Morgunblaðið - 09.09.2021, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.09.2021, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2021 Deila Norðmanna og útgerða skipa innan Evrópusambandsins og á Bretlandi vegna veiða við Svalbarða hefur harðnað upp á síðkastið. Evr- ópusambandið hafði hótað Norð- mönnum refsiaðgerðum vegna skertra aflaheimilda við Svalbarða. Norðmenn svöruðu með því að hóta að senda skip norsku strand- gæslunnar á vettvang færu skipin yfir leyfilegar aflaheimildir. Í síð- ustu viku var norska ríkinu svo stefnt vegna málsins fyrir héraðs- dómi í Ósló, að því er fram kemur á vef norska ríkisútvarpsins, NRK, og í fleiri norskum miðlum. Fyrirtæki innan samtaka evr- ópskra útgerða sem stunda veiðar í NA-Atlantshafi, Enafa, standa að baki stefnunni, 14 fyrirtæki í sex Evrópusambandslöndum og ein bresk útgerð. Evrópusambandið hafði alls heimild til að veiða 29 þús- und tonn af þorski á fiskverndar- svæðinu við Svalbarða áður en Bret- ar gengu úr ESB og Brexit tók gildi um síðustu áramót. Með útgöngunni ákváðu Norð- menn að skerða kvóta ESB um 10 þúsund tonn og veita Bretum heim- ild til að veiða 5.500 tonn. Því sem skildi á milli, 4.500 tonnum, var skipt á milli Norðmanna og Rússa. Þetta sættu fyrirtækin sig ekki við og Evr- ópusambandið miðar enn við 29 þús- und tonn, eins og áður komu í hlut ESB. Stefna norska ríkinu - Aukin harka vegna veiða við Svalbarða Ljósmynd/Kystvakten Deilur Eitt af skipum norsku strandgæslunnar á siglingu. Tillaga að friðlýsingu jarðarinnar Dranga í Árneshreppi á Ströndum sem óbyggðs víðernis hefur verið lögð fram. Svæðið er 105 ferkíló- metrar, þar af eru níu ferkílómetrar í hafi. Markmiðið með friðlýsingunni er að standa vörð um umfangsmikið óbyggt víðerni þar sem náttúran fær að þróast á eigin forsendum. Friðlýsingin miðar m.a. að því að vernda til framtíðar stórt svæði þar sem náttúran fær að þróast án álags af mannlegum umsvifum og við- halda sérkennum og náttúru svæð- isins með áherslu á víðsýni, landslag og náttúruupplifun. Í kynningu Um- hverfisstofnunar kemur fram að Jörðin Drangar nær frá Drangajökli að sjó á milli Bjarnarfjarðar og Drangavíkur. „Drangar eru landnámsjörð, þar nam land Þorvaldur Ásvaldsson, hans sonur var Eiríkur rauði er flutti síðar til Grænlands, en sonur hans var Leifur heppni. Eiríkur bjó á Dröngum eftir föður sinn og færa má líkur að því að þar hafi Leifur sonur hans fæðst,“ segir í tillög- unni. Friðlýsingin er gerð í minn- ingu hjónanna Önnu Jakobínu Guð- jónsdóttur og Kristins Halls Jónssonar er voru síðustu bændur á Dröngum. Allt að 14 frístundahús Skipulagsstofnun staðfesti 19. ágúst síðastliðinn breytingu á aðal- skipulagi Árneshrepps 2005-2025 sem samþykkt var í sveitarstjórn 14. júlí. Breytingin felst í fjölgun frístundahúsa í allt að 14 á 10 hekt- ara svæði fyrir frístundabyggð ná- lægt bæjarstæðinu á Dröngum. Í 12. grein tillögu um friðlýsingu segir meðal annars: „Fram- kvæmdir á grundvelli deiliskipu- lags sem er í gildi við undirritun friðlýsingar eru ekki háðar leyfi Umhverfisstofnunar enda sé sér- kennum og verndargildi svæðisins ekki raskað, frárennsli verði hreinsað með fullnægjandi hætti sbr. reglugerð um fráveitur og skólp og að frágangur að fram- kvæmdum loknum sé ætíð til fyrir- myndar.“ aij@mbl.is Undirbúa friðlýsingu á Dröngum Ljósmynd/Ust/Gunnar Guðjónsson Friðlýsing Séð heim að Dröngum. - Markmið tillögunnar að standa vörð um umfangsmikið óbyggt víðerni Samkvæmt nýrri rannsókn Hag- stofunnar, sem unnin var fyrir for- sætisráðuneytið, dróst launamunur karla og kvenna saman á árunum 2008-2020. Katrín Jakobsdóttir kynnti niðurstöðurnar á fundi rík- isstjórnarinnar sl. þriðjudag. Kynbundin skipting vinnumark- aðar í störf og atvinnugreinar skýr- ir að miklu leyti þann launamun sem er til staðar en áhrif mennt- unarstigs og lýðfræðilegra þátta á launamun hafa minnkað, einkum seinni árin. Frá 2008 til 2020 minnkaði þannig munur á atvinnu- tekjum karla og kvenna úr 36,3% í 23,5%, óleiðréttur launamunur minnkaði úr 20,5% í 12,6% og leið- réttur launamunur úr 6,4% í 4,1%. Kynbundinn launa- munur minnkar KOMDUÚT AÐHJÓLA EITTMESTA ÚRVAL LANDSINS AF REIÐ- OG RAFHJÓLUM Skoðaðu úrvalið á orninn.is ME I R I H R E Y F I NG - ME I R I ÁNÆG JA Frábært fjölnota hjól Álstell, 16 gírar Vökvabremsur Radioactive Red 99.990 kr. MARLIN6 Frábært fjölnota hjól Álstell - 24 gírar Vökva diskabremsur Læsanlegur dempari Gunmetal 109.990 kr. DS2 Frábært fjölnota hjól Álstell - 24 gírar Vökva diskabremsur Matte Dnister Black 104.990 kr. FX2Disc
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.