Morgunblaðið - 13.08.2021, Blaðsíða 25
og vinahópa og beri tvo vinahópa þar
hæst. Annars vegar Hjálparsveit-
arhópurinn og hins vegar hópurinn
ABBA, sem var tíu manna hópur frá
SKÝRR árunum sem sameinast um
bæði golf og getraunir. „Nafnið er til-
komið út frá lögunum Winner takes it
all og Money, money money, þetta er
kjörorð ABBA-hópins og lögin eru
spiluð þegar tilefni er til, sem mætti
vera oftar.“
Fjölskylda
Eiginkona Garðars er Sigríður G.
Benediktsdóttir, f. 23.2. 1952. For-
eldrar hennar eru Benedikt Gíslason,
f. 15.4. 1922, d. 23.9. 1974, og Helga
Jónsdóttir, f. 28.3. 1927. Börn Garð-
ars og Sigríðar eru 1) Helga Björg, f.
28.6. 1976. Maki hennar er Brynjólfur
Rúnar Gunnarsson, f. 14.8. 1975, og
þau eiga börnin Kristófer Hilmar, f.
16.5. 2007; Garðar Smára, f. 14.8.
2009, og Sigríði Margréti, f. 12.1.
2011. 2) Linda, f. 29.4. 1982. Hennar
maki er Hreggviður Ingason, f. 29.5.
1978, og þau eiga börnin Inga, f. 18.6.
2009; Hildi Sigríði, f. 11.8. 2013, og
Benedikt, f. 14.3. 2016. 3) Benedikta
Morin, f. 24.5. 1988. Maki hennar er
Markus Eric Jörgen Morin, f. 12.3.
1986 og börn þeirra eru Olivia Bryn-
dís, f. 11.7. 2014, og Elísa Sigríður, f.
27.1. 2020. Systkini Garðars samfeðra
eru Ragnar Geir, f. 26.6. 1955; Sig-
urlaug, f. 4.2. 1958; Freyja, f. 6.4.
1959, og Ólafur, f. 12.5. 1964. Systkini
Garðars sammæðra eru Ólöf Kristín
Ólafsdóttir, f. 28.10. 1956, og Ása
Ólafsdóttir, f. 6.1. 1959.
Foreldrar Garðars eru Jón Hilmar
Ólafsson, prentari, skrifstofumaður
og handboltamaður, f. 2.11. 1927, d.
18.10. 2004, og Þorbjörg Valgeirs-
dóttir, vann í bókbandi, f. 14.6. 1927,
d. 20.3. 2021. Fósturfaðir hans var
Ólafur H. Hannesson, f. 7.11. 1926, d.
6.8. 2015.
Garðar
Hilmarsson
Þorbjörg Jóhannesdóttir
húsfreyja á Sauðhúsum í
Laxárdal, Dal.
Benedikt Benediktsson
bóndi á Sauðhúsum í Laxárdal,
Dal., drukknaði í Laxá
Kristín Benediktsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Valgeir Þorbjörn
Kristjánsson
klæðskeri í Reykjavík
Þorbjörg Valgeirsdóttir
starfaði lengst við
bókband í Reykjavík
Guðný Guðnadóttir
húsfreyja í Dalsmynni, Miklaholtssókn,
Hnapp., síðar í Reykjavík
Kristján Eggertsson
bóndi í Dalsmynni,
Miklaholtssókn, Hnapp., síðar
afgreiðslumaður í Rvk.
Sigurlaug Guðmundsdóttir
húsfreyja á Sauðárkróki
Rósant Andrésson
verkamaður, verslunarmaður
og sjómaður á Sauðárkróki
Freyja Kristín
Rósantsdóttir
húsfreyja á Ísafirði
Ólafur Ingvar Þorsteinn Ásgeirsson
toll- og lögregluþjónn á Ísafirði
Guðmundína Matthíasdóttir
húsfreyja á Svarthamri, í Álftafirði
Ásgeir Ásgeirsson
bóndi og hreppstjóri á Svarthamri í
Álftafirði, Súðavík, síðast á Ísafirði
Úr frændgarði Garðars Hilmarssonar
Jón Hilmar Ólafsson
prentari og
skrifstofumaður í
Reykjavík. Spilaði í 18 ár
með meistaraflokki karla í
handbolta
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 2021
Mikið úrval lita
bæði á áklæði
og grind.
Sérsmíðum
allt eftir
pöntunum.
Íslensk hönnun og
framleiðsla frá 1960E60
Sólóhúsgögn ehf. Gylfaf löt 16-18 112 Reykjavík 553-5200 solohusgogn. is
Stóll E-60 orginal kr. 38.600
Retro borð 90 cm kr. 142.000
(eins og á mynd)
MAÐURINN UPPGÖTVAR „AÐ VINNA FRAM
Á KVÖLD“ TIL AÐ FORÐAST SAMTAL UM
STÖÐU ÁSTARSAMBANDSINS.
„ÉG SÉ AÐ ÞÚ ERT LOKSINS BÚINN AÐ
LAGA SPRUNGUNA Í VEGGNUM.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vilja ekki fara í
burtu.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
BORÐAÐIR ÞÚ SÍÐASTA
KLEINUHRINGINN MINN?
NEIBB!
ÚÚÚÚ, HÚN
ER KLÁR
NEI, HUNANG! EKKI
ÞURRKA AF ÞESSUM!
TÖFRA-
SPEGILLINN
MINN VIRKAR
BEST ÞEGAR
HANN ER
RYKUGUR!
TÆKNILEGA SÉÐ VAR ÞETTA
FYRSTI KLEINUHRINGURINN MINN
Hér hefur verið einmuna tíð síð-
ustu daga. Karlinn á Lauga-
veginum snaraðist inn til mín og
sagði umbúðalaust.
Það er sumar og sunnanátt hér.
Í sólinni orna ég mér
og hugsa eins og fleiri
að hitinn sé meiri.
Já, heimurinn versnandi fer.
Þennan sama dag sagði Hafsteinn
Reykjalín Jóhannesson á Boðn-
armiði: „Besta veður sumarsins var í
dag, 32 gr. á pallinum hjá okkur“:
Blessuð sólin sterk nú stingur,
stympast við að grilla mig.
Af mér dottnir allir fingur,
eg vil bara vara þig.
Eyjólfur Ó. Eyjólfsson segir svo
frá á Boðnarmiði: „Um daginn hlust-
aði ég á símatíma Útvarps Sögu og
heyrði þá ýmislegt undarlegt. Og
vera má að ég hafi heyrt þetta í öllu
sullumbullinu“:
Í Fagradal ferðaðist Bína
og fór þar í gosið að rýna
og greyinu brá
er í gígnum hún sá
gám einn með veirum frá Kína.
Ingólfur Ómar Ármannsson birtir
„brot úr rímu“ sem hann gerði, – og
væri gaman að fá meira að heyra:
Firrtur sóma fáa gleður
full af grómi sálin er.
Slegggjudóma sláni kveður
slef úr gómi leka fer.
Knútur H. Ólafsson segist hafa ort
fyrir mörgum árum á siglingu um
sundin blá:
Dag einn í dáindis veðri
dró ég mín segl að hún,
og sigldi í sumarblænum
suður að hafsins brún.
Þar sá ég í svölu djúpi
sjón er mér hryllti við,
ég sá mitt eigið andlit
og ekkert neðan við.
Hér er limram „MANÍAN“ eftir
Helga Ingólfsson:
Ég breytist í „man“ eða „menni“
og „manískur“ bogann ég spenni.
Ég skrifa í trans
um tvö hundruð „mans“
og „mentun“ með einföldu n-i.
Broddi B. Bjarnsson segir:
„Heimsendaspámenn hafa verið
uppi á öllum tímum. Ekkert breyt-
ist“:
Nú er það bál og bruni,
bráðnandi jökla stag.
Heimsenda spár og spuni,
spretta hjá RUV hvern dag.
Káinn orti:
Man ég tvennt sem mér var kennt á
Fróni,
og minnkun ekki þótti þá,
það var að drekka og fljúgast á.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Heimur versnandi fer