Morgunblaðið - 17.08.2021, Blaðsíða 21
Það var okkur mikil gæfa þegar
Rúna hóf störf hjá Rauða kross-
inum. Við kynntumst fljótt, vinátt-
an jókst með árunum og áttum við
einstaklega gott samband.
Það varð strax ljóst að Rúna
var baráttukona hvað varðar
mannréttindi og hikaði ekki við að
láta til sín heyra ef henni mislíkaði
eitthvað á pólitískum vettvangi,
sem og í mannúðarmálum. Mikið
var rætt á því sviði þegar við hitt-
umst og gaman var að fylgjast
með rökræðum Rúnu og Ingu
Jónu þegar þær voru að spá í lífs-
ins gagn og nauðsynjar. Voru þær
oftast sammála ef ekki þá gat
Rúna sannfært með sínum góðu
upplýstu rökum.
Þegar Rúna var nýbyrjuð hjá
Rauða krossinum heyrði hún á
göngunum að Imma væri að fara í
göngu í Fjörður. Hún greip inn í
umræðurnar og sagðist langa að
fara með í þá ferð því forfeður
hennar væru frá Kussungsstöð-
um. Það var auðsótt og gaman að
vera henni samferða í þeirri ferð.
Þetta var árið 2001 og var það
byrjunin á gönguferðum þeirra
saman, árlega var farið í göngu-
ferðir um okkar fallega land og
síðan bættust við ferðir í Dólómít-
ana og fjórar ferðir utanlands með
félagsskapnum Skotgöngu. Í
heildina fóru Rúna og Imma sam-
an í 29 ferðalög á þessum 20 árum
fyrir utan margar fleiri göngu- og
berjaferðir.
Við minnumst ferðarinnar sem
við fórum allar þrjár með maka
okkar til Tenerife, það var góð
ferð og mikið gengið um og meðal
annars farið í Masca-gilið sem nú
hefur verið lokað. Rúna kunni líka
að njóta sín við sundlaugabakka
og skoða sig um. Talað var um að
fara margar þannig ferðir sem
aldrei varð úr því fyrst kom Covid
og síðan krabbameinið sem fór svo
illa með elsku Rúnu.
Síðasta gönguferð var í septem-
ber í fyrra þegar við sáum hina
einstöku náttúruparadís Rauðu-
fossa og augað. Þá var Rúna farin
að finna fyrir þróttleysi og pantaði
sér læknisrannsókn.
Rúna hafði ætlað sér að verða
100 ára en sá að hún þyrfti að end-
urskoða þá ákvörðun þegar hún
greindist, hún var mjög skipulögð
og búin að sjá efri árin fyrir sér
með Jóni sínum. Þegar farið er yf-
ir farinn veg sést að hún lifði 100
ár miðað við allt sem hún áorkaði.
Elsku Jón Ágúst, Bjarki Rafn,
Vala Sif, Sindri Freyr, Vera Björk
og fjölskyldur, okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Ingibjörg (Imma) og
Inga Jóna.
Rúna var yndisleg kona. Hún
var kát, glettin, skemmtileg, stað-
föst, trúföst, ósérhlífin, þrautseig
og einstaklega trygglynd.
Hún sat í stjórn Hagsmuna-
samtaka heimilanna frá 2013–2020
og er ein af þeim sem bar starfið
uppi án þess að mikið bæri á. Hún
tranaði sér aldrei fram en mætti á
hvern einasta stjórnarfund, alltaf
með prjónana, og lagði til málanna
þegar henni þótti ástæða til og þá
var rík ástæða til að hlusta, því
Rúna var einstaklega vel inni í
málum og vissi hvað hún söng.
Hún hafði sterka sannfæringu.
Grunnhugsjón hennar var rétt-
læti. Réttlæti fyrir alla þá sem
höfðu orðið undir og þá sem brotið
hafði verið á. Hún lagði sig alla
fram í þeirri baráttu og auk þess
að berjast fyrir réttindum heim-
ilanna í stjórn HH sat hún einnig í
stjórnum stéttarfélaga og var í
fulltrúaráði ASÍ.
Það er fólk eins og Rúna sem
ber uppi félagsstarf í landinu. Fólk
sem starfar af hugsjón og fyrir
aðra án þess að ætlast til nokkurs í
staðinn. Þeir sem eru áberandi í
framlínu félagasamtaka eru það af
því fólk eins og Rúna starfar á bak
við tjöldin. Þetta fólk, sem fáir vita
af, er hryggjarstykkið í öllum fé-
lögum eða samtökum sem eitthvað
láta að sér kveða.
Framlag Rúnu til HH verður
seint metið til fulls. Hún hætti í
stjórn samtakanna skömmu áður
en hún veiktist en þrátt fyrir sína
erfiðu baráttu fylgdist hún með
okkur. Síðast sáum við hana þegar
hún mætti á aðalfund samtakanna
í lok febrúar á þessu ári, sem okk-
ur þótti öllum virkilega vænt um
og segir meira um hug hennar til
HH en mörg orð.
Núna þegar Rúna hefur háð
sína síðustu baráttu, vilja Hags-
munasamtök heimilanna þakka
henni ómetanlegt starf í gegnum
árin og votta öllum aðstandendum
og vinum innilega samúð.
Guð blessi minningu Rúnu okk-
ar.
Fyrir hönd Hagsmunasamtaka
heimilanna
Ásthildur Lóa Þórsdóttir
formaður.
Flestar vorum við um tvítugt
haustið 1974, áræðnar og öflugar
stelpur með hugsjón. Við ætluðum
að breyta lífi ungra barna og
kvenna. Skólinn, þar sem við
kynntumst, hét Fósturskóli Ís-
lands. Þremur árum seinna út-
skrifuðumst við 56 fóstrur og réð-
um okkur til starfa í leikskólum
innan og utan lands. Rúna fór aðra
leið en flestar okkar og starfaði
lengst af við skrifstofustörf. Hún
hélt samt tryggð við okkur og var
virkur félagi í „saumklúbbi“ sem
þær allra hörðustu í kvennabar-
áttunni töldu vera tímaskekkju.
Tilgangur klúbbsins er að hittast
og ræða saman. Við gerum mikið
af því og höfum skoðanir á öllu.
Umræðan hefur þróast frá barn-
eignum og fagmálum í að
skemmta okkur og hlæja mikið
enda hefur lífið kennt okkur að
gleðin og samhygðin eru okkur
mikilvægust.
Rúna var hugsjóna- og baráttu-
kona. Hún hafði samúð með lítil-
magnanum og tók þátt í baráttu
fyrir bættum kjörum fjölskyldna
sérstaklega eftir hrunið. Sjálf var
hún hagsýn og fór vel með fé. Á
sinn yfirvegaða hátt fræddi hún
okkur um fjármál og réttindi og
hvernig við gætum ferðast á ódýr-
an hátt eftir að hægt var að panta
flug á netmiðlum. Þegar einhver
okkar varð fyrir áfalli sýndi Rúna
einstaka ræktarsemi. Hún
hringdi, hlustaði, styrkti og hugg-
aði af einstakri hjartagæsku.
Fyrir nokkrum árum stakk
Rúna upp á því að við færum til
Glasgow. Hún skipulagði ferðina,
pantaði flug, hótel og borð á veit-
ingastað. Rúna vissi nákvæmlega
hvar átti að búa, borða og versla.
Löng helgi var skipulögð út í ystu
æsar. Þar sem við erum sjálfstæð-
ar konur vorum við fegnar að fá
svolítið frelsi innan skipulagsins
og kvöldhrafnarnir nutu rölts milli
karíókípöbba borgarinnar á með-
an morgunhanarnir hvíldu lúin
bein.
Fyrir tæpum tveimur árum
bauð ein úr hópnum í vikulangan
saumaklúbb í húsi sínu á Spáni.
Rúna var upptekin vikuna áður í
gönguferð í Austurríki. Það
stoppaði hana ekki þótt hún
þyrfti að skipta um flugvél í
Leifsstöð og kæmist ekki heim til
sín á milli ferða. Aftur tók hún
stjórnina í praktískum málum.
Hún fann ódýrasta flugið til Alic-
ante. Þegar við hittum hana í
Leifsstöð, vel búnar undir nætur-
flug til Spánar, var ekki að sjá að
Rúna væri að koma úr göngu og
kvöldflugi því henni fylgdi smit-
andi gleði og galsi sem hélst út
þennan vikulanga saumaklúbb.
Við leigðum fimm manna bíl sem
notaður var til að ferja okkur sjö
konur innanbæjar en þegar
ákveðið var að fara til Torrevieja
fannst Rúnu lítið mál að ganga
þessa 12 km sem voru milli bæja.
Tvær okkar gengu með henni og
áttu fullt í fangi með að fylgja
Rúnu eftir í 30 stiga hita þrátt
fyrir að vera í góðu formi. Þegar
hún sagði okkur, rúmlega ári eft-
ir Spánarferðina, að hún hefði
greinst með mein í lunga fannst
okkur sorglegt að Rúna, sem
hreyfði sig á hverjum degi og lifði
heilsusamlegu lífi, skyldi kenna
sér slíks meins. Baráttukonan
vakti með okkur von. Rúna ætlaði
að sigra meinið með jákvæðni og
lagði á sig erfiðar meðferðir. Það
er huggun harmi gegn að elsku
Rúna okkar þjáist ekki lengur.
Við vottum Jóni, börnum
þeirra og barnabörnum okkar
dýpstu samúð.
Íris, Lovísa, Margrét, Sig-
ríður, Sigrún, Sjöfn,
Soffía Dagmar, Soffía,
Sólveig, Stefanía, Sæunn,
Valdís og Þorbjörg.
Þvílíkt lán að við Rúna vorum
valdar saman á tveggja manna
stofu á fæðingardeildinni fyrir
tæpum 29 árum. Þarna var hún
öryggið uppmálað með fjórða og
yngsta barnið sitt, en ég með
frumburðinn og tók óspart út úr
reynslubanka Rúnu. Á stofu sjö
var mikið spjallað, hlegið og
sprellað og þarna tengdumst við
systraböndum.
Það var Rúnu í blóð borið að
rækta garðinn sinn í víðustu og
bestu merkingu þess hugtaks.
Óhætt er að segja að garðurinn í
Jöklafoldinni beri hennar merki,
fallegur og skipulagður í sam-
ræmi við blómgunartíma. Við hin
höfum líka notið góðs af og þykir
mér sérlega ljúft að ganga um
garðinn minn og fylgjast með
fyrrverandi Jöklafoldarafleggj-
urum og runnanum góða frá
Rúnu vaxa og dafna.
Rúna lét ekki sitt eftir liggja í
umhverfismálunum. Hún gekk
grænum skrefum um samfélagið
og hikaði ekki við að benda á leið-
ir til úrbóta í þeim efnum. Við vin-
konurnar tókum þátt í verkefninu
Vistvernd í verki þegar það var
enn á tilraunastigi rétt eftir alda-
mótin. Visthópurinn okkar fór
markvisst saman í gegnum
mögulegar aðgerðir til umhverf-
isvænni lífsstíls, s.s. að draga úr
orkunotkun og úrgangi heimilis-
ins. Hver fjölskylda valdi sínar
leiðir til að bæta vistspor sitt.
Gerðar voru mælingar í upphafi
og aftur í lokin til að sjá hvernig
til tókst hjá hverju heimili. Mig
minnir að það hafi verið afar lítið
svigrúm til bætingar hjá Rúnu og
fjölskyldu því hún var bara með
þetta, alltaf jafn útsjónasöm og
nýtin.
Barátta Rúnu fyrir réttlæti og
bættu samfélagi var drifin áfram
af sterkri réttlætiskennd og lét
hún til sín taka á mörgum víg-
stöðvum. Hjá henni var aldrei
neitt hálfkák. Hún skoðaði mál
ofan í kjölinn og var einstaklega
nösk á að átta sig á kerfisvillum.
Umbótasinninn Rúna sat ekki úti
í horni og tuðaði, heldur kom mál-
efnum á framfæri við hlutaðeig-
andi aðila. Með einstökum hætti
tókst henni að tala um flókin mál
á mannamáli.
Nú rifjast upp ótal samveru-
stundir með hádegishópnum og
Rauðu hættunum og alls konar
annað í boði Rúnu, þegar hún
var dregin út í leikjum á rás tvö
eða Bylgjunni. Hún var líka allt-
af til í sprell. Einn morguninn
datt Rúnu í hug að upplagt væri
gleðja Önnu vinkonu okkar með
óvissuheimsókn þar sem hún
væri að flytja til Danmerkur.
Hún var ráðskona í ferðaþjón-
ustusveit í Borgarfirði á þessum
tíma. Þegar við nálguðumst bæ-
inn var Anna þegar komin út, því
haldið var að þarna væri forset-
inn sjálfur að renna í hlað. Því
var svarta drossían hennar
Rúnu aldrei kölluð annað en for-
setabíllinn eftir þetta. Ég sé fyr-
ir mér prakkarasvipinn á Rúnu
þegar Anna áttaði sig á því að
símtalið frá henni um morgun-
inn hafði verið upplýsingaöflun
og hluti af plottinu. Eins og svo
oft tókst Rúnu þarna að skapa
dásamlegan og afar fjörugan
vinafund og minningar sem lifa.
Það sem ég á eftir að sakna
þín elsku vinkona.
Kæru Jón, Bjarki, Vala,
Sindri Vera og fjölskyldur, við
Rituhöfðafjölskyldan vottum
ykkur okkar dýpstu samúð.
Herdís Sigurjónsdóttir.
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2021
✝
Sr. Sigurjón
Einarsson,
fyrrverandi sókn-
arprestur og pró-
fastur, fæddist 28.
ágúst 1928 í Aust-
mannsdal í Ket-
ildölum í V-Barða-
strandarsýslu og
ólst upp lengst af á
Fífustöðum í Arn-
arfirði. Hann lést
23. júlí 2021 að
Hrafnistu í Reykjavík.
Foreldrar Sigurjóns voru
Einar Bogi Gíslason búfræð-
ingur, bóndi, sjómaður og
hreppstjóri, f. 3. september
1906, d. 14. mars 1987, og Krist-
jana Vigdís Andrésdóttir ljós-
móðir, f. 3. september 1891, d.
30. mars 1986. Fóstursystkini
Sigurjóns voru Stefán Thor-
oddsen, f. 12. júní 1922, d. 15.
mars 1997, og Rut Salómons-
dóttir, f. 30. júlí 1936, d. 6. maí
2014.
Sigurjón kvæntist 12. mars
1955 Jónu Þorsteinsdóttur, f. 21.
febrúar 1927, d. 6. janúar 2001,
bókasafnsfræðingi og kennara.
Hún var dóttir Þorsteins Krist-
jánssonar, f. 31. ágúst 1891, sem
fórst með ms. Þormóði 18. febr-
úar 1943, sóknarprests í Sauð-
lauksdal, og k.h., Guðrúnar Pet-
reu Jónsdóttur, f. 24. desember
Æskulýðsfylkingarinnar 1953-
57.
Sigurjón var sóknarprestur í
Kirkjubæjarklaustursprestakalli
1963-98 og prófastur Skaftafells-
prófastsdæmis 1989-98. Á Kirkju-
bæjarklaustri vann Sigurjón
mjög að ýmsum framfaramálum
fyrir héraðið. Hann og kona
hans, Jóna, stofnuðu unglinga-
skóla á Kirkjubæjarklaustri og
Sigurjón var í áratugi formaður
skólanefndar Kirkjubæjarskóla.
Hann tók einnig mikinn þátt í
öðru félags- og menningarstarfi
og var m.a. formaður Þjóðhátíð-
arnefndar V-Skaftafellssýslu á
1100 ára afmæli Íslandsbyggðar
og formaður bygg.nefndar Minn-
ingarkapellu sr. Jóns Steingríms-
sonar.
Sigurjón var um skeið oddviti
Kirkjubæjarhrepps, kirkjuþings-
maður Suðurlands og sat í
Kirkjuráði.
Sigurjón skrifaði fjölda greina
í blöð og tímarit um söguleg efni.
Hann ritstýrði Dynskógum, hér-
aðsriti Vestur-Skaftfellinga,
1982-97, og Verslunarsögu
Vestur-Skaftfellinga, 1987-93.
Hann var formaður ritstjórnar
verksins Kristni á Íslandi og var
stundakennari við guðfr.deild HÍ.
Árið 2006 kom út ævisaga Sig-
urjóns, Undir hamrastáli – Upp-
vaxtarsaga og mannlífsmyndir úr
Arnarfirði.
Útför Sigurjóns fer fram frá
Fossvogskirkju í Reykjavík 17.
ágúst 2021 klukkan 13.
1901, d. 2. maí 1977.
Börn Sigurjóns
og Jónu eru: 1) Æsa
Sigurjónsdóttir, f.
23. september 1959,
listfræðingur, gift
Daniel Beaussier, f.
2. júní 1957, tónlist-
armanni; börn
þeirra eru: Vigdís
Lára, f. 11. febrúar
1989, gift Pascal
Combescot; Stefán
Jón, f. 7. mars 1990, maki Tessa
van der Voort; Tómas Bogi, f.
21. apríl 1991, maki Tara Beu-
zen-Waller, og Kristján Helgi, f.
23. ágúst 1995. 2) Ketill, f. 19.
ágúst 1966, lögfr. og fram-
kvæmdastjóri; börn hans eru
Guðrún Diljá, f. 30. janúar 1998,
og Sigurjón Bogi, f. 6, mars
2001. Barnabarnabörn Sig-
urjóns eru nú tvö.
Sigurjón varð stúdent frá MA
1950 og lauk embættisprófi í
guðfræði frá Háskóla Íslands
1956. Árin 1957-59 stundaði
hann framhaldsnám í kirkju- og
trúarbragðasögu við háskólana í
Vín, Köln og Erlangen. Á náms-
árunum var Sigurjón sjómaður á
bátum og togurum og kennari í
Garði, í Mosfellssveit og við
gagnfr.skólann í Kópavogi.
Hann tók um skeið þátt í stjórn-
málum og sat í samb.stjórn
Afi Sigurjón var einstaklega
flinkur og skemmtilegur frásagn-
armaður og góður í að segja sög-
ur, bæði um eigin upplifun og frá
sagnfræðilegum atburðum. Hann
kenndi mér líka snemma um
stuðla og höfuðstafi og
hvatti mig til að setja saman
vísur. Mér er t.d. minnisstæð ein
frá
því hann var í heimsókn hjá
okkur í Kaupmannahöfn þegar
ég var átta
ára og hann fór með okkur
bróður mínum, Sigurjóni Boga, í
dýragarðinn.
Guðrún stelpan góð og fín,
getur blundað senn.
Sigurjón með sitt sverðagrín,
segist höggva menn.
Afi hélt mikið upp á Köben og
það var gaman þegar við spók-
uðum okkur í borginni og snædd-
um danska pylsu. Einnig áttum
við góðar stundir saman á Ís-
landi, bæði á Hvassaleitinu með
jólaköku og mjólkurglas, þar sem
ég teiknaði ófáar myndirnar við
gamla skrifborðið hans, og við
Hæðargarðsvatn með fallegt
útsýnið til Kirkjubæjarklausturs.
Allt eru það fjarska góðar minn-
ingar.
Ég kveð þig, elsku afi.
Guðrún Diljá Ketilsdóttir.
Í huga mínum skín sólin alltaf
á Klaustri og jökullinn er bjart-
ur í austri bak við tryggðatröllið
Lómagnúp. Á þann veg eru líka
minningar mínar um Sigurjón
Einarsson, „fóstra“ minn eins og
hann sagði stundum sjálfur.
Prestssetrið á Klaustri, hjá
þeim Jónu, móðursystur minni,
og Sigurjóni, var mitt annað
heimili í æsku og þar dvaldi ég
lungann úr sumrum og síðar
meir einnig oft í öðrum skólafrí-
um og tengdist því þeim og
börnum þeirra, Æsu og Katli,
sterkum böndum. Þau hjón
höfðu mikil mótunaráhrif á mig
og reyndust mér alla tíð einstak-
lega vel.
Heimilið á Klaustri var mikið
menningarheimili og þar voru
bókmenntir og fræði í hávegum
höfð svo ekki sé minnst á sam-
félagsmál sem rædd voru í þaula
við gesti og gangandi en ávallt
var mikill gestagangur á heim-
ilinu. Jafn aðgangur að lífsins
kjörum og framfarir til hagsbóta
fyrir samfélagið var leiðarljós
þeirra hjóna. Í þeim efnum létu
þau ekki sitt eftir liggja en eitt
þeirra fyrsta verk þá þau fluttu
að Klaustri snemma á sjöunda
áratugnum var að beita sér fyrir
eflingu skólamála þar eystra.
Sigurjón var sístarfandi og
gegndi í raun mun fleiri störfum
en hefðbundnum prestsverkum:
sat í hinum ýmsu ráðum og
nefndum sem lutu bæði að starfi
hans sem prestur og að heima-
byggðinni. Í minningunni heyri
ég sláttinn í ritvélinni út úr
skrifstofunni, sem ætíð var á
heimilinu, og verð vör við alls
kyns fólk koma og fara af hans
fundi. Hann líka að skreppa á
Reinsanum góða að vitja sókn-
arbarna og hitta mann og annan
heima í héraði og utan. Sigurjón
gaf sér þó alltaf góðan tíma fyrir
heimilisfólkið og ræddi við það
af áhuga og hjartahlýju um
þeirra sýsl og hugsanir.
Sigurjón fór ósjaldan í kvöld-
göngu út að Systrastapa að
loknu góðu dagsverki. Hann var
líka duglegur að fara með okkur
Æsu upp á fjall yfir æsilegt
klettabelti beint upp af húsinu
og þaðan inn á heiði. Í leiðinni
fræddi hann okkur um hina
miklu sögu staðarins og varaði
okkur við nykrinum í Systra-
vatni. Ég minnist líka margra
góðra ferða að sumri til með
þeim vítt og breitt og kannski
ekki hvað síst hins árlega berja-
mós úti í hrauni með góða nestið
hennar Jónu í skjóðunum.
Messuferðir að Prestbakka eru
líka minnisstæðar en gjarnan
vorum við Æsa spurðar að þeim
afloknum hvað okkur hefði fund-
ist um prédikunina og varð þá
kannski stundum fátt um svör
þar sem barnshugurinn vildi
reika á meðan messuhaldinu
stóð. En þannig vildi Sigurjón
ætíð efla sjálfstæða hugsun ung-
menna og stuðla að auknum
þroska þeirra.
Síðustu æviárin bjó Sigurjón
við skerta hreyfigetu og slæm
heyrn þjakaði hann, sem kom í
veg fyrir að hann gæti átt í þeim
félagslegu samskiptum sem
hann vildi, en hugurinn var skýr
sem fyrr. Hann var því ugglaust
hvíldinni feginn eftir langan og
giftusaman æviferil. Ég kveð
„fóstra“ minn og minnist hans
og þeirra beggja, Jónu og Sig-
urjóns, með mikilli hlýju og
þakklæti.
Þóra Björk Hjartardóttir.
Séra Sigurjón Einarsson var
kjörinn sóknarprestur í
Kirkjubæjarklausturs-
prestakalli þann 8. desember
1963 og þar með hófst 35 ára
prestsþjónusta hans í héraðinu.
Skömmu eftir að Sigurjón
settist að á Kirkjubæjarklaustri
spurði Siggeir Lárusson, oddviti
Kirkjubæjarhrepps, hvort hann
væri ekki til í að taka til hendinni
og þoka skólamálum sveitarfé-
laganna áfram: Það samrýmdist
vel hugmynd Sigurjóns að sveita-
prestur ætti ekki aðeins að helga
sig kirkjustarfi heldur einnig að
láta að sér kveða í félagsmálum,
ekki síst í skólamálum.
Ekki er að orðlengja það að
Sigurjón tók hvatningu Siggeirs
oddvita og fljótlega var hafist
handa við að byggja nýjan skóla á
Kirkjubæjarklaustri, með þátt-
töku allra hreppanna á milli
Sanda. Arkitekt var Jes Einar
Þorsteinsson. En starfið var ekki
alltaf átakalaust, skiptar skoðan-
ir um staðsetningu skólans urðu
allt í einu svo háværar að sumir
menn óttuðust um framhaldið.
Þótt Sigurjón gæti verið fastur
fyrir þá var hann einnig laginn
við að leiða ólík sjónarmið til
sátta og farsællar niðurstöðu. Í
framhaldinu reis Kirkjubæjar-
skóli á Síðu og var settur þann 4.
október 1971, sameiginlegur
skóli hreppanna á milli Sanda.
Óhætt er að fullyrða að stofnun
Kirkjubæjarskóla á Síðu var
bæði félagslegt og fjárhagslegt
afrek þar sem hlutur Sigurjóns
er óumdeildur, ekki síst hvernig
honum tókst að sætta ólík sjón-
armið og ljúka verkefninu á jafn
glæsilegan hátt og raun ber vitni.
Samstarfið um stofnun Kirkju-
bæjarskóla braut ísinn og grunn-
ur var lagður að margvíslegri
samvinnu sveitarfélaganna. Að-
koma Sigurjóns að byggingu
heilsugæslustöðvarinnar á
Kirkjubæjarklaustri var eftir-
minnileg og lagði grunninn að
mörgu sem nú þykja sjálfsagðir
hlutir, svo sem hjúkrunarheimili
og góðri öldrunarþjónustu í sam-
félaginu.
Héraðsrit Vestur-Skaftfell-
inga, Dynskógar, kom fyrst út
1982 undir ritstjórn Helga Magn-
ússonar sagnfræðings, Björgvins
Salómonssonar, skólastjóra við
Ketilstaðaskóla í Mýrdal, og Sig-
urjóns. Dynskógar vitna um
áhuga frumkvöðlanna þriggja á
varðveislu sögu- og menningu
héraðsins.
Sigurjón var sístarfandi í þágu
samfélagsins, ef allt ætti að tí-
unda þyrfti að skrifa heila bók, og
óhætt er að fullyrða að svipmót
Kirkjubæjarklausturs og sveit-
Sigurjón Einarsson
SJÁ SÍÐU 22