Morgunblaðið - 18.08.2021, Page 16

Morgunblaðið - 18.08.2021, Page 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 2021 ✝ Ingibjörg Björnsdóttir fæddist 6. ágúst 1936 í Reykjavík. Hún lést á líkn- ardeild Landspít- alans á 85 ára af- mælisdaginn sinn, 6. ágúst 2021. For- eldrar hennar voru Halldóra V. Guð- mundsdóttir versl- unarkona og hús- móðir, f. 5.10. 1906 í Neðra-Haganesi í Fljótum, d. 14.10. 1985, og Björn L. Jónsson veðurfræðingur og læknir, f. 4.2. 1904 á Torfalæk í A- Húnavatnssýslu, d. 15.9. 1979. Bræður Ingibjargar eru óskírð- ur bróðir, f. og d. 12. júní 1942, og Guðmundur Björnsson verk- fræðingur, f. 13. desember 1945. Ingibjörg giftist 31. desem- ber 1957 Viðari Kornerup- Hansen búfræðingi og versl- unarmanni, f. 21.6. 1934, d. 1959, Ragnhildur Magnúsdóttir læknir, f. 17.4. 1965, og Mar- grét Magnúsdóttir, f. 2.4. 1969, d. 20.6. 1979. Barnabörn Ingibjargar og Magnúsar eru 26 og barna- barnabörnin eru orðin 23, það yngsta fæddist nokkrum dögum eftir lát Ingibjargar. Ingibjörg var gagnfræðingur frá Gagnfræðaskóla Austur- bæjar 1953, nam tónmennt og fiðluleik við Tónlistarskólann í Reykjavík í tíu ár og sótti hús- mæðraskóla í Danmörku. Hún söng í ýmsum kórum og söng- hópum, m.a. frá 1971-1975 með Söngsveitinni Fílharmóníu und- ir stjórn Róberts A. Ottóssonar og sat þá í stjórn kórsins en tón- list var Ingibjörgu hjartfólgin og fylgdi henni alla tíð. Hún vann á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur í fjögur ár, eitt ár sem ritari á Búreikningaskrif- stofu danska ríkisins en frá árinu 1972 í fjármálaráðuneyt- inu hér á Íslandi, fyrst sem rit- ari en frá 1979 sem deild- arstjóri og ritari fjármálaráðherra til starfsloka árið 2006. Útför Ingibjargar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 18. ágúst 2021, klukkan 13. 3.10. 2012. Þau skildu. Þeirra börn eru Halldóra Við- arsdóttir lífeinda- fræðingur, f. 10.12. 1958, gift Jóhanni Úlfarssyni, Kristín Ingu Viðarsdóttir bókmenntafræð- ingur, f. 15.11. 1960, gift Timothy Hercules Spanos, og Björn Leví Við- arsson verslunarmaður, f. 24.6. 1962. Ingibjörg giftist 19. desem- ber 1975 Magnúsi Ingimarssyni hljómlistarmanni og prentara, f. 1.5. 1933, d. 21.3. 2000. Börn hans og stjúpbörn Ingibjargar eru Einar Ingi Magnússon sál- fræðingur, f. 6.10. 1953, kvænt- ur Sigrúnu Guðmundsdóttur, Gunnar Magnússon, f. 28.3. 1955, Sigrún Greta Magn- úsdóttir skrifstofustjóri, f. 19.5. 1957, gift Jóni Helgasyni, Ása Magnúsdóttir fulltrúi, f. 18.4. Elsku mamma. Þú minntir okkur á hringrás lífsins, á gleðina og þakklætið og líka á hverfulleikann þegar þú kvaddir okkur á 85 ára afmæl- isdaginn þinn. Við fögnuðum líf- inu þínu eina stundina og grétum þig þá næstu, en 6. ágúst er og verður samt alltaf fyrst og síðast hamingjudagur í okkar huga. Við erum sannfærð um að þú hafir valið þennan dag til að fara, það var auðvitað þér líkt að halda um stjórnartaumana alveg til hinstu stundar og sjá til þess að við munum að það er lífið sem sigrar og að jákvæðnin er alltaf sterk- asta vopnið. „Það er alveg óhætt að halda áfram að fagna lífsundrinu“ segir í ljóðinu „Grunnstaðreynd“ eftir Sigurð Pálsson og það er ekki erfitt að sjá þig fyrir sér segja þessi orð. Þú fórst ekki varhluta af erfiðleikum og þurftir að tak- ast á við djúpa sorg en það voru lífsgleði, kraftur, kærleikur og lifandi áhugi á fólki og samfélagi sem voru þín aðalsmerki. Þú sagðir oft að þú kynnir ekki að láta þér leiðast og hafðir alltaf eitthvað fyrir stafni, hvort sem það var að þræða tónleika, lesa eða hlusta á bækur fram undir morgun þegar þú hafðir loksins tímann til þess eftir að þú hættir í krefjandi starfi, fylgjast með þjóðmálum, horfa á Barnaby eða fræðsluefni um mörgæsir sem þér fannst stórkostleg dýr, skrifa, eða hitta og vera í sam- bandi við þína mörgu vini og stóru fjölskyldu. Þú laðaðir að þér fólk hvar sem þú fórst. Við vorum svo heppin að eiga þig ekki bara að mömmu og besta bakhjarli sem nokkur get- ur óskað sér heldur líka að trún- aðarvini sem hlustaði alltaf og dæmdi ekki þótt þú værir ekki alltaf sammála og við gætum al- veg tekist á. Það er skrítið og sárt að geta ekki lengur tekið upp símann eða komið við á Kópavogsbrautinni til að spjalla um heima og geima, sækja í viskuna þína eða bara hlæja og fíflast saman. Við munum alltaf sakna þín en vitum að minning- arnar um dillandi hláturinn þinn og þínar hlýju og mjúku hendur munu lifa með okkur. Fyrir okk- ur eru allir þínir tónar bjartir. Þín börn, Halldóra, Kristín Inga og Björn Leví. Mig langar að minnast tengdó, eins og ég kallaði hana alla tíð. Mín fyrstu skref inn í fjölskyld- una voru í afmæliskaffi Magnús- ar, þar sá ég fyrst hvað hún var mikil fjölskyldumanneskja og þótti vænt um sitt fólk. Þegar við Dóra eignuðumst börn var ekki nema sjálfsagt að þau fengju að gista hjá ömmu og afa á Hjarðarhaganum og helst af öllu vildi tengdó hafa öll barna- börnin í einu. Oft var fjör og þessir krakkar halda vel saman í dag. Þau Magnús héldu okkur börnunum sínum líka saman með matarboðum og hjálpsemi á allan hátt og ég er þakklátur fyrir að vera hluti af þeirra skemmtilega hópi. Við tengdó áttum okkar sam- eiginlegu áhugamál, fjölskyldu- málin og ást á mat sem segja má að komi beint úr fornleifafræð- inni. Þar má telja hrossabjúgu, harðfisk, skötu og þorramat. Ég komst snemma að því að rjúpur voru henni hjartans mál og fyrir nokkrum árum kenndi hún mér loks að hamfletta því ég vildi læra handtökin af henni. Elda- mennskan tókst það vel að hún sagði við mig: „Mikið er þetta gott hjá þér, Jói minn.“ Það er toppeinkunn. Fyrir nokkrum árum fórum við saman að þeim stöðum sem hún elskaði mest, Fljótunum og Torfalæk. Við byrjuðum á að stoppa við Kaupfélag Fljóta- manna í Neðri-Haganesvík og síðan á Grindli hjá frændfólki. Loks lá leiðin í Austur-Húna- vatnssýslu að Torfalæk en lengi vel hélt ég að hún væri bara það- an, við hlógum oft að þeim mis- skilningi. Þetta var frábær ferð á ættarslóðir hennar. M.a. sagði hún mér sögu af föður sínum, sem mér finnst svo góð að ég nefni hana hér. Þegar þau fjöl- skyldan voru á ferðinni norður að Torfalæk stoppaði hann við ána sem skilur að Austur- og Vestur- Húnavatnssýslur, tók út kúst og þvoði bílinn, vildi ekki hafa skít- inn úr vestursýslunni á honum austur yfir. Ég er ríkur að vera samferða fólki eins og hún tengdó mín var. Hún hafði yndislega nærveru og sýndi öllu því sem við Dóra og börnin sýsluðum áhuga. Við pössuðum alltaf að taka myndir á ferðum okkar og setja á Facebo- ok svo hún hefði innsýn í ferða- lögin, sögðum svo „þetta er fyrir ömmu“ og hún lækaði hverja mynd og skrifaði athugasemdir við margar. Áhugi hennar á sínu fólki var sannur og trúr. Minni Ingibjargar á menn og málefni var ótrúlegt, hún þekkti alla með nafni og gat sagt alls konar sögur. Hún var víðlesin og hafði m.a. mikinn áhuga á ævisögum. Eftir að hún varð áskrifandi að Storytel var hlust- að langt fram á nætur og magn- ið sem hún komst yfir var ótrú- legt. Barnabörnin hafa misst mik- ið, einn dyggasta aðdáanda sinn og velgjörðarmann, ömmu sem sýndi þeim mikinn áhuga og sýndi væntumþykju sína svo vel. Ég sendi þeim dýpstu samúðar- kveðjur. Við þessi eldri reynum að halda merki hennar á lofti og eitt er víst að 6. ágúst verður há- tíðardagur í fjölskyldunni um ókomin ár. Ég get ekki kvatt tengdó án þess að nefna trú okkar beggja á Sumarlandið. Hún var sannfærð um að þar myndi hún hitta Magnús sinn og eiga með honum eilífðina. Því trúi ég líka og er sannfærður um að við hittumst á ný. Góða ferð í Sumarlandið, elsku tengdó, takk fyrir að vera þú. Þinn tengdasonur, Jóhann Úlfarsson. Nú hefur hún elsku Inga okk- ar allra lokið ævistarfi sínu með sóma og gengið í faðm hans Magnúsar síns, pabba okkar, eins og hún ætlaði sér, en hún syrgði hann alla tíð. Þau voru af- ar samhent hjón en hann lést langt um aldur fram. Allt breyttist þegar Inga kom inn í líf pabba. Hún umvafði okk- ur, börnin hans, hlýju og tók á móti okkur sem sínum eigin þótt á unglings- og fullorðinsaldur værum komin. Við kynntumst líka pabba betur því nú urðu heimsóknir tíðari og þegar fjöl- skyldan stækkaði tóku jólaboðin á sig ógleymanlegan blæ. Inga og pabbi lögðu nefnilega nótt við dag í að undirbúa jólahátíðina af einstakri snilld með alls konar uppákomum fyrir barnabörnin. Sérstaklega má nefna þegar pabbi settist við píanóið og spil- aði af fingrum fram með allan skarann allt um kring sem söng hástöfum. Einnig þegar spurn- ingakeppni var háð en þá reyndi oft á snerpu til að finna upplýs- ingar ef svarið skorti. Spurning- arnar voru nefnilega þannig að allir gátu tekið þátt í leiknum eins og t.d. hversu margar skáp- hurðir væru í eldhúsinu hennar ömmu eða hvert væri bílnúmerið hans afa o.s.frv. Að auki voru svo orðaleikir og hinar ýmsu sögur skáldaðar um fjölskylduna. Þess- ar ógleymanlegu minningar hlýja manni um hjartarætur, alltaf glaumur og gleði. Það var sérstakt og jafnvel einstakt við margar veislurnar að Soffíu Valgerði, móður okkar Magnúsarbarna, var oft boðið með í gleðskapinn. Þarna var þroskað fólk saman komið og ekki síst fyrir tilstilli Ingu sem byggði upp vináttu í kringum börnin sín þannig að öll stórfjöl- skyldan náði að vera saman. Inga var alltaf svo skilningsrík og átti svo auðvelt með að setja sig í spor annarra, var góður hlustandi, jákvæð og afar skyn- söm í allri ákvarðanatöku og ráðagóð. Að auki hafði hún gott skopskyn, var mikill húmoristi, glaðlynd, hláturmild og hafði ein- staklega þægilega og innilega nærveru. Þakklæti er okkur efst í huga fyrir að hafa átt hana að, því betri stjúpu og stjúptengdamömmu er ekki hægt að hugsa sér. Hennar er sárt saknað. Hvíl í friði, elsku Inga okkar allra. Sigrún og Einar Ingi. Elsku amma Inga. Góðu minningarnar eru svo ótal margar og erfitt að koma þeim í orð. Við erum þakklát fyr- ir ástina sem þú gafst okkur og þína hlýju nærveru. Þú elskaðir innilega að vera amma okkar og við höfum alltaf fundið það. Það er svo margt sem við mun- um sakna og svo margt sem við eigum þér að þakka. Margar af okkar uppáhalds æskuminning- um tengjast heimsóknum til þín. Við frændsystkinin öll saman liggjandi á dýnum á stofugólfinu. Bíltúrar í græna Golfinum, leigja spólur, ömmuspagettí og íspinn- ar í eftirrétt. Göngutúrar í ísbúð- ina eftir að hafa leikið okkur úti í garði allan daginn. Þú að skamma okkur fyrir að fara í koddaslag því þá þyrlaðist rykið út um allt. Takk fyrir að ala okk- ur upp með kærleik, umburðar- lyndi og fjölskylduna að leiðar- ljósi. Vegna þín erum við öll náin og fyrir það erum við þakklát. Við erum heppin að hafa fengið þessar samverustundir með þér og munum búa að þeim alla tíð. Þú varst líka alltaf til staðar fyrir okkur á fullorðinsárunum og fylgdist vel með því sem hvert og eitt okkar tók sér fyrir hend- ur. Þú varst svo einlæg og opin og vildir okkur alltaf það besta. Sýndir tæran áhuga á okkur og okkar lífi. Takk fyrir að vera ekki bara besta amma í heimi, heldur líka besta vinkona sem hugsast getur. Alltaf svo glæsileg, full af húmor og hlýju. Það verður skrítið að geta ekki lengur farið í heimsókn til þín til að drekka kaffi og spjalla um lífið og til- veruna. Fá svo kveðjuorðin sem alltaf komu: „farðu varlega“. Við fengum öll að deila jólum með þér í seinni tíð og þegar kom að því að opna pakkana var aug- ljóst hve margir elskuðu þig og hugsuðu til þín. Það var eins og þú fengir endalausa pakka, allir vildu gefa þér gjöf og sýna þér þakklæti. Við munum sakna þess að heyra þig hlæja þegar þú opn- ar gjafirnar og dásama matinn, ekki síst ef rjúpa var á boðstól- um. Við vitum hversu stolt þú varst af okkur barnabörnunum og hversu rík þér fannst þú vera að eiga okkur. Við vonum að þú vitir líka hvað við erum öll þakklát fyrir þig og hvað þú ert okkur mikil fyrirmynd. Þú bjóst yfir svo einstakri og aðdáunarverðri hlýju, smitandi lífsgleði og varst svo dugleg að minna á fegurðina í hinu smáa. Við erum öll betri manneskjur fyrir að hafa notið þess að eiga þig að. Þú átt stóran stað í hjörtum okkar elsku amma og við söknum þín endalaust. Nú ertu komin í sumarlandið og við vitum að þar passið þið afi vel upp á hvort annað. Við minnumst þín með ævarandi ást og söknuði, en í söknuðinum liggur engin eft- irsjá því í minningunum um þig er ekki feilnótu að finna. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið okk- ur og Guð geymi þig, elsku amma okkar. Þín barnabörn, Sindri, Jónína Ósk, Örv- ar, Þórir, Viðar, Védís, Ingibjörg, Sigurður, Andri, Bergur. Við andlát Ingibjargar systur og míns besta vinar lýkur 76 ára samveru og vinskap hér á jörðu. Stóra systir, eins og ég kallaði hana, var níu árum eldri en ég, brósi, eins og hún kallaði mig, en á milli okkar var bróðir sem lést við fæðingu. Þrátt fyrir aldurs- mun vorum við góðir vinir. Hún var þó oft pirruð á brósa sem átti það til að trufla þegar vinir henn- ar voru í heimsókn eða væla svo hún varð að taka hann með í bíó- ferðir. Á móti var brósi ekki glað- ur þegar hún æfði sig á fiðluna. Þótti tónlistin og hljóðfærið öm- urleg og hlógum við oft að þessu síðar. Ingibjörg var músíkölsk, gekk vel í fiðlunámi en hætti þegar hún giftist ung og flutti til Köben. Hún var líka ritfær og átti auð- velt með að setja saman texta. Við rituðum saman nokkrar minningargreinar og verkaskipt- ing ætíð sú sama. Hún skrifaði greinina og ég samþykkti. Engin vandamál þar. Við systkinin vorum í góðu sambandi alla tíð og við Magnús vorum líka miklir vinir og einnig Ingibjörg og Vilborg. Við hitt- umst reglulega á heimilum okk- ar, borðuðum góðan mat með góðu víni og skemmtum okkur saman. Við áttum líka góðar stundir í sumarbústöðum og víð- ar þótt við ferðuðumst ekki oft saman. Fórum þó á æskuslóðir pabba á Torfalæk í A-Húna- vatnssýslu og til útlanda bæði áð- ur og eftir að Magnús dó. Nýlega fórum við systkinin svo á æsku- slóðir mömmu í Fljótum þar sem við hittum yndislegt frændfólk. Fyrir stuttu las ég drög að æviminningum sem Ingibjörg setti á blað en náði ekki að klára. Þar segir hún m.a.: „Milli mín og Guðmundar ríkir einlæg ást og umhyggja og við myndum verja hvort annað fyrir öllum heimsins áhyggjum ef við mögulega gæt- um. Við elskum hvort annað skil- yrðislaust, sem betur fer.“ Þann- ig lýsir elsku systir sambandi okkar á sinn yndislega hátt sem er lýsandi fyrir hana. Ingibjörg vann í fjármálaráðu- neytinu í 36 ár, lengst af sem deildarstjóri og ritari ráðherra. Hún sinnti starfi sínu af trú- mennsku, fagmennsku og dugn- aði, ávann sér virðingu og var mikils metin. Ingibjörg var heilsteypt, já- kvæð, góð og falleg kona. Alltaf brosandi, mikil félagsvera og hafði yndi af því að vera með fólki og skemmta sér. Hún var ekki fyrir að trana sér fram en fólk laðaðist að henni. Aldrei heyrði ég hana kvarta, ekki heldur þeg- ar hún veiktist og séð var hvert stefndi. Jákvæðnin og góða skap- ið voru á sínum stað. Hún vissi hvað hún vildi og stjórnaði ferð- inni til síðasta dags. Hún hafði skoðanir á hlutunum og fór ekki leynt með þær. En þótt henni lík- aði ekki alltaf skoðanir eða fram- koma annarra heyrði ég hana aldrei hallmæla fólki. Ingibjörg átti stóran vinahóp æsku- og vinnufélaga og var mjög frænd- rækin. Hún var þó fyrst og fremst góð eiginkona, móðir, amma og langamma. Hún átti mestan þátt í því að sameina sína fjölskyldu og Magnúsar og hélt alla tíð þétt utan um sitt fólk. Ég, mín fjölskylda og Vilborg sendum ykkur Dóra, Stína og Bjössi og stórfjölskyldunni allri dýpstu samúðarkveðjur. Elsku systir, við þökkum þér innilega fyrir vinskapinn og ást- úðina. Við söknum þín mikið, minning þín mun alltaf lifa með okkur. Guðmundur brósi. Hún Stóra frænka, eins og hún kallaði sig, kvaddi okkur hinsta sinn á sínum áttugusta og fimmta afmælisdegi. Vart er hægt að hugsa sér að kveðja dyra í höll Sumarlandsins á tignarlegri hátt. Líkaminn var saddur lífdaga og andinn viðurkenndi það af því raunsæi til lífsins sem flest okkar sem eigum tengsl við sveit og náttúru þekkjum og virðum. Ingibjörg átti sterkar og djúp- ar rætur hér á Torfalæk, skírð í höfuð ömmu okkar og alnöfnu sinnar, var aðeins fimm ára þeg- ar amma dó og rifjaði oft upp hve það var sárt. Hún átti hér marg- ar sumarstundir í sveitinni með foreldrum sínum og bróður um miðja síðustu öld. Þessi samvera og tengsl í æsku urðu grunnur að traustri vináttu sem entist til loka og hún var eljusöm að rækta hin síðari ár með bréfum og símtölum. Nú er hláturmilda röddin hljóðnuð og aðeins ljúf minning. Ingibjörg eignaðist tvær fjöl- skyldur og örugglega hefur oft reynt á þolinmæði og þraut- seigju eins og vera ber í stórum fjölskyldum. Hún hafði bæði eig- inleika og frumkvæði til að skapa eina stórfjölskyldu úr þessum hópum. En hún eignaðist líka aðra og óvenjulegri fjölskyldu, því í störfum sínum um langt árabil var hún einkaritari um 15 fjár- málaráðherra. Hún sagði mér að það hefði stundum verið snúnara að hafa stjórn á þeim en öllum börnunum og líka að margir af þeim héldu ennþá góðum tengslum við hana. Við Stóra frænka áttum í ný- liðnum maímánuði langa sam- verustund á heimili hennar. Sennilega fundum við bæði að það yrði sú hinsta hérna megin Sumarlandsins. Við Ella og Jón bróðir sendum öllum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu þína kæra frænka. Jóhannes Torfason. Það er með miklum trega að ég kveð frænku mína og kæra vinkonu Ingibjörgu Björnsdótt- ur, sem andaðist á 85 ára afmæl- isdegi sínum, hinn 6. ágúst. Nafnið fengum við Ingibjar- girnar frá ömmu okkar Björns- dóttur, húsfreyju á Torfalæk. Það voru ekki margar stelpurnar sem fæddust inn í Torfalækjar- fjölskylduna af okkar kynslóð og aðeins tvær bárum við nafn ömmu okkar. En það var ekki bara Ingibjargarnafnið sem tengdi okkur frænkurnar. Vin- skapur var alla tíð mikill á milli foreldra okkar, bræðranna Björns L. og Jónasar B., og einn- ig mæðra okkar, Halldóru og Guðrúnar. Á milli þeirra ríkti vinátta og trúnaðartraust sem síðan gekk í arf. Áður en faðir minn kvæntist var hann tíður gestur á Mána- götunni og myndaðist þá streng- ur milli hans og litlu frænkunn- ar, strengur sem aldrei slitnaði. Þegar Ingibjörg steig sín fyrstu skref í atvinnulífinu þá var það undir handarjaðri frænda síns, og þegar hann eignaðist sín börn var hún mætt til að passa. Það kom svo í minn hlut að passa hennar börn og var ég eitt sumar í vist hjá þeim Ingibjörgu og Við- ari á Hvanneyri þar sem þau bjuggu þá. Minningar mínar frá þessum tíma eru bjartar. Þegar leið á æviskeið okkar varð aldursmunurinn smám saman að engu. Stóra systir sem hún áður var í mínum huga varð nú bara systir. Þannig töluðum við saman öll hin síðari ár. Fyrir nokkru keypti ég rós í garðinn minn. Rósina valdi ég af kostgæfni. Ég vildi fegurstu rós sem völ væri á. En eins og stund- um gerist náði rósin sér ekki á strik og virtist ekki ætla að ná að springa út. Þar til að upp rann 6. ágúst, þá var sem rósin vaknaði til lífsins, hún sprakk út og breiddi úr sér. Það var engu lík- ara en hún væri að láta mig vita að minningin um Ingibjörgu frænku mína mun alltaf vera nærri, lifandi eins og rósin sem vaknaði á því augnabliki sem hún kvaddi. Blessuð sé minning hennar. Öllu hennar fólki sendum við Guðmundur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ingibjörg Jónasdóttir. Ingibjörg Björnsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.