verðmætinu sem felst í
fiskimiðunum: Sjávarútvegur
borgi markaðstengt auðlindagjald með því að
árlega fari ákveðinn hluti kvótans á markað.
Flóknara er það ekki.
Skoðum álitaefnin:
1. Þjóðin á auðlindina. Útgerðarmenn nýta
hana og eiga því að borga fullt verð fyrir afnotin.
2. Útgerðin borgar nú þegar auðlindagjald.
Er það ekki nóg? Svarið er einfalt. Engum
dytti í hug að það væri sanngjarnt að borga 50
þúsund krónur í leigu á mánuði fyrir 200 fer-
metra íbúð. Það væri gjöf en ekki gjald. Sama
gildir um málamyndagjald útgerðarmanna fyr-
ir fiskimiðin.
3. Væri þá ekki rétt að afkomutengja auðlindagjaldið?
Þessi hugmynd er jafnfráleit og að afkomutengja húsa-
leigu, þannig að fyrirtæki skussanna borgi lægri leigu
fyrir verslunar- eða skrifstofuhúsnæði en þau sem eru
rekin af hagkvæmni.
4. Fyrir daga kvótakerfisins var útgerðin rekin sem
næst á núlli og í óefni stefndi á fiskimiðunum vegna of-
veiði. Afnám kvótakerfis er afturhvarf til þeirra tíma. Nú
er fólk almennt mun meðvitaðra um sjálfbæra nýtingu
náttúrunnar og engum dytti í hug að snúa aftur til daga
rányrkjunnar.
5. En varð veiðirétturinn verðmeiri við það að nýtt
kerfi var tekið upp? Já, einmitt vegna þess að nú er við-
urkennt að veiðiréttur er takmörkuð gæði er hann mikils
virði. Auk þess er auðlindin í heild nú meira
virði vegna skynsamlegrar stjórnunar.
6. Hagfræðingar tala um auðlindarentu, en
það hugtak skilja fáir og enginn veit hvernig á
að reikna hana. Þess vegna er borin von að
setja á sanngjarnt gjald, segja fulltrúar útgerð-
armanna á Alþingi. Þetta er rétt og þess vegna
er best að láta markaðinn ráða. Verð á hluta-
bréfum, húsnæði, olíu og nánast öllu öðru sem
selt er á frjálsum markaði ræðst af framboði og
eftirspurn. Hvers vegna ekki veiðirétturinn?
7. Hækkar markaðsverð auðlindagjaldið frá
því sem nú er? Um slíkt er vandi að spá, en
samt ekkert mikill vandi. Samkvæmt Hagstof-
unni var árlegur hagnaður sjávarútvegsins á
föstu verðlagi 2019 um 55 milljarðar króna
áratuginn 2010-19. Veiðirétturinn er greini-
lega mikils virði. Árið 2020 var veiðigjald sam-
kvæmt ákvörðun stjórnmálamanna alls 4,8 milljarðar
króna. Á leigumarkaði fer kvótinn á margföldu því verði,
en mismunurinn fer í vasa útgerðarmanna.
8. Uppboð skapar óvissu, segja útgerðarmenn. Allur
atvinnurekstur er óvissu háður, en ef hluti aflaheimilda
er settur á markað á ári hverju, til dæmis 5%, fylgir nýt-
ingarsamningur í 20 ár. Öryggið eykst því, en minnkar
ekki.
Hristum af okkur óréttlætið sem felst í veiðigjaldi sem
ákveðið er að pólitíkusum og hefur milljarða af þjóðinni á
ári hverju. Setjum kvótann á markað.
Pistill
Margur verður af auðlind api
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar.
bj@heimur.is
Benedikt
Jóhannesson
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Þ
að er löngu orðið tímabært
að endurskoða hugmynda-
fræðina. Fara þarf yfir það
hvernig við ætlum að meta
verðmæti fasteigna, hvaða fast-
eignaskattsprósenta er sanngjörn
og hvernig hægt er að auka fyrir-
sjáanleikann,“ segir Garðar Hannes
Friðjónsson, forstjóri Eikar fast-
eignafélags og formaður Félags
fasteignaeigenda sem starfar innan
vébanda Samtaka
verslunar og
þjónustu.
Garðar segir
að enginn fyrir-
sjáanleiki sé í
ákvörðunum um
fasteignamat.
Eigendur fast-
eigna verði að
bíða og sjá hvað
gerist og geti litl-
ar áætlanir gert.
Hann nefnir að síðan komi furðu-
legar hreyfingar eins og þegar hót-
elin hækkuðu í mati á milli febrúar
2020 og 2021 þrátt fyrir að þau
stæðu tóm eða hálftóm megnið af
þeim tíma. Erfitt sé að átta sig á
hvað liggi til grundvallar slíku mati.
Garðar segir að fasteignamat
hafi verið of lágt fyrir um áratug og
eðlilegt að það hafi hækkað. Það hafi
gerist í þrepum.
Aftur á móti hafi álagningar-
prósenta fasteignaskatts almennt
ekki lækkað til samræmis við hækk-
un fasteignamats og því orðið raun-
hækkun á skattinum. Nokkur sveit-
arfélög hafa síðustu árin brugðist við
með lækkun álagningarprósentu en
mun meira á íbúðarhúsnæði en at-
vinnuhúsnæði.
Hæstu fasteignaskattar
Í samantekt Samtaka atvinnu-
lífsins (SA) sem birt var í sumar
kemur fram að þótt skattprósentan
sé meira en þrefalt hærri á atvinnu-
húsnæði en íbúðarhúsnæði fullnýti
um helmingur sveitarfélaga heim-
ildir til álagningar fasteignaskatts.
Bent er á að mikill meirihluti þeirrar
miklu tekjuaukningar sem Reykja-
víkurborg hefur fengið vegna hækk-
unar fasteignaskatts í kjölfar hækk-
unar fasteignamats komi frá
eigendum atvinnuhúsnæðis.
Í samantekt SA kemur einnig
fram að skattar á fasteignir eru
hærri hér sem hlutfall af vergri
landsframleiðslu en nokkru öðru ríki
Norðurlanda, eða 2,1% á móti 1,5%
að meðaltali í hinum löndunum.
Leiguverð hefur farið lækkandi
þrátt fyrir verðhækkanir á íbúðar-
húsnæði og mörg fyrirtæki upplifað
mikið tekjufall vegna kórónuveiru-
faraldursins. SA benda á að þar sem
fasteignaskattar hafa enga tengingu
við tekjuþróun komi þeir sérlega illa
niður á þeim fyrirtækjum sem berj-
ast í bökkum vegna heimsfaraldurs-
ins.
Fasteignagjöld eru stór út-
gjaldaliður hjá fasteignafélögum. Til
að mynda greiðir Eik 1,3 milljarða í
fasteignagjöld af 8,5 milljarða króna
veltu eða um 17,4%. Árið 2014 nam
þetta hlutfall 12,8%. Hefði hlutfallið
haldið sér hefðu fasteignagjöld á
árinu 2020 verið 345 milljónum kr.
lægri. Garðar segir að raunhækkun
fasteignagjaldanna komi óhjá-
kvæmilega fram í leiguverði.
Hann segir að fundað hafi verið
með forráðamönnum sveitarfélaga
og ráðherrum svo ráðamenn eigi að
vera vel meðvitaðir um stöðu máls-
ins. Telur hann að nú sé kominn tími
til að grípa til aðgerða og koma þess-
um málum í betri farveg fyrir fram-
tíðina.
Vantar fyrirsjáan-
leika í ákvarðanir
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hverfi Mat á fasteignum og álagningarprósenta fasteignaskatts hefur
áhrif á útgjöld fyrirtækja og fjölskyldna og eru miklir hagsmunir undir.
Garðar Hannes
Friðjónsson
Fasteignamat á að endurpegla
gangverð á fasteignum, um-
reiknað til staðgreiðslu, og mið-
ast við kaup og sölu eigna í
febrúarmánuði. Eigendum er til-
kynnt um matið í júní og tekur
það gildi um áramót.
Heildarmat fasteigna hækkar
um 7,4% um komandi áramót.
Er það umtalsvert meiri hækkun
en síðast, þá var tilkynnt um
2,1% hækkun. Tekið var fram í
tilkynningu Þjóðskrár að kór-
ónuveirufaraldurinn hafi ekki
haft áhrif til lækkunar vegna
þess að aðrir þættir, eins og
lækkun vaxta, hafi vegið
þyngra.
Fasteignaskattur er annar
stærsti tekjuliður sveitarfélaga.
Hann ræðst af fasteignamati og
álagningarprósentu. Hægt er að
leggja allt að 0,625% skatt á
íbúðir og 1,65% skatt á atvinnu-
húsnæði. Auk þess eru önnur
fasteignagjöld sem ráðast af
þjónustu.
Endurspeglar
gangverð
FASTEIGNAMAT