Morgunblaðið - 17.08.2021, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.08.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2021 PON er umboðsaðili PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður Sími 580 0110 | pon.is Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna! GÆÐI OG ÞJÓNUSTA Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Unnur Freyja Víðisdóttir unnurfreyja@mbl.is Töluverð bið getur verið eftir tíma hjá heyrnarfræðingum hér á landi en biðin er mislöng eftir því hvort um er að ræða börn eða full- orðna og svo hvers kyns þjón- ustu fólk sækist eftir, samkvæmt upplýsingum Ingibjargar Hin- riksdóttur, yfir- læknis hjá Heyrnar- og tal- meinastöð Ís- lands. Stöðin er miðstöð þekkingar í heyrnar- og talmeinum á Íslandi sem hefur það hlutverk að þjóna þeim sem eru heyrnarskertir, heyrnarlausir eða með talmein. „Það er misjafnt eftir því hvaða þjónustu fólk er að sækja hjá heyrnarfræðingum og því misjafnt hve langur biðtíminn er. Það er lítil sem engin bið fyrir börn en það getur verið töluverð bið fyrir full- orðna eða einhverjir mánuðir,“ segir Ingibjörg í samtali við Morg- unblaðið. Löng bið fullorðinna eftir þjón- ustu hjá heyrnarfræðingum skýrist að hluta af skorti á sérfræðingum í faginu en heyrnarfræði er ekki kennd hér á landi, að sögn Ingi- bjargar. „Endurteknar viðræður hafa verið við háskólann um mikilvægi þess að hefja kennslu í heyrnar- fræði hér en háskólinn hefur ekki talið sig geta hafið þetta nám hér á landi enn þá,“ segir hún. Þar sem heyrnarfræði er ekki kennd hér eru íslenskir sérfræð- ingar sem starfa við fagið færri en ella. Þjónusta við heyrnarskerta og heyrnarlausa samanstendur því meira og minna af erlendum sér- fræðingum sem koma hingað til lands til að starfa við fagið tíma- bundið, að sögn Ingibjargar. „Það er ekki nóg af íslenskum sérfræðingum til að sinna þessu þannig að það hafa verið að koma hingað erlendir sérfræðingar sem hafa þá komið til að starfa hér í eitt til þrjú ár og flytja svo aftur heim. Þeir eru þá að ná sér í þekkingu og reynslu í öðru landi, alveg eins og þegar íslenskir sérfræðingar fara utan til að vinna.“ Kórónuveirufaraldurinn hefur þó valdið því að umræddir sérfræð- ingar hafa farið fyrr heim en ella sem hefur þar af leiðandi lengt bið fólks eftir tíma hjá heyrnarfræð- ingum hér á landi enn frekar. „Í faraldrinum hefur verið erf- iðara fyrir þessa sérfræðinga að heimsækja fjölskyldur sínar úti. Þá hafa sumir þeirra ákveðið að fara fyrr heim og fá sér frekar vinnu í heimalandi sínu, sem hægir á starf- seminni hér eins og hefur gerst á mörgum öðrum stöðum innan heil- brigðiskerfisins,“ segir Ingibjörg. Hún segir erfitt að svara því hvort fólk geti frekar leitað eftir þjónustu hjá einkareknum stofum, sé biðin eftir tíma hjá sérfræðing- um hjá hinu opinbera of löng. „Það fer allt eftir því hvers kyns þjónustu fólk er að leita eftir. Einkastofur geta sinnt einhverjum málum en önnur eru það sérhæfð að þeim er einungis sinnt hér,“ segir hún. „Svo er misjafnt hvað fólk telur langan biðtíma. Þetta er bara eins og hjá öðrum stofnunum. Það fer eftir því hvaða þjónustu fólk leitar eftir hvað biðin er löng.“ Þá segist Ingibjörg vona að þjónusta við heyrnarlausa og heyrnarskerta, sem og heilbrigð- iskerfið í heild, komist aftur í rétt- an takt að kórónuveirufaraldrinum loknum. Þjónusta við heyrnarskerta í ólestri - Nokkurra mánaða bið getur verið eftir tíma hjá heyrnarfræðingum - Skortur er á sérfræðingum í faginu hér á landi - Erlendir sérfræðingar sem starfa hér hafa yfirgefið landið fyrr vegna faraldursins Ingibjörg Hinriksdóttir Morgunblaðið/Golli Bið Nokkurra mánaða bið getur ver- ið eftir tíma hjá heyrnarfræðingi. til stóð að hætta uppgrefti ársins í þessari viku. Áætlað er að verkefn- inu ljúki næsta sumar. Svæðið sem nú er til rannsóknar er í landi Fjarðar, staðsett norð- vestan við gamla bæjarstæðið Fjörð þar sem talið er að landnámsmað- urinn Bjólfur hafi byggt. Ragnheið- ur segir að þarna hafi verið vísir að þorpi sem varð fyrir snjóflóði úr Bjólfi árið 1885 og fórust þá 24 manns. Í sumar hefur eitt þeirra bæjar- stæða sem fóru undir snjóflóðið verið grafið upp og segir Ragnheið- ur mikilvægt að rannsaka vandlega þær fáu minjar sem til eru frá snjó- flóðinu. Vitað hafi verið að þarna væru nokkur byggingaskeið frá því fyrir og eftir snjóflóðið en enginn hafi átt von á að finna minjar allt aftur til 10. aldar. Spanna alla Íslandssöguna Eftir snjóflóðið voru bústaðir manna færðir neðar og svæðið að- allega nýtt undir ýmiss konar mannvirki tengd búskap, auk þess sem þar eru herminjar sem vitna um hersetu Breta og Bandaríkja- manna. Á rannsóknarsvæðinu finn- ast því margvíslegar minjar sem spanna alla Íslandssöguna. Í sumar hefur líka verið grafin upp mylla frá tímabilinu 1800-1870, Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Mannvistarleifar frá 10.-13. öld hafa komið í ljós á óvæntum stað við fornleifarannsókn í landi Fjarðar í Seyðisfirði. Ragnheiður Trausta- dóttir, fornleifafræðingur hjá Antikva, hefur stjórnað þessum rannsóknum og segir hún að fund- urinn komi á óvart. Hún segist telja að hluti minjanna sé frá 10. og 11. öld og að um sé að ræða sjóminjar sem vitni um fiskverkun á staðnum í tengslum við sjósókn. Ekki var bú- ist við að finna miðaldaminjar og minjar aftur í landnám á þessu svæði. Haldið áfram næstu vikur Ragnheiður segir að niðurstöður forkönnunar í fyrra hafi leitt í ljós að þarna væru helst minjar frá 18. og 19. öld en gjóska undir þeim frá Veiðivatnagosi 1477 hafi bent til þess að þarna hefði ekki verið byggt fyrr en eftir að sú gjóska féll. Nú hafi hins vegar komið í ljós tveggja metra lag mannvistarleifa og auk gangabæjar frá 16.-18. öld séu þar mun eldri byggingaskeið frá því fyrir 1362, en það ár varð mikið gos í Öræfajökli með tilheyr- andi öskufalli. Ragnheiður segir að rannsóknum verði haldið áfram næstu vikur, en þegar Íslendingar fóru að flytja inn korn og mala það sjálfir. Ragnheið- ur segir mögulegt að endurgera mylluna, en gert hefur verið þrí- víddarmódel af henni. Uppgröftur síðustu mánaða hefur snúist um þetta tiltekna bæjarstæði og mylluna, auk þess sem minjar á öllu svæðinu hafa verið skráðar ná- kvæmlega. Heildarrannsóknin er þó mun umfangsmeiri því einnig stend- ur til að rannsaka sjálfan bæjarhól Fjarðar. Nú þegar er vitað út frá könnunarskurðum að þar hefur ver- ið samfelld búseta frá því á 10. öld fram á þá tuttugustu og hefur kom- ið í ljós að bæjarhóllinn er miklu umfangsmeiri en áður var talið. Bæjarstæðið virðist á tímabili hafa verið nokkru vestar en hefur verið flutt til eftir að skriða féll á það á miðöldum. Mikill fjöldi gripa hefur fundist í uppgreftinum og þá að mestu hlutir sem tengjast sjósókn og búskap, verkfæri, keramik, grip- ir úr gleri og járni, dýrabein og einnig nokkurt magn af dósamat frá hermönnum. Fornar minjar á óvæntum stað - Rannsóknir á mannvistarleifum í Seyðisfirði - Sjóminjar frá 10. og 11. öld - Margvíslegar minjar Ljósmynd/Antikva Sjóminjar Rústir bæjar og útihúsa í landi Fjarðar í Seyðisfirði, en undir bænum hafa komið í ljós mannvist- arleifar frá 10. og 11. öld. Fornleifarannsóknum verður haldið áfram á Seyðisifrði á næsta ári. Rannsóknir Magnús Á. Sigurgeirsson jarð- fræðingur og Ragnheiður Traustadóttir. Um 20 fornleifafræðingar hafa komið að rannsókn Antikva í sumar, en hún er unnin fyrir sveitarfélagið Múlaþing vegna byggingar ofanflóða- mannvirkja undir Bjólfinum sem hefjast á næstunni. Meðal samstarfs- manna Antikva við rannsóknirnar í Seyðisfirði er hópur Norðmanna sem hefur gert módel af rannsóknasvæðinu. Markmið fornleifarannsókn- arinnar í Firði er að kortleggja og grafa upp minjar á svæðinu við norð- anverðan Seyðisfjörð, fyrir byggingu varnargarða gegn snjóflóðum en margar minjar munu fara undir mannvirkin. Vinna við varnargarðana við norðanverðan Seyðisfjörð var boðin út nú í sumar og bauð Héraðsverk best, tæpa tvo milljarða króna í verkefnið, en kostnaðaráætlun FSR gerði ráð fyrir að verkið myndi kosta um 2,1 millj- arð. Varnarvirkjunum er ætlað að verja vestari hluta byggðar í Seyðisfirði fyrir snjó- og krapaflóðum. Um 20 fornleifafræðingar MINJAR GRAFNAR UPP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.