Morgunblaðið - 18.08.2021, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 2021
Flokkur fólksins hefur tilkynnt
hverjir verði oddvitar flokksins í
Norðvestur- og Norðaustur-
kjördæmi fyrir komandi kosningar.
Jakob Frímann Magnússon, Stuð-
maður og athafnamaður, verður
efstur í Norðausturkjördæmi og
Eyjólfur Ármannsson lögfræðingur
efstur í Norðvestur. Listarnir hafa
ekki verið kynntir að öðru leyti.
Í tilkynningu er m.a. haft eftir
Jakobi Frímanni að hann hafi hrif-
ist af stefnumálum Flokks fólksins
þar sem áhersla sé lögð á að útrýma
fátækt og óréttlæti hér á landi. Það
sé sjálfsögð krafa að allir fái lifað
mannsæmandi lífi „í einu af auð-
ugustu samfélögum heims“.
Auk þess að hafa spilað með
Stuðmönnum til fjölda ára hefur
Jakob Frímann m.a. verið sendi-
fulltrúi í utanríkisþjónustunni, setið
á þingi sem varaþingmaður Sam-
fylkingarinnar og gegnt stöðu
framkvæmdastjóra miðborgar-
mála.
Eyjólfur Ármannsson hefur
starfað sem lögfræðingur bæði hér
á landi og í Noregi, m.a. fyrir fjár-
málaráðuneytið, Isavia, Nordea og
DNB. Hann hefur unnið í þjóð-
lendumálum fyrir landeigendur á
Vestfjörðum. Þá er hann formaður
samtakanna Orkan okkar.
Jakob Frímann efstur hjá Flokki fólksins
í Norðaustur og Eyjólfur í Norðvestur
Jakob Frímann
Magnússon
Eyjólfur
Ármannsson
Helga Thorberg
leikkona skipar
efsta sæti Sósíal-
istaflokksins í
Norðvestur-
kjördæmi. Í
næstu sætum
koma Árni Múli
Jónasson, mann-
réttindalögfræð-
ingur og fram-
kvæmdastjóri Þroskahjálpar,
Sigurður Jón Hreinsson, véliðn-
fræðingur og bæjarfulltrúi á Ísa-
firði, og Aldís Schram, lögfræð-
ingur og kennari. Heiðurssætið
skipar Finnur Torfi Hjörleifsson,
lögfræðingur á eftirlaunum.
„Græðgi, taumlaus neysla og
virðingarleysi við móður jörð er á
góðri leið með að útrýma öllu lífi á
jörðinni,“ er haft eftir Helgu Thor-
berg í tilkynningu Sósíalistaflokks-
ins. Listanum er líkt og öðrum stillt
upp af „slembivöldum hópi meðal
félaga flokksins sem unnið hefur
hörðum höndum að því að endur-
spegla sem skýrast vilja grasrótar
flokksins,“ segir í tilkynningu.
Helga efst sósíalista
í Norðvestur
Helga Thorberg
Við lok landsþings Miðflokksins um
síðustu helgi tók ný stjórn til starfa.
Á fyrri hluta landsþings í júní sl.
var kosið til stjórnar af flokks-
mönnum en nú bætast við Gunnar
Bragi Sveinsson, formaður þing-
flokksins, og Þorsteinn Sæmunds-
son, formaður fjármálaráðs.
Aðrir í stjórn eru Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson formaður,
Hallfríður Hólmgrímsdóttir, for-
maður innra starfs, Karl Gauti
Hjaltason, formaður málefnastarfs,
og Bergþór Ólason, formaður upp-
lýsingamála.
Tveir koma nýir inn í
stjórn Miðflokksins
Miðflokkurinn Ný stjórn flokksins að
loknu landsþingi um síðustu helgi.
Fylgi Sósíalistaflokks Íslands eykst
um rúmt prósentustig frá síðustu
mælingu, en nærri sjö prósent segj-
ast myndu kjósa flokkinn færu
kosningar til Alþingis fram í dag.
Þetta kemur fram í nýjasta Þjóð-
arpúlsi Gallup, sem mælir fylgi
stjórnmálaflokka og stuðning við
ríkisstjórnina. Þar segir jafnframt
að litlar breytingar séu á fylgi ann-
arra flokka frá því sem var í júlí,
eða á bilinu 0,2-1,5 prósentustig.
Þær séu því ekki tölfræðilega
marktækar.
Tæplega 25% segjast myndu
kjósa Sjálfstæðisflokkinn, liðlega
14% Vinstri-græna, hátt í 13% Pír-
ata, rúmlega 11% Samfylkinguna,
rösklega 10% Framsóknarflokkinn,
liðlega 9% Viðreisn, nærri 7% Mið-
flokkinn, liðlega 4% Flokk fólksins
og 0,6% Frjálslynda lýðræðisflokk-
inn. Ríkisstjórnarflokkarnir þrír
njóta því samanlagt um 49% fylgis.
Rúmlega 12% taka ekki afstöðu
eða vilja ekki gefa hana upp og lið-
lega 8% segjast myndu skila auðu
eða ekki kjósa. Tæplega 58% þeirra
sem taka afstöðu segjast styðja rík-
isstjórnina.
Spurt var í könnun Gallup: „Ef
kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða
flokk myndir þú kjósa? En hvaða
flokkur yrði líklegast fyrir valinu?
Hvort er líklegra að þú kysir Sjálf-
stæðisflokkinn eða einhvern hinna
flokkanna? Styður þú ríkisstjórn-
ina?“
Fylgi stj́órnmálaflokkanna breytist lítið
Páll Matthíasson, forstjóri Landspít-
ala, og Már Kristjánsson yfirlæknir
skiluðu minnisblaði til heilbrigðis-
ráðherra í fyrradag um stöðu mála á
spítalanum í fjórðu bylgju faraldurs-
ins.
Sjúklingum sem liggja inni á spít-
alanum vegna Covid-19 hefur fækk-
að um þrjá á milli daga. Nú liggja 27
inni, 21 á bráðalegudeildum og er
þriðjungur þeirra óbólusettur. Stað-
an á gjörgæslu er sú sama en þar eru
sex sjúklingar, fimm eru bólusettir.
Fimm eru nú í öndunarvél og fjórir
þeirra bólusettir. Þá hefur virkum
smitum fækkað um ellefu frá því í
fyrradag en 1.162 eru nú í eftirliti,
þar af 233 börn. Fjórir sjúklingar
eru metnir rauðir og 38 einstakling-
ar gulir og þurfa nánara eftirlit. Alls
hafa 77 sjúklingar lagst inn á spít-
alann í fjórðu bylgjunni.
Heimild: covid.is kl. 11.00 í gær
103 ný innan-
landssmit
greindust sl. sólarhring
927 einstaklingar eru
í skimunarsóttkví
2.244 einstaklingar
eru í sóttkví
2020 2021
Einstaklingar undir eftirliti Covid-göngudeildar LSH
150
125
100
75
50
25
0
9.682 staðfest smit
alls
Fjöldi innanlandssmita frá 28. febrúar 2020
106 100
1.162 einstaklingar
eru undir eftirliti
Covid-göngudeildar LSH
38 af þeim sem
eru undir eftir-
liti flokkast sem gulir*
77 hafa alls lagst inn á
LSHmeð Covid-19
í fjórðu bylgju faraldursins
Um þriðjungur
þeirra óbólusettir
Um tveir þriðju bólusettir
4 flokkast
sem
rauðir**
27 sjúklingar eru inniliggjandi
á LSHmeð Covid-19
21 sjúklingur er innilagður
á bráðalegudeild
6 eru á gjörgæslu,fimm þeirra
þurfa öndunarvélastuðning
Heimild: LSH
kl. 13 í gær
*Aukin einkenni Covid-19. **Alvarlegri einkenni, s.s. mikil andþyngsli og hár hiti.
30. júlí 2021
154 smit
Landspítali skilar
inn minnisblaði
- Sjúklingum fækkar á milli daga
2021 ALÞINGISKOSNINGAR
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
Dekton þolir mikinn hita. Það má setja heita potta og pönnur
beint á steininn án þess að eiga það á hættu að skemma hann.
Dekton er algjörlega öruggt gagnvart blettum.
Blettaþolið SýruþoliðHögg- og
rispuþolið
HÁTT
HITAÞOL
Við framleiðum lausnir
Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is
BÍLASTÆÐALAUSNIR
Kantsteinarnir Langhólmi og Borgarhólmi
einfalda merkingu bílastæða
og afmörkun akstursleiða