Morgunblaðið - 17.08.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.08.2021, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2021 60 ÁRA Guðný Hildur ólst upp í Hlíðunum og í Breiðholtinu í Reykjavík. Sem barn og unglingur stundaði hún fimleika og var mikið á skíðum með fjölskyldunni og vinum. Eftir grunnskólann fór hún í MS, en þaðan fór hún til Winnipeg í Kanada í háskóla. Í Winnipeg nam hún hag- fræði og kynntist þar manni sínum, Mark. „Hann er Vestur-Íslendingur, en mamma hans, Thelma Wilson, er alíslensk og býr enn í Winnipeg, 102 ára gömul.“ Guðný segir að það hafi verið viðbrigði að búa í Winnipeg en veturnir þar eru mjög kaldir og sumrin heit. „Það getur orðið alveg 40 stiga frost þegar kaldast er, en meiri stillur og fallegt og bjart.“ Eft- ir útskrift 1985 fluttu Guðný og Mark heim til Íslands og fóru bæði að vinna í fjölskyldufyrirtækinu Formprent, en þar var Guðný fjár- málastjóri. „Árið 2010 fór ég í MBA-nám í Háskóla Íslands og árið 2012 fór ég að vinna sem hótelstjóri á 101 Hót- eli.“ Núna er Guðný framkvæmda- stjóri Útfararstofu kirkjugarðanna. „Í raun snúast bæði þessi störf að mestu leyti um þjónustu og mannleg samskipti og rekstur, og ég er mjög ánægð í starfi og finnst það virkilega gefandi.“ Guðný er mikil fjölskyldumann- eskja og núna er barnabarnið Mark Leo mesta uppáhaldið. „Nýjasta áhugamálið okkar er golf og við er- um mikið á golfvellinum á Nesinu. Þótt ég sé ekkert góð og forgjöfin fari hægt niður, læt ég það ekki skemma fyrir mér, því félagsskap- urinn er frábær og golfið svo skemmtilegt.“ FJÖLSKYLDA Eiginmaður Guð- nýjar er Mark Wilson, f. 5.8. 1956 í Winnipeg í Kanada. Þau eiga 1) Thelmu Björk Wilson verkfræðing, f. 1988, sem er gift Hlyni Sigurþórs- syni, f. 10.1. 1986, og þau eiga soninn Mark Leo, f. 15.3. 2016. 2) Kristinn Kerr Wilson, grafískur hönnuður í Berlín, f. 5.5. 1993. Foreldrar Guð- nýjar eru hjónin Kristinn Jónsson og Björk Aðalsteinsdóttir. Guðný Hildur W. Kristinsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þú ættir að líta vandlega í kringum þig og kunna að meta það sem þú hefur. Hugsanlega hittir þú nýjan einstakling eða sérð nýja hlið á einhverjum sem þú þekkir. 20. apríl - 20. maí + Naut Þú gætir fengið það á tilfinninguna í dag að einhverjum mislíki við þig eða að ein- hver vantreysti þér. Dragðu þig í hlé á með- an þú ert að ná áttum á nýjan leik. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Vertu vakandi fyrir möguleikum í dag, því að þér gætu áskotnast peningar. Láttu andstöðu samstarfsfélaga ekki verða þér fjötur um fót. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Farðu þér hægt því ekki er allt gull sem glóir. Það er nefnilega ekki allt sem sýn- ist í samskiptum þínum við þína nánustu. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú munt mæta erfiðri þraut í dag, sem reynir á alla þína hæfni. Stundum missir maður handlegginn ef maður réttir ein- hverjum litla putta. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Til þess að viðhalda samböndum þurfa allir aðilar að leggja sitt af mörkum. Vertu opinn og nærgætinn. 23. sept. - 22. okt. k Vog Vertu viðbúin því að rekast á fyrrver- andi maka eða áþekka fortíðardrauga í dag. Láttu það ekki draga úr þér kjarkinn heldur efla hann og mundu að enginn verður óbar- inn biskup. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Vandræðaleg augnablik, sem þú óskar að geta þurrkað út skipta ekki neinu einasta máli þegar upp er staðið. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Heilsan er það dýrmætasta sem þú átt, svo þér ber að gæta hennar. Þú verð- ur í góðu skapi í dag. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Ekki bjóðast til þess að gera eitt- hvað eða taka að þér mikilvæg verkefni fyrri- part dagsins. Notaðu innsæi þitt til að velja, því það getur stundum tekið á að velja milli þess sem rétt er og rangt. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Ef þú getur ekki ferðast í eigin persónu, geturðu látið hugann reika í stað- inn, í gegnum bækur, kvikmyndir eða sam- töl. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þér finnst eins fólkið sem þú um- gengst líti þig öðrum augum en þú það. Hristu þessa tilfinningu af þér því hún er ekki rétt. Árið 1996 var Miðnes sameinað HB á Akranesi og Guðlaugur tók við Óla í Sandgerði ásamt Marteini Einarssyni og síðan voru þeir sam- an með Ingunni AK frá árinu 2001 í maður skipstjórafélagsins Öldunnar í Reykjavík sem síðar varð Félag skipstjórnarmanna árið 2004, en þá varð hann varaformaður félagsins og er það enn. G uðlaugur Jónsson fædd- ist 17. ágúst 1951 í Reykjavík og ólst þar upp. „Ég ólst upp í sjó- mannsfjölskyldu og bæði pabbi og afi voru skipstjórar og bróðir minn líka, svo það lá svo- lítið í loftinu að ég færi á sjóinn.“ Guðlaugur var í sveit á sumrin, en strax 9-10 ára var hann kominn á síld með foreldrum sínum, en þau voru með plan fyrir austan á Seyð- isfirði. „Maður var bara að vinna þarna og ná í tunnur fyrir stelp- urnar og vinna á planinu. Þetta var algengt þá og við vorum þarna fullt af krökkum.“ Guðlaugur segist hafa fundið svolítið til sín að geta hjálpað til við vinnuna og fundist það gam- an. „Svo fékk ég að fara út á sjó 11 ára, á síldarbát. Ég var nú ekki að vinna, en fékk að fara með pabba og fylgjast með öllu.“ Guðlaugur fékk að fara með á sjó- inn næstu árin sem viðvaningur á ýmsum bátum. „Það var fyrst á Ás- bergi RE sem Ísbjörninn átti sem ég fékk laun fyrir að vera á sjó, og þá var ég 15 ára gamall.“ Guðlaugur var fastráðinn á Ásberg ári síðar. Þremur árum síðar, árið 1970, fór hann í Stýrimannaskólann og út- skrifaðist 1973. „Ég kynntist kon- unni ári seinna og við giftum okkur 1974 þegar ég var búinn í náminu. Þá var ég stýrimaður á Helgu II og byrjaði fljótlega að leysa af sem skipstjóri, en það var ekki óvanalegt á þessum árum að ungir menn fengju það tækifæri, enda voru bát- arnir svo margir.“ Guðlaugur fór aftur á Ásberg og var mikið á síld í Norðursjónum. Árið 1978 tók Guð- laugur við Dagfara ÞH frá Húsavík og var þar til vors 1985 þegar hann tók við gamla Jóni Finnssyni RE. Hann var í afleysingum þar til nýja skipið kom 1987 og náði í nýja Jón Finnsson til Póllands, og var með hann næstu sex árin. „Þetta var mjög góður tími í afleysingum og ég var á nokkrum bátum og kynntist fullt af góðu fólki.“ Næst var ferð- inni heitið til Miðness, en Guðlaugur tók við Keflvíkingi árið 1993 og síð- an Elliða og byrjaði að veiða síld í troll. Á sama tíma varð hann for- nokkur ár. Árið 2015 kom nýja skip- ið Venus NS til landsins og Guð- laugur tók við skipstjórninni á þessu nýja og fullkomna uppsjávar- skipi HB Granda og var þar við stjórn fram á síðasta vinnudag þeg- ar hann varð 67 ára. Ferillinn spannar því orðið 52 ár. „Já, en tím- inn var fljótur að líða.“ En hvaða hæfileikum þarf góður skipstjóri að búa yfir? „Það er nú áhugi númer eitt, tvö og þrjú. Ég er allavega ekki mjög berdreyminn,“ segir hann og hlær. „En ég hef allt- af kunnað mjög vel við sjómennsk- una og líður vel á sjó. En auðvitað spáir maður í marga hluti, eins og veður, söguna og hvar hefur verið að aflast og svo er það samspil margra þátta þegar maður fær eitt- hvert hugboð um að prófa ný svæði.“ Guðlaugur segir að það sé líka mikill kostur að vera góður í mannlegum samskiptum. „Það hef- ur alltaf gengið vel hjá mér og ég var alltaf með góðan mannskap og duglega stráka.“ Eftir að Guðlaugur kom í land gekk hann í Lionsklúbbinn Víðarr Guðlaugur Jónsson skipstjóri – 70 ára Fjölskyldan Í brúðkaupi Bjarna Más og Sunnu Rúnar á Ítalíu 2018. F.v.: Sigríður, Guðlaugur, Jón Ragnar, Hildur Guðný, Bjarni Már, Sunna Rún, Gunnar og Valdís. Fyrir framan eru Emilía Una og Sigurrós Vala, Ronja og Jenný. Tíminn var fljótur að líða Hjónin Guðlaugur og Sigríður með yngsta barnabarnið, Lottu Bjarnadóttur. Til hamingju með daginn NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Glæsilegt sérblað kemur út föstudaginn 27. ágúst Heilsa & lífsstíll –– Meira fyrir lesendur SÉRBLAÐ Núna er tíminn til að huga að betri heilsu og bættum lífstíl Í blaðinu verða kynntir þeir möguleikar sem eru í boði fyrir þá sem stefna á heilsuátak og lífstílsbreytingu haustið 2021. PÖNTUN AUGLÝSINGA ER TIL 24. ÁGÚST

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.