Morgunblaðið - 01.09.2021, Side 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2021
Angela Merkel, kanslari Þýska-
lands, sem brátt kveður stjórn-
málin, í það minnsta sem kjörinn
fulltrúi, slær yfirleitt ekki um sig
með digrum staðhæfingum. En í
gær talaði hún af-
dráttarlaust um
muninn á sér og Olaf
Scholz, kanslaraefni
Sósíaldemókrata,
SPD, og sagði: „Með
mig í kanslaraemb-
ætti kæmi aldrei til
greina að mynduð
yrði ríkisstjórn með
Vinstri flokknum
[die Linke],“ en þar á
hún við flokk Sósíal-
ista.
- - -
Sósíalistaflokk-
urinn í Þýskalandi þykir ekki
sérstaklega stjórntækur enda á
hann rætur að rekja til Austur-
Þýskalands og þess stjórnkerfis sem
lék austurhluta Evrópu svo grátt
áratugum saman og heldur enn niðri
lífskjörum víða um heim.
- - -
Ástæða þess að Merkel nefnir
þetta nú er að margir Þjóð-
verjar hafa áhyggjur af að Sósíal-
demókratar muni eftir kosningar í
næsta mánuði mynda stjórn með
Sósíalistum og Græningjum sem
hljómar ekki mjög kræsilega.
- - -
Þetta er umhugsunarvert því að
hér á landi hafa ákveðnir flokk-
ar, ekki síst Samfylkingin, útilokað
samstarf við tiltekna flokka, einkum
þó Sjálfstæðisflokkinn, sem seint
verður talinn á jaðri stjórnmálanna.
- - -
En hvað ætli Samfylkingin segi
um samstarf við Sósíalista-
flokkinn, nái sá mönnum á þing?
Fyrst Samfylkingin er byrjuð að úti-
loka flokka hlýtur að vera eðlilegt
að spyrja þeirrar spurningar. Ætli
Samfylkingin telji Sósíalistaflokkinn
stjórntækan?
Angela Merkel
Sósíalista í
ríkisstjórn?
STAKSTEINAR
Logi Einarsson
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Hjá Strætó er nú unnið að undir-
búningi þess að taka upp fargjalda-
álag í samræmi við lagabreytingar
sem samþykktar voru á Alþingi fyr-
ir þinglok. Heimilt verður að leggja
allt að 30 þúsund kr. fargjaldaálag á
farþega sem ekki hafa greitt far-
gjald í almenningssamgöngum.
Samkvæmt upplýsingum sem
fengust hjá Strætó í gær hefur
breytingin á lögunum ekki verið birt
en um leið og það gerist tekur þessi
breyting gildi.
Eins og í dag munu eftirlitsmenn
Strætó fara um vagnana og kanna
hvort farþegar hafi greitt rétt far-
gjald að sögn Jóhannesar Svavars
Rúnarssonar, framkvæmdastjóra
Strætó. Eini munurinn núna verður
hins vegar sá að Strætó verður kom-
ið með nýtt rafrænt greiðslukerfi
líkt og þekkist erlendis þar sem fólk
skannar sig inn í vagna og geta eft-
irlitsmenn sektað þá sem brjóta
reglurnar.
Þegar undirbúningsvinnunni er
lokið þarf samgönguráðuneytið að
samþykkja reglurnar og auglýsa í
B-tíðindum Stjórnartíðinda.
Strætó er um þessar mundir að
safna upplýsingum frá öðrum
fyrirtækjum í almenningssam-
göngum, m.a. á Norðurlöndunum,
og hvaða útfærslur og reglur eru í
gildi þar.
Er að því stefnt að leggja til-
lögur undir stjórn Strætó í næsta
mánuði og í kjölfarið verða ráðu-
neytinu sendar upplýsingar um
það hvernig Strætó ætlar að fram-
kvæma sektirnar í haust.
Eftirlitsmenn fara um vagnana
- Fargjaldaálag í undirbúningi - Nýtt rafrænt greiðslukerfi tekið upp hjá Strætó
80 kórónuveirusmit greindust innan-
lands í fyrradag, 48 af þeim sem
greindust voru óbólusettir við grein-
ingu en 32 voru fullbólusettir. 37
voru utan sóttkvíar við greiningu.
„Hlutfall jákvæðra sýna hefur
lækkað síðustu daga. Það eru ákveð-
in merki til staðar um að það séu
færri smit í samfélaginu,“ sagði Guð-
rún Aspelund, yfirlæknir á sviði
sóttvarna hjá embætti landlæknis,
um tölur gærdagsins í samtali við
mbl.is.
Hlutfall óbólusettra óvenju hátt
Þá var hlutfall óbólusettra í
greindum smitum óvenju hátt í
fyrradag, 60%, og daginn áður, 73%.
Guðrún sagði gögnin sýna að smit-
tíðni sé allt að tvöfalt hærri hjá
óbólusettum miðað við bólusetta.
Nýgengi innanlandssmita heldur
áfram að lækka og stóð í gær í 287,7.
Þá var hlutfall jákvæðra einkenna-
sýna í fyrradag 2,55% en tæplega
5.000 sýni voru tekin.
Virkum smitum fjölgaði um 15 á
milli daga. 830 voru með virkt smit í
gær, þar af 221 barn. Enginn þeirra
er metinn rauður en 21 er gulur og
þarf nánara eftirlit.
Covid-sjúklingum á Landspít-
ala fækkaði um þrjá
Sjúklingum sem liggja inni á
Landspítala vegna Covid-19 fækkaði
um fjóra á milli daga, að því er segir
á vef Landspítala. Í gær lágu tíu inni
á spítalanum, níu sjúklingar á bráða-
legudeildum spítalans og eru fjórir
þeirra óbólusettir. Á gjörgæslu er
einn sjúklingur sem er ekki í önd-
unarvél. Meðalaldur innlagðra er 66
ár.
Hlutfall jákvæðra
sýna hefur lækkað
- Smittíðni óbólu-
settra allt að tvöfalt
hærri en bólusettra
Morgunblaðið/Eggert
Tæplega 5.000 sýni voru tekin í
fyrradag. 2,55% voru jákvæð.