Morgunblaðið - 18.08.2021, Qupperneq 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 2021
✝
Steingrímur
Hálfdanarson
fæddist 13. apríl
1949 á Vattarnesi
við Reyðarfjörð.
Hann varð bráð-
kvaddur á heimili
sínu í Hafnarfirði
6. ágúst 2021.
Foreldrar hans
voru Guðbjörg
Daníelsdóttir, f.
16.2. 1915 á Kol-
múla við Reyðarfjörð, d. 1.1.
2000, og Hálfdan Þorsteinsson,
f. 27.9. 1904 á Vattarnesi við
Reyðarfjörð, d. 22.7. 1981.
Steingrímur var fimmti af
sex systkinum; Guðný, f. 26.2.
1934, d. 13.6. 2019, Helena, f.
23.6. 1935, d. 22.4. 2014, Sig-
urbjörg, f. 30.7. 1942, d. 10.3.
2007, Þorsteinn, f. 12.10. 1945,
og Daníel, f. 2.8. 1954.
Hann kvæntist 4.5. 1974 Jó-
hönnu Þórunni Ingimarsdóttur
kennara, f. 18.12. 1947. For-
eldrar hennar voru María
Hannesdóttir, f. 5.4. 1902, d.
störf við fjarskiptastöðina í
Gufunesi og vann þar allan
sinn starfsferil eða frá 1969
fram til starfsloka árið 2019.
Hann sótti fjölda námskeiða og
ráðstefna um fjarskipti og
starfaði í alþjóðlegum nefndum
varðandi flugfjarskipti á
Norður-Atlantshafinu, meðal
annars var hann í miklum sam-
skiptum við félaga sína á Ír-
landi.
Allt frá barnæsku var Stein-
grímur mikill íþróttamaður og
æfði bæði handbolta og fót-
bolta og var mikill keppn-
ismaður. Hann spilaði með
meistaraflokki Hauka í fótbolta
fram yfir þrítugt sem þótti gott
á þeim tíma.
Hann tefldi og spilaði mikið
á spil alla tíð og var í hópi með
félögum sínum sem spiluðu
brids á veturna. Hann spilaði
golf síðustu þrjá áratugina með
ýmsum hópum í Keili. Útförin
fer fram frá Fossvogskirkju í
dag, 18. ágúst 2021, klukkan
15. Vegna aðstæðna í þjóð-
félaginu er útförin aðeins fyrir
nána ættingja og vini en
streymt verður frá útförinni á:
https://bit.ly/3CLtx8d
Virkan hlekk á streymið má
finna á:
https://mbl.is/andlat
4.6. 1992, og Ingi-
mar Magnús
Björnsson, f. 5.7.
1904, d. 14.2. 1967.
Þau eignuðust
tvær dætur: Maríu
Hlín tölvunar-
fræðing, f. 17.1.
1974, sonur hennar
er Sindri Máni Jón-
asson, f. 4.9. 2004;
og Hönnu Stein-
unni atferlis-
fræðing, f. 15.2. 1981, gift Eyj-
ólfi Daníel Jóhannssyni
vélsmiði, f. 20.4. 1979, og eru
synir þeirra Hilmir Snær, f.
30.12. 2010, og Ísak Elí, f.
14.10. 2015.
Steingrímur og Jóhanna
bjuggu lengst af í Grafarvogi
þar sem þau byggðu sér hús
1984 í Logafold 168. Þau skildu
í nóvember 2015. Síðustu árin
bjó Steingrímur í Hafnarfirði.
Steingrímur útskrifaðist úr
Flensborgarskólanum og gekk í
Loftskeytaskólann. Eftir að
hafa lokið prófi þaðan hóf hann
Í dag kveðjum við pabba okkar
sem fór allt of fljótt og okkur
langaði því að minnast hans stutt-
lega.
Pabbi var góður pabbi. Sem
vaktavinnumaður var hann til
staðar á ólíkum tímum sólar-
hringsins sem gerði það að verk-
um að samverustundir við hann
gátu verið að morgni, um miðjan
dag eða kvöldi, allt eftir því
hvernig vaktaplanið og svefnrút-
ínan var. Okkur systrum er til að
mynda minnisstætt að ef hann
var heima í hádeginu á virkum
degi þá eldaði hann gjarnan gell-
ur handa okkur. Hann kenndi
okkur á skíði þó svo hann kynni
ekki á þau sjálfur, kenndi okkur
á skauta á Rauðavatni og fór oft
á tíðum með okkur í sund. Á
sumrin fórum við oft í sumar-
bústað á Apavatni þar sem hann
fór með okkur á árabát, mini-golf
og sánu. Hann spilaði alla tíð mik-
ið við okkur bæði borðspil og spil,
lagði kapal og púslaði með okkur.
Pabbi var einstaklega hjálp-
samur og vildi allt fyrir okkur
gera. Hann var til í að skutlast
með okkur bæinn þveran og endi-
langan hvenær sem var, mála
veggi eða pússa parket. Hann
hafði sterkar skoðanir á ýmsu en
lét þó margt liggja milli hluta.
Hann tók lífinu með einstakri ró
og var lítið fyrir að velta sér upp
úr fortíðinni, hún var liðin. Hann
horfði töluvert á enska boltann,
en þegar úrslitin voru kunn þá
var lítil ástæða til að horfa á end-
ursýningu eða greiningu á leikn-
um. Hann var heldur ekkert að
láta ýmis smáatriði pirra sig, eins
og t.d. ef það var ekki til mjólk á
Cheerios-ið þá fékk hann sér
bara epladjús út á.
Pabbi var góður sögumaður
hvort sem það voru frásagnir af
ævintýralegum draumförum eða
sögur úr daglegu lífi. Hann hafði
góðan húmor og við gátum hlegið
að alls kyns bröndurum sem hann
hafði heyrt.
Eftir að mamma og pabbi
skildu flutti pabbi í Hafnarfjörð-
inn. Það kom þó ekki í veg fyrir að
hann kæmi oft við hjá okkur
systrum. Heimsóknirnar voru yf-
irleitt stutt innlit, bara einn kaffi
eða kókglas, tók stuttlega púlsinn
á liðinu, fékk sér kannski eina
brauðsneið og svo var hann rok-
inn.
Við kveðjum pabba með mikl-
um söknuði en minning hans lifir í
hug okkar og hjarta.
Þó sólin nú skíni á grænni grundu
er hjarta mitt þungt sem blý,
því burt varst þú kallaður á örskammri
stundu
í huganum hrannast upp sorgarský.
Fyrir mér varst þú ímynd hins
göfuga og góða
svo fallegur, einlægur og hlýr
en örlög þín ráðin – mig setur hljóða
við hittumst ei aftur á ný.
Megi algóður Guð þína sálu nú
geyma
gæta að sorgmæddum, græða djúp
sár
þó kominn sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Sigríður Hörn Lárusdóttir)
Nú sit ég hérna’ er sólin skín
og sál mín full af trega
leitar hljóðum hug til þín,
sem hvarfst svo skyndilega.
Þú fylltir líf mitt ást og yl,
svo aldrei bar á skugga.
Hvort á nú lífið ekkert til
sem auma sál má hugga?
Það friðar, gleður, léttir lund
og lokar hjartans undum,
að eiga’ í hug sér helgan fund,
með horfnum ævistundum.
Myndin þín hún máist ei
mér úr hug né hjarta.
Hún á þar sæti uns ég dey
og auðgar lífið bjarta.
(Ágúst Böðvarsson)
María Hlín Steingrímsdóttir
og Hanna Steinunn Stein-
grímsdóttir.
Það var sólríkur og fallegur
dagur til ferðalaga, dagurinn sem
Steingrímur bróðir minn fór til
himnaríkis þar sem hann hitti fyr-
ir systur okkar þrjár sem allar
áttu stóran þátt í uppeldi hans.
Systurnar sem fannst hann alltaf
vera svo ljúfur, þægur og
skemmtilegur. Og þannig var
hann – rólegur, yfirvegaður og
metnaðarfullur í öllu sem hann
tók sér fyrir hendur.
Þegar Steingrímur var nokk-
urra mánaða veiktist mamma
okkar af berklum og fór suður á
Vífilsstaði þar sem hún var í eitt
og hálft ár. Ég fór með henni en
Steingrímur varð eftir hjá systr-
unum sem þá voru unglingar.
Þær sögðu oft söguna af því að
þær hefðu alið hann upp og þess
vegna væri hann svona vel heppn-
aður, annað en villingarnir sem
þær töldu okkur hina bræðurna
vera. Síðar var fjölskyldan sam-
einuð, í faðmi foreldranna, í Hafn-
arfirðinum á Selvogsgötunni þar
sem við slitum barnsskónum í
skjóli Hamarsins með öllum þeim
ævintýrum sem honum fylgdi.
Eitt sumar vorum við tveir heima,
ég og Steingrímur, þegar mamma
og pabbi fóru austur að Kolmúla,
ég unglingur og hann barn. Hann
sagði síðar að það sumar hefði
hann lifað á fiskibollum í tómat-
sósu og ég hefði látið hann vaska
upp á hverju kvöldi, ég segi auð-
vitað að ég hafi kennt honum hús-
verkin og skilað honum þannig út
í lífið.
Steingrímur fór austur nokkur
sumur og var í sveit hjá Kristínu
og Steina á Marbakka, hann var
ekkert mikið að tala um þann tíma
en hann sagði mér löngu síðar að
hann hefði lent í sjávarháska úti á
miðjum Reyðarfirði. Daginn eftir
að Steingrímur dó hitti ég mann-
inn sem bjargaði honum. Hann
sagði mér söguna og bað mig að
hafa hana rétta ef ég myndi segja
frá henni. Hann sagði að það hefði
verið aðdáunarvert hvað Stein-
grímur var yfirvegaður í þessum
aðstæðum sem þeir voru í en þeir
höfðu verið að koma frá Eskifirði
á leið út á Vattarnes þegar vélin
drap á sér. Magnús Jón Sig-
björnsson þá 16 ára og Steingrím-
ur níu ára komu bátunum aftur í
gang en það vildi ekki betur til en
svo að Steingrímur féll útbyrðis.
Á nokkrum mínútum tókst Magn-
úsi að ná Steingrími upp en það
vildi honum til happs að hann var
flugsyndur og báðir voru þeir yf-
irvegaðir og gerðu allt rétt í þess-
um aðstæðum. Þegar heim var
komið og þeir sögðu frá því sem
gerðist sagði Steini: „Þetta hefði
getað farið verr.“ Aldrei var talað
um þetta aftur og lífið á nesinu
hélt áfram eins og ekkert hefði
ískorist.Steingrímur var vin-
margur og vinsæll, flottur
íþróttamaður sem lagði sig alltaf
allan fram. Í gegnum fótboltann
kynntist hann frábærum félögum
sem áttu eftir að fylgja honum út
lífið. En það hefur verið aðdáun-
arvert að fylgjast með þessari
vináttu sem þeir félagarnir hafa
átt allan þennan tíma.
Steingrímur var fjölskyldu-
maður og stelpurnar hans og Jó-
hönnu, þær María Hlín og Hanna
Steinunn, voru honum allt og
honum leiddist ekki stundirnar
sem hann átti með afastrákunum
sínum síðustu árin.
Við bræðurnir ætluðum að
fara að spila meira saman brids
en það verður að bíða betra tíma.
Elsku María Hlín, Hanna
Steinunn og fjölskyldur, hugur
okkar er hjá ykkur.
Þorsteinn Hálfdanarson.
Kæri vinur, ég verð nú bara að
segja: Nú fórstu yfir strikið! Mig
langar til að kveðja Steingrím,
vin minn. Við kynntumst í Lækj-
arskóla Hafnarfirði í 7 ára bekk
og sátum saman fyrstu árin. Þú
komst læs og skrifandi í skólann,
ég man eftir því þegar við tókum
próf að þú varst alltaf búinn lang-
fyrstur og oftast var einkunnin
tíu. Við vorum alltaf í D-bekkn-
um, skólastjórinn kallaði þig á
fund og vildi færa þennan flug-
gáfaða strák upp í A-bekk, þú
sagðir bara nei, ég vil vera með
mínum vinum. Þú varst alveg ein-
stakur vinur, peppaðir mig upp í
allt, allar þær íþróttir sem hægt
var að fara í, allar útihátíðirnar,
öll sveitaböllin, allar keppnisferð-
irnar með Haukum í fótboltanum
og svo allt golfið. Mér finnst það
mikill heiður að hafa fengið að
kynnast þér svona snemma á lífs-
leiðinni. Það verður nú ekki sam-
ur hér eftir nýársdagurinn hjá
okkur Röggu þar sem þú hefur
verið fastur gestur hjá okkur
undanfarin ár, við borðað saman
og haft það gott. Elsku Steinki
minn, þín er sárt saknað
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur úr skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(H.J.H.)
Þinn vinur Steini P.
Þorsteinn Auðunn
Pétursson.
Góður félagi okkar er fallinn
frá langt um aldur fram. Leiðir
okkar lágu saman í fótboltanum í
Haukum á gamla malarvellinum
á Hvaleyrarholti, seinna meir
fengum við Hafnarfjarðarbæ til
liðs við okkur um endurbætur og
tyrfingu þar sem við lögðum allir
hönd á plóg. Með þessum endur-
bótum gátum við boðið upp á góð-
ar vallaraðstæður, enda komnir
upp í efstu deild.
Steingrímur var mjög liðtækur
bæði í fótbolta og handbolta, lipur
og léttur og smeygði sér í allar
glufur og skildi andstæðingana
ringlaða eftir.
Bridge var svo spilað milli æf-
inga og keppni á knattspyrnuvell-
inum sem Steingrímur hafði for-
göngu um, keyptir voru
sagnastokkar og keppni hrundið
af stað. Spilamennskan tekin
föstum tökum frá hausti fram á
vor, sem hélt hópnum vel saman
þar til boltinn fór að rúlla að nýju.
Síðustu ár tók golfið okkur fé-
lagana heljartökum. Eins og fyrri
daginn var Steingrímur í forystu
og sá um Haukamótaröðina eins
og hún var nefnd, keppnisstjóri
og skrásetjari. Farnar voru
keppnisferðir að Hamri og í Út-
hlíð í boði Þráins, þar sem haldið
var lokahófið lengi vel. Einnig til
útlanda, m.a. Árósa þar sem gist
var hjá Óla Jó og Guðnýju, og Ír-
lands til Rorys vinar Steingríms,
svo einhverra sé getið.
Minning um góðan dreng lifir.
Haukafélagarnir,
Pétur, Guðjón, Ólafur,
Björn, Sigurður, Arnór
og Þráinn.
Steingrímur
Hálfdanarson
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
RAGNA AÐALSTEINSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Hlíð 12. ágúst.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 20. ágúst klukkan 13.
Streymt verður frá athöfninni á facebooksíðunni
Jarðarfarir í Akureyrarkirkju – beinar útsendingar.
Bestu þakkir til starfsfólks á Reynihlíð fyrir góða umönnun.
Marý Hörgdal Þórðardóttir
Helgi Friðjónsson Hrafnhildur Gunnarsdóttir
Guðrún Rósa Friðjónsdóttir Óskar A. Óskarsson
Pétur Viðar Friðjónsson
Sigríður D. Friðjónsdóttir Sveinn Haraldsson
og ömmubörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGURRÓS INGILEIF ÁKADÓTTIR
frá Brekku á Djúpavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu
miðvikudaginn 11. ágúst. Útförin fer fram
frá Selfosskirkju fimmtudaginn 19. ágúst klukkan 13.
Athöfninni verður streymt á www.selfosskirkja.is
Rögnvaldur Gísli Einarsson
Guðmundur Ingi Einarsson Vilfríður Rós Víkingsdóttir
Áslaug Sigrún Einarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
HREINN GUÐVARÐARSON,
lést á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 12. ágúst.
Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju
föstudaginn 20. ágúst klukkan 14.
Athöfninni verður streymt á
https://www.youtube.com/watch?v=fXxDWuGEdWM
Ingibjörg Einarsdóttir
María Hreinsdóttir
Benedikt Hreinsson Andrea Rafnar
Sigurlaug Hreinsdóttir
Sigríður Sól Hreinsdóttir Smári Eiríksson
Einar Örn Hreinsson
Helga Hreinsdóttir Jan Muller
Heiður Hreinsdóttir Þorsteinn Erlingsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi, langafi og bróðir,
KRISTINN K. ÓLAFSSON,
áður til heimilis á Kristnibraut 31,
lést 12. ágúst á hjúkrunarheimilinu Mörk.
Útförin fer fram frá Guðríðarkirkju
mánudaginn 23. ágúst klukkan 13.
Súsanna Kristinsdóttir
Kristinn Jón Kristinsson Stefanía S. Ólafsdóttir
Anna Steindórsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Anna Hulda Norðfjörð
Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir
og afi,
ELÍAS INGJALDUR HELGASON,
Hraunstíg 1, Bakkafirði,
andaðist laugardaginn 14. ágúst á
sjúkrahúsinu á Akureyri. Hann verður
jarðsunginn frá Skeggjastaðakirkju laugardaginn
21. ágúst klukkan 13. Athöfninni verður streymt:
https://www.facebook.com/events/156940159807493/
Freydís Sjöfn Magnúsdóttir
Helgi
Magnús Lisa
Hafþór Una
Víðir Ásdís
Stefnir Hildur
og barnabörn
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐRÚN SIGURJÓNSDÓTTIR,
áður búsett á Brimhólabraut 13,
Vestmannaeyjum,
lést á Hraunbúðum í Vestmannaeyjum
föstudaginn 6. ágúst. Útförin fer fram frá
Landakirkju föstudaginn 20. ágúst klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög.
Streymt verður frá athöfninni á vef Landakirkju:
https://www.landakirkja.is
Hjálmar Guðmundsson Pálína Úranusdóttir
Ólafur Guðmundsson Hrefna Guðjónsdóttir
Sigurjón Guðmundsson
Guðni Guðmundsson Þórdís Njarðardóttir
Sigrún Guðmundsdóttir
ömmu- og langömmubörn