Morgunblaðið - 13.08.2021, Page 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
SÝND MEÐ ÍSLENSKU
OG ENSKU TALI
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
96%
THERE’S A LITTLE HERO INSIDE US ALL
RYAN REYNOLDS – JODIE COMER – TAIKA WAITITI
GEGGJUÐ NÝ GRÍNMYND
DWAYNE JOHNSON
EMILY BLUNT
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Í gamalli síldarverksmiðju á Hjalt-
eyri í Eyjafirði er að finna samsýn-
ingu fimm myndlistarmanna sem
ber heitið Endurómur. Í sýningar-
rýminu birtist veröld, sem í senn er
kunnugleg og framandi, abstrakt
frásagnir í mynd-
máli verka og
náttúra jarðar í
ýmsum búningi.
„Gústav Geir
Bollason sem er
potturinn og
pannan í Verk-
smiðjunni bauð
okkur Önnu Hall-
in að sýna, bað
okkur að hafa
umsjón með sýningunni og finna
með okkur sýnendur,“ segir Olga
Bergmann, einn listamannanna sem
standa að sýningunni. Hún var opn-
uð í Verksmiðjunni 31. júlí síðastlið-
inn og stendur yfir til 5. september.
Ásamt Olgu og Önnu eiga hin banda-
ríska Angela Dufresne, Finninn
Vesa-Pekka Rannikko og Frakkinn
Simon Rouby verk á sýningunni.
„Þetta eru að mörgu leyti ólíkir
listamenn en það myndast samt
heild á sýningunni. Það fást allir við
einhvers konar frásögn í verkunum
og náttúran kemur fram í ýmsum
myndum. Verkin snerta á vísinda-
skáldskap, tímaflakki, hliðarveru-
leika og tilfærslum í tíma og rými.“
Ljóðræn og symbólísk kveðja
Í texta eftir Þórdísi Aðalsteins-
dóttur um sýninguna tengir hún
verkin við gullplötu Voyager sem
var send út í geim árið 1977 til þess
að upplýsa geimverur um mann-
kynið og líf á Jörðu. „Listamennirnir
á sýningunni Endurómur munu
senda okkur tóninn af engu minni
bjartsýni en starfsfólk NASA. Þau
senda kveðju út í tómið, rómantíska,
ljóðræna, symbólíska,“ segir í texta
Þórdísar. Olga segir það áhugavert
að velta því fyrir sér hvaða upplýs-
ingar þótti vert að senda út í geim
um líf á Jörðu og hvað þótti ekki í
lagi.
Angela Dufresne, ein af lista-
mönnunum fimm, er bandarísk lista-
kona, búsett í New York, sem er
þekktust fyrir málverk en er líka
vídeó- og gjörningalistamaður. Á
Endurómi sýnir hún málverk auk
myndbandsverks, sem er í raun
hljóðgjörningur sem er tekinn upp á
vídeó. Hann er framinn inni í tómu
górðurhúsi þar sem mikill gróður
fyrir utan. „Þar flytur hún frekar
þekkt dægurlag. Hún birtist sjálf
samtímis í þremur sönglandi út-
gáfum í vídeóinu svo merking orð-
anna leysist upp, og þetta verður
hálf óskiljanlegur seiður.“ Olga segir
við hugmyndina um manninn sem
reynir að skapa eigin paradís. Í
verki hans Fool’s Paradise er það
hugmyndin um að eyja geti verið
paradís út af fyrir sig.“ Verk hans
Eden er innblásið af gróðurhúsum
og tengist þannig verki Angelu Duf-
resne. Hann teiknar eftir snjall-
símamyndum ferðamanns af Eden
verkefninu sem eru risastór gróður-
hús í Cornwall í Bretlandi sem hann
fann á netinu.
Landslagið rís og hnígur
Simon Rouby sýnir stórt verk,
tveggja rása myndband, sem hann
kallar Pangea. „Það er verk sem er
unnið með þrívíddarskönnuðum
módelum og myndum af náttúru
sem hann raðar saman. Það er hröð-
un á tíma, landslagið rís og hnígur
og umbreytist og mannvistarleifar
sem birtast og hverfa. Hann er að
pæla í hugmyndinni um ofurheims-
álfuna Pangeu sem brotnaði upp fyr-
ir einhverjum milljónum ára og svo
er spurning hvort hún sameinist aft-
ur. Þetta er svona hringrás.“
Hinar íslensku listakonur Olga og
Anna eiga eitt sameiginlegt verk á
sýningunni auk þess sem þær sýna
hvor sína skúlptúra.
Verkið sem þær unnu saman nefn-
ist Ný öræfi og er klippimynda-
hreyfimynd. „Þar eru ljósmyndir af
náttúrunni, úr gömlum tímaritum
eins og National Geographic, sem
við röðum saman í nýtt landslag sem
er kunnuglegt en er samt einhver
staðleysa eða hliðarveröld. Þar birt-
ast fígúrur sem eru skúlptúrarnir á
sýningunni.“ Hún segir það óljóst
hvort þetta sé hér eða einhvers stað-
ar annars staðar, í fortíðinni eða
framtíðinni.
Stærðir séu líka óljósar, þær stöll-
urnar leiki sér með míkró- og
makrókosmós. Til dæmis breytist
stofnfruma úr tré í stjörnukerfi.
„Við leikum okkur með að „zoom“-a
inn og út úr náttúrunni.“ Svo koma
þar fyrir kynsegin leirskúlptúrar
Önnu Hallin sem Olga segir að líkist
fornlíkneskjum, geimverum eða
geimförum.
Þrífarar Í myndbandsverki sínu klónar Angela Dufresne sjálfa sig og útgáf-
urnar þrjár syngja þekkt dægurlag þannig að merking orðanna leysist upp.
Klippimyndahreyfimynd Stilla úr verki Olgu Bergmann og Önnu Hallin, Ný öræfi. „Þar eru ljósmyndir af nátt-
úrunni, úr gömlum tímaritum eins og National Geographic, sem við röðum saman í nýtt landslag,“ segir Olga.
Ómstríða en þó vissir snertifletir
- Endurómur í Verksmiðjunni á Hjalteyri - Fjölbreytt verk fimm listamanna - Verkin snerta á
vísindaskáldskap, tímaflakki, hliðarveruleika og tilfærslum í tíma og rými, segir einn sýningarstjóra
Olga Bergmann
að þetta tengist fleiri verkum.
„Það eru hljóð í mörgun verkanna
sem blandast saman í verksmiðj-
unni. Þetta verður hljóðniður. Við
erum ánægð með hvernig þetta
gengur vel saman. Það er ákveðin
ómstríða en líka fullt af snertiflötum
milli verkanna. Það myndast teng-
ingar og hugrenningatengsl,“ segir
Olga.
„Við vinnum eiginlega öll með ein-
hvers konar „animation“ eða kvikun
í vídeóverkunum. Angela Dufresne
klippir saman útgáfur af sér, klónar
sig.“
Verk Vesa-Pekka Rannikko segir
Olga að séu hálfgerðar teiknimyndir
og að teikningin verði til fyrir aug-
unum á manni. „Þar birtast líka orð
sem hverfa jafnharðan aftur. Það er
svolítið svipað og hjá Angelu, merk-
ingin leysist upp.“ Það sé eitt þema á
sýningunni. „Þegar eitthvað kemur
fyrir sem tengist tungumálinu í
verkunum þá leysist það upp. Að
sama skapi er samt heilmikil frásögn
í verkunum, í myndmálinu.“
Rannikko fæst við hugmyndina
um paradís á jörð. „Hann er að fást