Morgunblaðið - 13.08.2021, Side 15

Morgunblaðið - 13.08.2021, Side 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 2021 Mávahlátur Bjartsýni bar ofurliði ungan pilt, sem var að leika sér á Klambratúni, er hann reyndi að ná til tveggja máva sem höfðu tyllt sér á grasið í leit að einhverju æti. Þeir flugu fljótt á loft. Unnur Karen Stjórnmálaflokkar eru merkilegt fyrir- bæri. Um margt líkj- ast stjórnmálaflokkar gosdrykkjum. Með því er átt við að í stríði Coke og Pepsi koma fram nýir cola- drykkir. Nýju drykk- irnir ná engri fótfestu en sala á Coke og Pepsi vex í kjölfarið. Bretland og Bandaríkin eins og Coke og Pepsi Í flestum löndum eru til stjórn- málaflokkar, ekki ósvipaðir Coke og Pepsi. Í Bandaríkjunum eru tveir stjórnmálaflokkar, Repúblik- anaflokkurinn og Demókrataflokk- urinn. Í Bretlandi eru Íhaldsflokkurinn og Verkamannaflokkurinn, en þar hafa komið fram flokkar með mikla fótfestu. Frjálslyndi flokkurinn hefur starfað vel á aðra öld, senni- lega tapað með tilkomu stétta- flokks, Verkamannaflokksins. En svo kemur að því að Verka- mannaflokkurinn tapar heilum landshluta í Hinu sameinaða kon- ungdæmi Bretlandi. Þannig hefur Verkamannaflokkurinn tapað kjör- fylgi og þingsætum í Skotlandi. Í Bandaríkjunum og Bretlandi er kjördæmaskipan með þeim hætti að úrslit gefa „allt eða ekk- ert“, andstætt hlutfallskosningum með jöfnunarsætum, eins og á Ís- landi. Í „allt eða ekkert“ kerfum getur niðurstaðan hæglega orðið sú að minni hluti atkvæða skila af sér meirihluta þingsæta og þar með umboði til stjórnar. Smáflokk- ar,sem ekki ná árangri, skila engu öðru en því að stóru flokkarnir verða í sterkri stöðu með því að njóta góðs af „dauðum“ atkvæðum smáflokkanna. Þröskuldar til þingsætis Vissulega geta hlut- fallskerfi skilað af sér meirihluta þingsæta en minnihluta at- kvæða, ef þröskuldar í kosningakerfinu eru háir. Í 5 þingsæta kjördæmum er þröskuldur til þing- sætis sem næst 16,67% en í 10 manna kjördæmum er þröskuldur til þingsætis sem næst 11,1%. Eðli smáflokka Það er nokkur dul að ætla sér að skilgreina „smáflokka“. Vissulega geta „smáflokkar“ orðið stórir. Smáflokkar virðast í eðli sínu vera „eins máls“ flokkar eða einnar per- sónu flokkar. Þeim er þetta ritar er fyr- irmunað að sjá og skilja fyrir hvað Miðflokkurinn stendur. Eins manns flokkur án málefnis, en leit- ar þó að „kosningamálefninu“. Í eins manns flokknum verður til „trúarhreyfing“, trú á hinn óskeik- ula foringja, þar sem orðaflaum- urinn gusast út eins og tómatsósa, en að öðru leyti algerlega inni- haldslaust blaður. Þar væla inn- múraðir um að þeir hafi þekkt for- ingjann lengi og „hann hefur alltaf rétt fyrir sér“ , eins og vælt var á Klausturbar. Þessi foringi varð til fyrir slysni í kosningu til formanns í öðrum stjórnmálaflokki, þar sem formannshallæri hafði verið í 3 ár. Píratar verða til vegna ofurtrúar á að „ný stjórnarskrá“ dragi úr „spillingu“. Meðlimir þess flokks virðast flestir hverjir vera á ein- hverju rófi sem engir skilur, ekki einu sinni þeir sjálfir, því þar þarf að kalla til vinnustaðasálfræðing til að fundir fúnkeri, og fúnkera þó ekki. Á lýðveldistímanum hafa orðið til smáflokkar um misskilda for- ingja, flokkar sem ekkert skilja eftir annað en misheppnuð „skáld“! „Skáldin“ gátu ekki ort. Ábyrgð kerfisflokka Kerfisflokkar eru þeir flokkar sem hafa staðið af sér ótal kosn- ingar og kreppur. Hér á landi urðu til „stéttaflokkar“ um 1920, með fullveldinu. Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur áttu að skipta með sér fylgi vinnandi fólks í sveitum, Framsóknarflokkurinn og í þétt- býli, Alþýðuflokkurinn. Alþýðuflokkurinn hefur fengið nýja kennitölu og nýtt nafn. Síðasti fornaldarkratinn er hættur! Krist- ján Lúðvík Möller er hættur! Sam- fylkingin hefur eðli Kvennalista! Án allrar útgeislunar! Einskis máls flokkur! Að auki, þeir sem tala fyr- ir þessa fylkingu eru fjandanum leiðinlegri og skapvondir. Að ekki sé talað um Vinstri græna, með allt sitt hugsjónafólk! Sem fer svo í aðra flokka þegar það fær ekki allt sem það krefst! Sjálfstæðisflokkurinn verður til úr Íhaldsflokknum og Frjálslynda flokknum. Hann átti að verða flokkur atvinnurekenda, en verður fyrir guðsglettni „flokkur allra stétta“. Guðsglettnin var sú að for- ystumenn í KFUM voru flestir í Sjálfstæðisflokknum. Með Kvöld- skóla KFUM verður til net stuðn- ingsmanna Sjálfstæðisflokksins í grasrót og verkalýðs- og millistétt. Kvöldskóli KFUM er hættur og ekkert komið í staðinn fyrir hann! Flokkurinn verður 42% flokkur á landsvísu en vel yfir 50% flokkur í Reykjavík, þar sem Alþýðuflokkur og Sósíalistaflokkur áttu að hafa meiri hluta að baki sér. Svona verða vegir guðs í stjórn- málum órannsakanlegir um tíma, en skila að lokum skýrri niður- stöðu. Hvað hefur gerst í Sjálfstæðisflokknum? Einn af forystumönnum Sjálf- stæðisflokksins sagði eitt sinn: „Í húsi föður míns eru margar vist- arverur“ og átti þá við að flokk- urinn yrði að þola innri fjölbreytni. Nú er fjölbreytninni úthýst og spyrja mætti hvort Sjálfstæðis- flokkurinn sé að verða eins máls flokkur þar sem „hagkvæmni“ fisk- veiðistjórnarkerfisins ræður för? Forysta flokksins tók þá afstöðu árið 2014, eftir að hafa lofað „þjóð- aratkvæðagreiðslu“ um aðild að Evrópusambandinu, að afturkalla aðildarumsókn, sem að öðru leyti lá í svefni og skaðaði engan. Þetta leiddi til þess að stór hóp- ur í atvinnurekendaliði Flokksins sagði skilið við Flokkinn og gekk til liðs við nýjan smáflokk! Góð leið til að minnka stjórnmálaflokk! Það er einnig góð leið til að minnka flokk að viðhalda óskiljanlegri um- ræðu um fullveldi á plani frá 1918! Hvernig má það vera að flokkur, sem var með 40% kjörfylgi, telur það ásættanlegt að fá 25% kjör- fylgi? Vissulega varð fjármálahrun á vakt Sjálfstæðisflokksins en það var unnið úr fjármálahruninu á vakt Sjálfstæðisflokksins. Kosningamál hafa alltaf verið at- vinnumál og efnahagsmál. Það er að rofa til í atvinnumálum í far- aldri, verðbólga í efri mörkum og greiðslujöfnuður við útlönd og er- lend staða í ágætu lagi. Verðbólga og erlend staða eru hinir endan- legu mælikvarðar á stöðu efna- hagsmála. Endingartími formanna Sjálf- stæðisflokksins hefur verið 10 ár. Nýr leiðtogi hefur ávallt verið í augsýn. Nema núna! Lofa framboðslistar góðu? Sá er þetta ritar hefur lokið af- skiptum af stjórnmálum. Því getur hann látið ýmislegt frá sér fara eft- ir að hafa spurt sig áleitinna spurninga. Fyrsta spurningin er sú hvort hin „lýðræðislega“ aðferð próf- kjöra hafi skilað sigurstranglegum framboðslistum? Horfandi á mál utan frá og spurt þá sem ekki eru innmúraðir, segja kjósendur: Þetta fólk höfðar ekki til mín! Þetta fólk hefur enga skírskotun til mín! Þetta fólk hefur orðið til í kosn- ingamaskínunni inni í Sjálfstæðis- flokknum! Engin skírskotun til al- mennra kjósenda! Það kann að vera að flokkurinn verði aftur að einhverju þegar búið er að taka allt frá honum! En maður sannprófar ekki það hvers virði maður er fyrr en þegar maður hefur látið hestinn sinn! Eftir Vilhjálm Bjarnason » Á lýðveldistímanum hafa orðið til smá- flokkar um misskilda foringja, flokkar sem ekkert skilja eftir annað en misheppnuð skáld! Skáldin gátu ekki ort. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður. Eru stjórnmálaflokkar í öngstrætum?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.