Morgunblaðið - 17.08.2021, Blaðsíða 19
Minningarnar eru allar góðar,
margar gefandi stundir í safnað-
arstarfi Dómkirkjunnar.
Stuðningur, hvatning og hlýja
Kolbrúnar var mér dýrmæt og að
leiðarlokum þakka ég fyrir allt
það góða.
Kæri Erling og fjölskylda, ég
sendi ykkur innilegar samúðar-
kveðjur. Guð blessi minningu Kol-
brúnar Þórhallsdóttur.
Laufey Böðvarsdóttir.
Ég kynntist frú Kolbrúnu þeg-
ar við Kalli urðum vinir til lífstíðar
á unglingsárum; pældum í tilver-
unni langt fram á kvöld á heimili
hans, uppteknir af okkur sjálfum
og eigin stórfengleik í áætlunum
um gullna framtíð og hlustuðum á
mikilfengleg tónverk á hæsta
styrk. Það var auðvelt á því heim-
ili, vegna þess að þar var frú Kol-
brún.
Og svo birtist hún í dyrunum –
eins og álfadrottning í álfahöll –
og gerði okkur óforvarandis
veislu, eins og ekkert væri sjálf-
sagðara; hin yndislega og um-
hyggjusama móðir hússins og fjöl-
skyldunnar sem naut þess að vera
gestgjafi, enda fullkomin í því
hlutverki.
Síðar áttaði ég mig á að hún var
reyndar líka læknaritari, skrif-
stofustjóri á Landspítala og hafði
verið framkvæmdastjóri Skýrslu-
tæknifélags Íslands, skipulagt
stórar ráðstefnur og haldið nám-
skeið í notkun ritvinnsluforrita í
upphafi 9. áratugarins; bókstaf-
lega í framlínusveit frumherja í
dögun tölvualdar á Íslandi.
En ég þekkti fyrst og fremst
hina hlýju og frábæru móður, sem
gat fyrirvaralaust tekið upp á því
gleðja tvær grafalvarlegar ung-
lingsskepnur með mjólkurhrist-
ingi sem hún hafði si sona útbúið
af snilld, eða hinu ómótstæðilega
lemon-pie, apple-pie, eða guð-má-
vita-hvaða-pie sem hún töfraði
fram til að gleðja. Því þannig var
hún. Minning hennar er sindrandi
ljós yfir unglingsárum mínum;
ávallt glæsileg og fáguð, geislandi
af gleði.
Venjan er ekki sú að halda
sérstöku sambandi við foreldra
vina eftir að þeir eru fluttir úr
foreldrahúsum. En Kolbrún og
Erling hvöttu mann til heim-
sókna og mér var ævinlega
fagnað eins og týnda syninum.
Þau sýndu einlægan áhuga á
störfum mínum og fögnuðu af
hjarta þegar vel gekk. Þannig
hafa þau ávallt verið: Hjartahlý,
kærleiksrík og einstaklega
hjálpsöm hverjum þeim sem
kom inn fyrir þeirra dyr. Það
var gæfa mín, og ég mun búa að
því til hinsta dags, að hafa notið
ástríkis þeirra hjóna sem væri
ég hluti af fjölskyldunni.
Nú þegar Kolbrún hefur
kvatt alltof snöggt er huggun að
hugsa til þess að hún átti ham-
ingjuríkt líf, fjögur börn, sem
hvert um sig er framúrskarandi
einstaklingur, frábær tengda-
börn og fjölda barnabarna, sem
hún átti ótal ánægjustundir
með. Og svo átti hún Erling,
þann glæsilega sjentilmann,
dásamlega eiginmann og föður.
„Þú grætur vegna þess sem
var gleði þín,“ segir í Spámann-
inum um sorgina. En þær ríku-
legu kærleiksgjafir sem Kol-
brún skilur eftir í hjörtum allra
sem henni kynntust munu halda
áfram að gleðja um ókomin ár.
Þegar móðir er borin til moldar
minnumst við, hvert og eitt:
kvöldbæna í rökkrinu rjóða,
regndropa í hlýju logni,
huggunar mildra handa,
hinsta faðmlags okkar.
Þegar móðir er borin til moldar
minnumst við, hvert og eitt:
visku af hennar vörum,
vinds er hvíslar í laufi,
gáska og leikja í garði,
gleði í augum hennar.
Þegar móðir er borin til moldar
minnumst við, hvert og eitt:
gullroða sólar við sjónhring,
sáttar og hamingjudaga,
fegurðar, kærleika, friðar,
faðmlags er varir um eilífð.
(F.E.)
Blessuð sé minning frú Kol-
brúnar Þórhallsdóttur.
Friðrik Erlingsson.
Kolbrún Aspelund, elskuleg
vinkona og samstarfskona okk-
ar til þrjátíu ára, er fallin frá.
Katý, eins og hún var kölluð,
verður sárt saknað af vinkon-
uhópnum, sem stofnaður var af
nokkrum læknariturum á hinum
ýmsu deildum Landspítalans við
Hringbraut.
Katý hóf störf sem læknarit-
ari á bæklunarskurðdeild Land-
spítalans árið 1990 og kom strax
inn í hóp okkar sem fyrir voru.
Á þeim tíma var hún mikill
fengur fyrir spítalann við inn-
leiðslu á ritvinnslu í stað vélrit-
unar, en bylting í því efni stóð
þá yfir.
Katý var sannarlega fram-
farasinnuð, en áður hafði hún
kennt um nokkurn tíma rit-
vinnslu hjá Stjórnunarfélagi Ís-
lands og naut spítalinn þeirrar
starfsreynslu, sem hún var
óþreytandi að miðla til annarra.
Ritvélar voru þá enn í notkun
víða á spítalanum en tölvur í
litlum mæli, aðallega við gerð
sjúkraskráa.
Fáeinum árum síðar voru
fyrstu skref að sjúkraskrárkerfi
tekin, þegar hún, ásamt Hall-
dóri Jónssyni jr., yfirlækni á
bæklunarskurðdeild, vann við
hönnun á því fyrir spítalann.
Þau voru þannig frumkvöðlar
þess tíma.
Þegar frá leið varð Kolbrún
ómetanlegur starfskraftur fyrir
Landspítalann og ekki hvað síst
til að skapa góðan starfsanda
meðal samstarfsfólksins á þeim
tíma.
Eftirlifandi eiginmaður Katý
er Erling Aspelund.
Það var alltaf ógleymanlegt
að heimsækja þau hjónin, hvort
sem það var heima hjá þeim eða
í sumarbústaðinn.
Matarboðin gerðust ekki
betri, hún kokkurinn og hann
listamaðurinn svo úr urðu lista-
verk og bragðlaukarnir hopp-
uðu af kæti.
Katý var glæsileg kona, falleg
svo af bar, hávaxin, grönn og
leggjalöng – með milljón dollara
fætur, eins og stundum er sagt.
En það var ekki síst hennar
innri maður sem bar glæsileik-
ann.
Við vinkonurnar þökkum
henni samfylgdina og vottum
Erling, börnum og fjölskyldum
þeirra, okkar dýpstu samúð.
Ása, Bryndís, Fríða, Gunn-
hildur, Gunnur og Sigríður.
Að eiga vin er vandmeðfarið,
að eiga vin er dýrmæt gjöf.
Vin, sem hlustar, huggar, styður,
hughreystir og gefur von.
Vin sem biður bænir þínar,
brosandi gefur þér ráð.
Eflir þig í hversdagsleika
til að drýgja nýja dáð.
(Steinunn Sigurðarsdóttir)
Sumarið fer að kveðja, og
haustið að ganga í garð. Lokið
hefur elskuleg vinkona okkar,
Kolbrún Þórhallsdóttir, lífs-
hlaupi sínu, eða Keitý eins og
hún var alltaf kölluð frá okkar
fyrstu kynnum.
Þegar að Melaskólinn tók til
starfa fyrir 75 árum voru meðal
annarra nemenda þrjár litlar
stúlkur sem fóru í tíu ára bekk.
Ekki leið á löngu þangað til við
gengum saman í skólann og
heim aftur, og þaðan í frá var
komin vinátta sem aldrei hefur
borið skugga á. Margar minn-
ingar koma upp í hugann. Skóla-
dagarnir í Versló, dansæfingar,
útilegur og ekki síst ferð okkar
til London þegar við vorum
fimmtán ára. Við sigldum með
Gullfosi til Leith og tókum svo
lest til London. Þar tók á móti
okkur móðursystir Dúnu. Við
fengum að búa hjá þeim og nut-
um þeirra gestrisni. Við skoð-
uðum öll helstu söfn, kirkjur og
minnismerki. Einnig fórum við á
ballettsýningu og óperusýningu
að ógleymdum ferðunum í versl-
anir. Þessi ferð var ævintýri lík-
ust. Þegar lokið var námi í
Versló fór Keitý til Kanada og
dvaldi þar um tíma hjá frænd-
fólki sínu.
Síðan hóf hún störf hjá Loft-
leiðum og þar kynntist hún eft-
irlifandi eiginmanni sínum, Er-
ling Aspelund. Þau gengu í
hjónaband árið 1959 og voru svo
gæfusöm að eignast fjögur góð
börn.
Nú síðsumars fannst örlaga-
dísunum hennar Keitý að nú
færi þessu jarðneska lífi hennar
að ljúka. Það er erfitt að fá
svona fréttir, en Keitý var eins
og björkin í storminum, hún
brotnaði hvorki né bognaði.
Hugsun hennar snerist um að
láta ástvini sína líða sem minnst.
Hún Keitý þurfti enga vorkunn-
semi. Nú tók við baráttan við
erfiðan sjúkdóm, barátta sem
hún vissi fyrirfram að var töpuð.
Umhyggjan hjá eiginmanni og
börnum var mikil og falleg.
Nú er komið að leiðarlokum
vináttu okkar síðustu sjötíu og
fimm árin. Þessi vinskapur hef-
ur þroskað okkur allar. Við
þökkum þér fyrir, að hafa verið
vinkona okkar og trúað okkur
fyrir gleði þinni og sorgum.
Nú ertu sofnuð elsku Keitý,
og eins og blómin sem vakna á
vorin munt þú vakna í faðmi for-
eldra og bróður og annarra ætt-
ingja. Fuglasöngurinn, vorang-
anin og sólarylurinn verður mun
meiri og unaðslegri hjá þér, en
sá sem við vöknum við, sem lif-
um áfram.
Með þessum fátæklegu orð-
um kveðjum við vinkonurnar
þig, elsku Keitý. Minning þín
mun ávallt dvelja í hjörtum okk-
ar. Þínar vinkonur,
Guðrún (Gúnný) og Dúna.
Kær vinkona, traustur og góð-
ur vinur okkar hjóna, er látin, svo
ótrúlega skjótt, svo ótrúlega
óvænt, en svona er það þegar
óvelkominn gestur knýr dyra og
engin ráð til að bægja honum
burt. Kolbrún Þórhallsdóttir var
einstök manneskja, hlý, ljúf, glað-
vær en þó hæglát, stutt í brosið og
með þessum mannkostum tókst
henni að láta öllum líða vel í návist
sinni. Gestrisin svo af bar, með
hægðinni tókst henni að laða fram
þær ljúfustu veitingar sem hægt
var að hugsa sér, hvort heldur var
veisluborð með dýrustu krásum,
kaffiborð með ilmandi kökum eða
léttar veitingar í sumarbústaðn-
um.
Kynni okkar hjóna af þeim Kol-
brúnu og manni hennar, Erling
Aspelund, hófust þegar dóttir
okkar, hún Arna, giftist syni
þeirra, honum Thor. Og strax þró-
uðust þessi kynni í trausta vináttu
sem svo ljúft var að njóta og aldr-
ei bar skugga á. Og fjölskylda og
vinir þeirra Kolbrúnar og Erlings
urðu fljótt eins og hluti af okkar
fjölskyldu. Mörg voru boðin á
þeirra heimili sem við fengum að
taka þátt í og njóta. Einnig fórum
við saman í ferðalög, til dæmis um
Suðurlandið þar sem Kolbrún átti
sínar rætur í Fellskoti í Biskups-
tungum. Stolt sýndi hún okkur
fagurt bæjarstæðið, sagði frá sínu
fólki og greinilegt að þar lágu
sterkar taugar og henni þótti
vænt um staðinn og ættmennin.
Og einu sinni fórum við saman
norður þar sem rætur okkar
hjóna liggja. Þar áttum við góðar
stundir, við sýndum þeim okkar
gömlu heimaslóðir og svo var tíma
eytt í berjabrekkunum og soðin
aðalbláberjasulta. Á þessum ferð-
um var ekki síður gaman að njóta
óþrjótandi þekkingar og fróðleiks
Erlings á sögu, landi og náttúru.
Allar þessar samverustundir og
ljúfar minningar með þeim hjón-
um er svo gott að eiga, geta geymt
með sér þegar leiðir skilur.
Kolbrún var vinmörg og hún
var einstök fjölskyldumann-
eskja, lifði fyrir börn sín og fjöl-
skyldur þeirra. Barnabörnin
áttu hjarta hennar og hug allan
og víst er að þeim þótti gott að
geta komið við hjá ömmu, þegið
veitingar og notið umhyggjunn-
ar, til dæmis á leið heim úr skól-
anum. Og ef til stóð að borða hjá
ömmu og afa og gesturinn sagði
hvað hann langaði mest í, stóð
ekki á ömmu að reiða fram um-
beðinn rétt. Í fögru umhverfi við
Álftavatn er notalegur bústaður
sem ber það ljúfa nafn Birkiból
og þar var ekki síður gaman að
koma og njóta gestrisninnar
sem einnig þar var ríkulega
fram borin. Bæði á Tómasar-
haganum og í Birkibólinu nutu
sín hið hlýlega og notalega um-
hverfi sem Kolbrún bjó sér og
sínum og listrænir hæfileikar
Erlings sem lífguðu upp á til-
veruna.
Og nú er allt í einu, óvænt,
skyndilega, komið að kveðju-
stund. Við sem vorum búin að
hugsa okkur ferð norður í land, í
berjamóinn, að njóta samveru
og skapa nýjar, ógleymanlegar
minningar. Og þó að við hjónin
söknum yndislegrar vinkonu er
söknuður fjölskyldunnar, barna,
tengdabarna og barnabarnanna
enn meiri og Erlings þó mestur.
Við biðjum góðan guð að varð-
veita þau öll. Minning Kolbrún-
ar mun lifa með okkur öllum,
minningin um þessa góðu konu
og allar ánægjulegu og ógleym-
anlegu samverustundirnar sem
við áttum með henni.
Vigdís Gunnarsdóttir
og Guðmundur
Bjarnason.
Bjartan sólskinsdag í ágúst
síðastliðinn, þegar gróðurinn
skartaði sínu fegursta, kom sú
dapurlega og dimma frétt að
Kolbrún, vinkona okkar, væri
látin. Við höfðum hitt hana
glaða og glæsilega að vanda síð-
astliðinn júní þegar við sátum í
klúbbsamveru hjá Ragnhildi,
vinkonu okkar. Minningar
hrannast upp frá meira en hálfr-
ar aldar vináttu, sem þá ungar
stúlkur höfðum kynnst á nám-
skeiði fyrir draumastarfið, sem
var að gerast flugfreyja hjá
Loftleiðum. Langar flugferðir,
nýir áfangastaðir sem opnuðu
framandi heim sem gaman var
að kynnast. Vináttubönd voru
bundin og lífið brosti við okkur.
Í þá daga misstum við vinnuna
sem flugfreyjur við það að gift-
ast og að ná þrjátíu ára aldri.
Tíminn leið og við stofnuðum
heimili, áttum börn og buru, fet-
uðum misbratta stíga lífsins, en
vináttuböndin brustu ekki, held-
ur efldust og styrktust. Níu
fyrrverandi Loftleiðaflugfreyj-
ur stofnuðu klúbbinn Væng-
stýfðir englar í anda erlendra
flugfreyja sem látið höfðu af
störfum og kölluðu sig „Clipped
wings“. Við Vængstýfðu engl-
arnir höfum haldið reglulegu
sambandi síðan, með dýrðlegum
veitingum, árshátíðum með
mökum, ferðalögum og fleiru.
Þessar samverustundir hafa
verið okkur afar dýrmætar. Kol-
brún var mikil fjölskyldumann-
eskja enda áttu hún og maður
hennar, Erling Aspelund, glæsi-
legt heimili og fjögur börn sem
báru foreldrum sínum gott vitni.
Kvöldskuggar lífsins fylgja vor-
björtu sumri æskunnar en
stundum húmar að kveldi of
snemma. Andlát Kolbrúnar bar
brátt að, hún sem var svo virk
og lifandi, umvafin elskandi fjöl-
skyldu og vinum og tók ríkan
þátt í ýmsu gefandi félagsstarfi.
Við klúbbsystur hennar stönd-
um hljóðar og sendum þeim sem
hún unni mest, Erling eigin-
manni hennar, börnunum Er-
ling, Karli, Thor, Guðrúnu og
fjölskyldum þeirra, okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Fyrir hönd Vængstýfðra
engla,
Anna Þrúður Þorkelsdóttir.
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2021
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
EGGERT GUÐMUNDSSON
pípulagningameistari,
frá Görðum á Álftanesi,
Stórahjalla 37, Kópavogi,
lést á Hrafnistu fimmtudaginn 12. ágúst.
Hann verður jarðsunginn frá Garðakirkju þriðjudaginn
24. ágúst klukkan 13.
Óli Már Eggertsson Eydís Dögg Sigurðardóttir
Vignir Eggertsson Lilja Björk Kristjánsdóttir
Birna Eggertsdóttir Rúnar Hrafn Ingimarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
MARGRÉT LÁRUSDÓTTIR,
lést miðvikudaginn 11. ágúst á
hjúkrunarheimilinu Skjóli.
Útför hennar fer fram frá Laugarneskirkju
föstudaginn 20. ágúst klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlega
afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Alzheimersamtökin.
Siguróli Jóhannsson
Jóhann Sigurólason
Rafn G. Sigurólason
Hrafnhildur Siguróladóttir Vilhjálmur Einarsson
Grétar Lárus Sigurólason
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær sonur minn, bróðir og mágur,
PÉTUR ÞÓRARINSSON,
Álfaskeiði 84, Hafnarfirði,
lést miðvikudaginn 4. ágúst.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
föstudaginn 20. ágúst klukkan 14.
Guðbjörg Jónsdóttir
Jón Rósant Þórarinsson
Sveinþór Þórarinsson Helene Conrad
Þórarinn Þórarinsson
Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi,
SIGURÐUR GUNNARSSON,
sem lést mánudaginn 2. ágúst á Hrafnistu
í Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá
Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 18. ágúst
klukkan 15.
Ragnheiður Gunnarsdóttir Ásgeir Bjarnason
Magnús Gunnarsson Elísabet Karlsdóttir
og fjölskyldur
Okkar ástkæri
STEINGRÍMUR HÁLFDANARSON
loftskeytamaður,
sem lést 6. ágúst, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju miðvikudaginn 18. ágúst
klukkan 15.
Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða aðeins nánir
ættingjar og vinir viðstaddir en athöfninni verður
streymt á https://bit.ly/3CLtx8d
María Hlín Steingrímsdóttir
Hanna Steinunn Steingrímsdóttir, Eyjólfur D. Jóhannsson
Jóhanna Þ. Ingimarsdóttir
Sindri Máni, Hilmir Snær og Ísak Elí
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓHANN R. JAKOBSSON
Egilsá, Skagafirði,
lést á Landspítalanum 11. ágúst.
Útför hans fer fram frá Miklabæjarkirkju
í Skagafirði 28. ágúst klukkan 11.
Streymt verður frá athöfninni.
Jakob R. Jóhannsson
Sigurlaug Jóhannsdóttir Baldur Már Vilhjálmsson
Emilía Rós Sigríðardóttir Daðína Rós Hreinsdóttir
og barnabörn