Morgunblaðið - 01.09.2021, Síða 14
14
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2021
Í fyrri grein um
íbúaþróun á suðvest-
urhorni landsins
(Morgunblaðið 15. júlí
sl.) var rakið að hin
mikla fjölgun íbúa
undanfarin ár er að-
allega vegna aðflutn-
ings fólks frá útlönd-
um þótt töluverð
hreyfing íbúa hafi
einnig orðið milli ein-
stakra sveitarfélaga á
svæðinu. Þróun mannfjölda á suð-
vesturhorni landsins fylgir hag-
vexti betur en íbúaþróun landsins
alls þótt farsóttin að undanförnu
hafi ekki haft eins mikil áhrif á
mannfjöldann og hagkerfið.
Íbúaþróunin hefur margvíslegar
hliðar og í þessari grein verður
reynt að gera grein fyrir sumum
þeirra.
Íbúafjölgunin hefur fjölgað
körlum á svæðinu. Rúmlega
32.000 íbúa fjölgun á suðvest-
urhorninu skiptist þannig að 60%
eru karlar meðan 40% eru konur.
Hlutfallsleg fjölgun karla var 15%
meðan konum fjölgaði um 10%.
Hlutfall kvenna í fjölgun íbúa var
lægst í Hafnarfirði, í Vogum og
Borgarbyggð. Þriðjungur íbúa-
fjölgunar í Reykjavík voru konur.
Íbúaþróunin hefur einnig haft
mikil áhrif á aldurssamsetningu,
bæði vegna áhrifa flutninganna en
einnig vegna breytinga á fjölda
barna sem hér hafa fæðst. Byrj-
um á fæðingunum. Þrátt fyrir að
þjóðinni allri hafi fjölgað um nær
11% á undanförnum 5 árum er
fjöldi 0-4 ára barna næstum
óbreyttur. Börnum á aldrinum 5-9
ára hefur fækkað á
sama tíma um nær
600 eða 2,5%. Á suð-
vesturhorninu fjölg-
aði íbúum um 12,5% á
síðustu 5 árum en
börnum á aldrinum
0-4 ára fjölgaði um
1,0% en 5-9 ára börn-
um fækkaði um rúmlega 500.
Hægt er að skoða íbúabreyt-
inguna eftir aldri frá tveimur
sjónarhornum og það er gert í
töflu 1.
Taflan þarfnast nokkurrar skýr-
ingar en almennt er hægt að
segja að þarna megi sjá gríðar-
lega öra breytingu á aldursskipt-
ingu íbúanna. Í fremri talnadálkn-
um er sýnt hver breyting hefur
orðið á íbúafjölda í hverjum 5 ára
aldursflokki á síðustu 5 árum.
Þannig hefur t.d. 10-14 ára ung-
lingum fjölgað um 17,1% á suð-
vesturhorninu á þessum tíma.
Seinni dálkurinn sýnir samanburð
á aldursflokknum við þann fjölda
sem var 5 árum yngri fimm árum
fyrr. Þeir sem nú eru 10-14 ára
eru 4,5% fleiri en þeir sem voru
5-9 ára fyrir fimm árum. Fyrir
yngri aldurshópana sýnir seinni
dálkurinn áhrif búferlaflutning-
anna en hjá elstu hópunum, þar
sem flutningar eru fátíðir eru
áhrifin fyrst og fremst vegna þess
að fólk fellur frá. Í öllum aldurs-
flokkum frá tvítugu að fertugu
hefur íbúum á suðvesturhorninu
fjölgað meira en sem nemur hlut-
fallslegri íbúafjölgun á svæðinu í
heild og þar vega búferlaflutn-
ingar langmest. Mikið hefur verið
rætt um mikla fjölgun eldra fólks
og vissulega er hlutfallsleg fjölgun
mikil bæði hjá þeim sem eru eldri
en níræðir og svo hjá þeim sem
eru á áttræðisaldri. Fólki á níræð-
isaldri fjölgaði hins vegar mjög
lítið á síðustu fimm árum. Hlutfall
sjötugra og eldri af íbúum hækk-
aði síðustu 5 ár úr 8,9% í 9,6% en
hlutfall áttræðra og eldri lækkaði.
Skoðum nú nánar þróunina í
þeim hópi sem í upphafi yfirstand-
andi árs var 25-29 ára en þar
hafði fjölgunin á suðvesturhorninu
orðið hlutfallslega mest frá því
fyrir 5 árum, 25,7% eða 5.000
manns. Í töflu 2 er sýnt hvernig
íbúaþróunin í aldursflokknum var
eftir sveitarfélögum. Fámennustu
sveitarfélögunum er sleppt en þau
eru með í samtölum.
Hlutfallslega fjölgar mest í
þessum hópi á Suðurnesjum en
Reykjavík er enginn eftirbátur og
þar hafa yfir 3.000 einstaklingar
bæst í aldurshópinn, 60% af allri
fjölguninni. Fjölgunin er mun
minni í grannsveitarfélögunum
nema Mosfellsbæ þar sem fjölgar
mikið og á Seltjarnarnesi en þar
fækkar í hópnum. Áhrif fjölgunar
í þessum aldurshópi geta verið
mjög mikilvæg fyrir framtíðar-
íbúaþróun sveitarfélaganna sem í
hlut eiga vegna þess að þarna, og
í næsta fimm ára aldursflokki þar
fyrir ofan, er fæðingartíðni lang-
hæst. Þarna hefur það þó áhrif til
lækkunar að 60% af fjölguninni
eru karlar en einnig eru vísbend-
ingar um að fæðingartíðni meðal
aðfluttra sé lægri en hjá þjóðinni
að öðru leyti.
Hin öra íbúaþróun sem verið
hefur í flestum sveitarfélögum á
suðvesturhorni landsins á undan-
förnum árum hefur haft mikil
áhrif á þróun byggðarinnar. Hún
hefur breytt aldurssamsetningu
sveitarfélaganna og mun hafa
áhrif inn í framtíðina. Íbúarnir
eru með mismunandi bakgrunn
sem leiðir til litríkara samfélags
en gerir jafnframt kröfur til sveit-
arfélaganna um að veita fjöl-
breyttari þjónustu en hingað til.
Örar íbúabreytingar – margvíslegar afleiðingar
Eftir Sigurð
Guðmundsson » Íbúaþróun
á suðvest-
urhorni
landsins
Sigurður
Guðmundsson
Höfundur er skipulagsfræðingur
BES M Phil.
Íbúaþróun á suðvesturhorni landsins
Hlutfallsleg breyting 2016 til 2021 eftir 5 ára aldursflokkum
Heimild: Hagstofa Íslands
Breyting 2016-2021
aldur á hvorum tíma
Breyting frá 2016
m.v. aldur 2021
0-4 ára 1,4%
5-9 ára -2,8% 4,2%
10-14 ára 17,1% 4,5%
15-19 ára 4,4% 5,6%
20-24 ára 2,9% 19,2%
25-29 ára 25,2% 25,7%
30-34 ára 24,9% 19,4%
35-39 ára 15,9% 13,6%
40-44 ára 16,6% 10,6%
45-49 ára 18,6% 9,2%
50-54 ára 3,0% 6,7%
Breyting 2016-2021
aldur á hvorum tíma
Breyting frá 2016
m.v. aldur 2021
55-59 ára 5,1% 2,1%
60-64 ára 16,3% -0,4%
65-69 ára 17,0% -2,9%
70-74 ára 29,7% -5,2%
75-79 ára 30,6% -10,2%
80-84 ára 2,3% -18,0%
85-89 ára 1,8% -32,8%
90-94 ára 23,2% -49,7%
95-99 ára 45,2% -73,3%
100+ ára 34,6% -84,6%
Tafla 1
Breyting á fjölda 25-29 ára
Miðað við 20-24 ára 5 árum áður eftir sveitarfélögum
Sveitarfélag % Fjöldi
Reykjavík 32,1% 3.053
Kópavogur 20,2% 468
Seltjarnarnes -9,1% -31
Garðabær 13,9% 141
Hafnarfjörður 6,6% 138
Mosfellsbær 33,9% 221
Reykjanesbær 50,0% 636
Grindavík 32,3% 76
Sveitarfélag % Fjöldi
Vogar 39,7% 27
Suðurnesjabær 36,3% 77
Akranes 6,2% 31
Borgarbyggð -0,7% -2
Árborg 22,8% 129
Hveragerði 5,6% 10
Ölfus 27,0% 40
Suðvesturland 25,7% 5.002
Tafla 2
Heimild: Hagstofa Íslands
Miðvikudagskvöldið 7. apríl
2021 var sýnd í sjónvarpinu heim-
ildamynd eftir Björn Brynjúlf
Björnsson sem nefnist „Leynd-
armálið“ og er þar reynt að svipta
hulunni af stærsta frímerkjaþjófn-
aði í sögu þjóðarinnar þegar svo-
nefnt Biblíubréf var selt úr landi
árið 1972. Bréfkorn þetta er nú
talið eitt verðmætasta frímerk-
jaumslag í heimi og verðmæti
þess hleypur á hundruðum millj-
óna.
Tengdafaðir þáttarstjórnanda,
Haraldur Sæmundsson fyrrver-
andi frímerkjakaupmaður, hafði
milligöngu um sölu bréfsins til út-
landa en seinna komu fram ásak-
anir um að bréfinu hefði verið
stolið. Lögmaður í Reykjavík
hafði afhent Haraldi bréfið fyrir
hönd umbjóðanda sem enginn hef-
ur til þessa vitað hver er. Har-
aldur fullyrðir nú að Skúli Helga-
son fræðimaður (1916-2002) hafi
verið umræddur maður og leiðir
það af líkum sem þáttarstjórnandi
útfærir og færir frekari rök fyrir.
Þegar röksemdafærslur tengda-
feðganna eru gaumgæfðar af
sanngirni dregur mjög úr trúverð-
ugleika þeirra og sýnir að sú
kenning að heiðursmaðurinn Skúli
Helgason hafi verið frímerkjaþjóf-
ur er að minnsta kosti hæpin.
Þegar fréttist um fyrirhugaða
sölu Biblíubréfsins haustið 1972
taldi Halldór Gunnlaugsson bóndi
á Kiðjabergi sig hafa eignarrétt á
umræddu bréfi en hann var son-
arsonur Þorsteins Jónssonar
sýslumanns í Árnessýslu sem
bréfið hafði verið sent til haustið
1874. Að kröfu hans fór fram
rannsókn á uppruna bréfsins í
marsmánuði 1973. Hvergi í þeirri
rannsókn kemur fram minnsti
grunur um að Skúli hafi átt hlut
að máli og er hans að engu getið í
samantektinni, en Halldór þekkti
Skúla vel.
Við rannsóknina var talað við
Magna R. Magnússon kaupmann,
en fram kom að maður hefði sýnt
honum umrætt frímerkjabréf.
Magni sagði lögreglunni og end-
urtók það í viðtali í heimildamynd-
inni, að hann hefði ekki þekkt
þann mann, en telja verður úti-
lokað annað en að Magni hafi
þekkt Skúla Helgason, sem átti
heima mjög nálægt starfsvett-
vangi hans á Skólavörðustíg og
Laugavegi og átti um margra ára-
tuga skeið leiðir um þær slóðir.
Í heimildamyndinni er rakið að
Skúli Helgason hafi oftar en einu
sinni komið að Kiðjabergi að leita
muna handa fyrirhuguðu byggða-
safni í Árnessýslu, og leitast við
að leiða rök að því að þar hafi
hann komist yfir bréfið.
Í greinargerð um málið frá
Þjóðskjalasafni 12. maí 2021 er
staðhæft að mestar líkur séu til að
umrætt bréf hafi verið tekið úr
safni sýslumanns Árnessýslu, eftir
að það var afhent á Þjóðskjalasafn
árið 1910, fremur en að því hafi
verið stolið af Kiðjabergi. Ef rétt
reynist er botninn farinn undan
stærstu „röksemdum“ tengdafeðg-
anna.
Í rannsókn lögreglunnar 1973
var talað við marga fornbóksala
og frímerkjaáhugamenn, auk
Magna R. Magnússonar. Í skjöl-
um vegna rannsóknarinnar, sem
er hátt í 50 bls. að lengd, kemur
nafn Skúla Helgasonar hvergi fyr-
ir eins og áður hefur komið fram.
Haraldur Sæmundsson kom ekki
heldur fram þá og nefndi nafn
Skúla, en rannsóknin hefur varla
farið fram hjá honum.
Þá vekur athygli að þáttar-
stjórnandi getur þess í engu að
rannsókn lögreglu beinist ekki
síst að þeim þætti að bréfið hafi
verið í vörslu fólks sem bjó í
Landeyjunum en þar í sveit áttu
tveir af afkomendum Þorsteins
sýslumanns heimili. En vitaskuld
veikir það líkt og greinargerð
Þjóðskjalasafnsins fyrirframgefna
niðurstöðu þáttarstjórnanda.
Í heimildamyndinni er greint
frá því að ágreiningur hafi orðið
með Skúla og sýslunefnd Árnes-
sýslu út af uppbyggingu byggða-
safns fyrir sýsluna, sem var Skúla
mikið hjartans mál, en upp úr
samstarfi þar á milli hafði slitnað
kringum 1960. Er látið að því
liggja að Skúli hafi ekki talið sig
„skulda“ fósturhéraði sínu neitt
eftir að hann flutti þaðan og því
ekki talið sig þurfa að skila um-
ræddu skildingabréfi til sýsl-
unnar, hefði hann komist yfir það.
Annað vita þeir sem þekktu Skúla
persónulega. Ekki þurfti lengi að
ræða við hann til að finna, að
heimasýslan var honum allt. Tal
um einhvers konar „hefnd“ Skúla
gagnvart sýslunefndinni eða
heimasýslu sinni er vægast sagt
illa grundað og ekki smekklegt.
Loks er því haldið fram í heim-
ildamyndinni að Skúli hafi verið
illa stæður og búið í leiguíbúð þar
til hann keypti skyndilega íbúð á
Óðinsgötu 32 árið 1972. Þetta er
rangt hjá þáttarstjórnanda. Skúli
átti tvö hús, annað á Selfossi og
hitt á Svínavatni, þegar hann
flutti til Reykjavíkur um 1960.
Hann bjó svo í eignaríbúð á Óð-
insgötu 26 þegar hann keypti
stærri íbúð við Óðinsgötu 32.
Skúli lenti í slæmu bifreiðaslysi
árið 1966 en árið 1969 fékk hann
verulega fjárhæð í bætur vegna
slyssins, sem nam hærri upphæð
en verðmun nýju og gömlu íbúð-
anna. Í skattframtölum gerir
Skúli ljósa grein fyrir því hvernig
bankainnstæða hans vegna slysa-
bóta er notuð til að fjármagna
kaup hans á Óðinsgötu 32. Fram-
töl þessi taka af allan vafa um að
það er tilhæfulaust með öllu að
digur sjóður vegna frímerkjasölu
hafi leynst í eigu Skúla Helgason-
ar.
Í þættinum gefur þáttarstjórn-
andi sér niðurstöðu sem ekki
stenst nánari skoðun. Veldur þar
einkum þrennt. Björn Brynjúlfur
horfir framhjá atriðum sem fram
koma í lögregluskýrslu, gefur sér
ranglega að Skúli sé fátækur og
eignalaus maður og gerir honum
að síðustu upp hefndarhug gagn-
vart héraði sem hann unni. Sú
fyrirframgefna niðurstaða þátt-
arstjórnanda að Skúli Helgason
sé þjófur er því ekki studd nein-
um rökum sem standast nánari
skoðun og getur ekki talist annað
en ærumeiðing sem beinist að
látnum heiðursmanni.
Sjá ítarlegra eintak þessar
greinar á www.mbl.is/netgreinar
Athugasemd vegna heimildamyndar
um frímerkjaþjófnað
Eftir Þórð Tómasson, Sigurð
Hermundarson, Lísu Thomsen,
Jón Torfason, Ingu Láru Bald-
vinsdóttur, Kára Bjarnason,
Bjarna Harðarson, Guðrúnu
Þórðardóttur, Ingileif Jónsson,
Helga Jónsson, Guðrúnu Þór-
hallsdóttur og Sigurð Karl
Jónsson
» Í þættinum gefur
þáttarstjórnandi
sér niðurstöðu sem ekki
stenst nánari skoðun.
Höfundar eru vinir Skúla heitins
Helgasonar.
Móttaka aðsendra
greina
Morgunblaðið er vettvangur lif-
andi umræðu í landinu og birtir
aðsendar greinar alla útgáfu-
daga.
Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Kerfið er auðvelt í
notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morg-
unblaðsins og höfunda. Morg-
unblaðið birtir ekki greinar sem
einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir
Morgunblaðslógóinu efst í hægra
horni forsíðu mbl.is. Þegar
smellt er á lógóið birtist felli-
gluggi þar sem liðurinn „Senda
inn grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem inn-
sendikerfið er notað þarf not-
andinn að nýskrá sig inn í kerfið.
Ítarlegar leiðbeiningar fylgja
hverju þrepi í skráningarferlinu.
Eftir að viðkomandi hefur skráð
sig sem notanda í kerfið er nóg
að slá inn kennitölu notanda og
lykilorð til að opna svæðið.
Hægt er að senda greinar allan
sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir
starfsfólk Morgunblaðsins alla
virka daga í síma 569-1100 frá
kl. 8-18.
Viðskipti