Morgunblaðið - 09.09.2021, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.09.2021, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIR Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2021 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Bráðabirgðastjórn talíbana tilkynnti í gær að öll mótmæli í landinu væru nú bönnuð. Hyggjast þeir leyfa mótmæli síðar, en einungis þau sem fengið hafa sérstakt leyfi dómsmálaráðuneytis- ins, en nokkuð hefur verið um mót- mæli gegn yfirráðum þeirra í helstu borgum landsins síðustu daga. Sagði einnig í yfirlýsingu þeirra að tekið yrði hart á þeim sem mótmæltu án slíks leyfis. Hafa konur verið sérstaklega áber- andi í mótmælum í Kabúl í gær og í fyrradag, en þær hafa meðal annars mótmælt afskiptum Pakistana af afg- önskum stjórnmálum, sem og því að engar konur er að finna í hinni nýju bráðabirgðastjórn. Voru mótmælin í gær leyst upp af vígamönnum talíb- ana líkt og hin fyrri. Einnig bárust fregnir af mótmæl- um í borginni Faizabad í norðaustur- hluta landsins, og á þriðjudaginn mót- mælti mikill fjöldi í borginni Herat. Voru tveir mótmælendur þar sagðir hafa fallið þegar mótmælin voru leyst upp með kúlnahríð. Stjórnin standist ekki loforð Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að ríkisstjórn talíbana yrði að vinna sér inn viður- kenningu alþjóðasamfélagsins, en hann ávarpaði þá fjarfund utanríkis- ráðherra tuttugu ríkja, þar sem Afg- anistan var efst á baugi. Sagði Blinken ljóst að ríkisstjórnin sem tilkynnt var í fyrradag stæðist ekki þau loforð sem talíbanar hefðu gefið um að hún myndi innihalda ráð- herra úr ýmsum pólitískum áttum, auk þess sem það ylli sér áhyggjum að sumir ráðherranna hefðu tengsl við öfgaöfl sem hefðu staðið að árás- um á bandaríska hermenn. Vísaði Blinken þar líklega til Sirajuddin Haqqani, sem nú er innanríkisráð- herra, en hann er sagður hafa sterk tengsl við al-Qaeda Wang Wenbin, talsmaður kín- verska utanríkisráðuneytisins, sagði hins vegar að Kínverjar fögnuðu því að þriggja vikna stjórnleysisástand væri nú á enda runnið. Sagði Wang að Kínverjar vonuðust til að talíbanar myndu viðhafa hóf- sama og stöðuga utanríkis- og innan- ríkisstefnu og leggjast hart gegn hryðjuverkahópum innan Afganist- ans. Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, hét í gær 31 milljón bandaríkjadala í mataraðstoð og vetrarbirgðir, auk þess sem Kínverjar ætla að senda þrjár milljónir skammta af bóluefnum gegn kórónuveirunni til Afganistans. AFP Mótmæli Afganskar konur mótmæla við sendiráð Pakistans í fyrradag. Talíbanar banna öll mótmæli - Mótmælt annan daginn í röð í Kabúl - Konur standa framarlega í röð mótmælenda - Blinken segir talíbana þurfa að vinna sér inn viðurkenningu - Kínverjar heita talíbönum mikilli fjárhagsaðstoð Réttarhöld hófust í gær yfir Salah Abdeslam, þeim síðasta af hryðju- verkamönnunum sem drápu 130 manns í Parísarborg árið 2015 sem enn er á lífi. Sagði hann við upphaf réttarhaldanna, að komið hefði verið fram við sig og aðra sakborninga málsins „eins og hunda“. Tuttugu manns eru á sakabekk vegna hryðjuverkanna, en ráðist var samtímis á átta mismunandi staði í París, en Ríki íslams gekkst við ábyrgðinni á ódæðinu. Abdeslam var með sjálfsvígssprengjubelti, en lét ekki til skarar skríða. Hann hefur setið í varðhaldi frá apríl 2016, og verið mestan þann tíma í einangrun. Abdeslam er sá eini sem tók þátt í árásunum sem er nú fyrir rétti, en hinir 19 eru sakaðir um að hafa að- stoðað þá sem frömdu verknaðinn við skipulagningu hryðjuverkanna. Sex af sakborningum eru ekki við- staddir réttarhöldin, en lífstíðar- fangelsi liggur við brotum þeirra. Áætlað er að réttarhöldin muni vara í níu mánuði, og er gert ráð fyr- ir 140 dögum af vitnaleiðslum, þar sem um 300 manns, eftirlifendur og aðstandendur fórnarlamba, munu bera vitni. Meðal vitna er Francois Hollande, þáverandi Frakklandsforseti, en hann sagði í gær að réttarhöldin væru mikilvæg stund í lífi fórnar- lambanna. Sagði Hollande jafnframt að árásirnar hefðu verið „stríðsyfir- lýsing“. Meðal skotmarka hryðjuverka- mannanna 13. nóvember 2015 voru Bataclan-tónleikahöllin, Stade de France-leikvangurinn, sem og nokkrir barir og veitingahús í mið- borg Parísar. Kvartaði undan illri meðferð - Réttarhöld hafin yfir Abdeslam AFP Réttarhöld Salah Abdeslam, sést hér á teikningu úr dómsalnum. Leiðtogar ríkjanna í vesturhluta Afríku héldu í gær neyðarfund vegna valdaránsins í Gíneu um helgina. Fundurinn var undir merkjum ECOWAS, efnahags- bandalags Vestur-Afríkuríkja, og sögðu leiðtogarnir valdaránið brjóta gegn reglum þess um góða stjórnarhætti. Ofurstinn Mamady Doumbouya, leiðtogi valdaránsins, hefur heitið því að færa aftur völdin til borg- aralegra afla, en ekki hefur enn fengist staðfest hvenær það yrði. GÍNEA AFP Gínea Mamady Doumbouya, leiðtogi valdaránsins, heilsar almenningi. Leiðtogar ECOWAS funda um valdarán Styttan af Robert E. Lee, fremsta hershöfðingja Suðurríkjanna í bandaríska borgarastríðinu, var tekin niður í Richmond, höfuðborg Virginíuríkis, í gær. Styttan var reist árið 1890, en Lee stýrði Her Norður-Virginíu í borgarastríðinu, sem stóð frá 1861- 1865. Réðst hann meðal annars tvisvar sinnum í Norðurríkin, en seinni innrás hans var hrundið við Gettysburg í júlí 1863. Styttan var sögð táknmynd þrælahalds, og hét Ralph Northam, ríkisstjóri Virginíu, því í fyrra að hún yrði tekin niður í kjölfar George Floyd-mótmælanna síðasta sumar. Var það loforð efnt í gær við mikinn fögnuð um hundrað manns, sem viðstaddir voru athöfnina. Ekki er vitað hvar styttan verður framvegis geymd. Robert E. Lee felldur af stalli AFP GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTAHáaleitisbraut 58–60 • haaleiti@bjorg.is • Sími: 553 1380 Hreinsum allar yfirhafnir, trefla, húfur og fylgihluti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.