Morgunblaðið - 17.08.2021, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.08.2021, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2021 ✝ Óskar Helgi S. Margeirsson fæddist á Brá- vallagötu 26 í Reykjavík, 11. júní 1954. Hann lést á heimili sínu að Mýrarási 2 í Reykjavík 31. júlí 2021. Foreldrar hans voru hjónin Krist- ín Laufey Ingólfs- dóttir, f. 2.7. 1910, d. 22.1. 2011, og Margeir Sig- urjónsson, f. 22.11. 1907, d. ar hlaut tilsögn í lestri, skrift og reikningi og náði hann undraverðum skilningi á þess- um grunnfögum. Hann var slyngur skákmaður og gletti- lega góður í að læra ýmislegt hagnýtt í erlendum tungu- málum. Hann hóf störf í Bjarkarási 1971 en færði sig síðar til vinnustofu Áss styrkt- arfélags í Brautarholti þegar hún var stofnuð 1981. Hann var sæmdur gullmerki Styrkt- arfélagsins Áss 2018 fyrir vel unnin störf. Óskar og Jóhanna bjuggu lengst af sinn búskap á Brávallagötunni en síðustu þrjú ár Jóhönnu í Hvassaleiti 58. Árið 2017 flutti Óskar á heimilið að Mýrarási 2. Útför- in verður gerð frá Dómkirkj- unni í Reykjavík í dag, 17. ágúst 2021, kl. 15. 1.11. 1987. Systk- ini Óskars eru: Margrét f. 22.5. 1933, d. 10.4. 2016, Lilja f. 5.5. 1936, d. 13.11. 2013, Guðjón Sig- urgeir, f. 6.3. 1942, Ingólfur Örn, f. 4.5. 1948, d. 15.4. 2011, Sig- urjón, f. 8.2. 1953, d. 4.9. 1953. Sam- býliskona Óskars til 34 ára var Jóhanna Magnúsdóttir, f. 20.4. 1952, d. 11.3. 2014. Ósk- Það eru ekki mörg ár liðin síðan við Óskar, móðurbróðir minn, sátum saman að afloknum kvöldverði, fengum okkur einn kaldan og ræddum allt á milli himins og jarðar, meðal annars eilífðarmálin. „Hvar ætli við lendum nú þegar við deyjum, Óskar minn? Heldurðu að það sé möguleiki að það sé líf að loknu þessu,“ spurði ég. „Það ætla ég rétt að vona,“ sagði hann. „Því þá fæ ég aftur að hitta konuna mína.“ Óskar átti gott líf. Hann var heppinn að eiga fjölskyldu sem gat veitt honum bestu aðhlynn- ingu. Það sama er ekki hægt að segja um öll börn fædd með Downs um miðja síðustu öld. Þeim var flestum komið strax fyrir á viðeigandi stofnun. For- eldrum Óskars var ráðlagt að vista hann á Kópavogshæli. Það tóku þau ekki í mál, heldur ákváðu að þeirra yngsta barn skyldi alast upp við sömu skil- yrði og þau eldri. Þessi framsýni varð Óskari til gæfu og ekki síð- ur okkur sem vorum svo hepp- inn að fá að alast upp með þess- um bráðsniðuga og ljúfa dreng. Óskar komst á skólaaldur og þá var árangurslaust reynt að koma honum í skóla. Meira að segja í Höfðaskóla, forvera Öskjuhlíðarskóla, voru honum allar dyr lokaðar. En foreldrar Óskars dóu ekki ráðalausir. Komu honum í sérkennslu og þar komu námshæfileikar Ósk- ars fljótt í ljós. Hann lærði að tala skýrar, lesa og skrifa. Síðar sótti Óskar ýmis námskeið, m.a. í spænsku. Hann elskaði utan- landsferðir og ætlaði sko ekki að vera mállaus í næstu Spánar- ferð. Óskar var matgæðingur og fór því líka á námskeið sem tengdust mat. Á einu þeirra var var kennt að gæta hófs í mat og drykk og kennarinn sagði: „Og munið að fá ykkur bara einu sinni á diskinn.“ Þá skellihló Óskar og spurði: „Má fá sér einu sinni á tvo diska?“ Óskar var vinnusamur. Hóf starfsævina í Bjarkarási og vann svo í 35 ár á vinnustofunni Ási. Í Bjarkarási kynntist hann Jó- hönnu. Þau urðu ástfangin og fluttu saman í íbúð sem for- eldrar Óskars létu innrétta fyrir þau á Brávallagötunni. Þar lifðu þau góðu lífi og nutu þess að hafa foreldra Óskars í sama húsi. Margeir, faðir hans, var hans helsta fyrirmynd í einu og öllu og mamma hans, Laufey, hans helsta hjálparhella. Mar- geir lést 1987 en Laufey 2011, þá á 101. aldursári. Móðurmiss- irinn var Óskari þungbær. Hon- um þótti undurvænt um mömmu sína. Til marks um það má nefna að eftir að hún lést sat sá sem þetta skrifar með Óskari og systkinum hans við undirbúning útfarar. Þar var m.a. rætt um kistugerð og sýndist sitt hverj- um. Þá sneri Lilja, systir Ósk- ars, sér að honum og spurði: „Hvernig kistu líst þér best á, Óskar minn?“ Og ekki stóð á svari: „Ég er ekki alveg viss en hún verður þó að að vera úr gulli.“ Eftir að Óskar missti móður sína þá keyptu þau Jóhanna sér íbúð. Bjuggu þar saman um stund og Óskar síðan einn eftir andlát Jóhönnu. Síðustu árin naut Óskar góðrar umönnunar á sambýlinu Mýrarási. Þar leið honum vel og þar lést hann 31. júlí sl. Það voru þrjár konur hjá Óskari á hans hinstu stund. Það hefur honum þótt vænt um, því Óskar elskaði konur og konur elskuðu hann. Og vonandi er hann nú búinn að hitta Jóhönnu sína á ný. Ívar Gissurarson. Óskar Helgi S. Margeirsson er látinn, alltaf nefndur Óskar hennar Jóhönnu á okkar heimili. Óskar var mágur og svili okkar. Hann var lífsförunautur Jó- hönnu, systur Skúla, til 35 ára eða þar til hún lést árið 2014, en hún hafði greinst með MND- sjúkdóminn árið áður. Það var mikið gæfuspor þeirra beggja að kynnast og eiga samleið í lífinu. Þau fundu sér sinn farveg í sambúðinni, þannig að bæði voru sátt. Þau voru hvort öðru ákaflega mikils virði, svo eftir var tekið, enda tekin viðtöl við þau í blöð, sem vörp- uðu ljósi á hve vel þeim hafði farnast sambúðin, hve heimilið þeirra var snyrtilegt og vel um hugsað, hve glöð þau voru hvort með annað og hve mikils virði það er fyrir hvern einstakling að fá að njóta sín og hæfileika sinna í lífinu þó skertir séu. Óskar var mikill húmoristi og gat verið dálítið stríðinn og því oft glatt á hjalla í kringum hann, honum fannst líka óskaplega gott að láta dekra svolítið við sig og Jóhanna var meistari í því. Hann var einstaklega veisluglað- ur og kunni vel að meta góðar veitingar. Það var ekki leiðinlegt að bjóða honum upp á rjóma- pönnukökur eða góða sunnu- dagssteik, hvað þá í laufa- brauðsveislu eða afmælisboð. Hann kunni að njóta þess sem boðið var upp á og gestgjafar fengu óspart hrós. Þá sjaldan sem honum líkaði ekki veiting- arnar átti hann það til að koma með hnyttin orðatiltæki eins og „alltaf batnar það“, eða „það er bara svona“ og þá höfðu allir gaman af. Hann naut þess að eiga stóra og umhyggjusama fjölskyldu sem elskaði hann og studdi í hverju því sem hann sýndi áhuga. Það var honum mikils virði að alast upp í fjölskyldu- húsinu á Brávallagötu þar sem allir virtu hann og hvöttu. Óskar fylgdist lengst af vel með fréttum, las blöðin spjald- anna á milli og sagði okkur oft fréttir sem höfðu farið fram hjá okkur. Hann ferðaðist mikið með foreldrum sínum og seinna þau Jóhanna með mæðrum sín- um eða öðrum í fjölskyldunni. Í mörg ár áttu þau fasta miða í leikhús, sem veitti þeim mikla ánægju. Allt styrkti þetta þau og gerði líf þeirra litríkara. Tónlistaráhugi Óskars var mikill og lengi vel var eitt hans mesta áhugamál að spila diska. Þeir voru þá oft valdir eftir til- efni í lífi hans hverju sinni, t.d. jólalög um jól, sálmalög ef ein- hver nákominn hafði kvatt ný- lega og svo gömul og sígild danslög með uppáhaldstónlist- arfólki hans og þá söng hann oft með. Hann var mikill stemn- ingsmaður að þessu leyti. Eftir lát Jóhönnu bjó Óskar um skeið einn á heimili þeirra með hjálp liðveislu, en Guðrún Eyjólfsdóttir hafði reynst hon- um ómetanleg og þeim Jóhönnu báðum í þeim efnum, ásamt seinna öðrum stúlkum. En þeg- ar tók að halla verulega undan fæti flutti hann að Mýrarási 2, þar sem honum leið vel og af- skaplega vel var um hann hugs- að. Við, sem þótti vænt um Óskar, erum gífurlega þakklát fyrir elskulega umönnun starfs- fólksins þar og sendum þeim, og sambýlingum hans, Guðjóni, bróður Óskars, og mágkonum ásamt allri fjölskyldu Óskars innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Óskars Helga S. Margeirssonar. Skúli Þór Magnússon og Guðrún Jóhannesdóttir. Nú hafa tveir vinir mínir og frændur fallið frá með stuttu millibili. Við þrír fórum árlega í helgarferð austur fyrir fjall og áttum þar saman ánægjulegar stundir. Þessar ferðir voru gjarnan farnar að vorlagi en það brást ekki að stuttu eftir áramót spurði Óskar mig hve- nær næsta ferð yrði farin. Við systrasynirnir, Róbert, Óskar og ég, skemmtum okkur kon- unglega í þessum ferðum og þar var Óskar hrókur alls fagn- aðar og þau eru mörg gullkorn- in hans, sem aldrei gleymast. Samgangur á milli heimila okkar var mjög mikill, þar sem ég bjó á Ásvallagötunni og Ósk- ar á Brávallagötunni. Laufey, mamma hans, sýndi ótrúlegan dugnað og eljusemi við uppeldi hans en í þá daga var engin kennsla fyrir börn með Downs- heilkenni og voru þau gjarnan vistuð á hælum. Með ótrúlegri þrautseigju fór hún með Óskar í einkatíma til talkennara og varð hann læs á unga aldri. Þetta nýtti hann sér vel og las m.a. alltaf dagskrá sjónvarpsins og kunni hana utanbókar. Þarna braut Laufey blað í umönnun fatlaðra og sýndi hvað unnt er að gera fyrir þennan minnihlutahóp ef ást og um- hyggja er höfð að leiðarljósi. Hún hefði átt skilið að fá fálka- orðu fyrir þetta ótrúlega fram- tak sitt. Hún vann þrekvirki við að koma Óskari til manns og gera hann að þeim sjálfstæða þjóðfélagsþegni, sem hann tví- mælalaust varð. Heimili Óskars og Jóhönnu, sambýliskonu hans, var til fyr- irmyndar og alltaf tekið vel á móti gestum. Þar naut hann áfram aðstoðar og styrks móð- ur sinnar, sem bjó á hæðinni fyrir neðan þau allt þar til hún varð 100 ára gömul. Ég vil þakka Óskari frænda mínum fyrir allar góðu stund- irnar, sem við áttum saman, en hann auðgaði líf okkar allra, sem umgengumst hann og nut- um návistar hans. Gunnar Hjaltalín. Elsku frændi er kominn í sumarlandið. Það var gott að alast upp í fjölskylduhúsinu á Brávallagötu 26 með honum og stórfjölskyldunni. Óskar var átta árum eldri en ég og var stóri frændi. Óskar var einstak- ur frændi, jákvæður, með mikla tilfinningagreind, kærleiksrík- ur, gleðigjafi, mikill húmoristi, heimsmaður, skákmaður, góð manneskja, elskaði að halda veislur og var höfðingi heim að sækja. Hann vildi njóta lífsins og einnig að aðrir í kringum hann gerðu það líka. Óskar elskaði að ferðast um heiminn og gerði þó nokkuð af því með foreldrum sínum og fjölskyldu. Þegar Óskar kynntist konu sinni, Jóhönnu Magnúsdóttur, ferðuðust þau mikið saman. Ég var svo heppin að fá að ferðast nokkrum sinnum með honum, 12 ára fór ég fyrstu ferðina með Óskari, ömmu og afa til Spánar. Árið 1984 fór ég með þeim hjónum Óskari og Jóhönnu til Ítalíu, þá nýútskrifuð sem þroskaþjálfi, þetta var góð námsferð fyrir mig enda Óskar og Jóhanna góðir leiðbeinend- ur. Þegar ég bjó í Noregi komu þau í heimsókn til mín og fjöl- skyldu minnar árið 1989 og átt- um við góðar stundir saman þar. Óskar og Jóhanna bjuggu saman á Brávallagötunni í yfir 30 ár, árið 2013 fluttu þau í Hvassaleiti. Eftir að Jóhanna lést árið 2014, bjó Óskar einn í Hvassaleiti í nokkur ár. Hann var duglegur að halda sam- bandi við fjölskylduna og hringdi oft í frændfólk sitt og vissi alveg hvert væri best að hringja eftir því hvert erindið var, þá gat verið gott að eiga mörg systkinabörn. Við Óskar fórum tvö saman til Noregs 2015, markmið þeirr- ar ferðar var að heimsækja Guðrúnu Eyjólfsdóttur þroska- þjálfa sem var flutt til Noregs. Guðrún hafði aðstoðað Óskar og Jóhönnu. Ég og Óskar fengum lánaða íbúð í miðbæ Óslóar og þangað kom Guðrún og heim- sótti okkur yfir helgi. Daginn sem við komum til Noregs var íslenska karlalandsliðið í fót- bolta að spila á móti Hollandi í undankeppni fyrir Evrópumótið 2016. Við tókum næturflug út og um kvöldið eftir langan dag var ég orðin nokkuð þreytt en Óskar var að reyna að finna leikinn í sjónvarpinu og fann hann ekki og var ekki sáttur við það. Ég hringdi í Guðbjörgu Haraldsdóttur, vinkonu mína í Noregi, til að fá aðstoð við að finna réttu stöðina. Þá kom í ljós að við vorum ekki með þá rás sem leikurinn var sýndur á. Guðbjörg var mætt á bar í Ósló ásamt Íslendingum til að horfa á leikinn. Ég spurði frænda hvort við ættum að fara þang- að, það var ekki spurning, minn maður ætlaði að sjá leikinn. Ís- land vann 1–0. Hefði ekki vilja missa af þessu kvöldi með þess- um stemningsmanni. Árið 2018 fórum við aftur til Noregs ásamt vinkonu okkar, henni Svanhvíti Bragadóttur, en við höfðum í nokkur ár verið saman með matarklúbb. Þarna var heilsu Óskars farið að hraka verulega en við fengum lánaðan hjólastól á hótelinu og náðum að fara um Ósló og skoða merka staði og fara út að borða góðan mat. Það var það sem frændi elskaði. Hvíldu í friði, elsku frændi, þín verður sárt saknað. Þín frænka Laufey Elísabet Gissurardóttir. Óskar mágur minn kvaddi þessa jarðvist á einum fegursta degi sumarsins, 31. júlí sl. Hann átti við vanheilsu að stríða síðustu árin, smám sam- an hvarf hann inn í sinn eigin heim og tengslin dvínuðu. Hann var búinn að eiga góða ævi. Hann var alla tíð mikill gleði- gjafi og lífgaði umhverfið hvar sem hann var. Hann kom inn í líf mitt þegar ég giftist Guðjóni, bróður hans, 1964. Það tókust með okkur miklir kærleikar frá upphafi og ekki skyggði það á að við áttum sama afmælisdag. Foreldrar hans voru á undan sinni samtíð og vildu að hann hlyti alla þá menntun, sem hon- um væri unnt að nema. Hann lærði að lesa, skrifa og reikna og það hjálpaði honum áfram að fræðast um eitt og annað, sem hann hafði áhuga á. Hann kunni að njóta lífsins, naut þess að borða góðan mat og ekki skemmdi að hafa eitthvað gott að skola honum niður með. Hann hafði unun af tónlist og naut sín vel í félagsskap ungra kvenna og ekki var verra ef þær voru ljóshærðar. Hann ferðaðist mikið til útlanda með foreldrum sínum og síðar einnig með Jóhönnu og móður hennar og fleiri ættingjum. Hann hafði mikinn áhuga á tungumálum og var duglegur að læra ýmis hag- nýt orð og frasa á erlendum tungum sem hann nýtti sér óspart í ferðunum. Það var mik- ið gæfuspor þegar þau Jóhanna rugluðu saman reytum og bjuggu sér fallegt heimili á Brávallagötu 26. Þar voru þau í skjóli stórfjölskyldunnar þar sem fyrir voru foreldrarnir og Margrét, systir hans, og fjöl- skylda. Þau voru gestrisin og dugleg að annast heimilið sitt. Honum leiddist þó ekki að láta dekra við sig og voru þær mamma hans og Jóhanna óþreytandi að þjóna honum. Þau stunduðu sína vinnu, hún í Efnalauginni Björgu um árabil og hann fyrst í Bjarkarási en síðar á vinnustofu Áss styrkt- arfélags í Brautarholti þegar hún var stofnuð. Hann var sæmdur gullmerki styrktar- félagsins við starfslok fyrir frá- bær störf og trúmennsku. Þau áttu fasta miða í Þjóðleikhúsinu í áraraðir og nutu þess einnig að fara á tónleika og sækja ýmsa viðburði. Óskar var slyng- ur skákmaður. Pabbi hans kenndi honum ungum að tefla og náði hann ótrúlegri leikni. Þegar heilsu Jóhönnu hrakaði fluttu þau sig um set, að Hvassaleiti 58, og bjuggu þar uns Jóhanna lést 2014. Óskar bjó þar áfram með góðri lið- veislu Guðrúnar Eyjólfsdóttur þroskaþjálfa og fleiri sem gerðu honum kleift að búa einn. Þegar heilsu Óskars hrakaði og hann var ekki lengur fær um að búa einn flutti hann, árið 2017, á heimilið að Mýrarási 2 í Reykjavík. Þar hitti hann fyrir þrjá vinnufélaga og yndislegt starfsfólk sem tók honum opn- um örmum. Hann átti þar gott líf miðað við aðstæður og erum við Guðjón, bróðir hans, og fjöl- skyldan afar þakklát fyrir þá einstöku umönnun sem hann hlaut þar, allt til æviloka. Hans er sárt saknað og verður líf okkar fátæklegra eftir fráfall hans. Við eigum þó sjóð dásam- legra minninga, sem við getum yljað okkur við. Hann var mikill húmoristi, hrókur alls fagnaðar hvar sem hann var og elskaður af allri stórfjölskyldunni. Mikill KR-ingur og mikill uppáhalds- frændi. Blessuð sé minning Óskars okkar. Margrét Jónsdóttir. Elsku Óskar við hittumst fyrst á vordögum 2007. Við vor- um ásamt nokkrum góðum vin- um að fara í verkefni sem hét Breyttur lífsstíll. Það var verk- efni á vegum Áss styrktar- félags. Þú stóðst svo sannarlega undir nafni þessa verkefnis. Tókst þetta með trompi eins og þín var von og vísa. Þegar þessu verkefni lauk lá leið okk- ar til starfa í Ási vinnustofu, þar sem þú varst búinn að vinna í mörg ár. Við tók dásam- legt og viðburðaríkt samstarf með þér og öðru góðu fólki. Það var svo skömmu síðar að móðir þín hringdi í mig og var þá hundrað ára gömul. Hún spurði mig hvort ég væri til í að að- stoða þig með ýmis mál. Alltaf að gæta að velferð þinni. Ég var fljót að svara því játandi. Við tók sannarlega viðburðarík- ur og skemmtilegur tími. Þú kynntir mig fyrir dásamlegu konunni þinni, Jóhönnu sem þú kallaðir alltaf frúna. Þið áttuð fallegt heimili og gott líf. Við gerðum margt skemmtilegt saman. Fórum á sýningar, tón- leika og veitingastaði, þú kunn- ir vel að meta það. Og svo var það Spánarferðin, við þrjú og tvær vinkonur. Og þar varst þú hrókur alls fagnaðar eins og alltaf. Elsku Óskar takk fyrir að bjóða mér inn í líf þitt og kynna mig fyrir yndislegu fjöl- skyldunni þinni og Brávallagöt- unni. Ég er ríkari fyrir bragðið. Takk fyrir að vera vinur minn. Ég kveð þig með miklum söknuði en samgleðst þér að vera kominn í Sumarlandið til Jóhönnu þinnar og annarra ættingja. Ég sendi mínar dýpstu sam- úðarkveðjur til fjölskyldu og vina. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Sjáumst síðar. Þín vinkona Guðrún Eyjólfsdóttir. Nú kveð ég góðan vin minn hann Óskar sem farinn er í sumarlandið. Óskar var frændi æskuvinkonu minnar hennar Laufeyjar. Brávallagata 26 var fjölskylduhús þeirra, Laufey bjó á neðri hæð og Óskar á hæðinni fyrir ofan og svo seinna þegar hann kvæntist fluttu þau hjónin í risíbúðina. Óskar ólst upp með okkur og var alltaf svo ljúfur og kátur. Þegar árin færðust yfir og við Óskar hittumst ekki eins oft þá skipti það ekki máli, því þegar við hittumst þá var alltaf mikill fögnuður og auðvitað fékk mað- ur kossa og knús. Það eru forréttindi að fá að kynnast manni eins og Óskari, hann gaf alltaf svo mikið af sér og manni var alltaf svo vel tek- ið. Fékk að heyra hvað gaman væri að sjá mann og hversu vænt honum þótti um mann. Hann var svo hreinn og beinn, þannig vini er best að eiga. Seinni árin hans voru að mörgu leyti erfið, hann missti konuna sína og móður sem varð samt 100 ára og svo fóru systk- inin hans eitt af öðru þar til hann og Guðjón bróðir hans voru einir eftir. En Óskar var duglegur og bjó í nokkur ár einn en flutti svo í Mýrarásinn þar sem hann var allt þar til yf- ir lauk. Fyrir þó nokkrum árum tók- um við Laufey og Óskar upp reglulegt samband og stofnuð- um matarklúbb, þar sem við skiptumst á að bjóða í mat eða fórum út að borða. Við notuðum upphafsstafina okkar sem nafn Óskar Helgi Sig- urjón Margeirsson HINSTA KVEÐJA Elsku vinur minn, ég mun alltaf hugsa til þín. Við unnum saman í rúm 30 ár í Ási vinnustofu, lengst af í Brautarholtinu. Ég mun sakna þín, elsku vinur. Hvíldu í friði Einar Scheving Thorsteinsson. SJÁ SÍÐU 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.