Morgunblaðið - 18.08.2021, Side 8

Morgunblaðið - 18.08.2021, Side 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 2021 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fv. borgarstjóri og marg- reyndur borgarfulltrúi, skrifar: - - - Stjórnsýsla borgarinnar hefur farið sí- versnandi und- anfarin ár. Skuld- ir vaxa dag frá degi og eru nú í hæstu hæðum. Glundroðinn í borgarstjórn, sem er ekki einungis meirihlutanum um að kenna, er nánast daglegt brauð. Óratíma tekur að af- greiða einstök mál, endalausar tafir sem kosta fyrirtæki og íbúa verulegar fjárhæðir, ein- kenna nú stjórnsýslu Reykjavík- urborgar. - - - Í þessari alvarlegu fjárhags- stöðu borgarinnar kynnir meirihlutinn nú í fyrsta sinn nýjar tillögur um breytingar á skipan og hlutverki íbúaráða borgarinnar þar sem kemur fram að þeim verði fjölgað úr 9 í 10 og launakjör ráðsmanna verði hækkuð. Umsagnir um þessar tillögur frá ráðum og nefndum borgarinnar skulu berast fyrir 1. sept. nk. - - - Hinn almenni borgarbúi hef- ur nánast ekkert verið upplýstur um þetta mál. Ekki er gerð grein fyrir auknum kostnaði við rekstur íbúar- áðanna sem af þessum breyt- ingum leiðir en núverandi kostnaður er á bilinu 60-70 milljónir króna. Fram kemur í greinargerð með tillögunum að í meirihlutasáttmála núverandi meirihluta sé gert ráð fyrir „að endurskoða hlutverk hverf- isráða með skilvirkni, eflingu lýðræðis og bættu samstarfi við íbúa að leiðarljósi“. Ekkert minna en það. Þetta verkefni hefur tekið þrjú ár“! Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Óráðsían vex STAKSTEINAR 110 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Hjálparsamtökin UNICEF og Rauði krossinn á Íslandi hafa hrint af stað sérstökum neyðarsöfnunum til styrktar íbúum Afganistans í ljósi neyðarástandsins sem þar hefur skapast hefur á undanförnum miss- erum, að því er greint er frá í til- kynningum frá samtökunum tveim- ur. Brýn þörf hefur verið á mannúð- araðstoð í Afganistan undanfarin ár og síst hafi dregið úr þeirri þörf síð- ustu vikur og daga, að sögn samtak- anna. Þá er gert ráð fyrir að þörf sé á bráðri heilbrigðisþjónustu og endur- hæfingu borgara á næstu mánuðum og árum en fjöldi barna og ungs fólks hafa misst útlimi vegna sprenginga í átökunum. Fjármagn sem samtökin safna verður varið í mannúðaraðgerðir í landinu til að stuðla að velferð íbúa. Til að styrkja Rauða krossinn er hægt að senda skilaboðin „HJALP“ í símanúmerið 1900. Hver skilaboð kosta 2.900 kr. Einnig er hægt að styrkja starf- semi þeirra í gegnum smáforritin Aur og Kass eða með bankamilli- færslu á söfnunarreikning samtak- anna: 0342-26-12, kt. 530269-2649. Til að styrkja neyðaraðgerðir UNICEF í Afganistan er hægt að senda skilaboðin „BARN“ í síma 1900. Hver skilaboð kosta 1.900 kr. Safna fyrir íbúa Afganistans - Fjármagnið fer í mannúðaraðgerðir AFP Þjáning Fjöldi barna þjáist hvern dag vegna átakanna í Afganistan. Fiskistofa hefur auglýst eftir um- sóknum um leyfi til veiða á sæbjúgum á næsta fiskveiðiári, sem hefst 1. september. Alls verður úthlutað níu leyfum til skipa sem stundað hafa veiðar á sæbjúgum á síðustu þremur fiskveiðiárum, en veiðar á sæbjúgum eru ekki kvótasettar. Níu bátar hafa leyfi til veiða á sæbjúgum á yfir- standandi fiskveiðiári. Veiðar má stunda í skilgreindum hólfum fyrir vestan land og austan og þegar tilteknum afla er náð á hverju svæði eru veiðar stöðvaðar. Alls er heimilt að veiða rúmlega 2.200 tonn í ár og um 100 tonnum meira á næsta ári. Ólíkt því sem gerst hefur á undan- förnum árum þegar afli hefur verið umfram veiðiráðgjöf þá er afli fisk- veiðiársins talsvert undir heildar- ráðgjöfinni. Nú er samkvæmt yfirliti á vef Fiskistofu búið að veiða tæplega 1.700 tonn og vantar því rúm 500 tonn upp á heimildir ársins. Markaðir erlendis fyrir sæbjúgu hafa verið þungir í kórónuveirufar- aldrinum og skýrir það einkum að dregið hefur úr sókn, samkvæmt upplýsingum blaðsins. Besti veiðitím- inn miðað við afla og gæði er á haust- in og fram undir hrygningu vor og sumar, misjafnt eftir svæðum. Út- gerðir hafa í ár haft samvinnu um skipulag og stýringu veiða út frá afla- reynslu til að koma í veg fyrir kapp- hlaup eins og verið hafði árin á undan. Klettur ÍS hefur komið með 456 tonn að landi, Þristur ÍS og Sæfari ÁR 3 um 320 tonn hvor bátur og Eyji NK með rúm 176 tonn svo aflahæstu bátarnir séu nefndir. Mörg undan- farin ár hefur Friðrik Sigurðsson ÁR verið aflahæstur, en á þessu fisk- veiðiári hefur hann komið með 48 tonn af sæbjúgum að landi. Áhersla útgerðarinnar með þann bát hefur verið á netaveiðar á þessu ári. aij@mbl.is Markaðir erfiðir fyrir sæbjúgu - Minni afli - Aug- lýst eftir umsóknum - Ekki kvótasettar Morgunblaðið/Albert Kemp Sæbjúgu Níu bátar hafa stundað veiðar fyrir vestan land og austan.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.