Morgunblaðið - 17.08.2021, Side 15

Morgunblaðið - 17.08.2021, Side 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2021 Stjórnsýsla borg- arinnar hefur farið sí- versnandi undanfarin ár. Skuldir vaxa dag frá degi og eru nú í hæstu hæðum. Glund- roðinn í borgarstjórn, sem er ekki einungis meirihlutanum um að kenna, er nánast dag- legt brauð. Óratíma tekur að afgreiða ein- stök mál, endalausar tafir sem kosta fyrirtæki og íbúa verulegar fjárhæðir, einkenna nú stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Í þessari alvarlegu fjárhagsstöðu borgarinnar kynnir meirihlutinn nú í fyrsta sinn nýjar tillögur um breyt- ingar á skipan og hlutverki íbúaráða borgarinnar þar sem kemur fram að þeim verði fjölgað úr 9 í 10 og launa- kjör ráðsmanna verði hækkuð. Um- sagnir um þessar tillögur frá ráðum og nefndum borgarinnar skulu ber- ast fyrir 1. sept. nk. Hinn almenni borgarbúi hefur nánast ekkert verið upplýstur um þetta mál. Ekki er gerð grein fyrir auknum kostnaði við rekstur íbúaráðanna sem af þessum breytingum leiðir en núverandi kostnaður er á bilinu 60-70 milljónir króna. Fram kemur í grein- argerð með tillögunum að í meirihlutasáttmála núverandi meirihluta sé gert ráð fyrir „að endurskoða hlutverk hverfisráða með skil- virkni, eflingu lýðræðis og bættu samstarfi við íbúa að leiðarljósi“. Ekkert minna en það. Þetta verkefni hefur tekið þrjú ár. Óljóst hlutverk íbúaráðanna Íbúaráðin eiga að vera tengiliður íbúa í hverfum borgarinnar inn í miðlæga stjórnsýslu borgarinnar og eiga að hafa góð tengsl við íbúa og starfsemi hverfanna. Ekki er gerð grein fyrir með hvaða hætti þessum markmiðum skuli náð, a.m.k. hvað varðar íbúa. Einnig segir að auka eigi aðkomu ráðanna að nýtingu fjármagns og þróun borgarinnar, en ekki kemur fram hvernig þetta skarist við vinnu fagráða að sam- bærilegum málum. Ljóst er að margar af þeim til- lögum um íbúaráðin sem nú liggja fyrir munu flækja og gera stjórn- sýslu borgarinnar erfiðari og flókn- ari. Er þar ekki á bætandi miðað við ástandið á þeim bæ í dag. Ekki er vitað til þess með hvaða hætti tillögurnar verða kynntar sér- staklega fyrir íbúum borgarinnar með áberandi hætti í fjölmiðlum og þeim gefinn kostur á að segja sína skoðun. Gert er ráð fyrir að fagráð og íbúaráð borgarinnar skili um- sögnum sínum um tillögurnar fyrir 1. sept. nk. Afar ólíklegt er að þessi ráð nái á næstu tveimur vikum að ganga frá ítarlegum umsögnum um þessar nýju tillögur. Síðan má spyrja, hvenær gefst íbúum borg- arinnar kostur á að tjá sig um þess- ar tillögur um íbúaráðin. Stað- reyndin er sú að almenn vitneskja um störf íbúaráðanna, hvað þá þær nýju tillögur sem nú liggja fyrir um íbúaráðin, er afar lítil hjá hinum al- menna borgara. Þar er ekki við full- trúa í íbúaráðum að sakast heldur fyrst og fremst stjórnsýslu borg- arinnar. Gríðarlegur munur er á íbúafjölda sem tilheyra hinum ýmsu hverfum og einnig mjög mismunandi hversu vel íbúar í einstökum hverfum eru upplýstir um störf ráðanna. Fjöldi þeirra er heldur ekki auðveldur fyr- ir þá starfsmenn borgarinnar sem þurfa að sinna störfum og fundum ráðanna og tengslum þeirra við íbúa viðkomandi hverfa auk annarra mik- ilvægra starfa sinna. Ný skipan íbúaráða Miklu nær væri að skipta borg- inni í fjóra borgarhluta, tvo austan Elliðaár og tvo vestan þeirra, með sambærilegum fjölda íbúa í hverju hverfi. Þannig yrðu til kröftugar einingar, sem í góðu samstarfi við borgarstjórn, borgarráð og einstaka nefndir og ráð borgarinnar gætu unnið vel að margvíslegum hags- munamálum einstakra borgarhluta. Sú tilhögun myndi auka hag- kvæmni í rekstri borgarinnar, styrkja starfsemi íbúaráðanna veru- lega, auka skilvirkni og einfalda öll samskipti þeirra við borgarkerfið. Það er ekki gott ef almenningur í borginni fær þá tilfinningu að íbúa- ráðin séu sýndarlýðræði. Fagráðin sitja á hakanum Annað sem er umhugsunarefni. Nú eru sex fagráð á vegum borg- arstjórnar og fjöldi annarra ráða og nefnda. Full ástæða er til þess að skoða samskipti þessara ráða og nefnda við þá einstaklinga og fyrir- tæki sem þurfa á þjónustu þeirra að halda. Vinnuaðferðir meirihlutans hafa síður en svo auðveldað starfs- fólki sviðanna störf sín. Nær væri að efla þessi ráð þannig að þau geti hvert fyrir sig rækt hlutverk sitt með markvissari hætti í þágu al- mennings í borginni en þeim er unnt að gera í dag. Borgarstjóri og fulltrúar ein- stakra starfssviða halda íbúafundi öðru hverju í hverfum borgarinnar, sem er mikilvægt. Það er einnig mikilvægt að tryggja að íbúar eigi leið að borgarstjóra og borgar- fulltrúum með erindi sín eins og áð- ur tíðkaðist. Það er ekki reyndin í dag hvað borgarstjóra varðar. Eftir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson »Margar af þeim til- lögum um íbúaráðin sem nú liggja fyrir munu flækja og gera stjórnsýslu borgarinnar erfiðari og flóknari en hún er nú Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Höfundur er fv. borgarstjóri. Borgarbáknið bólgnar Full ástæða er til þess að fagna víð- tækum fríverzl- unarsamningi Íslands, Noregs og Liechten- stein við Bretland sem undirritaður var fyrr í sumar. Með samn- ingnum hafa viðskipta- hagsmunir Íslands gagnvart einum mik- ilvægasta útflutnings- markaði landsins verið tryggðir í það minnsta með ekki síðri hætti en raunin var áður í gegnum EES-samninginn án þess hins vegar að samþykkt hafi verið í staðinn veru- legt og vaxandi framsal valds yfir ís- lenzkum málum til viðsemjandans líkt og í tilfelli síðarnefnda samnings- ins. Fram kom í fréttatilkynningu rík- isstjórnar Bretlands í tilefni af und- irrituninni að um væri að ræða fram- sæknasta viðskiptasamning sem ríkin þrjú hefðu gert. Guðlaugur Þór Þórð- arson utanríkisráðherra sagði að sama skapi í Morgunblaðinu 8. júlí að samningurinn væri afar umfangsmik- ill í samanburði við aðra viðskipta- samninga Íslands en hann tekur ekki aðeins til gagnkvæmra vöru- og þjón- ustuviðskipta á milli landanna heldur einnig til opinberra innkaupa, hugverkaréttinda, heil- brigðisreglna fyrir mat- væli, tæknilegra reglna vegna ríkisstyrkja, samkeppnismála, starfsumhverfis lítilla og meðalstórra fyr- irtækja og margs ann- ars. Viðskiptatengslin við Bretland efld „Ég er afar ánægður með niðurstöðuna og sannfærður um að okkar sterku viðskiptatengsl muni eflast enn frekar með þessum samn- ingi,“ sagði Guðlaugur Þór eftir und- irritun fríverzlunarsamningsins en miðað við viðbrögðin við honum er ljóst að breið samstaða er um það að hann tryggi viðskiptahagsmuni Ís- lands að minnsta kosti jafnvel og EES-samningurinn áður sem fyrr segir þótt vonir hafi verið uppi um að hann gæti skilað enn betri kjörum. Endurskoðunarákvæði er hins vegar að finna í samningnum og því opið á það síðar. Til að mynda fagnaði Félag at- vinnurekenda því að tekizt hefði „að varðveita til frambúðar þau viðskipta- kjör sem giltu í viðskiptum Bretlands og Íslands þegar fyrrnefnda ríkið var enn aðili að samningnum um Evr- ópska efnahagssvæðið“ og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Við- reisnar, sagði í grein á Vísir.is í byrj- un júní að tekizt hefði „að tryggja ná- kvæmlega sama ástand“ og fyrir hendi hafi verið áður en Bretar yfir- gáfu bæði Evrópusambandið og EES-samninginn. Staðan er þó vit- anlega alls ekki nákvæmlega sú sama. Einkum þar sem ekki felst vax- andi framsal valds yfir íslenzkum málum í fríverzlunarsamningnum. Höfnuðu EES- samningnum ítrekað Með útgöngu Bretlands úr Evr- ópusambandinu sögðu Bretar einnig skilið við EES-samninginn. Brezk stjórnvöld kusu þess í stað að semja um víðtækan fríverzlunarsamning við sambandið, líkt og ríki heimsins hafa almennt verið að gera og þá ekki sízt stærstu viðskiptaveldin, eftir að hafa áður ítrekað hafnað áframhaldandi aðild að EES-samningnum eftir út- gönguna og samningum á hlið- stæðum nótum. Ástæðan var einkum það framsal valds og tæknilegar við- skiptahindranir, og annað íþyngjandi regluverk, sem fylgir samningnum. Það er ástæða fyrir því að ríki heimsins hafa ekki staðið í biðröð eft- ir því að gera samninga við Evrópu- sambandið í anda EES-samningsins og kjósa þess í stað víðtæka fríverzl- unarsamninga. Það er að sama skapi ástæða fyrir því að ekki einungis brezk stjórnvöld heldur einnig sviss- nesk hafa hafnað aðild að EES- samningnum sem og samningum á hliðstæðum nótum. Það er einfald- lega langur vegur frá því að EES- samningurinn sé bezti kosturinn í stöðunni. Sérstaklega í ljósi þess sem krafizt er á móti í vaxandi mæli enda getur það vitanlega hvorki talizt eðli- legt né ásættanlegt að vald yfir ís- lenzkum málum sé gert að hverri annarri verzlunarvöru. Snýst um hagsmuni lands og þjóðar Markmiðið, þegar kemur að við- skiptasamningum við önnur ríki, hlýt- ur ávallt að vera hagsmunir Íslands. Einstakir samningar geta aldrei verið markmið í sjálfu sér. Fyrir vikið þarf sífellt að vera í skoðun hvernig hags- munir lands og þjóðar verða bezt tryggðir. Allt er breytingum háð. Hagsmunir Íslands taka breytingum, aðstæður á alþjóðavettvangi hafa tek- ið breytingum og EES-samningurinn hefur breytzt einkum með tilliti til þess með hvaða hætti staðið hefur verið að framkvæmd hans og vegna vaxandi framsals valds í gegnum hann. Með fríverzlunarsamningnum við Bretland hafa viðskiptahagsmunir Ís- lands verið tryggðir án þess að nokk- uð hafi farið á hliðina í þeim efnum og án þess að verulegt og vaxandi vald hafi í staðinn verið framselt til við- semjandans. Markmiðið hlýtur að vera að semja á hliðstæðan hátt við Evrópusambandið. EES-samning- urinn er í raun einfaldlega barn síns tíma. Þannig voru víðtækir fríverzl- unarsamningar til að mynda ekki komnir til sögunnar þegar samið var um hann fyrir rúmum aldarfjórðugi. Mjög margt hefur vitanlega breytzt síðan og tímabært að skipta honum út fyrir nútímalegri nálgun í milli- ríkjaviðskiptum landsins. Eftir Hjört J. Guðmundsson »Markmiðið, þegar kemur að viðskipta- samningum við önnur ríki, hlýtur ávallt að vera hagsmunir Íslands. Einstakir samningar geta aldrei verið mark- miðið. Hjörtur J. Guðmundsson Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur. hjortur@fullveldi.is Hagsmunir Íslands miklu betur tryggðir Skrifað í skýin Þegar vel er að gáð blasa ýmsar kynjamyndir við í skýjum yfir Mosfellsheiði. Hér gæti til dæmis skýjatröll hafa gengið til náða og fleira mætti sjá. Ingólfur Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.