Morgunblaðið - 17.08.2021, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
SÝND MEÐ ÍSLENSKU
OG ENSKU TALI
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
96%
THERE’S A LITTLE HERO INSIDE US ALL
RYAN REYNOLDS – JODIE COMER – TAIKA WAITITI
GEGGJUÐ NÝ GRÍNMYND
DWAYNE JOHNSON
EMILY BLUNT
Steinar Ingi Kolbeins
steinar@mbl.is
Hljómsveitin Látún gaf nú nýlega
út sína fyrstu plötu en platan er
samnefnd hljómsveitinni. Sjö
manns skipa sveitina, sex blásarar
og einn trommari.
Nafn sveitarinnar er ekki úr
lausu lofti gripið en látún er ís-
lenska heitið yfir „brass“. Sveitina
skipa eins og áður segir sex blás-
arar, þau Eiríkur Stephensen,
Fjalar Sigurðarson, Halldóra
Geirharðsdóttir, Sólveig Morávek,
Sævar Garðarsson og Þorkell
Harðarson. Sjöundi liðsmaður
sveitarinnar er svo trommarinn
Hallur Ingólfsson.
Samtíningur úr ýmsum áttum
Eiríkur Stephensen ræddi við
blaðamann um tilurð þess að
sveitin var stofnuð.
„Sveitin er stofnuð árið 2018 af
nokkrum félögum úr lúðrasveit-
inni Svani. Liðsmenn sveitarinnar
koma úr ýmsum áttum og sum
okkar í sveitinni eru með bak-
grunn úr tónlist sem nær býsna
langt aftur í tímann. Ég var í
Júpíters, Halldóra í Risaeðlunni
og svo hefur Hallur verið í alls
konar rokkböndum. Sólveig er
kannski svona virkust af okkur í
spilamennsku en hún er á kafi í
djasssenunni og spilar þar með
nokkrum böndum. Þetta er því
samtíningur úr
ýmsum áttum.“
Tvö tökulög
Platan saman-
stendur af tíu lög-
um og eru átta
þeirra samin af
meðlimum sveit-
arinnar. Eiríkur
ber þungann af
lagasmíðum plöt-
unnar, samdi sex
lög. Sævar Garð-
arsson og Sólveig
Morávek eiga þá hvort sitt lagið
og einnig eru tvö tökulög á plöt-
unni, annars vegar lagið þjóð-
kunna „Vegir
liggja til allra
átta“ eftir Sigfús
Halldórsson, en
útgáfa Látúns
heyrðist fyrst í
kvikmyndinni
Síðasta veiðiferð-
in sem kom út
fyrir rúmu ári.
Hins vegar er
það svo „Ave
Eva“ eftir Megas
en lagið var út-
sett sérstaklega fyrir gestaflutn-
ing Látúns á Megasar-tónleikum
Möggu Stínu sem haldnir voru í
Eldborg í Hörpu fyrir tveimur ár-
um og syngur Magga Stína lagið á
plötunni.
Áform breyttust
Spurður hvers kyns tónlist
þetta sé, enda kennir ýmissa
grasa á lögum plötunnar, segir
Eiríkur hálfhlæjandi: „Já ætli
þetta sé ekki bara hinn endanlegi
bræðingur. Þarna má heyra djass,
fönk, sýrupolka, klezmer, ska,
sirkusmúsík og sálmalög.“
Hann segir upphaflegu hug-
myndina hafa verið að stofna
klezmer-hljómsveit en þegar
bandið fór að spilast saman kvikn-
uðu fleiri hugmyndir og stíllinn
hefur mótast aðallega af lagasmíð-
um meðlima.
Elsta lagið yfir 25 ára
Hafþór „Tempó“ Karlsson sá
um upptökustjórn á plötunni og
vann eftirvinnslu samhliða með-
limum sveitarinnar. Eiríkur semur
sex lög á plötunni, líkt og áður
sagði, og eru lögin frá ýmsum tím-
um og ekki öll sérstaklega samin
fyrir sveitina, þó svo þau hafi hlot-
ið nýtt líf í meðförum hennar.
„Elsta lagið, „Sámur“, er t.d. 25
ára gamalt og þegar ég samdi það
á sínum tíma hefði mig ekki grun-
að að það yrði spilað af þessari
hljóðfæraskipan. En það er gald-
urinn við tónlist; þessar óendan-
lega mörgu áttir sem hægt er að
fara í,“ segir Eiríkur.
Þrátt fyrir að á plötunni sé að
finna lög eftir samtals fimm höf-
unda og fjórir meðlimir hafi komið
að raddsetningum ríkir mikil
ánægja hjá sveitinni með heildar-
svipinn á þessari fyrstu plötu Lát-
úns, að sögn Eiríks.
Platan kemur út bæði á fagur-
gylltum vínil sem og á geisladiski
og er hún þegar komin í hljóm-
plötuverslanir. Þar að auki má
nálgast plötuna á Spotify.
Látúnsliðar „Sveitin er stofnuð árið 2018 af nokkrum félögum úr lúðrasveitinni Svani. Liðsmenn sveitarinnar koma úr ýmsum áttum og sum okkar í
sveitinni eru með bakgrunn úr tónlist sem nær býsna langt aftur í tímann,“ segir Eiríkur Stephensen um hljómsveitina Látún sem hér sést.
„Hinn endanlegi bræðingur“
- Reynsluboltar sameinast í hljómsveitinni Látún sem nú hefur sent frá sér sína fyrstu hljómplötu
- Klezmer-plata sem þróaðist í eitthvað annað- Galdur sköpunar eru endalausir möguleikar