Morgunblaðið - 17.08.2021, Blaðsíða 26
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hetja Framherjinn Árni Vilhjálmsson skoraði sigurmark Breiðabliks gegn ÍA á Kópavogsvelli.
Fimm hesta kapphlaup
- Botnliðum úrvalsdeildar karla tókst ekki að taka stig af toppliðunum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Skalli Fylkismaðurinn Ragnar Sigurðsson í baráttunni við Víkinginn Kristal Mána Ingason í Árbænum.
FÓTBOLTINN
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Kristall Máni Ingason lék á als
oddi þegar lið hans Víkingur úr
Reykjavík vann öruggan 3:0-sigur
gegn Fylki í úrvalsdeild karla í
knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni,
á Würth-vellinum í Árbænum í 17.
umferð deildarinnar í gær.
Kristall Máni gerði sér lítið fyrir
og skoraði tvívegis fyrir Víkinga en
liðið fer með sigrinum upp í annað
sæti deildarinnar í 33 stig og er
með þremur stigum minna en
topplið Vals. Á sama tíma eru
Árbæingar í miklu basli í tíunda
sætinu með 16 stig, þremur stigum
frá fallsæti.
„Víkingar eru ekki lengur bara
flinkir í fótbolta heldur búnir að
finna drápseðlið líka,“ skrifaði
Kristófer Kristjánsson m.a. í um-
fjöllun sinni um leikinn á mbl.is.
_ Þetta var fyrsti sigur Víkinga í
Árbænum í efstu deild frá því í júlí
2018.
Þriðji sigur Blika í röð
Árni Vilhjálmsson reyndist
hetja Breiðabliks þegar liðið vann
2:1-sigur gegn ÍA á Kópavogsvelli.
Skagamenn komust yfir snemma
leiks en Árni skoraði sigurmark
leiksins úr vítaspyrnu á 85. mínútu
og tryggði sínu liði afar dýrmæt
stig í toppbaráttunni.
Blikar eru með 32 stig í þriðja
sætinu og eiga leik til góða á topp-
lið Vals sem er með 36 stig en ÍA
er í neðsta sætinu með 12 stig.
„Breiðablik sótti látlaust í leikn-
um en Skagamenn vörðust hetju-
lega. Þrátt fyrir það að hlutirnir
hafi ekki verið að ganga sóknar-
lega hjá Blikum misstu þeir aldrei
trúna og voru þolinmóðir og það
skilaði sér að lokum,“ skrifaði Þór
Bæring Ólafsson m.a. í umfjöllun
sinni um leikinn á mbl.is.
_ Árni Vilhjálmsson skoraði sitt
sjötta deildarmark í sumar en fyrir
leik gærdagsins hafði hann ekki
skorað í deildinni síðan 20. júní.
Löng bið KR á enda
Kjartan Henry Finnbogason hélt
titilvonum KR-inga á lífi þegar lið-
ið heimsótti HK í Kórinn í Kópa-
vogi.
Framherjinn skoraði sigurmark
KR á 25. mínútu í 1:0-sigri Vest-
urbæinga sem léku einum manni
færri stærstan hluta leiksins.
KR-ingar eru með 29 stig í
fimmta sætinu, þremur stigum frá
Evrópusæti, en HK er í ellefta
sætinu með 13 stig.
„HK-ingum gekk illa að skapa
sér færi gegn skipulögðum KR-
ingum í seinni hálfleik, þrátt fyrir
liðsmuninn,“ skrifaði Jóhann Ingi
Hafþórsson m.a. í umfjöllun sinni
um leikinn á mbl.is.
_ Þetta var fyrsti útisigur KR
gegn HK í efstu deild síðan 23. júní
2008.
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2021
Pepsi Max-deild karla
Breiðablik – ÍA ......................................... 2:1
Fylkir – Víkingur R.................................. 0:3
HK – KR.................................................... 0:1
Staðan:
Valur 17 11 3 3 28:15 36
Víkingur R. 17 9 6 2 27:18 33
Breiðablik 16 10 2 4 38:20 32
KA 16 9 3 4 25:13 30
KR 17 8 5 4 26:16 29
FH 16 6 4 6 26:22 22
Leiknir R. 17 6 3 8 16:24 21
Keflavík 16 5 2 9 20:27 17
Stjarnan 17 4 4 9 20:28 16
Fylkir 17 3 7 7 18:29 16
HK 17 3 4 10 19:33 13
ÍA 17 3 3 11 18:36 12
2. deild kvenna
KH – Álftanes ........................................... 4:0
SR – Fjölnir .............................................. 0:4
Fram – Hamar.......................................... 4:0
Staðan:
FHL 12 10 1 1 71:13 31
Völsungur 11 8 2 1 26:11 26
Fram 11 8 1 2 30:11 25
KH 11 8 0 3 36:11 24
Fjölnir 11 7 2 2 40:12 23
ÍR 10 5 1 4 28:23 16
Sindri 11 5 1 5 23:24 16
Hamrarnir 10 3 2 5 21:22 11
Einherji 11 2 4 5 19:20 10
Hamar 10 2 3 5 14:24 9
Álftanes 11 2 0 9 9:24 6
SR 11 1 1 9 18:35 4
KM 10 0 0 10 1:106 0
Ítalía
Bikarkeppnin, 2. umferð:
Bologna - Ternana................................... 4:5
- Andri Fannar Baldursson var ónotaður
varamaður hjá Bologna.
Holland
B-deild:
Jong Ajax - Dordrecht ............................ 1:2
- Kristian Nökkvi Hlynsson lék allan leik-
inn með Jong Ajax.
Svíþjóð
Sirius - AIK............................................... 0:1
- Aron Bjarnason var ekki í leikmanna-
hópSirius.
>;(//24)3;(
Forkeppni HM karla
Ísland - Svartfjallaland ........................ 80:82
Staðan:
Svartfjallaland 3 3 0 244:217 6
Ísland 3 1 2 240:235 4
Danmörk 2 0 2 138:170 2
>73G,&:=/D
Leikmenn og þjálfarar í knatt-
spyrnuliði Vestra eru komnir í
sóttkví eftir að þrír úr hópnum
greindust með kórónuveiruna.
Búið er að fresta næsta leik
Vestra, sem átti að vera gegn Aft-
ureldingu í Mosfellsbæ í 1. deild
karla, Lengjudeildinni, á fimmtu-
daginn kemur í sautjándu umferð
deildarinnar, en ekki er búið að
taka ákvörðun um leikinn þar á
eftir í átjándu umferðinni sem er-
heimaleikur gegn Víkingum frá
Ólafsvík þriðjudaginn 24. ágúst.
Þetta kom fram í frétt BB.is en
þar segir að grunur hafi vaknað
um smit hjá einum leikmanni á
föstudaginn í síðustu viku. Sá leik-
maður var ekki í leikmannahópi
liðsins á laugardaginn er Vestri
tók á móti Fram á Ísafirði en
leiknum lauk með 1:0-sigri Fram-
ara.
Í kjölfarið var allt liðið sent í
skimun og í ljós kom að tveir leik-
menn til viðbótar reyndust smit-
aðir. Þeir þrír eru allir í ein-
angrun en aðrir í sóttkví.
Vestri er með 25 stig í fimmta
sæti deildarinnar þegar sex um-
ferðir eru eftir af tímabilinu, 10
stigum minna en ÍBV sem er í
öðru sæti deildarinnar.
Þrír smitaðir
á Ísafirði
Knattspyrna
Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin:
Hásteinsvöllur: ÍBV – Keflavík................ 18
SaltPay-völlur: Þór/KA – Tindastóll ....... 18
Laugardalur: Þróttur R. – Stjarnan... 19.15
3. deild karla:
Würth-völlur: Elliði – KFG ...................... 20
Í KVÖLD!
Valskonur eiga erfitt verkefni fyrir
höndum í fyrstu umferð Meistara-
deildar Evrópu í knattspyrnu en þær
mæta þýska liðinu Hoffenheim í Zü-
rich í Sviss í hádeginu í dag.
Hoffenheim hafnaði í þriðja sæti
þýsku 1. deildarinnar á síðustu leik-
tíð, 17 stigum á eftir meisturum Bay-
ern München og 15 stigum á eftir
Wolfsburg sem hafnaði í öðru sæti.
„Það verður spennandi að sjá hvar
við stöndum miðað við þessi bestu lið
frá stærstu þjóðunum. Við teljum
okkur vera með gott lið og það verð-
ur áhugavert að máta okkur við þess-
ar stóru stelpur ef svo má segja,“
sagði Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði
Vals, í samtali við Morgunblaðið í
gær.
Sigurvegarinn í leiknum mætir
sigurvegaranum úr viðureign Zürich
frá Sviss og AC Milan frá Ítalíu í leik
um sæti í 2. umferð keppninnar en
Guðný Árnadóttir, fyrrverandi leik-
maður Vals, er í röðum AC Milan.
kristoferk@mbl.is
Spennandi að sjá hvar
Valskonur standa
Morgunblaðið/Eggert
Meistaradeildin Elísa Viðarsdóttir og stöllur hennar í Val leika í bestu
deild Evrópu í kvöld er þær mæta sterku liði Hoffenheim í Þýskalandi.
FYLKIR – VÍKINGUR R. 0:3
0:1 Kristall Máni Ingason 9.
0:2 Kristall Máni Ingason 46.
0:3 Kwame Quee 85.
MM
Kristall Máni Ingason (Víkingi)
M
Aron Snær Friðriksson (Fylki)
Orri Hrafn Kjartansson (Fylki)
Erlingur Agnarsson (Víkingi)
Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingi)
Kwame Quee (Víkingi)
Pablo Punyed (Víkingi)
Sölvi Geir Ottesen (Víkingi)
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson – 8.
Áhorfendur: 561.
BREIÐABLIK – ÍA 2:1
0:1 Hákon Ingi Jónsson 6.
1:1 Viktor Karl Einarsson 24.
2:1 Árni Vilhjálmsson (víti) 85.
M
Árni Vilhjálmsson (Breiðabliki)
Davíð Ingvarsson (Breiðabliki)
Viktor Karl Einarsson (Breiðabliki)
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðabliki)
Alexander H. Sigurðarson (Breiðabliki)
Ísak Snær Þorvaldsson (ÍA)
Árni Marinó Einarsson (ÍA)
Hákon Ingi Jónsson (ÍA)
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson – 8.
Áhorfendur: 597.
HK – KR 0:1
0:1 Kjartan Henry Finnbogason 25.
MM
Finnur Tómas Pálmason (KR)
M
Birnir Snær Ingason (HK)
Atli Arnarson (HK)
Martin Rauschenberg (HK)
Beitir Ólafsson (KR)
Grétar Snær Guðmundsson (KR)
Kjartan Henry Finnbogason (KR)
Kristinn Jónsson (KR)
Stefán Árni Geirsson (KR)
Theódór Elmar Bjarnason (KR)
Rautt spjald: Arnþór Ingi Kristinsson
(KR) 11. Kristján Finnbogi Finnboga-
son, þjálfari (KR) 43.
Dómari: Elías Ingi Árnason – 7.
Áhorfendur: Um 300_ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fotbolti.