Morgunblaðið - 18.08.2021, Blaðsíða 10
Land
tækifæranna
Sjálfstæðismenn eru eindregið hvattir
til að taka þátt í málefnastarfi flokksins.
Í dag og á morgun standa málefnanefdir flokksins fyrir
opnum fundum þar sem flokksmönnum gefst kostur á að
ræða og gera tillögur um áherslur flokksins í aðdraganda
kosninga.
Fundirnir verða haldnir í Valhöll en jafnframt verður hægt að
taka þátt á Zoom forritinu.
Velferðarnefnd
Fjárlaganefnd
Utanríkismálanefnd
Atvinnuveganefnd
Efnahags- og viðskiptanefnd
Umhverfis- og samgöngunefnd
Allsherjar- og menntamálanefnd
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd
Taktu þátt í að móta stefnu Sjálfstæðisflokksins
17:00-18:30 17:00-18:30
Nánari upplýsingar á xd.is
Miðvikudagur, 18. ágúst Fimmtudagur, 19. ágúst
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 2021
Óli Björn segir að vissulega megi
finna margt, sem betur mætti fara,
en fráleitt sé að tala um sveltistefnu
í því samhengi. Hins vegar þurfi að
ræða ráðstöfun fjármunanna betur
og þar hljóti sjónir manna að beinast
sérstaklega að hlutverki Sjúkra-
trygginga.
Þrátt fyrir að Helgu Vöku og Óla
Björn greini á um ýmislegt varðandi
fjármögnun heilbrigðiskerfisins er
samhljómur hjá þeim um að taka
þurfi rekstur heilbrigðiskerfisins til
endurskoðunar. Þar megi ótalmargt
betur fara, bæði hvað varðar skipu-
lag þess og innri rekstur. Varla kem-
ur þó á óvart að áherslur þeirra voru
um margt ólíkar.
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Heilbrigðismálin verða að líkindum
stóra málið í komandi kosningabar-
áttu. Það er samdóma álit þeirra
Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns
Samfylkingarinnar og formanns vel-
ferðarnefndar Alþingis, og Óla
Björns Kárasonar, þingmanns Sjálf-
stæðisflokksins og formanns efna-
hags- og viðskiptanefndar, en þau
eru gestir Dagmála Morgunblaðs-
ins, streymis á netinu, sem opið er
öllum áskrifendum.
Þau minna á að heilbrigðismálin
séu stóreflis málaflokkur öll ár og ei-
líft viðfangsefni stjórnmálanna. Af
augljósum ástæðum séu þau þó fyr-
irferðarmeiri nú en yfirleitt, en þar
komi fleira til sögunnar en heimsfar-
aldurinn. Helga Vala segir að pottur
sé víða brotinn, sem megi að miklu
leyti rekja til „sveltistefnu Sjálf-
stæðisflokksins“ og áherslu rík-
isstjórnarinnar í heilbrigðismálum.
Morgunblaðið/Hallur
Dagmál Þingmennirnir Óli Björn Kárason og Helga Vala Helgadóttir ræða
heilbrigðismálin, sem þau segja bæði að verði stóra kosningamálið í haust.
Heilbrigðiskerfið
kosningamálið
- Rétt að endurskoða kerfið í heild
Útlit er fyrir að lundapysjuárgang-
urinn sé óvenju stór í ár en fjöldi
pysja sem skráðar hafa verið hjá
pysjueftirlitinu í Vestmannaeyjum
er á þriðja þúsund og enn á uppleið.
Erpur Snær Hansen, forstöðu-
maður Náttúrustofu, segir að heild-
arstofninn sé enn sem komið er
töluvert minni en hann var fyrir
fimmtán árum. Hann hefur minnkað
um 44 prósent á þessari öld en í ár
minnkar stofninn minna en áður.
Pysjurnar eru talsvert þyngri í ár
en þær hafa verið síðustu ár. Skýr-
ist það af því að ætíð er meira og
aðgengilegra en það hefur verið.
Ljósátan hefur verið í miklum
blóma með hörfandi makríl og held-
ur hún til nær landi svo lundinn
þarf ekki að ferðast jafn langt til að
færa ungum sínum æti. Í ár virðist
einnig sem sandsílin hafi tekið við
sér. Eru þau enn næringarmeiri en
ljósátan, sem lundinn hefur lifað á
síðustu ár.
Það sem hefur reynst sílunum
erfitt er hækkandi sjávarhiti og
síðbúinn þörungablómi.
Þyngsta pysjan sem mælst hefur
í ár er 462 grömm og líklega sú
þyngsta frá upphafi mælinga. Erp-
ur bendir á að lífslíkur pysja sem ná
yfir 300 grömmum séu fimmfalt
meiri en þeirra sem vega aðeins 250
grömm. Hann býst því við litlum
sem engum afföllum úr þessum
pysjuárgangi í vetur. Það munu þó
líða fimm ár þangað til pysjurnar
sem fæðast núna koma sem nýliðar
inn í varpstofninn, enda verða pysj-
ur ekki kynþroska fyrr en fimm ára.
Gígja Óskarsdóttir er umsjónar-
maður pysjueftirlitsins í Vest-
mannaeyjum. Hún segir að pysju-
tímabilið sé vanalega um sex vikna
langt og því reikni þau með að
toppnum sé ekki náð. Miðað við at-
huganir Náttúrustofu fyrr í sumar
gerir hún ráð fyrir að pysjurnar
verði í kringum 7.000 í lok tímabils-
ins, þótt ekkert sé öruggt í þeim
efnum.
Pysjurnar virðast vera komnar á
kreik á réttum tíma í ár en frá árinu
2015, þegar lundastofninn byrjaði
að taka við sér á ný, hafa þær oftast
verið að koma fram í byrjun sept-
ember. Sú staðreynd sýni fram á að
nóg sé af æti en það endurspeglast
líka í þyngd pysjanna.
Áður tók Pysjueftirlitið í Vest-
mannaeyjum við pysjum sem fólk
fann, vigtaði þær, vængmældi og
skrásetti, en vegna kórónuveiru-
faraldursins var horfið frá því fyrir-
komulagi og fólk sér nú um að vigta
pysjurnar sjálft og skrá þær inn í
gagnagrunn pysjueftirlitsins á net-
inu. Gígja segir að það líti út fyrir
að þetta sé þægilegra fyrir alla og
því verður áfram stuðst við þetta
fyrirkomulag. thorab@mbl.is
Pysjurnar feitari og fyrr á ferðinni í Eyjum í ár
- Stofninn minnk-
ar minna en áður
Frelsi Þegar búið er að vigta og skrásetja pysjurnar er þeim hleypt út á haf.Fundir Hér má sjá tvær ungar Eyjastúlkur halda á pysjum sem þær fundu.
Menning Hér má sjá krakka á öllum aldri búa sig undir að sleppa pysjunum.
Reynsla Gott að setja upp hanska.