Morgunblaðið - 13.08.2021, Síða 21

Morgunblaðið - 13.08.2021, Síða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 2021 Gísli frændi hefur alltaf verið til staðar, góður og skemmtileg- ur frændi sem gott var að sækja ráð til. Við munum sakna hans og erum þakklát fyrir hversu traustur hann var og í raun mik- ilvægur klettur í okkar lífi, það finnum við þegar við hugsum til baka á kveðjustund. Minningarnar um Gísla frænda er ótalmargar, leikhúsið kemur líklega fyrst upp í hug- ann. Hvað við vorum stolt af honum. Fengum að fara oft í leikhúsið, sjá leikrit eins Dýrin í Hálsaskógi, fara baksviðs, hitta alla frægu leikarana og jafnvel sitja í forsetastúkunni. Við Þingvallavatn áttum við góðar stundir saman. Það er eftirminnilegt að hafa fylgst Gísli Alfreðsson ✝ Gísli Alfreðs- son fæddist 24. janúar 1933. Hann lést 28. júlí 2021. Gísli var jarð- sunginn 12. ágúst 2021. Grein Sveins er endurbirt, hluti setningar féll nið- ur. Beðist er vel- virðingar á mis- tökunum. með Gísla frænda í bátaskúrnum, alltaf að grúska í ein- hverju. Hann kenndi okkur að tefla, fara á hestbak og helstu atriðin þegar farið væri út á vatnið á gamla bátnum. Hann leyndi á sér við eldamennskuna þó svo hann hafi ekki endilega verið mikill matgæð- ingur. Hann fylgdi leiðbeining- um matreiðslubókarinnar sem fylgdi með gasgrillinu og reiddi fram fínan mat. Ananasfylltu svínakóteletturnar sem hann var svo montinn af að hafa sér- pantað koma upp í hugann. Það kom líka alltaf svo skemmtileg- ur glampi í augun á honum þeg- ar hann lýsti einhverju sem hann var ánægður með. Pönnu- kökur bakaði hann af list á tveimur pönnum. En sérgrein hans var uxahalasúpan. Sú súpa endurspeglar á margan hátt sérstakt samband hans og Al- freðs Arnar. Það er aðdáunarvert að hugsa til þess hversu vel Gísli frændi var að sér í hinu og þessu. Hann hélt sér alltaf uppfærðum og ræddi um nýjustu tækni og fylgdist vel með. Það var gaman að sitja með honum og spjalla. Samband okkar við fjölskyldu Gísla frænda er okkur mikil- vægt og hefur alltaf verið gott. Anna Vigdís passaði okkur t.d. mikið sem börn og við erum þakklát fyrir samband foreldra okkar og Gísla og Guðnýjar. Frændgarðurinn er okkur dýr- mætur. Gísli frændi fylgdist vel með því sem við vorum að gera. Hann sendi okkur alltaf kveðju á af- mælum og einnig börnunum okkar, það er minnisstætt. Þar kom tölvukunnáttan sér vel og hann hélt bókhald yfir afmælis- daga og fleira. Börnin okkar muna eftir því að Gísli frændi lumaði alltaf á einhverju góð- gæti eins og sleikjó þegar við komum í heimsókn. Það er svo margs að minnast sem ekki rúmast í stuttri grein. Fallegar og dýrmætar minning- ar um Gísla frænda munu lifa í hjörtum okkar, Guð blessi minn- ingu hans. Hugur okkar og hjarta er með fjölskyldunni allri. Í friði leggst ég til hvíldar og sofna því að þú einn, Drottinn, lætur mig hvíla óhultan í náðum. (Sálm. 4:9) Björgvin, Vigdís, Alfreð Örn og fjölskyldur. Einn af framámönnum ís- lenskrar leiklistar um sína daga, Gísli Afreðsson, er látinn, sam- starfsmaður og vinur til ára- tuga. Lát hans kom engum að óvörum sem til þekktu, hitt undruðst menn: seigluna og lífs- viljann í langri baráttu við erfiða sjúkdóma. Og þá ekki síður alúð konu hans, Guðnýjar Árdal, á þeim hörðu dögum. Leiðir okkar lágu fyrst saman á Herranótt Menntaskólans í Reykjavík. Reyndar stefndi hugur hans fyrst til Þýskalands og verkfræði en brátt fréttist að hann hefði söðlað um og Thalia tekið við taumunum. List sína nam hann í virtum skóla og lék í þýsku leikhúsi um skeið, en heimkominn réðst hann nokkuð fljótt til Þjóðleikhússins og helg- aði því góða húsi mestum af sín- um starfskröftum. Við vorum í hópi mjög sterks hóps ungra leikstjóra sem kom fram upp úr miðjum sjöunda áratugnum; þar voru Bríet Héðinsdóttir, Brynja Benediktsdóttir, Eyvindur Er- lendsson auk okkar Gísla. Fyrir voru listamenn sem þá þegar voru komnir til þroska, Gísli Halldórsson, Jón Sigurbjörns- son, Helgi Skúlason, Baldvin Halldórsson og Benedikt Árna- son, en skömmu síðar bættust í þennan hóp Stefán Baldursson, María Kristjánsdóttir, Þórhall- ur Sigurðsson, Þórhildur Þor- leifsdóttir og fleiri. Er mér til efs að annað eins mannval hafi staðið samtímis að leikstjórn á Íslandi. Þetta voru líka sokkbandsár Sjónvarps og einnig þar fengum við Gísli að spreyta okkur. En þegar ég kom í Þjóðleikhúsið 1972 urðum við eiginlegir vopna- bræður. Ég leyfi mér að orða þetta þannig sakir þess, að atvik höfðu hagað því þannig að um það leyti varð Gísli formaður Fé- lags íslenskra leikara og við sát- um þannig séð sitt hvoru megin við borðið. Ekki kom það að sök, því að Gísli var drengur góður. Þegar ég lét af störfum Þjóð- leikhússtjóra voru örlögin enn að leik og nú var það Gísli sem tók við stjórnartaumum hússins af mér. Allur var sá viðskilnaður hlýr og með sóma og réði mig Gísli þegar til nokkurra verk- efna. Eitt þeirra varð honum sérlega kært, Grímudansleik- urinn, þegar Kristján Jóhanns- son kom fyrst heim sem heims- söngvari. Kjarni þess hóps hefur á seinni árum hist reglulega og er í mun að ég flytji hér sakn- aðarkveðjur hinna, enda var Gísli þar hrókur alls fagnaðar fram á síðasta dag. Gísli var mikill vinur vina sinna, Bessa, Gunnars, Flosa og allra hinna og á seinni árum var skemmtilegt sálufélag með okk- ur og Benedikt Árnasyni og kon- um okkar. Er ekki alltaf gefið að slíkt bróðerni sé meðal fólks sem þó vinnur áratugum saman á sama vinnustað að sömu hug- sjónaverkum. En árin urðu mörg. Hlutverk- in urðu mörg. Leikstjórnarverk- efnin mörg. Ég vel að nefna að- eins tvö verkefni leikstjórans, annað því að að það er fáum kunnugt; hitt því að þar var um að ræða eina vinsælustu sýningu Þjóðleikhússins fyrr og síðar. Hið fyrra var Kabarett, ein best heppnaða söngleikjasýning hússins; fáum mun kunnugt um að hinn erlendi leikstjóri sem fyrir henni var skrifaður kom ekki til landsins fyrr en nokkr- um dögum fyrir frumsýningu; vinnan var öll á herðum Gísla. Hin sýningin var gamanleikur- inn Á sama tíma að ári sem við frumsýndum á Húsavík af því að við vildum að Þjóðleikhúsið væri leikhús allra landsmanna; sýn- ingafjöldi140, tala áhorfenda yf- ir 41.000. Ef þylja ætti upp hlutverkin vandast enn málið. Ég kýs því að nefna bara bakarastrákinn sem er að baka pönnukökur handa Dýrunum í Hálsaskógi hjá Eg- ner og öllum krökkum á Íslandi. Þessum minningabrotum fylgja hlýjar samúðarkveðjur til Guðnýjar og allrar fjölskyldunn- ar. Sveinn Einarsson ✝ Helga María Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 5. janúar 1952. Hún andaðist á hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ 15. júlí 2021. For- eldrar hennar voru Jón Jóhannesson framreiðslumaður, f. 6. október 1917, d. 22. október 1996, og Eygerður Bjarnfreðs- dóttir, starfsstúlka á Landa- kotsspítala, f. 4. janúar 1927, d. 4. apríl 1991. Bróðir hennar var Hafþór Ingi lögfræðingur, f. 12. júní 1946, d. 11. júní 2020. Helga ólst upp og stundaði nám í Reykjavík og útskrifaðist hún sem sjúkraliði. Hún starf- aði lengi vel á Borgarspít- alanum sem sjúkraliði og síðar hjá MS-félaginu þar sem hún starfaði síðustu starfsár sín. Helga giftist árið 1972 Ingi- mundi Magnússyni, f. 27. mars 1951. Þau skildu árið 1998. Börn þeirra eru: 1) Jón Ingi, f. 27. júlí 1972. Fyrrverandi eig- inkona hans er Helga Björg Kolbeinsdóttir, f. 14. mars 1972, og eiga þau saman tvo syni; Þórð Inga, f. 18. apríl 2003, og Trausta Frey, f. 17. janúar 2006. 2) Árni Þór, f. 10. desember 1975. Fyrrverandi eiginkona hans er Hrönn Stef- ánsdóttir, f. 17. apríl 1975, og eiga þau saman þrjú börn; Rannveigu Eyju, f. 5. apr- íl 2000, Ríkarð Eyberg, f. 19. mars 2004, og Rebekku Eydísi, f. 22. ágúst 2008. Hann er nú giftur Shireen Maria Thor og eiga þau tvo syni; Tristan Alex- ander, f. 14. maí 2015, og Troy Arnar, f. 25. september 2018. 3) Björn, f. 24. október 1979, gift- ur Maríu Hafsteinsdóttur, f. 12. október 1979, og eiga þau sam- an þrjá syni; Magnús Ara, f. 25. maí 2002, Hring, f. 29. júní 2006, og Loga Hrafn, f. 24. júní 2016. Sambýlismaður Helgu frá árinu 1999 var Bergþór Theo- dór Ólafsson. Útför Helgu hefur farið fram í kyrrþey. Elsku mamma. Þá skilur leið- ir í bili eftir erfiðleikatíð. Ég man alltaf hvað það var gaman að skutlast með þér í heimsóknir eða búðir þegar ég var lítill. Oft var amma Eyja með í för og oftar en ekki gat ég fengið smá nammi eða eitt- hvert góðgæti eftir að hafa beð- ið smá stund í barnahorninu í Hagkaup að horfa á strumpana á meðan þú varst að kaupa í matinn. Þú varst dugleg, þrjósk, for- vitin, mikill húmoristi og frábær mamma. Ég man eftir að hafa borið út blöð frá sjö ára aldri með þér og Árna bróður. Þú hjálpaðir okkur að vakna á rétt- um tíma og skutlaðist með okk- ur þar sem magnið af blöðum var oft ansi mikið. Við vorum að safna okkur fyrir gjaldeyri til að taka með í utanlandsferðina í sumarhús í Hollandi og síðar á Englandi. Þetta voru frábærar ferðir sem ég held ennþá mikið upp á. Síðar hjálpaði ég stund- um þegar þú sást um ræstingar hjá MS-heimilinu á kvöldin – þar sem þú vannst sem sjúkra- liði á daginn. Ég á þér margt að þakka fyr- ir þau gildi sem þú hefur gefið mér sem grunn að mínu lífi. Þú gafst mér mikla samkennd og samviskusemi. Þér var alltaf umhugað um aðra og hefðir ef- laust oft mátt setja þig og þinn hag í fremra sæti. Ég hugsa stundum hvernig hlutirnir hefðu getað þróast á annan veg ef þú hefðir náð betri tökum á þínum sjúkdómi fyrr á lífsleiðinni. Það er ákveðin huggun í harmi að nú hafir þú vonandi loksins öðlast ró sem sem þú áttir erfitt með að finna á þinni lífsleið. Ég vona að minnsta kosti að þú hafir það nú gott hjá afa Jóni, ömmu Eyju, Hafþóri bróður þínum og Eddu tengdamömmu. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Björn Ingimundarson. Þegar ég hugsa um Helgu Maríu Jónsdóttur, tengdamóður mína fyrrverandi, kemur margt upp í hugann og allt er það yf- irfullt af hlýju. Hún tók vel á móti mér í fjölskylduna og þegar þeirri vegferð lauk áttum við samt alltaf okkar spjall og vin- áttu. Ég er og verð alltaf þakklát fyrir það að hún hafði svo mik- inn áhuga á öllum barnabörn- unum sínum og mismunaði þeim t.d. aldrei þegar kom að gjöfum. Hún var skapgóð og hjartahlý og stríðin og í mörg ár reyndi hún að láta börn og tengdabörn og svo síðar barnabörn hlaupa apríl. Fyndnast var það þegar hún var að reyna að láta guttana okkar Jóns Inga hlaupa apríl en þeir þekktu röddina hennar þeg- ar hún hringdi í þá fyrsta apríl (og þóttist vera einhver annar en hún sjálf). Það voru oft ansi fyndin símtöl. Heilsan var ekki alltaf upp á tíu og þurfti hún á hreyfingu að halda til að líða betur. Þegar Þórður Ingi og Trausti voru á sama tíma í leikskóla fannst okkur foreldrunum þjóðráð að fá hana til að sækja þá í leikskól- ann og þá fengi hún hreyfinguna og við værum ekki í eins mikilli pressu við að vera komin heim á slaginu fjögur. Fyrir þetta við- vik gaukuðum við að henni smá aur og töldum við okkur vera gera henni vel en í raun var það hún sem var að gera vel við okk- ur því þarna áttu þau, Þórður, Trausti og hún, góðar stundir flesta virka daga í dálítinn tíma. Eftir að hafa sótt guttana kom hún oftast inn og fékk sér ískalt vatn og spjall við okkur foreldr- ana og það er meðal annars grunnurinn að þeim kærleika sem á milli okkar var. Fyrir nokkrum vikum fórum við í heimsókn til hennar á hjúkrunarheimilið og þegar var komið að því að kveðja horfði hún á okkur glettnislega, hallaði sér að mér og sagði í hálfum hljóðum: „Heldurðu að nokkur taki eftir því ef ég bara kem með ykkur út?“ og svo hló hún sínum smitandi hlátri. Ég vona að hún finni frið hin- um megin og taki á móti okkur með sinni hlýju og glettnislega brosi þegar okkar tími kemur. Með ást og þakklæti, Helga B. Kolbeinsdóttir. Miðvikudagskvöldið 14. júlí vorum við Bjössi stödd við hlið elsku Helgu tengdamömmu þar sem hún barðist við alvarleg veikindi og ljóst í hvað stefndi. Kvaddi hún þessa jarðvist næsta morgun. Þrátt fyrir að andlát Helgu hafi verið henni líkn eftir langvarandi veikindi er ávallt erfitt að kveðja ástvin. Minning- arnar hrannast upp og endan- leiki kveðjustundar nístir. Fyrstu kynni mín af Helgu voru kannski ekki hefðbundin þar sem hún lá inni á Hátúni þegar við Bjössi kynntumst fyrir tæpum 22 árum. En þar dvaldi hún vegna alvarlegs þunglyndis og kvíða. Þegar ég fór svo að kynnast Helgu betur sá ég fljótt að þar fór góð kona með gott hjartalag. Alltaf vildi hún fólki sínu vel og barnabörnin voru hennar líf og yndi. Helga var alltaf boðin og búin að hjálpa með strákana okkar, þá Magnús og Hring, og fóru þeir ósjaldan í næturpössun hjá henni og Begga, sem var henni stoð og stytta í lífinu hin síðari ár. En geðsjúkdómur og lungna- þemba er stórt verkefni að tak- ast á við og því voru lífi henni settar skorður vegna þess þann tíma sem ég þekkti hana. Við áttum engu að síður margar ánægjustundir saman í gegnum árin og standa veislur og jólaboð þar upp úr. Brúðkaup okkar Bjössa, þar sem Helga var við ágæta heilsu og gat glaðst með okkur, er okkur dýr- mætt. Síðustu þrjú ár bjó Helga á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ þar sem hún naut góðrar umönnunar. Endurtekin veikindi og sýkingar voru þó hennar raunveruleiki og var það nokkr- um sinnum svo að við héldum að nú værum við að kveðja. En Helga kom sér upp úr ótrúleg- ustu veikindum, okkur oft til mikillar undrunar en að sjálf- sögðu gleði. En með hverjum veikindum minnkuðu lífsgæði Helgu og kom að því að lík- aminn gat ekki meir, hann þolir jú bara visst mikið. Mikið vildi ég að lífið hefði farið mildari höndum um elsku tengdamömmu, hún átti svo miklu meira skilið, en hún gerði það besta úr sínum aðstæðum. Minningin um góða konu sem vildi öllum vel lifir. Takk fyrir allt elsku Helga, ég vona að mamma mín og allt þitt fólk sem er farið hafi tekið vel á móti þér í Sumarlandinu. Ég veit að þú ert komin á betri stað. Þín tengdadóttir, María. Helga María Jónsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KOLBRÚN ÞÓRHALLSDÓTTIR, lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn 6. ágúst. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 17. ágúst klukkan 11. Aðeins nánustu vinir og aðstandendur verða viðstaddir útförina að ósk hinnar látnu. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Dómkirkjuna í Reykjavík. Erling Aspelund Erling Aspelund Kristín Björnsdóttir Karl Aspelund Brenda Aspelund Thor Aspelund Arna Guðmundsdóttir Guðrún Aspelund Gunnar Jakobsson og barnabörn ✝ Magnús fædd- ist í Reykjavík 28. janúar 1955. Hann lést 30. júlí 2021. Foreldrar Magn- úsar voru Ólafur Oddgeir Magn- ússon, f. á Hellis- sandi 13.8. 1926, d. 30.12. 2013, móðir Sigurjóna Soffía Þorsteinsdóttir frá Stóru Brekku í Hofshreppi Skagafirði, f. 17.5. 1924, d. 25.3. 2019. Magnús var einkabarn for- eldra sinna. Hann var ókvæntur og barnlaus. Magnús var góð- ur námsmaður, sér- staklega lá stærð- fræði og eðlisfræði vel fyrir honum. Eftir menntaskóla fór Magnús til Þýskalands að afla sér meiri mennt- unar. Magnús greindist með park- ison sjúkdóm haustið 2010. Magnús var jarðsunginn í kyrr- þey 12. ágúst 2021. Þetta heimspekingslega ljóð Magnúsar á vel við sem tengilið- ur æviágrips og minningar um hann. Við erum ljóstýrur lofnar er lýsa upp höf jafnt sem lönd. Uns við að endingu að hennar bendingu eyðumst á eilífðar strönd. (Magnús F. Ólafsson) Hvíl þú í friði elsku frændi. Sigríður S. Óladóttir. Richard Magnús Fannar Ólafsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.