Morgunblaðið - 13.08.2021, Page 27
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Einbeittar Mary Vignola og Áslaug Munda í baráttunni fyrr í sumar.
FÓTBOLTI
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Breiðablik og Valur mætast í sann-
kölluðum stórslag í 15. umferð úr-
valsdeildar kvenna í knattspyrnu,
Pepsi Max-deildinni, í kvöld. Liðin
tvö hafa eins og
við mátti búast
verið í sérflokki á
Íslandsmótinu og
eiga í harðri bar-
áttu um Íslands-
meistaratitilinn.
Valur er fyrir
leikinn með 35
stig eftir 14 leiki
og ríkjandi Ís-
landsmeistarar
Breiðabliks með
31 stig, einnig eftir 14 leiki.
Það er því allt undir í leik kvölds-
ins þar sem Valur getur farið langt
með að tryggja sér titilinn með sigri
og Breiðablik getur með sigri hleypt
gífurlegri spennu í toppbaráttuna
fyrir lokasprettinn. Blikar unnu
fyrri leikinn í deildinni á tímabilinu
7:3 í ótrúlegum leik og unnu svo
einnig magnaðan 4:3-sigur í undan-
úrslitum Mjólkurbikarsins.
Harpa Þorsteinsdóttir, fyrrver-
andi landsliðskona, býst ekki við
þetta mörgum mörkum í leik
kvöldsins. „Ég held að bæði lið fari
varfærnislega inn í leikinn. Það er
náttúrlega meiri pressa á Breiða-
bliki að vinna með stöðu liðsins í
deildinni í huga.
Þó að Blikarnir hafi verið meira
sannfærandi í fyrri leiknum í deild-
inni þá vill hvorugt liðið fá svona
mörg mörk á sig. Það kæmi mér því
ekki á óvart ef bæði lið væru búin að
skipuleggja sig þannig að þau leggi
áherslu á varnarleikinn. Valur er
auk þess búið að breyta liðinu meira
en Breiðablik frá því í fyrri leiknum
í deildinni og því er spurning hvort
það sé hægt að taka mikið mark á
honum,“ sagði hún við Morgun-
blaðið.
Blikar ekki tapað í þrjú ár
„Valur færði náttúrlega Mist aft-
ur niður í vörnina eftir leikinn, sem
hentar þeim greinilega betur,“ en
hún lék á miðjunni í tapinu stóra.
„Mist hefur spilað frábærlega. Ég
tel hana vera lykilleikmann fyrir Val
í þessum leik.“
Aðspurð hverja hún teldi lykil-
menn Breiðabliks í leiknum í kvöld
sagði Harpa: „Það er svolítið erfitt
að segja. Þær eru náttúrlega með
Öglu Maríu [Albertsdóttur] sem
hefur verið að klára leiki fyrir þær.
Svo eru mjög margar ungar stelpur
hjá Blikunum sem eru að spila vel,
þær eru með leikmenn sem geta
tekið leikinn yfir og klárað hann.“
Þó hún búist ekki við jafn mörg-
um mörkum og í fyrri tveimur leikj-
um liðanna á tímabilinu á hún von á
góðum leik. „Ég held að það verði
fjör í þessum leik. Þetta gæti orðið
baráttuleikur alls staðar á vellinum
því það eru sterkir leikmenn í öllum
stöðum hjá báðum liðum. Þau eru
örugglega búin að kynna sér hvort
annað mjög vel. En Blikarnir eru
með ákveðið tak á Val,“ sagði
Harpa.
Þar er engu logið en Valur vann
Breiðablik síðast í deildinni sumarið
2018. Breiðablik vann hinn leikinn í
deildinni það sumarið og einnig leik
liðanna í undanúrslitum bikarsins
þegar Blikar unnu tvöfalt. Sumarið
2019 skildu liðin jöfn í tvígang þegar
Valur varð Íslandsmeistari og á síð-
asta ári unnu Blikar báða deildar-
leikina og urðu Íslandsmeistarar.
Blikar unnu svo sem áður segir fyrri
leikinn í deildinni og nauman sigur í
undanúrslitum bikarsins í sumar.
Valur sigurstranglegra
„Bikarleikurinn fannst mér vera
mjög jafn, liðin voru sambærileg
þar. Elín Metta [Jensen] var ekki
með í þeim leik og Ásdís Karen
[Halldórsdóttir] ekki heldur. Það
mun styrkja Valsliðið að hafa þær
með í kvöld. Valur er líka búið að
vera stöðugra undanfarið og er á
sigurgöngu og það getur hjálpað.
Mér finnst þær sigurstranglegri
þó að tölfræðin sé ekki með mér í
liði þar! En það væri nú aðeins
skemmtilegra fyrir deildina ef Blik-
arnir tækju þetta, bara til þess að
opna toppbaráttuna,“ sagði Harpa.
„Það sem gæti orðið úrslitavaldur
í þessum leik, sem yrði gaman, eru
varamennirnir. Bæði lið eru með
mjög sterka leikmenn á varamanna-
bekknum. Fanndís [Friðriksdóttir]
hefur komið mjög sterk inn af
bekknum undanfarið hjá Valsliðinu.
Ef allt verður í járnum þá gætu
þjálfarar liðanna haft úrslitavaldið
þegar kemur að því hversu klókir
þeir verða með innáskiptingar sínar.
Það er það sem þarf til ef þetta
verður þannig leikur, jafn og spenn-
andi, eins og maður býst við,“ sagði
Harpa að lokum við Morgunblaðið.
Meiri pressa á Breiðabliki
- Harpa Þorsteinsdóttir býst við varfærnislegri nálgun beggja liða - Valur á
sigurgöngu - Breiðablik með tak á Val - Varamenn gætu gert útslagið
Harpa
Þorsteinsdóttir
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 2021
Rúnar Már Sigurjónsson, landsliðs-
maður í knattspyrnu, var valinn
leikmaður júnímánaðar hjá stuðn-
ingsmönnum rúmenska félagsins
Cluj. Félagið fjallar um þetta á Fa-
cebook og segir að Rúnar hafi haft
betur í hörðum slag við Claudiu
Petrila.
Rúnar hefur nánast eingöngu
spilað í Meistaradeildinni á tíma-
bilinu til þessa en verið hvíldur í
deildarleikjum. Hefur hann verið í
byrjunarliðinu í öllum sex leikjum
liðsins í Meistaradeildinni og skor-
að tvö mörk. sport@mbl.is
Rúmenar kunna
að meta Rúnar
AFP
Rúmenía Skagfirðingurinn fer vel
af stað með liði Cluj.
Enska knattspyrnufélagið Chelsea
gekk í gær frá kaupum á belgíska
framherjanum Romelu Lukaku frá
Inter Mílanó á Ítalíu á 97,5 milljónir
punda. Lukaku kom fyrst til
Chelsea árið 2011 frá Anderlecht,
en var síðan seldur til Everton árið
2014 þar sem hann náði ekki að
brjóta sér leið inn í byrjunarlið
Chelsea. Síðan þá hefur Lukaku
verið einn besti framherji Evrópu
og raðað inn mörkum fyrir Ever-
ton, Manchester United og loks Int-
er Mílanó þar sem hann varð Ítal-
íumeistari á síðasta tímabili.
Lukaku sá dýrasti
í sögu Chelsea
AFP
Chelsea Romelu Lukaku ákvað að
snúa aftur til London.
_ Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarna-
son hefur gert tveggja ára samning
við tyrkneska félagið Adana Dem-
irspor. Liðið spilar í efstu deild á
komandi leiktíð eftir að hafa hafnað í
efsta sæti í B-deildinni. Birkir er 33
ára og skoraði sex mörk fyrir Brescia
í ítölsku B-deildinni á síðustu leiktíð.
Hann hefur einnig leikið með Viking,
Bodö/Glimt, Standard Liege, Pesc-
ara, Sampdoria, Basel, Aston Villa og
Al-Arabi fyrir utan að spila 98 A-
landsleiki fyrir Ísland.
_ Argentínski knattspyrnustjórinn
Marcelo Bielsa hefur framlengt
samning sinn við enska úrvalsdeild-
arfélagið Leeds um eitt ár. Bielsa
hefur verið við stjórn hjá Leeds frá
árinu 2018 og náð eftirtektarverðum
árangri með liðið. Hann kom því upp
úr B-deildinni og upp í úrvalsdeildina
í annarri tilraun og stýrði liðinu í ní-
unda sæti á sínu fyrsta tímabili í úr-
valsdeildinni. Tímabilið var það
fyrsta hjá Leeds í efstu deild í sextán
ár. Enska úrvalsdeildin hefst á ný í
kvöld en Leeds mætir erkifjendunum
í Manchester United á morgun.
_ Alþjóðaknattspyrnusambandið,
FIFA, hefur birt nýjan styrkleikalista
fyrir landslið karla. Evrópumeistarar
Ítalíu eru komnir upp í fimmta sætið.
Ítalía fer upp um tvö sæti eftir að
hafa unnið Evrópumótið í sumar, úr
því sjöunda í það fimmta. Ísland er
komið niður í 53. sæti af 210 þjóðum
og er þannig einu sæti neðar en á
síðasta lista sem var birtur í maí. Ís-
land er í 29. sæti af 55 þjóðum Evr-
ópu, næst á eftir Skotlandi og Norð-
ur-Írlandi en næst á undan Finnlandi
og Bosníu.
_ U17 ára landslið kvenna í hand-
knattleik leikur á laugardaginn gegn
Spáni í undanúrslitum b-deildar EM.
Liðið hafnaði í 2. sæti í riðlakeppn-
inni en tapaði ekki leik. Ísland og
Pólland gerðu jafntefli og fengu jafn
mörg stig en Pólverjar skoruðu fleiri
mörk.
_ Bandaríski framherjinn Delaney
Baie Pridham, sem hefur leikið með
kvennaliði ÍBV í knattspyrnu í sumar,
er á leið til sænska úrvalsdeildarliðs-
ins Kristianstad. Þetta herma örugg-
ar heimildir mbl.is.
Pridham hefur spilað sinn síðasta
leik fyrir ÍBV en hún hefur skorað sjö
mörk í tíu deildarleikjum í úrvals-
deildinni auk þess sem hún skoraði
eitt mark í tveimur bikarleikjum. Er
hún markahæsti leikmaður ÍBV á
tímabilinu og því ljóst að um mikla
blóðtöku er að ræða fyrir Eyjakonur,
sem eru um miðja deild í sjötta sæti
með 16 stig eftir 13 leiki. Samkvæmt
heimasíðu KSÍ er Pridham þegar bú-
in að fá félagaskipti yfir til Svíþjóðar
og má búast við því að Íslendinga-
liðið Kristianstad muni tilkynna um
komu hennar á næstunni.
Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari
Kristianstad og
Sveindís Jane
Jónsdóttir leikur
með liðinu á láni
frá Wolfsburg
og hin þaul-
reynda Sif
Atladóttir
er einnig á
mála hjá
liðinu.
Eitt
ogannað
Víkingur úr Reykjavík tryggði sér
í gærkvöldi sæti í átta liða úrslit-
um Mjólkurbikars karla í fótbolta
með sannfærandi 3:1-heimasigri á
KR. Víkingar léku afar vel og áttu
sigurinn skilið. Mörkin hefðu getað
orðið fleiri því Helgi Guðjónsson
fór illa með dauðafæri skömmu
fyrir leikslok, ásamt því að fleiri
færi heimamanna fóru forgörðum
Viktor Örlygur Andrason og
Nikolaj Hansen komu Víkingi í 2:0
í fyrri hálfleik og Erlingur Agn-
arsson gulltryggði sigur Víkinga á
69. mínútu. Kristján Flóki Finn-
bogason lagaði stöðuna fyrir KR á
lokamínútunni en nær komust KR-
ingar ekki.
Víkingur er ríkjandi bikarmeist-
ari eftir sigur í keppninni árið
2019, þar sem ekki voru krýndir
bikarmeistarar á síðustu leiktíð
vegna kórónuveirunnar.
Dregið var í átta liða úrslitin
eftir leik og eftirfarandi lið mæt-
ast:
ÍR - ÍA
Fylkir - Víkingur Reykjavík
Vestri - Valur
HK - Keflavík
Víkingar sann-
færandi gegn KR
- Skoruðu þrjú mörk á heimavelli
Morgunblaðið/Unnur Karen
Í Fossvogi Kristall Máni Ingason snýr Pálma Rafn Pálmason af sér.