Morgunblaðið - 18.08.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.08.2021, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 2021 ✝ Einar Helgi Haraldsson fæddist á Selfossi 7. apríl 1962. Hann lést 4. ágúst 2021 á Land- spítalanum við Hringbraut. Foreldrar hans voru hjónin Krist- gerður Unnur Þórarinsdóttir, f. 24.12. 1926, d. 11.5. 1986, og Haraldur Ein- arsson, f. 21.1. 1920, d. 28.4. 1985. Systkini hans eru Guð- björg, f. 28.11. 1951; Rann- veig, f. 25.8. 1954, og Þórir, f. 27.2. 1964. Þann 27. desember 1987 kvæntist Einar Lilju Böðvarsdóttur, f. 30.9. 1967. Foreldrar hennar voru hjónin Valgerður Hanna Guðmunds- dóttir, f. 2.10. 1941, d. 20.11. 2002, og Böðvar Sigurjónsson, f. 6.12. 1938, d. 30.9. 2019. Börn Einars og Lilju eru 1) skrifaðist úr Íþróttakenn- araskólanum á Laugarvatni árið 1984. Einar kenndi í eitt ár við grunnskólann á Hellu en tók svo við búinu á Urr- iðafossi árið 1986 og var þar með búskap og stundaði lax- veiði við Urriðafoss. Hann bjó þar til ársins 2019 þegar elsti sonurinn tók við búinu. Flutti hann þá á Selfoss með Lilju og yngstu tveimur son- um sínum en stundaði lax- veiðina allt fram á síðasta dag. Einar var alla tíð virkur í ýmsum félagsstörfum og stundaði af kappi frjálsar íþróttir og körfubolta á yngri árum. Hann var mikill söng- maður og söng bæði í Karla- kór Hreppamanna og í kirkjukór Villingaholts- hrepps. Útför Einars Helga verður frá Selfosskirkju í dag, 18. ágúst 2021, kl. 13. Vegna samkomutakmarkana verður boðið í athöfnina í kirkjunni en streymt verður frá afhöfn- inni. Streymt verður frá: https://www.selfosskirkja.is Virkan hlekk á streymið má finna á: https://www.mbl.is/andlat Haraldur, f. 24.9. 1987, kvæntur Birnu Harð- ardóttur, f. 10.1. 1989. Börn þeirra eru Matthilda Sig- urðardóttir, f. 30.3. 2013; Einar Hörður Haralds- son, f. 29.8. 2015, og Inga Lilja Har- aldsdóttir, f. 21.8. 2018. 2) Hanna, f. 18.3. 1990, unnusti hennar er Dagur Arngrímsson, f. 14.1. 1987, og þau eiga synina, Elm- ar Darra, f. 7.5. 2019, og Ein- ar Þór, f. 3.5. 2021. 3) Arnar, f. 31.10. 1996, unnusta hans er Emilía Björg Atladóttir, f. 13.6. 1997. 4) Dagur Fannar, f. 23.9. 2002, og 5) Daði Kolvið- ur, f. 19.12. 2005. Einar Helgi ólst upp á Urriðafossi í Flóahreppi. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum við Sund 1982 og út- Elsku pabbi. Það er skrítið að setjast nið- ur og skrifa minningargrein þegar andlát þitt er enn svo óraunverulegt og erfitt til þess að hugsa að við fáum ekki að hitta þig aftur. Einn dag varstu hér og þann næsta ekki. Þú varst tekinn frá okkur allt of ungur, ungur í anda og með svo mikinn lífskraft, hugmyndir og hvatningu. Lífið fyrstu dagana án þín hefur verið tómlegt og litlaust. Söknuðurinn er óend- anlegur og í samræmi við þann kærleika sem ríkti í kringum þig, bæði til þín og frá þér. Þú varst svo stór og mik- ilvægur hluti af lífi okkar allra, enda gafst þú þér alltaf tíma fyrir okkur sama hvert verk- efnið eða tilefnið var. Alltaf varst þú boðinn og búinn að hjálpa okkur öllum, eins og þú hefðir fleiri klukkutíma í sólar- hringnum en aðrir. Eitt sinn mættir þú óumbeðinn að slá garðinn snemma morguns á frí- degi, bara því þú hafðir tekið eftir því að það þyrfti að gera það. Í annað skipti var nefnt að það væri ekki reykskynjari í húsinu. Þá mættir þú strax snemma morguninn eftir til að setja þá upp – meðan við vor- um enn í rúminu. Kappið var meira að segja svo mikið að þú steingleymdir að banka. Það er minnisstætt að í hvert skipti sem okkur varð á, og jafnvel þó við værum miður okkar, mættir þú því með bros á vör, því það væri ekkert vandamál svo stórt að það væri ekki hægt að leysa það. Í þínum huga voru bara lausnir en engin vandamál. Fyrir utan að rétta okkur hjálparhönd við hvert tækifæri þá varst þú okkar helsti stuðn- ingsmaður í söngnum og í íþróttunum. Það var ómetan- legt hvað þú eyddir miklum tíma í að styðja okkur og fund- um við fyrir því hvað við vorum þér mikilvæg, því þú mættir á allt sem þú gast. Okkar ástríð- ur voru þínar ástríður. Við höf- um svo sem ekki langt að sækja hæfileika okkar á þess- um sviðum þar sem þú varst góður söngmaður og einnig varst þú öflugur íþróttamaður. Það stendur upp úr að þú lést alltaf vita ef þér fannst eitt- hvað þurfa að bæta, enda varstu ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum þínum. Það var ekki bara mætt til að mæta, heldur vildir þú sjá okk- ur dafna og bæta okkur. Þú kenndir okkur að það væri allt- af hægt að gera betur – „stöðn- un er afturför“ eins og þú sagð- ir. Það var ótrúlegt hvað þú varst fær á mörgum sviðum, þú gast gert hvað sem er í hönd- unum og varst alltaf með svör við öllu. Við erum sannfærð um að vandamálin fyrir handan hljóta að vera hvílík og vera að hlaðast upp fyrst að besti mað- urinn var tekinn frá okkur. Vonandi færðu samt að dreypa á koníaki, spila bridds og syngja allar skemmtilegu vís- urnar sem þú söngst fyrir okk- ur. Við munum alltaf sakna þín, en eftir því sem tíminn líður verður þakklæti öðru yfirsterk- ara. Það er sárt og erfitt að geta ekki leitað til þín lengur og lífið án þín verður áskorun. Þeirri áskorun ætlum við í sameiningu að mæta með kær- leik og æðruleysi, það er í þín- um anda. Þín minning mun lifa að eilífu, í gegnum líf og afrek barna þinna og barnabarna sem hafa alltaf, og munu alltaf, líta upp til þín. Okkar fyrir- mynd, klettur og ofurmaður. Við erum stolt af því að vera börnin þín og það hlýjar okkur að hugsa um hve stoltur þú varst af okkur. Þín stígvél eru stór að fylla, það mun enginn hoppa í þau. Þú ert ekki lengur á einum stað heldur í hjörtum okkar allra. Hvíldu í friði elsku pabbi okkar. Meira á: https://mbl.is/andlat Þín börn, Haraldur, Hanna, Arn- ar, Dagur Fannar og Daði Kolviður. Orð fá ekki lýst hversu erfitt er að skrifa minningargrein um elsku tengdapabba minn hann Einar Helga bónda á Urriða- fossi. Einar þú varst ein mikilvæg- asta manneskjan í mínu lífi. Ég dáðist að þér því þú varst svo heilsteyptur og flottur maður. Þú varst harðduglegur og alltaf að en gafst þér samt alltaf tíma fyrir allt og alla. Það fór ekki á milli mála hvað þú elskaðir Lilju þína heitt og öll börnin þín fimm og þú varst svo stolt- ur af þeim öllum. Þótt þú kæm- ir því kannski ekki oft í orð þá fann maður hvað þú elskaðir fjölskyldu þína og þú sýndir það svo sannarlega í verki. Þótt þú værir algjör harðjaxl þá átt- irðu líka svo fallega, mjúka hlið. Ég hef aldrei kynnst manni sem er jafn hjálpsamur og góðhjartaður og þú. Þú vild- ir öllum vel og ef einhver þurfti aðstoð varstu alltaf fyrstur á staðinn. Ég gat aldrei þakkað þér nógsamlega fyrir alla hjálpina og þær stundir sem við áttum saman þegar þú varst að hjálpa okkur með húsið í Hveragerði og grindverkið úti í garði. Og það var eins með grindverkið eins og aðra hluti að við Hanna fengum aldrei að borga fyrir neitt, það kom ekki til greina! Hanna hafði orð á því að hún væri hætt að nenna að þræta við þig því hún vissi vel, að þótt hún væri þrjósk, þá væri hún ekki að fara vinna þann bar- daga! Þótt þú hefðir nóg á þinni könnu naustu samt lífsins og það var alltaf gaman að eiga samræður við þig, sama hvort það var um pólitík, íþróttir, kýr eða hvað sem er! Aldrei kom maður að tómum kofunum sama um hvað var rætt. Þegar ég kom inn í fjölskyld- una fann ég fyrir stressi þar sem ég væri byrjaður með einkadótturinni eins og þú kall- aðir oft Hönnu en mér var strax tekið opnum örmum. Ég veit hvað þú elskaðir hana mik- ið. Ég lofa þér því elsku Einar að ég mun alltaf elska og passa upp á Hönnu þína og afadreng- ina þína þá Elmar Darra og Einar Þór. Ég mun alltaf hugsa um þær stundir sem við áttum saman með miklu þakklæti og segja afastrákunum þínum frá þér og hversu góð fyrirmynd þú hefur alltaf verið og mikill klettur fyrir alla í fjölskyld- unni. Þín verður sárt saknað en minning um einstakan mann, eiginmann, föður, tengdaföður og afa mun lifa áfram í gegnum okkur öll. Hvíldu í friði elsku tengda- pabbi. Dagur Arngrímsson. Elsku Einar, yndislegur tengdafaðir og afi barnanna minna. Fráfall þitt bar brátt að og fátækleg orð fá ekki lýst hvernig okkur, Halla syni þín- um og fjölskyldunni allri, líður hér við Þjórsána án þinnar nærveru, því missir okkar er mikill. Án þín er Urriðafoss allt önnur veröld. Þú varst okkar lærimeistari og fyrirmynd. Þegar ég kom í sveitina man ég hlýlegar móttökur ykkar Lilju, við smullum vel saman og urðum strax nánir vinir. Þér tókst meira að segja að eiga vitrænar samræður við mig um búskap og kenndir mér svo margt, borgarbarninu sem aldrei hafði í sveit komið. Ég minnist þess þegar við ákváðum að fá annan mjalta- þjón í fjósið. Þar sem við stóð- um í miðju fjósinu og vorum að velta þessu búvísindalega úr- lausnarefni fyrir okkur tók ég til við að klappa allstórum bola sem þar var. Þú horfðir á mig undrandi en kíminn og sagðir mér að það gæti verið vara- samt að klappa nautunum, en tuddinn þessi reyndist þó gæf- lyndur. Það sakna þín allir. Nafni þinn og sonarsonur er matvandur piltur en hann dýfir samt matarkexi í kaffi „bara af því að Einar afi gerir það.“ Þú áttir ótalmargar gæðastundirn- ar með barnabörnunum sem dýrkuðu þig og dáðu. Ég minn- ist líka þegar þið nafnarnir fór- uð saman út í skemmu eins og svo oft áður, en í þetta skiptið var Einar litli í sínu fínasta pússi. Þið komuð dálítið skömmustulegir heim, báðir skítugir og glænýjar sparibux- urnar barnsins útataðar í koppafeiti. Þú varst örlítið vandræðalegur og spurðir: „Er það rétt sem drengurinn segir, að hann sé í sparibuxunum?“ Það fór þó varla milli mála en það var aftur á móti greinilegt að þið höfðuð átt góða stund saman í skemmunni við véla- viðgerðir. Þarna eins og svo oft áður varst þú með bæði með höfuðið og hjartað á réttum stað og eftir stendur minning barnsins um frábæran læri- meistara og afa. Matthilda naut sérþekkingar þinnar í íþrótta- fræðum þar sem þú leiðbeindir henni löngum stundum um alls kyns handahlaup og handstöðu- aðferðir. Inga Lilja, sem er að- eins tveggja ára, var alltaf að sýna þér hvað hún væri dugleg að hoppa og fara kollhnís en langstökkshæfileikar og sól- skinsbrosið hennar glöddu þig mikið. Það var alltaf gaman að ræða við þig um allt milli him- ins og jarðar, hvar sem var, við borðstofuborðið, í fjósinu eða á hlaðinu, og um hvað sem var, hvort sem það voru viðskipta- fræðileg úrlausnarefni, stjórn- mál eða þá laxveiðin sem var þér hugleikin. Þú varst ávallt glaðlegur og hlýlegur en rök- fastur og hafðir ákveðnar skoð- anir. Þú staldraðir þó sjaldnast lengi við því þú varst einstök hamhleypa til verka og ávallt rokinn til starfa enda ekki mað- ur mikilla málalenginga og verkefnin fjölmörg sem biðu þín á degi hverjum. Ég verð þér ævinlega þakk- lát fyrir allan þann stuðning og ástúð sem þið Lilja hafið sýnt mér frá því að við Halli kynnt- umst. Það verður tómlegt hér við Urriðafoss án þín enda varst þú höfuð fjölskyldunnar, maðurinn sem við dáðum og treystum – gáfaður maður og góður. Hvíldu í friði, elsku tengda- faðir og afi, Birna Harðardóttir, Matthilda, Einar Hörður og Inga Lilja. Minn kæri bróðir, Einar Helgi, kvaddi þennan heim með hraði en hann fór líka alltaf hratt yfir, hljóp yfirleitt við fót, kunni held ég ekki að ganga hægt. Einar hefur alla tíð verið hluti af minni tilveru enda bara tveimur árum eldri. Við ólumst upp saman í sveitinni á Urr- iðafossi og fórum snemma að hjálpa til við skepnuhirðingu, heyskap og laxveiði. Allt fórst þetta honum vel úr hendi enda bar hann umhyggju fyrir skepnum, hafði verkvit, ákefð og áræðni. Þegar Einar tók við búi eftir foreldra okkar höfðu þau Lilja nýlega fundið hvort annað og saman réðust þau í að kaupa jörð og áhöfn og stofna heimili. Samheldin og dugleg hjónin byggðu hús, brutu tún, bættu landið og tóku virkan þátt í samfélaginu og börnin fimm tóku þátt í störfunum þegar þau höfðu aldur til. Einar stundaði laxveiðina í Þjórsá og á ég margar minningar tengdar laxinum, vitjunum og erfiði við að bera aflann heim. Eitt sinn sökk undan okkur báturinn svo við urðum að svamla til lands. Heldur sneyptir komum við blautir til bæjar en Einar sá til þess að bátur, árar og afli skil- uðu sér til lands með okkur. Einar var góður íþróttamað- ur og í fremstu röð á landinu í frjálsíþróttum og körfubolta. Í íþróttunum eins og lífinu setti hann undir sig höfuðið og gekk til verka með áhlaupi. Ein regla hans um áratugi var að líta eftir kúnum áður en hann fór að sofa. Eitt sinn er hann kom heim síðla kvölds úr veislu og rauk í fjósið varð honum fótaskortur á spariskónum sem ekki höfðu grip á við gúmmí- stígvélin, hann datt og braut á sér ökklann. Vond þóttu honum meiðslin en verra hve gifsið tafði hann við verkin. Einar var bóndi, fram- kvæmdamaður, einn duglegasti maður sem ég þekki, bóngóður, fljótur til og vinnudagarnir langir. Hann tók vel á móti gestum, var glaður á góðri stund, söngmaður góður og af- ar minnugur á vísur. Umfram allt var hann þó fjölskyldumað- ur, eiginmaður, faðir og afi. Hann kom víða við og ávann sér virðingu samferðamanna. Um árabil söng hann í kirkju- kórnum og Karlakór Hreppa- manna. Þá hafði hann gaman af spilum og var keppnismaður á því sviði eins og öðrum. Í ára- tugi höfum við hjónin átt gæða- stund með Einari og Lilju og spiluðum gamaldags vist tvö kvöld eftir jól. Þeirra stunda verður sárt saknað. Við bræður töluðumst oft við en nú ei meir. Dýrmæt er minning okkar Guðrúnar um síðasta kvöldið okkar saman þegar þau Lilja komu í heim- sókn til okkar á sunnudags- kvöldið, tveimur dögum fyrir andlátið. Við áttum góða kvöld- stund og lukum samtalinu með því að ég myndi vitja um netin með honum á fimmtudags- kvöldinu. Sú veiðiferð verður ekki farin. Okkur fjölskyldunni brá illa við að þessi lífsglaði, hrausti og öflugi maður skyldi vera kall- aður frá okkur í blóma lífsins, fyrirvaralaust og óskiljanlega. Því verður ekki breytt, ég sakna kærs bróður og vinar, fjölskylda mín trausts frænda og góðs vinar en mestur er auðvitað missir elsku Lilju, barnanna, tengdabarna og barnabarna. Guð veri með ykk- ur og styrki. Far þú í friði, elsku bróðir, þín verður sárt saknað en minningin lifir. Þórir. Það hefur gefið á bátinn í líf- inu en sjaldan hefur mér brugðið eins mikið og þegar mér var borin óvænt andláts- fregn þín. Mér reiknast til að við höfum þekkst í 35 ár eða frá þeim tíma þegar þið Lilja systir tókuð saman og það hef- ur verið einstaklega gott að eiga þig að. Fáir hafa verið jafn ráðagóðir og gott að leita til með hvaða málefni sem er. Þú varst bakhjarl fjölskyldunnar líkt og allar fjölskyldur ættu að eiga að. Við deildum sameig- inlegum áhuga á frjálsum íþróttum og pólitík og margt hefur verið rætt. Þau eru ófá íþróttamótin sem við höfum setið saman í kulda og trekki og skipst á að kaupa kaffi. Þú varst endalaust tilbúinn að leið- beina krökkunum og hjálpa þeim. Það eru mikið góðar minningar og verðmætar. Margar aðrar minningar fara einnig í gegnum hugann en flestar tengjast þær bænum þínum Urriðafossi sem þið Lilja byggðuð svo myndarlega upp, laxveiðinni og gleði og söng. Því þú kunnir svo sann- arlega að lifa lífinu og tókst mikið virkan þátt í mörgu. Þannig hefur þú snert ótal- marga strengi og kynnst ein- staklega mörgu fólki hér um slóðir og því leið mér eins og það hefði hálfvegis slegið þögn yfir Suðurlandið við andlát þitt en kannski var það bara þögnin og sorgin í huga okkar. Það var mikil orka í kringum þig, það er eins og þrír menn hafi látist, svo mikið er skarðið sem skilið er eftir. En lífið heldur áfram og þú hefðir sjálfur svo sann- arlega ekki setið með hendur í skauti og látið bugast. Svo æðrulaus sem þú varst. Þú lifð- ir og þú dóst með söng í sál. Við Kalli þökkum einstaka samfylgd í gegnum árin, fyrir allar gleðistundirnar, við mun- um alltaf geyma þær með okk- ur. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; En orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Íris Böðvarsdóttir. Áföllin gera ekki boð á und- an sér. Tengdafaðir sonar míns, Einar Helgi Haraldsson, lést sviplega 4. ágúst sl. og allir sem þekkja fjölskylduna eru í áfalli. Hvernig getur svona gerst hjá manni í góðu formi sem var alltaf jákvæður og hress? Það eru engin svör. Einar Helgi var mikill sóma- maður, harðduglegur og mikill fjölskyldumaður. Hann var stoltur af sínu fólki og mikið finnst mér erfitt að hugsa til þess að Elmar Darri og Einar Þór muni ekki njóta hand- leiðslu hans í uppeldinu. Elmar var svo hrifinn af afa sínum að hann elti hann um allt og hermdi eftir öllu sem hann gerði, eins og í vor þegar Einar byggði girðingu um garðinn hjá Hönnu og Degi í Hveragerði. Það er þyngra en tárum taki að hugsa um missi fjölskyldunnar og hugur minn er hjá þeim. Elsku Lilja, Hanna mín og Dagur, Halli og Birna, Arnar og Emilía, Dagur Fannar og Daði Kolviður: Megi allar góð- ar vættir styrkja ykkur á þess- um erfiðu tímum og ég veit að við öll munum halda minningu Einars lifandi um ókomin ár. Guð blessi Einar Helga Har- aldsson. Dóra Ósk Halldórsdóttir. Ég var ellefu ára gamall þegar ég fyrst kom til þín á Urriðafoss sumarið ’85 óharðn- aður krakki úr Reykjavík. Hafði nú verið í „sveit“ áður en aldrei farið sem vinnumaður. Man þegar við mamma rennd- um í hlað. Þar sat Brynjar frændi á tröppunum og við spurðum hvort Einar væri við. „Já, hann kemur eftir smá,“ sagði hann. Ég spókaði mig um og virti fyrir mér þennan nýja sumardvalarstað og svo birtist þú. Ég hugsaði þessi „strákur“ getur ekki verið bóndi. Þú varst ekki alveg sú ímynd bónda sem ég hafði í huga enda ekki nema rétt rúmlega tvítug- ur. Þú tókst vel á móti mér og þau fjögur sumur sem ég var hjá þér og Lilju var góður og minnisstæður tími. Það var alltaf stutt í grínið og ég man sérstaklega eftir einu atviki. Þá átti að fara að smala fé af land- inu. Þú sagðir við okkur: „Og svo má sleppa að taka rúna féð,“ ég hugsaði í smá stund og svaraði: „Ég veit ekki hvernig það er á litinn,“ þá var mikið hlegið og þessi setning var rifj- uð upp oft síðan. Þú varst ákveðinn húsbóndi en alltaf sanngjarn og þú treystir manni fyrir ótrúleg- ustu hlutum og leiðbeindir að- eins þegar þess var þörf. Já þýddi „já“ og nei þýddi „nei“ og þannig var það bara. Það var svo margt sem ég lærði sem hefur nýst mér enn í dag. Takk fyrir mig. Takk fyrir Einar Helgi Haraldsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.