Morgunblaðið - 18.08.2021, Qupperneq 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 2021
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Raðauglýsingar
Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra
Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er kynnt lýsing að breytingu á aðalskipulagi
Rangárþings eystra 2012-2024.
Hlíðarendakot – Lýsing aðalskipulagsbreytingar
Lagt er til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Breytingin felur í sér að
landnotkun á ca 30,0 ha svæði á jörðinni Hlíðarendakot, verður breytt í annars vegar íbúðabyggð (ÍB) og hins
vegar verslun og þjónustu (VÞ).
Ofangreind skipulagslýsing verður kynnt fyrir almenningi með opnu húsi hjá skipulags- og byggingarfulltrúa,
Austurvegi 4, Hvolsvelli, mánudaginn 23. ágúst 2021 kl. 10:00–12:00. Einnig verður tillagan aðgengileg á
heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er
gefinn kostur á að gera athugasemd við skipulagslýsinguna og er frestur til að skila inn athugasemdum til og
með 6. september 2021.
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi tillaga að deiliskipulagi í
Rangárþingi eystra.
Strönd 2 lóð – Deiliskipulagstillaga
Skipulagið gerir ráð fyrir íbúðarhúsi, gesta- eða aðstöðuhúsi og geymslu. Mænishæð íbúðar-, gesta- eða
aðstöðuhúss verður 5,0 m en 7,0 m fyrir geymsluhús. Hámarksbyggingarmagn er 200 m2.
Ofangreinda deiliskipulagstillögu er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra, www.hvolsvollur.is og
á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 23. ágúst nk. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að
gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillöguna, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 29.
september nk. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings
eystra, Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.
F.h. Rangárþings eystra
Guðmundur Úlfar Gíslason
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-14. Opin vinnustofa
kl. 9-12. Bónusbíllinn, fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.55. Ritlistasmiðja kl.
12.45-14.45. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.30-15.30.
Heitt á könnunni, allir velkomnir. Sími 411-2600.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.10-11.
Opin Listasmiðja kl. 9-12. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Samsöngur kl.
13.30-14.15. Opin Listasmiðja kl. 13-15.30. Kaffi kl. 14.30-15.30.
Garðabær Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara. Með-
læti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 13.45-15.15. Pool-hópur í Jóns-
húsi kl. 9. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Gönguhópur fer frá
Smiðju kl. 13. Brids í Jónshúsi kl. 13.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps-
leikfimi kl. 9.45. Framhaldssaga kl. 10.30. Styttri ganga kl. 13.30. Opin
vinnustofa 13-16.
Korpúlfar Morgunleikfim kl. 9. Gönguhópur Korpúlfa kl. 10, gengið
frá Borgum, þrír styrkleikahópar. Hádegisverður kl. 11.30 til 12.30 og
kaffihús Borgardætra opnar kl. 14.30 í dag. Sóttvarnir í hávegum
hafðar. Félagsvist og skák fellur niður í dag af öryggisástæðum. Opið
frá kl. 8 til 16 í Borgum í dag. Minnum á töfranámskeiðið kl. 12.30 í
Borgum á morgun, fimmtudag.
Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag byrjum við daginn á postulíns-
málun í handverksstofunni okkar kl. 9, kl. 10.30 ætlum við síðan að
hlusta á hlaðvarp. Við endum svo daginn á fróðlegu og skemmtilegu
ljósmyndanámskeiði í setustofunni okkar. Verið öll velkomin til okkar
á Vitatorg. Hlökkum til að sjá ykkur!
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum frá kl. 9, göngutúr kl. 10, handa-
vinna og samvera kl. 13.
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is
IÐNAÐARMENN VERSLANIR
VEITINGAR VERKSTÆÐI
BÓKHALDSÞJÓNUSTA OG FLEIRA
með
morgun-
!$#"nu
✝
Valsteinn Víðir
Guðjónsson
fæddist í Reykjavík
23. desember 1935.
Hann lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 6. ágúst 2021.
Foreldrar hans
voru Guðjón Valdi-
mar Þorsteinsson,
f. 1906, d. 1996, og
Steinunn Þorbjörg
Guðmundsdóttir, f.
1900, d. 1985, rithöfundur.
Bróðir Valsteins Víðis var Helgi
Hörður, f. 1933, d. 2011.
Eiginkona Valsteins var
Kristín Guðmundsdóttir, f. 1935,
d. 2020. Foreldrar hennar voru
Guðmundur Jónsson, f. 1903, d.
1993, og Þóra J. Magnúsdóttir, f.
1910, d. 1976.
Börn Valsteins eru 1) Laufey,
f. 1957, maki Þorsteinn G. Egg-
ertsson, f. 1956. Börn þeirra eru
Hákon Þorsteinsson, f. 1979,
Snorri Þorsteinsson, f. 1983,
Eggert Þorsteinsson, f. 1988,
Guðjón Þorsteinsson, f. 1991. 2)
Þóra Björk, f. 1962, maki Asima-
kis Tsoukalas, f. 1953. Börn
þeirra eru Valsteinn Konstantin
Tsoukalas, f. 1990, og Kristín
Chrysoula Tsoukala, f. 1991. 3)
Ásbjörn Unnar f. 1965.
Valsteinn hóf sjómennsku að-
eins 16 ára gamall sem háseti á á
mb. Ernu árið 1951 og í nokkur
ár var hann háseti á Ingólfi Arn-
arsyni, Jóni Þor-
lákssyni og fleiri
togurum hjá Bæj-
arútgerð Reykja-
víkur. Árið 1959 út-
skrifaðist hann með
farmannapróf frá
Stýrimannaskól-
anum í Reykjavík
og í framhaldi af
því vann hann
áfram sem stýri-
maður hjá Bæj-
arútgerðinni til ársins 1962.
Hann var stýrimaður á mörgum
skipum um árabil þ. á. m. ms.
Vatnajökli, ms. Langá, ms. Selá,
mb. Fák, mb. Faxa og mb. Auð-
uni til 1971. Hann var síðan skip-
stjóri á skipum Jóns Franklíns,
ms. Vestra, ms. Norðra og ms.
Suðra til ársins 1976. Á árunum
1976 til 1981 var hann stýrimað-
ur og afleysingaskipstjóri hjá
skipafélögunum Víkum hf. og
Hafskipi hf.
Hann var skipaverkstjóri og
yfirverkstjóri í landi hjá Haf-
skipi hf. í nokkur ár og fór einn-
ig sem lestunarstjóri og leið-
sögumaður erlendra leiguskipa
á ströndina og lestunarstjóri er-
lendra leiguskipa erlendis.
Þegar hann kom í land vann
hann um nokkurra ára skeið við
fiskeldi og sem verkstjóri hjá
Sveinbirni Runólfssyni.
Útförin fór fram í kyrrþey að
ósk hins látna.
Elsku faðir okkar.
Þú sem passaðir alltaf upp á
fylla líf okkar af hamingju og
gleði, með skemmtilegu sögunum
þínum, með skondna brosinu þínu
og með heimsóknum þínum hing-
að til Grikklands þar sem þú fylltir
heimilið okkar af þínum sterka og
hlýja persónuleika.
Hvað ég var alltaf hreykinn af
þér! Þú varst hinn elskandi faðir
minnar ástkæru eiginkonu, hinn
blíði afi barnanna minna og auð-
vitað skipstjórinn minn góði frá
Íslandi.
En nú er komið að leiðarlokum
og þú farinn yfir móðuna miklu til
annarra heimkynna. Það eru örlög
mannanna sem enginn fær flúið.
Ég er viss um að hvar sem þú
dvelur núna sérðu tárin sem renna
úr augum mínum þegar ég segi og
skrifa hve mjög mér þótti vænt
um þig.
Megi moldin vera létt sem hyl-
ur gröf þína eins og við segjum hér
í Grikklandi.
Þinn (tengda)sonur
Asimakis (Makis).
Elsku afi okkar, hann Valli vík-
ingur eins og allir kölluðu hann
hér í Grikklandi, er farinn frá okk-
ur.
Hann var svo sannarlega eins
og hreinræktaður víkingur í útliti ,
svo stór og sterkur og bjarnarleg-
ur, hugrakkur og þorinn. En hann
var líka blíður og viðkvæmur og
alveg sérlega barngóður maður.
Fyrir okkur var hann besti afi í
heimi og einhvern veginn tók hann
alla fjölskylduna okkar og vini hér
í Grikklandi í sinn stóra faðm og
Valli víkingur varð þannig afi
allra, stórra sem smárra.
Og hvað hann var skemmtileg-
ur! Það þurfti ekki að setjast niður
með honum nema í stutta stund til
að veltast um og gráta af hlátri yf-
ir sögunum hans og bröndurun-
um. Við sungum líka oft saman því
honum fannst svo gaman að
syngja, en samt kunni hann ekk-
ert að syngja eins og hann sagði
sjálfur. Og alltaf söng hann sömu
lögin og alltaf fór hann rangt með.
Þau eru ótal skiptin sem amma
hristi hausinn yfir þessum ósköp-
um og leiðrétti hann, en svo brosti
hún líka í kampinn og leyfði hon-
um að halda áfram að syngja á
sinn eina, sérstaka hátt.
Auðvitað hefðum við viljað hafa
hann afa okkar alltaf hjá okkur, en
úr því að lífið gerir okkur það
ókleift, verðum við að sætta okkur
við að hann lifi áfram í hjörtum
okkar og sálu. Við munum ylja
okkur í framtíðinni við allar ótelj-
andi og skemmtilegu minningarn-
ar sem hann gaf okkur.
Mikið sem okkur þykir vænt
um þig, elsku afi, og gefðu nú okk-
ar ástkæru ömmu þúsund kossa
frá okkur þegar þú hittir hana aft-
ur, því eins og við vitum og þú
sagðir alltaf, þá var hún stærsta
ást lífs þíns. Hvílið þið bæði í friði
og í eilífu faðmlagi.
Þess óska „þinn besti vinur“
Valli og „prinsessan þín“ Kristín.
Valsteinn Konstantín
Tsoukalas. Kristín
Chrysoula Tsoukala.
Þegar maður kveður vin sinn til
margra ára verður ekki komist
hjá því að rifja upp fyrstu kynni,
ásamt löngu æviskeiði. Fyrstu
kynni voru um borð í bv. Jóni Þor-
lákssyni RE 204 haustið 1954. Eft-
ir sjósókn þann vetur héldum við í
ævintýraleit ásamt tveimur vinum
og réðum okkur á norsk skip. Var
siglt vítt um heiminn og var það
mikið ævintýri fyrir okkur á ung-
lingsaldri.
Eftir árs veru var haldið heim á
leið. Er heim var komið var ljóst
að sjómennskan var okkar fram-
tíðarplan. Áttum við leið í Stýri-
mannaskólann. Valsteinn lauk
þaðan farmannsprófi 1959, ég lét
mér nægja fiskimannspróf. Við
áttum samleið á fiskiskipum eftir
prófin en síðar fór hann í far-
mennskuna, sem var honum hug-
leikin. Var hann stýrimaður og
skipstjóri á ýmsum skipum. Þarna
skildi okkar leiðir, þó vorum við
alltaf í sambandi. Er við komum í
land, eftir langa veru, urðu sam-
skipti okkar og Helga Kristins-
sonar (hann var með okkur í æv-
intýraleitinni sem um ræddi)
mikil, ásamt fjölskyldum okkar,
var farið ferðalög innanlands sem
erlendis.
Nú er ég kveð minn vin færi ég
og fjölskylda mín samúðarkveðjur
til okkar kæru Þóru og fjölskyldu
hennar, sem og annarra aðstand-
enda. Minning um Valstein og
Kristínu konu hans, sem lést fyrir
ári, mun áfram verða í huga okk-
ar.
Ingvi Rúnar Einarsson.
Valsteinn Víðir
Guðjónsson