Morgunblaðið - 17.08.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2021
Vetrarsól er umboðsaðili
Sláttuvélar
& sláttuorf
Snjóblásarar
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Gulltryggð gæði
40 ár
á Íslandi
Sláttutraktorar
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Það er ákveðin skörun á verkunum,
sumir verkþættir vinnast samhliða en
aðrir ekki. Svo eru skilatímar aðeins
mismunandi,“ segir Þorvaldur Giss-
urarson, forstjóri ÞG Verks, um
byggingu brúa á Núpsvötn og Hverf-
isfljót sem fyrirtækið hefur tekið að
sér. Undirbúningur framkvæmda er
hafinn.
Núverandi brýr á hringveginum
um Núpsvötn og Hverfisfljót á Suð-
urlandi eru einbreiðar og þar hafa
orðið alvarleg umferðarslys á und-
anförnum árum. Nýju brýrnar verða
tvíbreiðar. Brúin á Núpsvötn verður
138 metra löng eftirspennt stein-
steypt brú með steyptu gólfi í fimm
höfum. Á Hverfisfljót kemur 74
metra löng stál-
bitabrú með
steyptu gólfi í
þremur höfum.
Nýir vegir eru
lagðir að báðum
brúnum. Báðar
eru byggðar á
nýjum stöðum
yfir árnar þannig
að verktakinn get-
ur unnið að mestu
án truflunar frá umferð og umferðin
ætti að geta gengið vel fyrir sig með-
an á framkvæmdum stendur.
Smíði brúanna var boðin út í einum
pakka og átti ÞG Verk lægsta tilboð,
rúmlega 1,4 milljarða sem er nánast
sama tala og Vegagerðin hafði áætl-
að. Brúin yfir Hverfisfljót á að vera
tilbúin til notkunar næsta sumar en
brúin á Núpsvötn í nóvember.
ÞG Verk vinnur nú að smíði brúar
yfir Jökulsá á Sólheimasandi. Nýtist
sú reynsla við Núpsvötn og Hverfis-
fljót en Þorvaldur getur þess að fyrir-
tækið hafi áður byggt brýr á Kjálka-
fjörð og Mjóafjörð á Vestfjörðum og
hafi reynslu af byggingu alls kyns
mannvirkja.
Áætlað er að um 40 menn verði við
brúarsmíðina og verða þeir tuttugu
menn sem nú vinna við Jökulsá
kjarninn í þeim hópi. Aðalvinnubúð-
irnar við Jökulsá verða fluttar að
Hverfisfljóti enda smíði brúar við
Jökulsá langt komin.
„Við erum jákvæðir fyrir þessu
verkefni. Maður fagnar því sem þegn
samfélagsins þegar samgöngukerfið
er styrkt og þessar brýr verða mikil
samgöngubót,“ segir Þorvaldur.
Ljósmynd/Vegagerðin
Núpsvötn Núverandi brú er 420 metra löng, einbreið en með útskotum. Hún var tekin í notkun árið 1973.
Verktaki byggir tvær
stórbrýr í einum rykk
Þorvaldur
Gissurarson
- ÞG Verk hefur smíði nýrra brúa á Hverfisfljót og Núpsvötn
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Gert er ráð fyrir að Vestfjarðavegur
verði lagfærður á núverandi stað í
Vatnsfirði og liggi fyrir fjörðinn en
ekki yfir hann, í tillögu að aðalskipu-
lagi fyrir Vesturbyggð sem nú er í
vinnslu. Vegagerðin lagði til að veg-
urinn þveraði Vatnsfjörð.
Nú er unnið að lagfæringum og
lagningu nýs vegar á köflum um
Dynjandisheiði, frá Dýrafjarðar-
göngum og niður í Vatnsfjörð. Nýr
vegur sem nú er verið að leggja mun
enda um það bil einum kílómetra of-
an við Flókalund í Vatnsfirði.
Ekki hefur verið ákveðið um
framhaldið í Vatnsfirði. Vegagerðin
hafði sem aðalvalkost í umhverfis-
mati að vegurinn yrði lagður yfir
Vatnsfjörð á vegfyllingu og brú í
stað þess að fara fyrir fjörðinn eins
og nú er. Vatnsfjörður er friðland.
Skipulagsstofnun mælti á móti þver-
un þegar hún gaf álit sitt á niður-
stöðum umhverfismatsins.
Hægt að gera breytingu
Í núgildandi skipulagi Vestur-
byggðar er vegurinn sýndur á nú-
verandi stað, fyrir botn Vatnsfjarð-
ar. Það varð einnig niðurstaðan
þegar gerð var tillaga um svæðið í
endurskoðun aðalskipulags sem nú
er í umfjöllun hjá sveitarfélaginu.
Óskar Örn Gunnarsson, skipulags-
fulltrúi Vesturbyggðar, segir að
breyting á veglínu sé flókið mál
vegna þess að Vatnsfjörður sé frið-
land og tengist verndarsvæði
Breiðafjarðar og verði einnig innan
væntanlegs þjóðgarðs á Vestfjörð-
um. Niðurstaðan hafi orðið sú að
gera ráð fyrir óbreyttri veglínu.
Leiði umræðan til þess að skoðanir
breytist og vilji verði til að þvera
Vatnsfjörð verði að gera sérstaka
breytingu á aðalskipulagi til þess að
af því geti orðið.
Sævar Pálsson, einn eigenda
Flókalundar í Vatnsfirði, telur að
mestar líkur séu á að sátt náist um
þessa framkvæmd ef núverandi
veglína verður notuð. Hann segist
ekki hafa sterkar skoðanir á málinu
en óttast að það yrði þungur róður
ef ákveðið yrði að þvera fjörðinn.
Það gæti endað í þrætum eins og
verið hafa um lagningu vegar um
Teigsskóg í Þorskafirði.
Vegurinn liggur um hlaðið á veit-
ingahúsinu og þar rétt hjá eru vega-
mót. Segist Sævar ekki hafa séð
neinar tillögur frá Vegagerðinni um
það hvernig vegamótin eigi að vera
eða lagfæringar á veginum um hlað-
ið. Telur hann vel koma til greina að
lækka hámarkshraða á þessum
kafla til að draga úr slysahættu.
„Við erum jákvæð fyrir öllum
vegaframkvæmdum sem sátt næst
um. Þær koma okkur til góða eins
og öðrum,“ segir Sævar.
Vegurinn áfram fyrir fjarðarbotninn
- Vestfjarðavegur þverar ekki Vatnsfjörð samkvæmt tillögu í endurskoðun aðalskipulags Vestur-
byggðar - Vegagerðin vildi þverun - Flókið að breyta aðalskipulagi vegna friðunar fjarðarins
Ljósmynd/Ómar
Flókalundur Vegurinn kemur af Dynjandisheiði, framhjá Flókalundi og í Vatnsfjörð. Afleggjari út Barðaströnd.
„Veðrið hefur verið betra fyrir
austan og Íslendingarnir elta
það og því hafa færri Íslend-
ingar komið en í fyrrasumar. Í
staðinn hafa margir Bandaríkja-
menn verið á ferðinni, ýmist á
eigin vegum eða í minni hópum.
Ekki er mikið um stærri hópa,“
segir Sævar Pálsson, einn eig-
enda Flókalundar.
Tvenn hjón keyptu Flókalund
fyrir 20 árum og standa að
rekstrinum. Þar er rekinn veit-
ingastaður og hótel með 27 her-
bergjum. Tólf herbergjanna eru
ný, frá því á síðasta ári. Einnig
reka þau tjaldsvæði.
Þrátt fyrir kórónuveiruna og
veðrið hefur gengið ágætlega í
Flókalundi í sumar. Sævar segir
að þau hafi orðið að fækka
borðum í veitingasalnum til að
fullnægja kröfum um fjarlægð-
armörk gesta. Svo séu flestir
með grímu og sprittbrúsar séu
úti um allt. „Faraldurinn hefur
áhrif en við reynum að lifa með
honum,“ segir Sævar.
Gengur
ágætlega
FLÓKALUNDUR
Dýpkunarskipið Sóley hefur legið
við bryggju í Kópavogshöfn í allt
sumar en verið er að skipta um stál
í skipinu, að sögn Eysteins Dofra-
sonar, verkefnastjóra hjá Björgun
ehf. sem er eigandi skipsins.
Hann segir Kópavogshöfn hafa
hentað vel þar sem Hamar annast
lagfæringarnar á skipinu og er
fyrirtækið til húsa í Vesturvör,
skammt frá höfninni.
Sóley verður við bryggju í Kópa-
vogi fram undir lok september en
þá hefst næsta verkefni skipsins, að
sögn Eysteins, en það er að dæla
efni vegna landfyllingar á nýrri
starfsstöð Björgunar í Álfsnesvík
við Þerneyjarsund. Þar er ætlunin
að vinna ómengað jarðefni úr sjó.
Sóley var smíðuð árið 1979 í
Selby á Englandi, en Björgun eign-
aðist skipið 1988 og hefur gert það
út síðan. Skipið er notað til að afla
hráefnis til vinnslu í landi, til dýpk-
unar og landgerðar. Skipið ber allt
að 1.450 m³ af efni og getur dælt
upp efni af allt að 40 m dýpi.
gso@mbl.is
Morgunblaðið/Unnur Karen
Stappa stáli í Sóleyju