Morgunblaðið - 13.08.2021, Síða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 2021
mennirnir voru að éta niður for-
skotið léku þeir oft vel en ákvarð-
anatakan var ekki eins góð þegar
liðið hafði tækifæri til að komast yf-
ir. Klókindin voru ekki nógu mikil.
Elvar illviðráðanlegur
Íslensku leikmennirnir brutu of
oft af sér og stundum klaufalega.
Þar komum við aftur að því að menn
þurfa að vera klókari. Tryggvi Snær
Hlinason fékk tvær villur á upphafs-
mínútunum. Þá þriðju eftir hálfa
mínútu í öðrum leikhluta og þá
fjórðu eftir hálfa mínútu í þriðja
leikhluta. Gerði þetta leikinn mun
erfiðari fyrir Ísland þótt Ragnar
Nathanaelsson hafi nýtt sitt tæki-
færi vel. Sérstaklega í frákastabar-
áttunni og í því að verja körfuna.
Á köflum í leiknum sýndu íslensku
leikmennirnir að þeir geta unnið
þennan andstæðing. Og það þurfa
okkar menn að gera þegar liðin
mætast aftur. Annars eiga þeir á
hættu að missa af undankeppni HM.
Ísland mætir Danmörku strax í dag
og menn þurfa að vera tilbúnir í
þann slag, en nokkuð langt er síðan
Íslendingar hafa mætt Dönum í
landsleik.
Elvar Már Friðriksson lék vel og
var stigahæstur með 16 stig. Stór-
skemmtilegt er að fylgjast með
hvernig þessi eldsnöggi leikmaður
hefur bætt sig í atvinnumennskunni.
Snerpan og knatttæknin er orðin
enn meiri en áður og sjálfstraustið
einnig. Elvar lék ekki síðustu fimm
mínúturnar eftir að hafa fengið slink
á fótinn. Hvort sem það var tilviljun
eða ekki þá gaf íslenska liðið illilega
eftir síðustu fjórar mínútur leiksins.
Líklega voru menn orðnir bens-
ínlausir eftir að hafa eytt púðri í að
vinna upp forskot Svartfjallalands
nokkrum sinnum.
Slæm byrjun
í Podgorica
reyndist dýr
- Tap í fyrsta leiknum í Svartfjallalandi
Ljósmynd/FIBA Europe
Bakvörður Elvar Már Friðriksson verður æ flinkari með boltann.
KÖRFUBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Svartfjallaland sigraði Ísland 83:69 í
forkeppni HM karla í körfuknattleik
í Podgorica í Svartfjallalandi í gær.
Slæm byrjun Íslands í leiknum
reyndist dýr þegar upp var staðið.
Var þetta fyrsti leikur Íslands í
riðlinum. Danmörk er einnig í riðl-
inum og verður riðillinn spilaður í
Podgorica á næstu dögum. Tvö efstu
liðin komst áfram í undankeppni
HM og því mikið undir.
Slæm byrjun íslenska liðsins gerði
að verkum að Svartfellingar fengu
hálfgert forskot í leiknum. Íslend-
ingum gekk skelfilega illa í sókninni
í fyrsta leikhluta og rúmar sjö mín-
útur liðu þá milli þess að liðið skor-
aði í opnum leik. Svartfjallaland náði
fyrir vikið fljótt átta stiga forskoti í
leiknum. Í öðrum leikhluta hrökk Ís-
land í gang og þá skoraði liðið 25
stig. Forskot Svartfjallalands var
sex stig að loknum fyrri hálfleik.
Íslenska liðið var því að eltast við
að éta forskotið niður. Með góðri
baráttu tókst tvívegis að jafna í
þriðja leikhluta. En það náðist aldrei
að komast yfir. Þegar íslensku leik-
FH náði í gærkvöld tveggja stiga
forskoti á toppi Lengjudeildar
kvenna í fótbolta með 1:0-sigri á ÍA
á heimavelli. Sigríður Lára Garð-
arsdóttir skoraði sigurmark FH á
58. mínútu Á sama tíma missti KR
af stigum í Grindavík, þar sem loka-
tölur urðu 3:3. Unnur Stefánsdóttir,
Christabel Oduro og Helga Guðrún
Kristinsdóttir skoruðu fyrir
Grindavík en þær Kathleen Pingel,
Bergdís Fanney Einarsdóttir og Ai-
deen Keane fyrir KR. Afturelding
fór upp í annað sætið fyrir vikið
með 4:2-sigri á Gróttu.
FH náði tveggja
stiga forskoti
Morgunblaðið/Árni Sæberg
FH Sigríður Lára Garðarsdóttir
skoraði sigurmarkið í gær.
Þótt Björn Bergmann Sigurðarson
hafi verið varamaður hjá Molde í
Sambandsdeildinni í gær þá kom
hann mjög við sögu. Eftir 3:3-
jafntefli í Tyrklandi gerðu Molde
og Trabzonspor aftur jafntefli í
gær, 1:1. Björn kom inn á eftir 86
mínútur og skoraði jöfnunarmarkið
á sjöundu mínútu í uppbótartíma.
Grípa þurfti til vítaspyrnu-
keppni. Þar skoraði Björn einnig en
tveimur liðsfélögum hans mistókst
og Molde féll úr keppni. Úrslitin hjá
Íslendingaliðunum má sjá í úr-
slitadálkinum hér til hliðar.
Kom mjög við
sögu hjá Molde
AFP
Molde Björn Bergmann var á skot-
skónum gegn Trabzonspor.
Mjólkurbikar karla
16-liða úrslit:
Víkingur R. – KR...................................... 3:1
3. deild karla
Tindastóll – Dalvík/Reynir ...................... 2:2
Staðan:
Höttur/Huginn 15 11 2 2 26:15 35
Elliði 15 9 0 6 33:23 27
KFG 14 7 4 3 24:18 25
Sindri 16 7 3 6 29:24 24
Ægir 13 6 5 2 22:13 23
Dalvík/Reynir 15 6 3 6 28:22 21
Augnablik 15 6 3 6 31:26 21
Víðir 14 5 4 5 21:23 19
KFS 15 5 1 9 20:35 16
Tindastóll 16 3 5 8 29:34 14
ÍH 15 3 5 7 20:32 14
Einherji 15 3 1 11 20:38 10
Lengjudeild kvenna
FH – ÍA ..................................................... 1:0
Afturelding – Grótta ................................ 4:2
HK – Haukar ............................................ 2:1
Grindavík – KR......................................... 3:3
Staðan:
FH 14 10 2 2 35:11 32
Afturelding 14 9 4 1 39:15 31
KR 14 9 3 2 36:20 30
Víkingur R. 13 5 4 4 23:22 19
Grindavík 14 3 6 5 21:25 15
Haukar 14 4 3 7 20:27 15
Grótta 14 4 1 9 19:33 13
HK 12 3 3 6 16:27 12
ÍA 13 3 2 8 12:28 11
Augnablik 12 2 2 8 17:30 8
Sambandsdeild UEFA
3. umferð, seinni leikir:
Aberdeen – Breiðablik............................ 2:1
_ Aberdeen fer áfram 5:3 samanlagt.
Bodö/Glimt – Prishtina .......................... 2:0
- Alfons Sampsted lék allan leikinn með
Bodö/Glimt.
_ Bodö/Glimt kemst áfram 3:2 samanlagt.
Molde – Trabzonspor .............................. 1:1
- Björn Bergmann Sigurðarson kom inn á
hjá Molde á 86. mínútu og skoraði.
_ Trabzonsport kemst áfram eftir víta-
spyrnukeppni.
Hammarby – Cukaricki Belgrad........... 5:1
- Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn í
vörn Hammarby.
_ Hammarby kemst áfram 6:4 samanlagt.
PAOK – Bohemians................................. 2:0
- Sverrir Ingi Ingason var ekki í leik-
mannahópi PAOK.
_ PAOK kemst áfram 3:2 samanlagt.
Köbenhavn – Lokomotiv Plovdiv .......... 4:2
- Hákon Arnar Haraldsson var ónotaður
varamaður hjá Köbenhavn.
_ Köbenhavn fer áfram 5:3 samanlagt.
Hibernians Paola – Riga......................... 1:4
- Axel ÓskarAndrésson lék ekki með Riga
vegna meiðsla.
_ Riga kemst áfram 4:2 samanlagt.
Velez Mostar – Elfsborg ......................... 1:4
- Hákon Rafn Valdimarsson var ónotaður
varamaður hjá Elfsborg.
_ Elfsborg kemst áfram 2:5 samanlagt.
Evrópudeild karla
3. umferð, seinni leikir:
Alashkert – Kairat Almaty...................... 3:2
_ Alashkert kemst áfram 3:2 samanlagt.
HJK Helsinki – Neftchi Baku................. 3:0
_ HJK kemst áfram 5:2 samanlagt.
Anorthosis Famagusta – Rapid Vín ....... 2:1
_ Rapid Vín kemst áfram 4:2 samanlagt.
Zalgiris – Mura......................................... 0:1
_ Mura kemst áfram 1:0 samanlagt.
St. Johnstone – Galatasaray.................... 2:4
_ Galatasaray kemst áfram 5:3 samanlagt.
Celtic – Jablonec....................................... 3:0
_ Celtic kemst áfram 7:2 samanlagt.
>;(//24)3;(
EM kvenna U17 kvenna
B-deild:
Pólland – Ísland.................................... 23:23
EM kvenna U19 karla
Slóvenía – Ísland .................................. 26:22
E(;R&:=/D
Forkeppni HM karla
Svartfjallaland – Ísland ...................... 83:69
Stig Íslands: Elvar Már Friðriksson 16,
Kári Jónsson 9, Hörður Axel Vilhjálmsson
8, Tryggvi Snær Hlinason 8, Kristófer
Acox 8, Sigtryggur Arnar Björnsson 6,
Ægir Þór Steinarsson 5, Kristinn Pálsson
4, Ragnar Nathanaelsson 2, Ólafur Ólafs-
son 2, Hilmar Smári Henningsson 1.
>73G,&:=/D
KNATTSPYRNA
Pepsi Max-deild kvenna:
Kópavogsvöllur: Breiðablik – Valur ....19:15
Lengjudeild karla:
Jáverk-völlurinn: Selfoss – Grindavík......18
Eimskipsvöllur: Þróttur R. – Grótta ...19:15
Í KVÖLD!
Þátttöku Breiðabliks í Sam-
bandsdeild Evrópu er lokið eftir
fjöruga leiki og frammistöðu sem
Blikar geta verið hreyknir af. Blik-
arnir stóðu í skoska liðinu Aberdeen
í 3. umferðinni og kannski rúmlega
það. Breiðablik jafnaði í báðum
leikjum eftir að hafa lent undir en í
báðum tilfellum vann Aberdeen með
eins marks mun. Með 2:1-sigri í
Skotlandi í gær komst Aberdeen
áfram í 4. umferð 5:3 samanlagt og
mætir Qarabag frá Aserbaídsjan í
næstu umferð, liði sem Hannes Þór
Halldórsson var hjá um tíma.
Mark Breiðabliks í gær skoraði
Gísli Eyjólfsson. „Gísli skoraði lag-
legt mark á 59. mínútu, sneri bolt-
ann utan teigs í vinstra hornið eftir
fína sendingu frá Viktori Karli.
Staðan 1:1 í Aberdeen og 4:3 Skot-
unum í vil samanlagt. Blikar efldust
við markið og leituðu að öðru, sem
hefði komið leiknum í framleng-
ingu,“ skrifaði Kristófer Krist-
jánsson m.a. í umfjöllun sinni um
leikinn á mbl.is í gær og benti á að
úrvalsfæri hefði farið úrskeiðis í
stöðunni 1:1.
„Viktor Karl hirti þá boltann af
Lewis Ferguson rétt utan vítateigs
Aberdeen, renndi honum til hægri á
Jason Daða sem reyndi skot en
Lewis var snöggur úr markinu og
varði vel. Frákastið barst svo til
Árna sem skaut yfir markið.“
Sjálfstraustið hefur verið gott hjá
leikmönnum Breiðabliks að und-
anförnu sem hafa leikið til sigurs
gegn atvinnumannaliðum í keppn-
inni. Þeir eru til alls líklegir á Ís-
landsmótinu. kris@mbl.is
Blikar geta borið
höfuðið hátt
- Tvö naum töp gegn Aberdeen
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Í Laugardal Gísli Eyjólfsson skoraði fyrir Blikana í gær.
ABERDEEN – BREIÐABLIK 2:1
1:0 Ryan Hedges 47.
1:1 Gísli Eyjólfsson 59.
2:1 Ryan Hedges 70.
Rautt spjald: Enginn.
Dómari: Marco Di Bello – Ítalíu.
Áhorfendur: Tæplega 10 þúsund.
_ Liðsuppstillingar, gul spjöld og
grein um leikinn – sjá mbl.is/sport/
fotbolti.