Morgunblaðið - 18.08.2021, Síða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 8. Á G Ú S T 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 192. tölublað . 109. árgangur .
EKKI ÓGER-
LEGT AÐ SJÁ
FRAMTÍÐINA
BRUNAGADDUR
VARÐ TIL Í
HÖRÐUM VETRI
STAFRÆN LYF-
SALA RYÐUR
SÉR TIL RÚMS
ÖNNUR LJÓÐABÓKIN 24 VIÐSKIPTI 12 SÍÐURSKÓLAR 40 SÍÐUR
Úr höndum Íslendinga
- Greiðslumiðlun nær alfarið komin í erlenda eigu eftir sölu Valitors úr landi
- Málið á borði þjóðaröryggisráðs - Seðlabanki Íslands knýr á um aðgerðir
hafa þær aukist til muna í kjölfar
þess að Arion banki tilkynnti um
sölu Valitors til ísraelska fjártækni-
fyrirtækisins Rapyd. Leggjast þær
áhyggjur ofan á þær sem fyrir voru
í kjölfar þess að Borgun, sem nú
nefnist Salt Pay, var seld til sam-
nefnds félags, sem er í brasilískri
eigu. Morgunblaðið hefur átt samtöl
við marga sérfræðinga, utan stjórn-
kerfisins og innan sem segja stöð-
una mjög alvarlega. Enginn er þó
reiðubúinn til þess að koma fram
undir nafni og í mörgum samtal-
anna er ítrekað að staðan sé við-
kvæm, enda hafi fyrirtækin fyrr-
nefndu í raun hreðjatak á
færsluhirðingarmarkaðnum.
Þjóðaröryggisráð hefur verið
upplýst um stöðuna um alllangt
skeið en ekki hefur verið brugðist
við á vettvangi þess þrátt fyrir stöð-
una, eftir því sem Morgunblaðið
kemst næst.
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Mikil samþjöppun á sviði greiðslu-
miðlunar og sala Íslandsbanka og
Arion banka á grunninnviðafyrir-
tækjum til útlendinga felur í sér ógn
að mati embættismanna innan
stjórnkerfisins. Áhyggjur af stöð-
unni hafa verið viðraðar innan
Seðlabanka Íslands, fjármála- og
efnahagsráðuneytisins og forsætis-
ráðuneytisins vegna stöðunnar og
Viðkvæm staða
» Smágreiðsluinnviðir allir í
erlendri eigu og lúta ekki ís-
lenskri lögsögu.
» Seðlabankinn telur sig búa
yfir takmörkuðum tækjum til
að bregðast við ef markaðs-
brestur myndast.
MViðskiptaMogginn
Fjöldi fólks stóð í röð í rigningunni á Suður-
landsbraut í gær og beið eftir að komast í skim-
un fyrir Covid-19. Þar á meðal voru leik-
skólabörn og fjölskyldur þeirra.
Á meðan röðin á Suðurlandsbraut sniglaðist
áfram var tómlegt um að litast í Laugardalshöll-
inni, þar sem örvunarbólusetningar Janssen-
þega stóðu til en aðeins 6.500 af þeim 11.000 sem
höfðu fengið boð um að mæta í bólusetningu í
gær mættu, að sögn Ragnheiðar Óskar Erlends-
dóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá
Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. »9
Morgunblaðið/Eggert
Löng röð eftir skimun en dræm þátttaka í bólusetningu
Faraldur kórónuveiru hefur haft
margvísleg áhrif á rekstur apóteka.
Eflaust kemur engum á óvart að
handspritt og grímur hafi selst mik-
ið. Hins vegar var óvænt þróun í sölu
þungunarprófa, en Sigríður Margrét
Oddsdóttir, forstjóri Lyfju, segir í
samtali við ViðskiptaMoggann að
sala á þeim hafi aukist eftir að far-
aldurinn fór af stað.
Sölutölur annars varnings geta
einnig gefið ákveðna vísbendingu
um breytt atferli fólks í faraldrinum.
Verslanir á vegum Lyfja og heilsu
hafa að sögn framkvæmdastjóra
þeirra, Kjartans Arnar Þórðarsonar,
selt töluvert minna af lyfjum til með-
ferðar við njálg og höfuðlús.
Kjartan segir tækniframfarir í
apótekum eiga eftir að bæta þjón-
ustu við viðskiptavini apóteka og
auka þægindi þeirra. „Eins mun
aukið samstarf við aðra hluta heil-
brigðiskerfisins í gegnum ákveðnar
tækniframfarir gagnast öllu kerfinu
í heild sinni.“
Hraðpróf kunna að skipa stóran
sess í starfsemi apóteka þannig að
þau muni skima fyrir sjúkdómum og
bjóða upp á meðferðir við þeim í
kjölfarið.
Sala jókst
á þungun-
arprófum
- Apótek laga sig að
breyttum aðstæðum
Morgunblaðið/Friðrik
Breytingar Lyfsalar hafa eflt heim-
sendingarþjónustuna í faraldrinum.
„Það er eins og önnur lönd hafi
tekið fram úr okkur hvað það
varðar að læra að lifa með veir-
unni. Hvernig getum við séð 60
þúsund manns á fótboltaleikjum og
300 þúsund manns á tónlist-
arhátíðum vandræðalaust í löndum
sem eru með miklu lægra
bólusetningarhlutfall en við erum
með, en það má ekki skipta Eld-
borg upp í þrjú 500 manna svæði?“
segir Ísleifur B. Þórhallsson, tón-
leikahaldari hjá Senu Live og for-
maður Bandalags íslenskra tón-
leikahaldara.
Samráðshópur íslenskrar tón-
listar sendi í gær bréf á ráðamenn
þar sem rakið er hversu lamandi
núverandi takmarkanir eru á tón-
listariðnaðinn. Í bréfinu er skorað
á ráðamenn að slaka á fjölda-
takmörkunum og bent á að vel hafi
gefist í öðrum löndum að halda
stóra viðburði án þess að upp hafi
komið hópsmit.
Í bréfi hópsins er farið fram á að
samkomur verði heimilar fyrir allt
að 500 manns í hverju sóttvarna-
hólfi án sérstakra nándartakmark-
ana, enda gæti viðburðahaldarar
þess að gestir framvísi neikvæðri
niðurstöðu úr nýlegu hraðprófi
eða sjálfsprófi en slíkt hafi gefist
vel við viðburðahald erlendis. » 12
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Samkoma Tónlistarkonan Bríet er ein þeirra sem hafa þurft að fresta
fyrirhuguðum tónleikum sínum vegna núverandi samkomutakmarkana.
Telja vel unnt að halda stóra viðburði
- Vilja undanþágu fyrir 500 manna
sóttvarnahólf - Gestir fari í hraðpróf
_ Abdul Ghani Baradar, annar
stofnandi talíbana, sneri aftur til
Afganistans í gær eftir um tveggja
áratuga útlegð. Endurkoma hans
þykir marka fullnaðarsigur talíb-
ana, en þeir héldu í gær blaða-
mannafund, þar sem þeir lofuðu því
meðal annars að ekki yrði leitað
hefnda á andstæðingum þeirra, og
að kvenréttindi yrðu virt innan
ramma íslamskra laga.
Flest ríki hafa tekið yfirlýsingum
þeirra af tortryggni, en Hamas-
samtökin í Palestínu sendu í gær
talíbönum hamingjuóskir sínar.
Tugþúsundir manna reyna nú að
flýja land. Flóttamannanefnd
fundaði í gær um stöðuna, en Stef-
án Vagn Stefánsson formaður segir
nefndina þurfa meiri tíma til að
móta tillögur. »2, 8 og 11
Talíbanar heita því
að hefna sín ekki