Morgunblaðið - 17.08.2021, Blaðsíða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2021
hann og bætir við að því hafi hann
verið til í verkefnið. „Þetta var ró-
legra, melankólískara og fyrir alla
aldurshópa. Það er nokkuð sem ég
var mjög til í að takast á við. Aðeins
að droppa úr ofbeldinu og kynlífinu
í smá stund,“ segir hann og bætir
við: „Aðeins að gera eitthvað sem
höfðar til allra.“
Stærsta verkefnið til þessa
„Þetta er blaðabunki sem nær
kannski um tíu sentimetrum,“ segir
Björn spurður hversu margar
myndir hann teiknaði fyrir mynd-
bandið. Það séu um sex hundruð
myndir. Þar að auki hafi verið svip-
að margar myndir sem fóru til spill-
is. „Sumar hreyfingar virkuðu ekk-
ert endilega og þá þarf að byrja upp
á nýtt. Eða ef maður var með of
marga ramma,“ segir hann og út-
skýrir hvernig hann grófteiknaði
oft myndirnar með blýanti til þess
að ná réttri hreyfingu milli ramma.
„Þannig að það voru alveg jafn
mörg blöð sem fóru til spillis.“
Þetta er stærsta teiknimynda-
verkefni Björns en fyrir þetta hafði
hann gert fjöldann allan af minni
verkefnum, svo sem lúppum, og ár-
ið 2019 gerði hann um mínútu langa
stuttmynd fyrir skólann. „Ég
reyndar féll á því verkefni en það
fór gríðarlega mikil vinna í það,“
segir hann um stuttmyndina. Skól-
inn hafi lagt meiri áherslu á fyr-
irmæli en listrænt frelsi. „Ef maður
var of mikið að teygja fyrirmælin
var maður svolítið tekinn á teppið.
Þeir voru ekki hrifnir af því.“
Plympton og Simpsons
Spurður út í hans helsta inn-
blástur í teiknimyndagerð nefnir
hann teiknarann Bill Plymton. „Og
The Simpsons er alltaf hátt uppi,“
segir hann en fyrstu Simpsons-
seríurnar eru handteiknaðar á svip-
aðan máta og Björn gerir. Hann
segir að seríurnar hafi aftur á móti
farið niður á við þegar leið á þær.
„Þetta er orðið mjög úrkynjað ein-
hvern veginn, búið að missa poppið
sitt,“ segir hann um Simpsons og
bætir við að sömu sögu sé að segja
um margt annað teiknimyndaefni.
Þó sést glitta í sólina. „Reyndar
er að koma smá gullöld núna. Fólk
er að leita aftur í hefðbundna gamla
stílinn,“ segir hann og nefnir Adult
Swim sem dæmi auk margra teikn-
ara sem setja efnið sitt á YouTube.
„Og Jack Stauber,“ segir Björn en
það er bandarískur tónlistarmaður
og jafnaldri Björns sem gerir teikn-
uð tónlistarmyndbönd.
Mikil vinna að baki
Hvort hann stefni að því að gera
fleiri verkefni af þessum toga jánk-
ar hann því en er óviss með tónlist-
armyndbönd. „Allavega ekki einn á
báti. Það tekur svo rosalega langan
tíma að vinna í þessu einn og ekki
mikið út úr þessu að hafa nema
bara ánægjuna af að gera þetta,“
segir hann. Þeir séu þó með helling
á könnunni og vilji nú gera svipuð
verkefni á minni skala. „Kristberg
er algjör tónlistarsnillingur. Hann
vippar popplögum fram úr erminni
hægri vinstri. Við erum að plana
verkefni þar sem hann gerir mínútu
löng lög og ég myndbönd við. Þetta
verða einhvers konar stuttmyndir
eða stutt tónlistarmyndbönd. Það
verður alveg ennþá söngur í þeim
en minna um heilsteypt lög.“
Vandamálin stafa af því að þrátt
fyrir lágan efniskostnað hleypur
tímakaupið á hundruðum þúsunda.
„Maður er nú aðallega að gera
þetta að gamni annars hefði maður
nú bara fetað iðnaðarbrautina
þarna úti í Hollandi og farið að
vinna fyrir Disney eða eitthvað,“
segir Björn.
Hann er ekki aðeins teiknari
heldur vinnur hann einnig sem
kokkur á veitingastaðnum Dragon
Dim Sum við Bergstaðastræti.
„Matargerð er náttúrlega geggjuð
list líka. Það er ótrúlega næs að
vinna í veitingageiranum með því
að vera eitthvað að listast. Bæði
upp á vinnutímann en einnig upp á
mannlega þáttinn. Að komast að-
eins út úr einangraða stúdíóinu
sínu. Mikið að gerast og mikið af
fólki, tekur mann aðeins út úr
hausnum á sjálfum sér. Það er oft
nauðsynlegt.“
Hver rammi teiknaður á blað
- Björn Heimir handteiknaði myndband við lag Kristbergs Gunnarssonar, ramma fyrir ramma
- Um sex hundruð myndir í myndbandinu - „Þetta er bara hin hefðbundna tækni,“ segir Björn
Iðinn Björn við teikniborðið. Hann segist hafa teiknað eins lengi og hann man eftir sér og nýtur þess enn.
Litríkar Tvær teikningar eftir Björn Heimi úr myndbandinu við lagið Sunrise eftir Kristberg Gunnarsson.
VIÐTAL
Ari Páll Karlsson
ari@mbl.is
Björn Heimir Önundarson er teikn-
ari sem vert er að fylgjast með
næstu misserin. Hann gerði á dög-
unum tónlistarmyndband við lag
Kristbergs Gunnarssonar sem er,
merkilegt nokk, allt handteiknað.
„Hver rammi er handteiknaður á
blað. Þetta er bara hin hefðbundna
tækni, gamli skólinn. Ég nota
PhotoShop sem er bæði þægilegt
upp á það að búa til hreyfimynd-
irnar, leggja allar myndirnar sam-
an og síðan lita ég þær líka þar því
það væri of mikil vinna að trélita
hvern einasta ramma,“ segir Björn
og bætir við að þó hafi hann trélitað
flesta bakgrunna. Verkefnið tók
alls sex mánuði.
Alltaf að teikna
„Það hefur nú bara alltaf fylgt
mér,“ segir hann spurður hvenær
hann byrjaði fyrst að teikna. Því má
segja að hann hafi teiknað frá
blautu barnsbeini. „Þá voru það nú
frekar gubbandi vélmenni og af-
myndaðar risaeðlur og svo skýring-
artexti undir. Svona heimsenda-
myndir, var lífhræddur ungur
drengur,“ segir hann.
Björn segir að hann hafi fyrir
tveimur árum, rétt áður en farald-
urinn skall á, farið ásamt félaga sín-
um til Hollands í nám. „Við tókum
eitt ár þar, fyrir Covid. Þar fékk ég
að kynnast tækninni betur.“ Hann
hafi þó kunnað grunnhandtökin fyr-
ir og ekki tengt við stefnu skólans.
„Ég náði að læra nógu mikið svo ég
gæti bara gert þetta sjálfur. Þessi
skóli var rosalega iðnaðarmiðaður
og verið að koma manni inn í hvað
væri heitt og hvað ekki í iðnaðinum
í dag,“ segir Björn og bætir við að
skólinn hafi eiginlega metið iðn-
aðinn framar listinni. „Ég var ekki
alveg þar.“
Heldur krúttaðra
Um myndbandið segir hann það
heldur ólíkt því sem hann gerir
vanalega. „Þetta er kannski heldur
krúttaðra en ég er vanur að gera.
En við náðum nú, að mér fannst,
ágætum millivegi þarna af stílum
og hugmyndum,“ segir Björn.
Aðspurður hver hans auðkennis-
stíll væri segir hann að það yrði lík-
legast neðanjarðarstíll myndasögu-
blaða frá áttunda áratugnum. „Ég
er reyndar aðeins dottinn úr því.
Þegar maður eldist hættir maður
að reyna að vera „edgy“,“ segir
Tónskáldasjóður Bylgjunnar og
Stöðvar 2 hefur í samvinnu við
STEF úthlutað sex milljónum
króna til 30 tónlistarmanna og
hljómsveita. Lægstu styrkirnir eru
100.000 krónur og þeir hæstu
400.000. Meðal þeirra sem hljóta
styrki eru GDRN, Birnir, Doctor
Victor, Hera Hjartar, Friðrik Dór,
Milkhouse, Floni, Hipsumhaps,
Huginn og Jón Jónsson. Hæstu
styrkina hlutu Guðlaug Sóley Hös-
kuldsdóttir, Hera Hjartardóttir,
Hildur Kristín og Ragna, Milkhouse
og Tómas R. Einarsson.
Að frumkvæði STEFs var stofnað
til sjóðsins árið 2011 með það að
markmiði að styrkja tónskáld og
textahöfunda til nýsköpunar, að því
er fram kemur í tilkynningu.
Morgunblaðið/Arnþór
Styrkt Hera Hjartardóttir er á meðal þeirra sem hljóta 400.000 króna styrk.
Sex milljónum úthlutað úr sjóði
Eftir að hafa legið í leyni í 38 ár,
koma nú loksins út á hljómplötu
upptökur af lögum tónlistarmanns-
ins og garðyrkjubóndans Guð-
mundar Óla Ingimundarsonar, við
texta ljóðskáldsins og fræðimanns-
ins Ragnars Inga Aðalsteinssonar.
Tekin voru upp níu verk og segir
í tilkynningu um útgáfuna að mik-
illar fjölbreytni gæti í tónlist Guð-
mundar Óla og textum Ragnars
Inga. Ýmsir valinkunnir tónlist-
armenn hafi komið að verkefninu á
sínum tíma, m.a. Pálmi Gunnarsson,
bassaleikari og söngvari, gítarleik-
ararnir Ólafur „Labbi“ Þórarinsson
og Þorsteinn Magnússon, hljóm-
borðsleikarinn og útsetjarinn Jón
Kjeld Seljeseth og flautuleikarinn
Gísli Helgason úr Vestmannaeyjum.
Upptökur fóru fram í Stúdíó
Glóru árið 1983 og voru undir
stjórn Ólafs „Labba“ en hljóðjöfnun
fyrir stafræna miðla var unnin nú á
árinu af syni Labba, Bassa Ólafs-
syni.
Hljómplatan nefnist Úr leyni og
er gefin út af Zonet-útgáfunni sem
sér um dreifingu hennar á diski í
hljómplötuverslanir en hún verður
einnig aðgengileg á Spotify.
Léttir Á umslagi hljómplötunnar Úr leyni bregða þeir Guðmundur Óli Ingi-
mundarson og Ragnar Ingi Aðalsteinsson undir sig betri fætinum.
Gefin út 38 árum eftir upptökur