Morgunblaðið - 17.08.2021, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.08.2021, Blaðsíða 27
TÓKÝÓ 2021 Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Sundmaðurinn Már Gunnarsson úr Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar tekur þátt á sínu fyrsta Ólympíumóti fatlaðra þegar hann keppir í fjórum greinum; 50 metra skriðsundi, 100 metra baksundi, 100 metra flug- sundi og 200 metra fjórsundi, í S11- flokki alblindra í Tókýó. Már er öfl- ugur sundmaður sem vann meðal annars bronsverðlaun á Heims- meistaramóti fatlaðra í Lundúnum árið 2019 og setti nýtt heimsmet í 200 metra baksundi í apríl á þessu ári. „Þetta leggst mjög vel í mig en þetta er pínu ótrúlegt líka. Þetta er búið að vera stóra markmiðið í rosa- lega langan tíma. Þetta hefur verið eitt stærsta markmiðið í mínu lífi, að komast á þetta mót, síðustu undan- farin ár. Síðan var þessu frestað í fyrra um annað ár, sem maður sá svo sem fyrir. En það var bara eitt- hvað sem maður þurfti að horfast í augu við og stefna þá á Ólympíu- mótið 2021, sem er núna,“ sagði Már í samtali við Morgunblaðið um þátt- töku sína á mótinu. Undirbúningur hefur gengið vel hjá honum. „Þessi tími er búinn að líða ótrúlega hratt þrátt fyrir að Co- vid hafi verið í kringum okkur. Ég er búinn að æfa 40 prósent meira en ég hef nokkurn tímann gert núna í sumar þannig að þetta er bara búið að vera flott. Ég er búinn að æfa u.þ.b. 18 til 20 tíma í viku í allt sumar og við erum að keyra þetta niður núna til þess að ég verði orðinn vel hvíldur fyrir Ólympíumótið.“ Faraldurinn snert við mér Már sagði kórónuveirufaraldurinn þó hafa haft ýmis áhrif á undirbún- inginn. „Já ég myndi alveg segja það. Ég ákvað að fara ekki í æfinga- búðirnar hjá Íþróttasambandinu [fatlaðra] núna í sumar, sem voru á Mallorca. Ég ákvað að vera heima frekar og vera bara í mínu örugga umhverfi. Öll ferðalög eru lágmörk- uð. Það er hundleiðinlegt að ferðast með grímu og vera með grímu á sundlaugarbakkanum. Svo hef ég þurft að aflýsa alls kon- ar tónleikum og viðburðum sem tengjast náttúrlega ekkert sundinu. Tónleikar sem ég átti að vera með í Póllandi til dæmis, þeir voru færðir til, frestað og svo hætt við þá. Þann- ig að þetta hefur alveg snert við mér en aftur á móti hef ég samt ákveðið að fara í gegnum þennan faraldur á jafnaðargeðinu, sem mér finnst bara fínt,“ sagði hann, en Már er afar fær tónlistarmaður auk þess að vera af- reksíþróttamaður. Get orðið ólympíumeistari Spurður um hver markmið hans á Ólympíumótinu í Tókýó væru sagði Már: „Markmið mín eru í rauninni bara að fara þarna út og vera ég sjálfur, hafa gaman af þessu. Ég ætla ekki að gera þau algengu mis- tök að fara að setja mér einhver markmið eða fara að ákveða fyrir fram eitthvað sem ég ætla að gera. Þetta er þannig íþrótt að maður veit í fyrsta lagi ekki hvernig dagsformi maður er í og í öðru lagi veit maður ekkert hvað hinir gera.“ Hann sagðist þó vera fær um að ná mjög langt á mótinu gangi allt upp, sér í lagi í sérgrein sinni, bak- sundi. „Maður hefur átt það til, ég hef alveg gert þau mistök sjálfur, að horfa á einhverja keppni og ætlað að ákveða fyrir fram hvað maður ætli að gera. Ég veit að ef ég á góðan dag og syndi frábært sund þá er ég mjög líklegur að verða ólympíumeistari í 100 metra baksundi. Aftur á móti veit ég líka að ég get staðið mig frábærlega og bætt mig en um leið bætir einhver annar sig þá bara meira. Eða þá að ég verð óheppinn og syndi hægt. Það getur allt gerst þannig að ég ætla bara að fara þarna út og njóta þess að hafa náð þeim merka áfanga sem er að komast á Ólympíumót,“ sagði Már að lokum í samtali við Morgunblaðið. „Búið að vera eitt stærsta mark- miðið í lífi mínu“ Morgunblaðið/Unnur Karen 4 Már Gunnarsson keppir í 50 metra skriðsundi, 100 metra baksundi, 100 metra flugsundi og 200 metra fjórsundi á Óympíumóti fatlaðra í Tókýó. - Sundmaðurinn Már Gunnarsson er á leið á sitt fyrsta Ólympíumót ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2021 Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir bætti eigið vallar- met á Nesvellinum á Coca Cola- mótinu sem fram fór á Seltjarnar- nesi um síðustu helgi. Hún lék hringinn á 64 höggum, átta högg- um undir pari, og bar sigur úr být- um. Hún bætti eigið vallarmet frá síðasta ári um tvö högg. Kjartan Óskar Guðmundsson og Ólafur Marel Árnason urðu jafnir í öðru og þriðja sæti á 69 höggum. Coca Cola-mótið er elsta opna golfmót Íslands en það var fyrst haldið árið 1961. Bætti eigið vallarmet Ljósmynd/GSÍ Methafi Guðrún Brá bætti eigið vallarmet um tvö högg á Nesvelli. Andri Már Rúnarsson er genginn til liðs við þýska handknattleiks- félagið Stuttgart. Andri, sem er átján ára gamall, skrifaði undir fjögurra ára samning við þýska fé- lagið en hann kemur til Stuttgart frá Fram þar sem hann lék á síð- ustu leiktíð. Andri Már hefur einnig leikið með Fram hér á landi en hann verður annar Íslendingurinn í herbúðum félagsins. Landsliðsmað- urinn Viggó Kristjánsson er samn- ingsbundinn Stuttgart sem hafnaði í fjórtánda sæti þýsku 1. deild- arinnar á síðustu leiktíð. Morgunblaðið/Kristinn Magnúss. Þýskaland Andri Már samdi við Stuttgart til næstu fjögurra ára. Frá Fram til Stuttgart lenska liðsins í opnum leik þegar tæpar sex mínútur voru eftir af leiknum. Úr urðu æsispennandi lokamín- útur sem er ekki sérlega heppi- legt fyrir íslenska landsliðið sem oft hefur átt erfitt með að landa sigri í jöfnum leikjum síðustu ár- in þótt frá því hafi verið undan- tekningar í Laugardalshöllinni gegn Finnum, Tékkum og Sviss- lendingum. Ævintýraleg sigurkarfa Ísland fór í sókn þegar innan við hálf mínúta var eftir í stöð- unni 80:80. Elvar reyndi fremur erfitt skot og hitti ekki. Leik- menn Svartfjallalands brunuðu fram og Igor Drobnjak tókst að koma boltanum ofan í af stuttu færi um það bil þegar leiktíminn rann út. Sigurskotið var raunar svo dramatískt að dómararnir ákváðu að skoða atvikið á vídeó áður en þá skáru endanlega úr um málið. Íslenska liðið hitti mjög vel lengi vel í leiknum og leikurinn skilur eftir sig mun fleiri jákvæð atriði heldur en neikvæð. Tryggvi Snær Hlinason átti stór- leik og skoraði 21 stig auk þess að taka 10 fráköst. Ægir var einnig frábær bæði í vörn og sókn en hann skoraði 15 stig, gaf 4 stoðsendingar og stal boltanum tvívegis. Kári Jónsson hitti úr fjórum af sex þriggja stiga skot- um sínum. Íslendingar mæta Dön- um í dag í síðasta leik sínum í riðlinum. Danir þurfa á sigri að halda til að eiga möguleika á að komast áfram í undankeppni HM á kostnað Íslendinga. Svartfjalla- land er komið áfram. Vinna þarf Dani eftir súrt tap í gær Ljósmynd/Fiba Europe Drjúgur Tryggvi Snær var atkvæðamestur í íslenska liðinu með 21 stig. FORKEPPNI HM Kristján Jónsson kris@mbl.is Lukkudísirnar voru á bandi Svartfellinga þegar Svartfjalla- land vann Ísland 82:80 í for- keppni HM karla í körfuknattleik í Podgorica í Svartfjallalandi í gær. En hver er sinnar gæfu smiður í þessu eins og öðru. Svartfellingar spiluðu hörkuvörn í síðasta leikhlutanum og sóttu sigurinn þótt þeir hafi verið fjór- tán stigum undir um tíma í þriðja leikhlutanum. Svo virðist sem lið Svartfjalla- lands geti gersamlega lokað á ís- lenska liðið í vörninni þegar það tekur sig til. Alla vega eins og liðin eru skipuð í leikjunum í for- keppni HM. Það gerðist í fyrsta leikhlutanum í viðureign liðanna í síðustu viku. Þá skoraði Ísland ekki körfu í opnum leik í sjö mín- útur. Í gær skoraði Ægir Þór Steinarsson síðustu körfu ís- Knattspyrnan hefur verið undirrituðum ómissandi áhuga- mál um áratugaskeið. Á yngri ár- um spriklaði ég eitthvað sjálfur á miðjum vellinum en með árunum varð mín besta staða uppi í stúku, eða sófanum. Besta mál, það er sennilega ekkert skemmtilegra en að horfa á leik- inn spilaðan. Ég hef átt í lauslegu ástarsambandi við fótboltann síðan ég man eftir mér. Ástæðan fyrir þessari hrifn- ingu minni er einföld. Fótbolti er besta íþrótt í heimi. Og sú skemmtilegasta, bæði til iðkunar og áhorfs. Mér finnst það og öðr- um á að finnast það líka. En mér til undrunar virðast ekki allir hafa meðtekið hinn eina sann- leika í þessum efnum. Það var bara síðast í gær að vinkona gekk upp að mér og fullyrti að þetta væri tóm þvæla. „Blak er skemmtilegasta íþróttin!“ æpti hún nánast. „Fótbolti er hundleiðinlegt sjónvarpsefni,“ hrópaði hún upp yfir sig. „Ég myndi fyrr horfa á handbolta, eða körfubolta!“ bætti hún við. Þetta var auðvitað hámark vitleysunnar. Ekki bara hafði hún rangt fyrir sér, hún sýndi óvefengjanlegri skoðun minni enga virðingu. Ekki nokkra. Og það til að upphefja eitthvert hundleiðinlegt sport sem á ekki roð í uppáhalds- íþróttina mína. Ósvífnin í sumum er auðvitað algjör. Og hvar er umburð- arlyndið? Getur fólk ekki bara borið virðingu fyrir skoðunum annarra og sætt sig við að við er- um jafn fjölbreytt og við erum mörg. Ofangreind vinkona, sem ekki vill láta nafns síns getið og verður því hér kölluð Laufey, fékk ærlegar skammir frá undirrit- uðum og réttilega svo. Þetta var auðvitað ekki annað en hámark vitleysunnar. BAKVÖRÐUR Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Vegna óvissu um samkomutakmark- anir og aðra þætti í tengslum við kór- ónuveiruna hefur KSÍ, Knattspyrnu- samband Íslands, enn ekki staðfest fyrirkomulag varðandi miðasölu á A- landsleiki karla og kvenna í haust. Ís- lenska karlalandsliðið leikur við Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskaland í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í byrjun september. Kvennalandsliðið leikur við Hol- land í undankeppni HM 2023 í sept- ember og gegn Tékklandi og Kýpur í október en allir þrír leikirnir fara fram á Laugardalsvelli. „Vegna fjölda fyrirspurna vill KSÍ upplýsa að vegna óvissu um sam- komutakmarkanir og aðra þætti vegna Covid-19 getur KSÍ enn sem komið er ekki staðfest fyrirkomulag miðasölu á A-landsleiki haustsins (kvenna og karla), og þá sér í lagi hvort mögulegt verði að bjóða upp á mótsmiða- og/eða haustmiðapakka,“ segir í yfirlýsingu KSÍ. „KSÍ mun bíða með ákvörðun um miðasölu þar til skýrist hvaða reglur muni gilda í september (yfir leikja- daga landsliða) og mun upplýsa miða- kaupendur um framhaldið við fyrsta mögulega tækifæri. Rétt er að taka fram að sem fyrr verða þeir hópar sem keypt hafa árs- miða og haustmiða í forgangi þegar miðasala verður opnuð,“ segir enn- fremur í tilkynningunni. Óvissa í kringum landsliðin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.