Morgunblaðið - 17.08.2021, Blaðsíða 16
Þegar ég var í níu ára
bekk í Miðbæjarskól-
anum var okkur kennd-
ur söngur. Hann fór
fram í sérstakri stofu
þar sem var bæði píanó
og tónlistarkennari. Við
nokkrir strákar vorum
með ólæti og var vísað
úr tíma. Ekki nóg með
það, heldur vorum við
reknir úr söng fyrir
fullt og allt. Ef þetta hefði gerst nú á
dögum hefði mamma strax farið á
samfélagsmiðlana og sagt farir sínar
ekki sléttar og þetta hefði orðið mikið
mál. Ef til vill hefðu bæði kennarinn
og skólastjórinn verið sóttir til saka
og Rauði krossinn hefði kannski boðið
okkur strákunum áfallahjálp.
Ég er ekki viss um að brottrekst-
urinn hafi í raun verið allt of alvarlegt
áfall. Samt sem áður hefi ég aldrei
gleymt atvikinu og í undirmeðvitund-
inni er ekki laust við að það hafi virk-
að eins og hálfgert vantraust á söng-
hæfileika mína. Ég öfundaði fólk sem
stundaði söng og tilheyrði einhverjum
af kórum landsins. Hjá mér var látið
nægja að njóta hinna
ýmsu tónlistarviðburða
sem landinn bauð upp á.
Af hinum mörgu tón-
leikum, sem ég og eig-
inkonan sóttum, man ég
best eftir einum þar
sem einn af okkar fínu
barítónum steig fram á
sviðið, þandi út brjóst-
kassann og söng af inn-
lifun „Þótt þú langförull
legðir …“ Þá fór um
mig unaðshrollur.
En það var samt ekki
þannig að ég hefði yfirgefið sönggyðj-
una að öllu leyti. Við kunnum að
skemmta okkur á ýmsan máta í
gamla daga og þá var söngurinn alltaf
nálægur. Sérstaklega ef Bakkus var
með í ferðum, sem var ósjaldan. Sam-
komur alls konar, útilegur og sér í
lagi rútuferðir, kölluðu fram söng-
gleði okkar allra og þá gleymdist
brottreksturinn alveg hjá mér. Vasa-
söngbókin var alltaf nærtæk og tárin
runnu niður kinnarnar þegar við kyrj-
uðum alla angurværu íslensku ást-
arsöngvana. Líka voru teknar hressi-
legar vísur t.d. úr revíunum, sem þá
voru á allra vörum. Ég man ekki leng-
ur allan textann á þeirri vinsælustu,
en hún endaði svona: „… en ef, en ef
þú leiður ert á lífinu, þá labbaðu við
hjá vífinu í Skálkaskjóli 2.“
Eftir að við fluttum til hennar Am-
eríku átti ég það til að taka lagið þeg-
ar ég var einn að keyra úti á þjóð-
vegum. Þar fyrir utan var heldur lítið
sungið, en það breyttist allt þegar ég
var orðinn ekkjumaður og fluttur til
Georgíu. Þegar ég var kominn í sam-
band við öldrunarsetrið hér í bæ fann
ég út að þar var söngkór. Meira að
segja var verið að leita að nýjum
söngvurum. Í auglýsingu þeirra var
sagt að ef þú tækir lagið í sturtunni
ættirðu erindi í kórinn. Og ég fór auð-
vitað þangað.
Þetta var skemmtilegasti hópur,
sem kom saman einu sinni í viku og
söng í klukkutíma. Stjórnendur voru
hjón, bæði eftirlaunatónlistarkenn-
Söngurinn lengir lífið
Eftir Þóri S.
Gröndal » Vasasöngbókin var
alltaf nærtæk og
tárin runnu niður kinn-
arnar þegar við kyrj-
uðum alla angurværu ís-
lensku ástarsöngvana.
Þórir S. Gröndal
Höfundur er fyrrverandi fisksali
og ræðismaður í Ameríku.
floice9@aol.com
arar. Þau völdu lögin fyrir hvern tíma
og texta þeirra var varpað á skjá svo
allir gætu séð. Þegar covid-farsóttin
skall á og við gátum ekki lengur kom-
ið saman var notast við zoom-kerfið á
tölvunni og var það betra en ekkert.
Textarnir komu fram á tölvuskjánum
og hver söng með sínu nefi heima hjá
sér. Maður varð bara að passa að loka
gluggunum svo nágrannarnir yrðu
ekki skelkaðir.
Ég hafði stundum fyrr á árum
sungið í sturtunni, en eftir að ég flutti
hingað var það orðinn daglegur við-
burður. Og einhvern veginn þróaðist
það þannig að ég söng alltaf sama lag-
ið. Það var við kvæði Davíðs Stef-
ánssonar, „Þú komst í hlaðið“. Það
passaði alveg að syngja öll þrjú erind-
in tvisvar sinnum nema þegar ég
þvoði á mér hárið (jú, það er dálítið
eftir af því enn þá), en þá þurfti ég að
syngja ljóðið þrisvar.
Þið þekkið ábyggilega kvæðið;
hHann kom í hlaðið á hvítum hesti og
hún söng og gaf honum hjartað í
brjósti sér. Davíð segir okkur ekkert
um það sem gerðist um nóttina, en í
næstu vísu heyrði hún bara hófadyn-
inn og hann virðist hafa farið án þess
að kveðja hana. Í síðustu vísunni líða
svo dagar og nætur og þótt kuldinn
næði um daladætur þá dreymir þær
um sól og vor. Sem sagt hálfsorglegt
og illa farið með konutetrið. Ég hugsa
að ég breyti um kvæði um næstu ára-
mót.
Í draumórum ímynda ég mér
stundum að ég sé frægur stórsöngv-
ari. Ég sé mig stíga fram á sviðið,
þenja út kassann og demba heillandi
tónunum með þrumuraust yfir gap-
andi áheyrendaskarann. Það næsta
sem ég hefi komist frægðinni í raun-
veruleikanum var í bókaklúbb öldr-
unarsetursins í hittiðfyrra. Ég hafði
stungið upp á bók og nú kynnti ég
söguna fyrir hinum 23 meðlimum
klúbbsins, sem allt voru konur komn-
ar af léttasta skeiði. Þetta var bók
hinnar áströlsku Hönnu Kent um
Agnesi Magnúsdóttur, sem háls-
höggvin var fyrir morðið á Natani
Ketilssyni 1830.
Ræddi ég um lífið í baðstofunum á
íslenskum sveitabæjum í þá tíð.
Ákvað ég, máli mínu til skýringar, að
kveða rímu. Fyrst þýddi ég textann
og útskýrði aðstæðurnar. Fólk hafði
tekið á sig náðir í baðstofunni og kom-
ið var hálfrökkur. Meðal vinnufólks-
ins var ung kona með sjö ára dreng
sinn, sem hún hafði eignast í lausa-
leik. Drengurinn sér einhvern
smeygja sé upp í kojuna hjá mömmu
sinni: „Barnið spurði blíða móður
sína, hver þar henni hvíldi hjá. Hring-
askorðan mælti þá: Enginn nema al-
faðirinn góði. Aftur barnið ansa tók:
Er þá guð á prjónabrók?“
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2021
Í gegnum árin hef ég
stundum verið upp-
nefndur „góða fólkið“
fyrir skoðanir mínar og
sem innvígður og inn-
múraður meðlimur í
góðafólks-klúbbnum
verð ég að játa eitt: Ég
er orðinn svo ógeðslega
leiður á góðmennsku að
mér líður stundum eins
og ég gæti hreinlega
ælt regnboga ofan í endurvinnslu-
tunnu. Góðmennska má detta ofan í
jökulsprungu án endurskinsmerkis
fyrir mér. Góðmennska má fara að
leita að gleraugunum sínum í Geld-
ingadölum og hrasa ofan í gíg.
„Þér, bræður, þreytist ekki gott að
gjöra,“ skrifaði Páll postuli til Þess-
alónikumanna. Ég hefði svarað hon-
um svona:
„Nei nei, Palli, ég er ekkert að
verða þreyttur á því að iðka – eftir
fremsta megni – góðmennsku. Ég er
bara gjörsamlega búinn að fá mig
fullsaddan á því að tala um hana.“
Góða fólkið þetta –
hrædda fólkið hitt.
Svona hugtaka-
notkun er hundleið-
inleg.
Heldur einhver að
sósíalistar eins og ég
hafi gaman af því að
vera alltaf með vikt-
oríönsk siðferðishugtök
á vörunum? Að það sé
eitthvert sérstakt
áhugamál að þurfa að
tala um sanngirni, rétt-
læti, manngildi og sam-
hygð? Nei, við nennum ekkert frekar
en neinn annar að tíunda svona
grundvallaratriði. Hvers vegna erum
við þá að þessu? Af því að samfélag
okkar endurspeglar ekki þau gildi
sem hver einasta manneskja með vott
af samvisku hefur í heiðri.
Ef við byggjum við sanngirni og
réttlæti og ef manngildi og samhygð
væru metin ofar auðgildi og drottn-
unargirni þá gætum við hætt þessu
tuði og eytt allri orkunni okkar í rokk
og ról, manga-bækur, fluguhnýtingar
eða bara hvern andskotann sem við
höfum raunverulegan innblástur til
að gera. Sósíalismi er ekki tóm-
stundagaman. Sósíalistar þrá ekkert
heitar en að geta hætt að vera sósíal-
istar. Að samfélagið verði rekið í þágu
almennings svo að hægt verði að ein-
beita sér að því að njóta lífsins í
trausti þess að enginn byggi velmeg-
un sína á arðráni eða undirokun.
Enginn ætti að þurfa að krefjast
sjálfsagðra hluta eins og mann-
eskjulegs skiptakerfis. Við sósíalistar
ættum ekki að þurfa að bjóða þjóðinni
upp á „kærleikshagkerfið“. Kærleik-
urinn ætti að vera innbyggður í alla
króka og kima samfélags okkar af því
að hann er innsti kjarni eðlis okkar
sem manneskjur. Við köllum eftir
„kærleikshagkerfinu“ af því að hag-
kerfið sem við búum við endurspeglar
ekki eðlislæga þrá okkar til að
blómstra í samhljómi með öllum öðr-
um. Það endurspeglar drottnunarf-
antasíur þeirra sem hafa látið forrétt-
indastöðu sína hafa af sér sálina.
Og við hin?
Er ekki kominn tími til að við vökn-
um?
Ég skil alveg að þú sért búin(n) að
fá upp í kok á öllu þessu tali um ójöfn-
uð og fátækt og neyð. Umfjöllunar-
efni sem þessi eru ekki upplífgandi.
En segjum sem svo að einhver segði
þér að klósettið þitt væri stíflað og
byðist til að lagfæra það fyrir þig.
Hvort væri gagnlegra að gera í stöð-
unni; a) þiggja hjálpina og fá klóið í
lag eða b) segja manneskjunni að
hætta þessari sýndarmennsku og láta
eins og yfirflæðið sé bara hluti af líf-
inu?
Þetta snýst ekkert um góð-
mennsku. Orð eins og „gott“ og
„vont“ eru merkingarrýr og óhjálp-
leg. Öll erum við sjálfhverf upp að
vissu marki og öll njótum við þess ef
dáðst er að okkur. Allir hafa syndgað
og skortir sjálfsstjórnina til að sleppa
því að gúgla eigið nafn. Og hvað með
það? Fátt væri kjánalegra en að
dæma fólk úr leik fyrir að hafa egó.
Þá tæki maður aldrei mark á neinu
sem neinn segði og kynni aldrei að
meta framlag neins til samfélagsins.
Enginn er undanskilinn.
Sú fullyrðing sem sumir nota til
þess að réttlæta afstöðuleysi sitt í
pólitík er sönn eins langt og hún nær:
Til er gott fólk í öllum flokkum. Ég
samþykki þetta eins og það er meint.
Ég myndi bara orða það svona: Til er
fólk í öllum flokkum. Mannskepnan
hefur botnlausa þörf fyrir – og fram-
boð á – kærleika. Þess vegna er engin
ástæða til að kalla fólk gott eða vont.
Fólk er bara fólk og á aldrei að vera
neitt annað. Kosningaslagurinn í
haust snýst ekki um það hver sé
besta manneskjan heldur hvort við
ætlum að halda áfram að reka sam-
félagið í þágu þeirra sem eiga mestan
peninginn eða krefjast raunverulegs
lýðræðis.
Samfélag er lífræn heild og ef vaxt-
arskilyrði eins hluta hennar eru ólíf-
vænleg þá kemur það niður á öllum
hinum. Sum hver okkar hafa tapað
sjónum á þessari borðleggjandi stað-
reynd í eltingarleik við auð og met-
orð. Við hin verðum því að grípa inn í
og færa þetta allt í heilbrigðara horf.
Að kjósa Sósíalistaflokkinn er skref
í þá átt.
Þreyttur á góðmennsku
Eftir Símon
Hjaltason »Kosningarnar í haust
eiga ekki að snúast
um það hver kemur
fram sem „góð mann-
eskja“ heldur hvað skuli
gera til að rétta hag
bræðra okkar og
systra.
Símon Hjaltason
Höfundur er í öðru sæti á lista Sósíal-
istaflokks Íslands í Reykjavík suður.
simonhjalta@gmail.com
Á árinu 1971 keypt-
um við hjónin efri hæð
í tvíbýlishúsi í Kópa-
vogi og árið 1978
keyptum við jarðhæð-
ina, hún hafði verið í
leigu sem gerir hirð-
ingu lóðarinnar og við-
haldi hússins ýmsum
annmörkum háð. Síðan
eru liðin rúm 50 ár og
kominn tími til að fara
að draga saman seglin, flytja í minna
húsnæði. Sú vegferð hófst með heim-
sókn til fasteignasala, sem eftir að
hafa skoðað gögn málsins sagði okk-
ur að húsið væri skráð einbýlishús,
þrátt fyrir að hafa verið teiknað sem
tvíbýlishús, byggt af tveimur aðilum
með engin tengsl á milli hæða. Fast-
eignasalinn sagði okkur að láta gera
svokallaða eignaskiptayfirlýsingu,
þinglýsa henni til þess að fá sér fast-
eignanúmer fyrir jarðhæðina, öðru-
vísi væri ekki hægt að selja húsið í
tvennu lagi sem væri mun hagkvæm-
ara. Eftir tölvert jalp og jaml tókst
okkur að fá yfirlýsinguna og koma
henni til þar til bærra
aðila hjá bænum.
Hlutur bæjarins
Þá byrjuðu skemmti-
legheitin fyrir alvöru.
Okkur var tjáð að til
þess að fá fasteigna-
númer fyrir eignina yrði
hún að uppfylla kröfur
gildandi bygginga-
reglugerðar, frá árinu
2012. Það gefur augaleið
að húsnæði teiknað og
byggt á árinu 1965 upp-
fyllir ekki kröfur þar um. Til að upp-
fylla þær var okkur gert að bæta við
inngangi og gera vatnsinntökin fyrir
húsið, sem bæði eru á efri hæðinni að-
gengileg fyrir neðri hæðina að við-
bættu ýmsu smærra í sniðum.
Bréflega var okkur tilkynnt að
beiðnin um fasteignanúmer fyrir
jarðhæðina yrði að fara í grend-
arkynningu þrátt fyrir að ekki væri
verið að fara fram á breytingar á útliti
hússins á nokkurn hátt, eingöngu
fasteignanúmer í samræmi við hönn-
un hennar, byggingu og nýtingu.
Fyrir herlegheitin var okkur gert
að greiða rúmar 44 þús. kr. Með til-
Afar skrýtið
Eftir Helga
Laxdal
Helgi Laxdal
»Hvernig getur þing-
lýsing á skjali sem
byggist eingöngu á þeg-
ar þinglýstum gögnum
og er án athugasemda
tekið góða þrjá mán-
uði?
Höfundur er vélfræðingur
og fyrrv. yfirvélstjóri.
punkta60@gmail.com
kynningunni um grenndarkynn-
inguna var vísað til ætlaðrar lagastoð-
ar þar um.
Lagastoð grenndarkynningar
Þrátt fyrir marga yfirlestra gátum
við með engu móti fundið nefnda laga-
stoð í textanum. Því sendum við bæn-
um rafpóst með ósk um að okkur yrði
gerð grein fyrir hvar í nefndum texta
heimildina eða skylduna væri að finna.
Að liðnum um þremur vikum kom
svar þess efnis að þrátt fyrir ítarleit
helstu gáfumanna bæjarins á þessu
sviði hefði ákvæðið ekki fundist og að
áður innheimt gjald vegna grennd-
arkynningarinnar yrði endurgreitt.
Í framhaldinu gekk ég á fund bæj-
arstjórans okkar, Ármanns Kr. Ólafs-
sonar, sem tók mér ljúfmannlega við
fórum yfir málavexti og honum var
bent á að við værum með þinglýst af-
söl fyrir báðar eignirnar. Þar kæmi
skýrt fram að um tvær sjálfstæðar
íbúðarhæðir væri að ræða og það sem
trúlega hefði gerst væri að einhvers
staðar í þessu ferli hefði orðið mis-
skráning, þ.e. að tvíbýlishús sem var
hannað og byggt sem slíkt hafi verið
skráð sem einbýlishús. Hér væri
greinilega um misskráningu að ræða
sem við gætum enga ábyrgð borið á
og því alveg út í hött að gera okkur
skylt að breyta hæðinni til samræmis
við ákvæði nýjustu byggingar-
reglugerðarinnar. Í framhaldinu
komst skriður á málið, skömmu síðar
fengum við í hendur undirritaða
eignaskiptayfirlýsingu frá bænum
sem fór beint til sýslumannsembætt-
isins til þinglýsingar.
Að þinglýsa eign
Þrautagangan var síður en svo á
enda því það tók rúma þrjá mánuði að
fá plagginu þinglýst, án þess að fram
kæmi athugsemd við efni þess af
nokkru tagi. Á meðan þessu vafstri
stóð vorum við búin að skrifa undir tvö
kauptilboð v/íbúða bæði með fyrirvara
um sölu á okkar eign sem bæði runnu
út á tíma. Getur það staðist að það taki
góða þrjá mánuði að þinglýsa plaggi
sem byggist eingöngu á þegar þing-
lýstum gögnum? Í hvað fór tíminn?
Og hvernig getur það gerst að sama
eignin sé bæði skráð sem einbýli og
tvíbýli í opinberum gögnum sem virð-
ist hafa verið í þessu tilfelli. Í heildina
tók vafstrið um 16 mánuði. Stundum
heyrist að gott ráð til þess að auka
framleiðni á vinnustöðum sé að hækka
menntunarstig þeirra sem þar starfa,
kann að virka einhvers staðar en tæp-
ast í þessu tilfelli, hvað bæinn varðar.
Ég í var samskiptum við þrjá aðila að
bæjarstjóranum frátöldum sem allir
voru með háskólagráðu, tvo verkfræð-
inga og einn lögfræðing. Til að hækka
menntunarstig þeirra yrði að kalla til
einstaklinga með doktorsgráðu.
Hentar víðar en í frystihúsi
Á meðan frystiiðnaðurinn var og
hét voru stóru útflutningsaðilarnir
Sambandið og SH með á sínum snær-
um sérfræðinga sem fóru í húsin til að
kanna afköst og gæði framleislunnar.
Þeir tímamældu hvert handtak starfs-
mannanna ásamt neyslutímum og frá-
töfum vegna þjónustu við eigin lík-
ama. Í framhaldinu var síðan tekin
ákvörðun um hraða færibandanna
sem stjórna í reynd afköstum
húsanna. Spurning er hvort ekki væri
til bóta að tímamæla einstaka verk-
þætti hjá hinu opinbera. Skipta út
minni spámönnum fyrir aðra með
doktorsgráðu, endurstilla hraða færi-
bandanna í framhaldinu sem sum
hver a.m.k. mundu skammlaust þola
allnokkra aukningu.