Morgunblaðið - 17.08.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.08.2021, Blaðsíða 10
Viðhorf fólks til búsetu og mögulegir flutningar Ánægja með núverandi búsetu eftir bæjarfélagi Ástæður fyrir flutningum frá höfuðborgarsvæði (ætla að flytja á næstu 2-3 árum) Skiptir miklu máli Nokkru máli Fyrirhuguð búseta þeirra sem hyggja á flutninga Á Höfuðborgarsvæðið Innan landshluta Til annars landshluta Til útlanda Óákveðið Meiri kyrrð og ró Ódýrara eða betra húsnæði Minni umferð Betri möguleikar til útivistar Hreinna loft Betra samfélag Nálægð við vini eða fjölskyldu Minni hætta á afbrotum Atvinnu- tækifæri Heimild: Könnun Maskínu fyrir Byggðastofnun Þorlákshöfn Hveragerði Grindavík Akranes Selfoss Vestmannaeyjar Ísafjörður Garður Sandgerði Akureyri Egilsstaðir Reykjavík vestan Elliðaár Sauðárkrókur Húsavík Reykjanesbær Nágr.sveitarf. Reykjavíkur Borgarnes Vogar Reykjavík austan Elliðaár Höfuðborgarsvæði Reykjanesbær Suðurnes annað Akranes / Borgarnes Hveragerði / Þorlákshöfn Selfoss Ísafjörður Sauðárkrókur Akureyri Húsavík Egilsstaðir Vestmannaeyjar 65% 62% 60% 57% 54% 54% 51% 50% 49% 49% 48% 47% 47% 47% 41% 40% 38% 37% 33% Hlutfall þeirra sem segjast mjög ánægð með búsetu sína Áfangastaðir sem fólk nefndi í könnuninni 45%47% 13%30%43% 13%13%17%50% 17%30%43% 14%18%18%45% 13%24%26%32% 23%14%51% 19%19%33%30% 25%20%14%41% 14%29%43% 26%24%36% 12%12%64% 63% 51%57% 55% 51% 39% 33% 29% 19% 26% 26% Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Yfirgnæfandi meirihluti íbúa á höf- uðborgarsvæðinu og í 16 stærri bæj- um utan þess er frekar eða mjög ánægður með búsetuna í sínu bæjar- félagi. 4% eru frekar eða mjög óánægð. Ánægja með búsetuna er þó mismunandi eftir bæjarfélögum. Mest ánægja virðist vera meðal íbúa Þorlákshafnar, Grindavíkur, Hvera- gerðis og Akraness en í Reykjavík austan Elliðaár, í Vogum og Borgar- nesi er hlutfall þeirra sem segjast mjög ánægðir með búsetu sína tals- vert lægra, eða undir 40%. Í höfuð- borginni austan Elliðaár er þó hlut- fall þeirra sem segjast frekar ánægðir með búsetuna hærra en annars staðar eða 49%. Um 70% íbúa í þessum bæjar- félögum á landsbyggðinni og á höf- uðborgarsvæðinu telja ólíklegt að þau muni flytja á brott í framtíðinni fyrir fullt og allt. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýbirtri rannsókn á afstöðu íbúa á höfuðborgarsvæðinu og í stærri bæjarfélögum í landsbyggð- unum til búsetu, sem birt er á vef Byggðastofnunar. Um er að ræða þriðja hluta rannsóknarinnar Byggðafesta og búferlaflutningar sem teymi rannsakenda hefur unnið að á umliðnum árum undir stjórn Þórodds Bjarnasonar, prófessors við Háskólann á Akureyri. Alls svöruðu 9.664 manns þessari nýjustu könnun sem gerð var frá október til desem- ber á seinasta ári. 55% segja lífsskilyrði betri Meirihluti íbúa þéttbýlisstaðanna er þeirrar skoðunar að lífsskilyrði í byggðarlagi þeirra hafi fremur batn- að en versnað á síðustu árum ef marka má svör þátttakendanna. „Um 55% allra segja þau hafa batnað nokkuð eða mikið en 15% að þau hafi versnað nokkuð eða mikið. Tals- verður munur er þó á svörum eftir bæjarfélögum hvað þetta varðar. Í Þorlákshöfn og í Grindavík er hæsta hlutfall þeirra sem segja að lífsskil- yrði hafi batnað, eða yfir 80% svar- enda […]. Í Vogum er lægst hlutfall svarenda sem telja lífsskilyrði hafa batnað, eða 36%, en yfir helmingur svarenda þar segir þau hvorki hafa batnað né versnað. Í Reykjanesbæ og í Reykjavík austan Elliðaár er þó hæst hlutfall fólks sem segir að lífs- skilyrði hafi versnað á síðustu ár- um,“ segir í könnuninni. Í Reykjavík austan Elliðaár segja á hinn bóginn 40% að lífsskilyrðin hafi batnað nokkuð eða mikið og 54% íbúa vestan Elliðaár eru sömu skoð- unar. 18% íbúa í nágrannasveitar- félögum Reykjavíkur segja að lífs- skilyrðin hafi versnað á síðustu árum en 46% segja þau hafa batnað. Þegar spurt var hvort íbúar teldu að lífsskilyrðin myndu batna eða versna á næstu árum sker Þorláks- höfn sig nokkuð úr. 32% telja að þau muni batna mikið og 59% að þau muni batna nokkuð. „Svarendur margra annarra staða eru einnig nokkuð bjartsýnir hvað þetta varðar, svo sem svarendur frá Grindavík, Hveragerði, Sandgerði, Selfossi og Sauðárkróki. Höfuðborgarbúar virð- ast líklegri en íbúar annarra bæja til að sjá fyrir sér að lífsskilyrði versni á næstu árum en í kringum fjórðungur svarenda á höfuðborgarsvæðinu tel- ur að lífsskilyrðin muni versna nokk- uð eða mikið,“ segir um þetta. Svör íbúa í nágrannasveitar- félögum borgarinnar eru á sömu lund og í höfuðborginni en þar telja 25% að lífsskilyrðin muni versna nokkuð eða mikið á næstu árum. Þegar þátttakendur voru spurðir hvaða búsetuþættir skiptu þá mestu persónulega í þeirra bæjarfélagi kom í ljós að náttúran og umhverfið skipta flesta máli, en 50% segja þau skipta miklu máli og 27% talsverðu máli. Samfélagið á staðnum skiptir miklu máli fyrir þriðjung svarenda og talsverðu máli fyrir tæpan þriðj- ung. Nokkur munur er milli bæja þegar spurt er um mikilvægi stað- arins sem slíks fyrir svarendur per- sónulega og eru Vestmannaeyingar, Ísfirðingar og Húsvíkingar þeir sem finnst staðurinn sem slíkur skipta sig mestu máli. „Svipað er upp á ten- ingnum varðandi mikilvægi sam- félagsins á staðnum fyrir svarendur persónulega. Þeir sem búa í Vest- mannaeyjum, Þorlákshöfn og á Ísa- firði telja þetta atriði að jafnaði skipta sig mestu máli […],“ segir um þetta í skýrslunni. Ástæður búferlaflutninga eru einnig af ýmsum toga. Þeir sem flutt hafa á höfuðborgarsvæðið utan af landi segja atvinnu- og menntunar- tækifæri helstu ástæður þess að þeir fluttu. Hins vegar nefnir yfir helm- ingur þeirra sem fluttu frá höfuð- borgarsvæðinu í bæi utan þess meiri kyrrð og ró sem þátt sem skipti miklu máli í þeirri ákvörðun að flytja frá höfuðborgarsvæðinu. Enn frem- ur sagði tæpur helmingur minni um- ferð hafa skipt miklu máli og álíka stór hópur nefndi ódýrara eða betra húsnæði sem ástæður flutninganna. 56% sögðu betri möguleika til úti- vistar hafa skipt nokkru eða miklu máli og 45% sögðu einnig minni hættu á afbrotum hafa skipt máli í þeirri ákvörðun að flytja frá höfuðborgarsvæðinu. Í umræðukafla skýrslunnar um niðurstöðurnar er m.a. bent á að þótt stór hluti íbúa í stærri bæjum hafi einhvern tímann búið á höfuðborgar- svæðinu sé „ekki hægt að gera ráð fyrir miklum búferlaflutningum þangað frá höfuðborgarsvæðinu á næstu árum, því íbúar höfuðborgar- svæðisins eru ólíklegri til að sjá fyrir sér að flytja í burtu en þeir sem búa í flestum stærri bæjum utan höfuð- borgarsvæðisins“. 69% Eyjamanna ólust þar upp Fram kemur að um 17% þeirra sem tóku þátt í könnuninni hafa aldr- ei búið annars staðar en í bænum þar sem þau búa núna en 83% hafa búið annars staðar áður. Talsvert lægra hlutfall íbúa höfuðborgarsvæðisins hefur búið annars staðar á landinu, eða aðeins 53%. „Vestmannaeyjar eru nokkuð frábrugðnar öðrum stærri bæjum hvað varðar uppeldis- stað íbúa en 69% Eyjamanna í könn- uninni ólust þar upp að miklu eða öllu leyti. Aðrir staðir með hátt hlut- fall uppalinna íbúa eru Húsavík, Akranes, Ísafjörður og Akureyri.“ Þegar þeir íbúar í bæjum utan höfuðborgarsvæðisins sem ætla að flytja á næstu tveimur til þremur ár- um voru spurðir hvaða þættir réðu mestu um það, sögðu um 44% ná- lægð við vini eða fjölskyldu skipta miklu máli fyrir þær fyrirætlanir. Einnig vega atvinnutækifærin þungt, 38% sögðu þau skipta miklu máli, og aðgengi að heilbrigðisþjón- ustu. En einnig má sjá að t.a.m. svör- uðu 25% því til að það skipti miklu eða nokkru máli að losna við umtal eða slúður og 14% sögðu máli skipta að losna við gamaldags kynjaviðhorf. Þegar þátttakendur voru spurðir hvort þeir gætu hugsað sér að búa í öðrum stærri bæjum eða erlendis voru þeir svarendur sem töldu það koma til greina jákvæðari gagnvart því að búa erlendis en á þeim stöðum innanlands sem taldir voru upp. 74% þeirra sem svöruðu spurninginni já- kvætt og töldu koma til greina að búa annars staðar sögðust kannski, líklega eða örugglega vilja búa er- lendis. Akureyri kom svo næst í röð- inni. Íbúar Þorlákshafnar ánægðastir - 70% íbúa á höfuðborgarsvæði og í 16 stærri bæjum telja ólíklegt að þau muni flytja á brott í fram- tíðinni - Ný viðamikil búsetukönnun birt - Margir sækja í kyrrð og ró, hreint loft og litla umferð Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Mannlíf Meirihluti íbúa hefur lítinn áhuga á að flytja fyrir fullt og allt. 10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2021 Sími 555 2992 / 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Gott fyrir: • Maga- og þarmastarfsemi • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu ogMelabúð Óblönduð – meiri virkni Selaolía Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni bætta líðan og heilsu. Guðfinna Sigurgeirsdóttir. „Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustaðmínum sem ég hafði ekki getað áður.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.