Morgunblaðið - 09.09.2021, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 09.09.2021, Blaðsíða 49
MINNINGAR 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2021 ✝ Sólveig Sigurð- ardóttir fæddist 22. október 1946. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Grund 29. ágúst 2021. Foreldrar hennar voru Sig- urður Jónsson frá Þorvaldsstöðum í Breiðdal, f. 23.5. 1916, d. 16.4. 1986 og Ásta Gunnsteins- dóttir frá Nesi við Seltjörn, f. 10.1. 1920, d. 21.11. 1998. Sigurður og Ásta giftust 10. janúar 1945. Börn þeirra eru auk Sólveigar: Gunn- steinn, f. 29.9. 1950 og 2 börn sem dóu í frumbernsku. Hinn 16. september 1967 giftist Ólaf, f. 22.4. 1978, kvæntur Svein- borgu Petrínu Jensdóttur og eiga þau 3 börn, Ólöfu Sólveigu, Jens Sævar og Gabríel Ómar. Einnig eignuðust þau dreng árið 1977 sem lést í fæðingu. Sólveig starfaði sem barn og unglingur í verslun foreldra sinna, Steinnesi. Veturinn 1963-64 gekk hún í Húsmæðraskólann og starfaði í framhaldinu á Brauð- stofunni Vesturgötu í nokkur ár. Var heimavinnandi meira og minna næstu 15 árin og sá um uppeldi barna sinna. Réð sig til starfa hjá Trausta, félagi sendibíl- stjóra, árið 1984 og starfaði þar í rúm 20 ár eða til 2006 og sama ár hóf hún störf á Grund, hjúkr- unarheimili. Var hún þar meðan heilsan leyfði og lét af störfum ár- ið 2018 á sjötugasta og öðru ári. Útför Sólveigar fer fram frá Seltjarnarneskirkju í dag, 9. sept- ember 2021, og hefst athöfnin kl. 13. Sólveig Ómari Bjarnasyni, f. 25.11. 1946. Foreldrar hans voru Bjarni Sigurður Jakobsson, f. 20.7. 1899, d. 15.5. 1973 og Kristín Brynhildur Davíðs- dóttir, f. 14.6. 1908, d. 6.8. 2007. Eign- uðust þau 4 börn; Ástríði Kristínu, f. 14.8. 1971, gift Dani- el Breton og eiga þau 2 dætur, Sólveigu Rún, í sambúð með Haf- þóri Inga Rögnvaldssyni, og Hel- enu Rós, Sigurð, f. 6.1. 1973, kvæntur Völu Rebekku Þorsteins- dóttur og eiga þau 3 syni, Ómar Atla, Þorstein Tjörva og Dag Má, Mamma mín er látin. Þetta hef- ur verið mín tilhugsun síðan ég var lítill piltur, hefur nú orðið að veru- leika. Mamma var alltaf til staðar, hún hringdi í mig á hverju kvöldi, hún vakti yfir mér þegar eitthvað bjátaði á, hún hughreysti mig þeg- ar ég gat það ekki sjálfur. Ég var litli strákurinn hennar mömmu, og mamma var svo sann- arlega einstök, dýrlingur í mínum augum. Það var ekkert sem ég myndi ekki gera fyrir mömmu, og það var ekkert sem mamma myndi ekki gera fyrir mig. Ef mér leið illa eða eitthvað kom fyrir á seinni ár- um fékk ég alltaf símtal, það var eins og hún fyndi á sér eða vissi að nú þyrfti ég að heyra í mömmu. Sem lítill rauðhærður strákur með krullur og útstæð eyru var ég auðvelt skotmark fyrir stríðni og leiðindum í skóla. Það sem gaf mér styrk og vissu um að þetta yrði allt í lagi var að þegar ég kæmi heim var þar mamma mín sem beið. Á tvítugsaldri fór mér að ganga vel í skóla, og ég held að ég hafi ekki séð mömmu stoltari af mér en þegar ég fékk tækifæri til að kenna við háskóla, ég hugsaði alltaf að hún væri svo stolt að ég væri kenn- ari eftir allt sem gekk á í grunn- skóla, en mamma átti draum um að vera kennari á yngri árum, vonandi var hún örlítið stoltari af mér fyrir vikið. Ég man enn eins og það gerðist í gær þegar mamma hringdi í mig fyrir sex árum á óvanalegum tíma, ég vissi strax að eitthvað var að. Hún átti svo erfitt með að segja mér, en sagði að nú væri komið að sér, Óli minn, hún væri orðin veik. Ég reyndi nú að hughreysta mömmu, en fljótlega áttaði ég mig á því að það var mamma sem var enn að hughreysta mig, litla gutt- ann sinn, hún var ekki að hugsa um sjálfa sig frekar en nokkurn tíma áður. Síðasta ár í lífi mömmu finnst mér vera mest táknrænt fyrir hana, þrátt fyrir gríðarlega mikil veikindi reyndi hún alltaf að vera til staðar þegar við fjölskyldan komu í heimsókn. Minningar mínar og samverustundirnar á spítalanum, mamma, voru þær dýrmætustu sem ég á, þú varst aldrei byrði, hvað þá að þú værir bara vesen eins og þú sagðir í sumar. Best var að fá að sitja hjá þér, mamma. Þremur dögum áður en mamma ákvað að hvíla sig svaf ég hjá henni um nóttina. Ég kvaddi mömmu, sá að hún var aðeins með augun opin, og þegar hún sá mig, með tár sem runnu niður vanga, glaðopnaði hún augun sín sem hún hafði ekki opnað almennilega í nokkra daga, lyfti upp örmagna höndum sínum og tók utan um og kyssti mig allan og sagði að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af sér og að hún elskaði okkur. Mamma mín sem var eins veik og nokkur getur verið en var enn að hugsa um og hughreysta litla strákinn sinn. Hún vildi ekki að við fjölskyldan hefðum áhyggjur af sér. Þegar við hittumst aftur, mamma, þá veit ég ekki hvað ég á að segja, því þú veist allt, manstu. Farðu nú að leyfa mér að hugsa um þig og hvíldu þig smá þangað til ég kem. Mamma, þú ert góðhjart- aðasta, yndislegasta, klárasta og besta mamma sem ég hef getað átt, engar áhyggjur af okkur, þetta verður allt í lagi, því eins og ég vissi þá og veit enn þá hef ég alltaf mömmu mína hjá mér. Þinn að eilífu, Ólafur (Óli). Í dag fylgi ég í hinsta sinn Sól- veigu tengdamömmu minni með söknuð í hjarta. Ég hef fengið að njóta þess síðustu 23 ár að geta kallað hana tengdamömmu. Sólveig var mjög skemmtileg, alltaf hress og glöð, hún gerði aldrei upp á milli manna. Mín fyrsta minning um þig er þegar ég kom á Nesbala í fyrsta skiptið og þú varst að koma frá mömmu þinni, ég var inni í her- berginu hans Óla, þú kemur inn og segir að ég ráði því hvort þú setjist upp í hjá okkur eða við komum fram í eldhús til að spjalla. Þú varst búin að rekja úr mér allt eftir svona 2 tíma. Við urðum strax miklar vinkonur. Þinn tími var á kvöldin á milli 22 til svona 3. Það var ekkert óeðlilegt við það að kíkja í heim- sókn til þín kl. 12 á miðnætti, setjast við eldhúsborðið og spjalla, þá var tími fyrir heim- sóknir að þínu mati. Oft dróst þú upp spilin til að spá fyrir þér og öðrum, kíktir jafnvel í einn og einn bolla, ef þér leist eitthvað illa á spilin lést þú mann bara draga aftur. Börnin mín þrjú eru svo lánsöm að geta kallað þig ömmu, alltaf spurðir þú um þau í hvert skipti sem maður heyrði í þér. Þú varst alltaf til í spjall, alveg sama hvað þú varst að gera eða fara, alltaf virtist þú hafa tíma fyrir mann. Ekkert var of mikið fyrir þig, elsku Sólveig mín. Það er svolítið langt síðan síminn minn hefur hringt, þú á línunni að spyrja um okkur og segja góða nótt. Ég veit þú heldur áfram að fylgjast með okkur og athuga hvort við séum með grænt hjá okkur, ég á mikið af minningum í bankanum sem ég get yljað mér við og sagt börnunum okkar frá. Takk, elsku Sólveig, fyrir allt sem þú hefur kennt mér og skilið eftir hjá mér. Takk fyrir þig. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Þín Petrína (Peta). Í dag kveð ég elskulega tengda- móður mína, Sólveigu Sigurðar- dóttur. Það var sumarið 1992 að ég fór fyrst að venja komur mínar á Nes- bala 19 þegar ég og Siggi sonur hennar fórum að rugla saman reyt- um okkar. Ég man að ég var dálítið stressuð þegar kom að því að hitta foreldra nýja kærastans í fyrsta skiptið en komst fljótt að því að það var óþarft. Frá fyrstu stundu var mér mætt með hlýju og góðvild. Fyrstu árin okkar Sigga saman bjó ég að mestu á Nesbalanum þar sem mér var tekið sem einni af fjöl- skyldunni. Fljótt komst ég að því hvað Sólveig var skemmtileg kona. Hún var ekki vön að skafa utan af hlutunum og var alltaf í góðu skapi. En svo var Sólveg alveg sérstak- lega góð kona sem vildi öllum vel og gerði ekki mannamun. Þannig að það var alltaf gott og skemmtilegt að vera í návist hennar og áttum við sérlega gott vináttusamband. Þeg- ar við Siggi eignuðumst strákana okkar var Sólveig alltaf boðin og búin að aðstoða með þá. Drengirnir voru velkomnir hvenær sem var í næturgistingu þar sem var dekrað við þá og gjarnan spilað á spil langt fram eftir öllu. Áttu þeir eins og öll barnabörnin gott og fallegt sam- band við ömmu sína. Þær eru og ógleymanlegar margar ánægju- stundirnar sem við áttum öll saman og er gott að hugsa til þeirra nú. Sólveig gekk í gegnum afar erfið veikindi á síðustu árum og var erf- itt að horfa á hana hverfa sjónum okkar, ef svo má segja, síðasta árið. Varð hún vafalaust hvíldinni fegin. Elsku Ómar tengdapabbi, Siggi minn, Ásta og Óli, þetta er búinn að vera erfiður tími en þið hafið staðið eins og klettur við hlið hennar og megi guð og góðar minningar veita ykkur styrk á þessari stundu. Við leiðarlok er mér efst í huga þakklæti fyrir tíma minn með Sól- veigu. Ég datt svo sannarlega í lukkupottinn þegar ég eignaðist hana sem tengdamóður og eigum við fjölskyldan öll eftir að sakna hennar sárt. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku Sólveig, takk fyrir allt. Vala Rebekka Þorsteinsdóttir. Amma mín. Þú ert ljósið í lífi mínu sem gerir allt bjartara. Á köldum vetrardögum gat ég komið og spjallað við þig um hvað sem var og þú læknaðir öll hjartans mál með orðum þínum, þér fannst svo gaman að tjá þig við aðra, að sitja tímunum saman við eldhúsborðið og bara spjalla við alla sem löbbuðu inn um dyrnar. Þú kenndir mér svo margt sem ég veit nú í dag en fyrst og fremst kenndir þú mér að vera ég, þú kenndir mér að vera sterk, þrjósk og að ég ætti aldrei að taka nei fyrir svar því að þú trúðir því að ég gæti allt sem heimurinn byði upp á, takk fyrir það. Mér finnst erfitt að hugsa um að framtíðarbörnin mín muni aldrei kynnast þér, en ég mun gera mitt besta að kenna þeim allt sem þú kenndir mér, og mun ást mín til þín lifa með mér að eilífu. Í dag er heimurinn ósanngjarn því guð gaf mér sálufélaga með tak- markaða tímasetningu, en ég vil samt þakka guði fyrir að gefa mér þig að ömmu og er þakklát fyrir all- ar stundir sem hann gaf okkur saman og munu þær ætíð lifa með mér. Ég elska þig. Þín að eilífu, Ólöf Sólveig (Óla Sól). Elsku amma okkar. Það er erfitt að átta sig á hvar maður á að byrja. Þú átt stóran þátt í uppeldi okkar og hvernig við erum í dag sem per- sónur. Við öll höfum lært mikið af þér og varst þú með svör við öllum okkar spurningum. Ef eitthvað var að angra okkur vissum við að við gætum alltaf leitað til þín á Nesbal- anum. Það var alltaf mjög eftirsóknar- vert að gista á Nesbalanum því að það var alltaf nóg af ýmsum kræs- ingum eins og kökur og smurbrauð en svo var amma alltaf til í að skjót- ast út í búð ef við vildum eitthvað sérstakt. Það var líka regla á Nes- balanum að við fengum aldrei að fara svöng í háttinn og kom það ósjaldan fyrir að við fengum köku og mjólk rétt áður en við fórum upp í rúm. Svefntíminn á Nesbalanum var einnig töluvert sveigjanlegri en það sem við vorum vön. Rútínan var yfirleitt sú sama, við byrjuðum að baka eða spila eða bæði um kl. 9- 10 að kvöldi því þá var amman í ess- inu sínu. Alltaf í kringum jólin voru sortirnar bakaðar á kvöldin og þeg- ar við vorum að gista var spilað oft langt fram á kvöld. Amma hafði alltaf mjög gaman af að spila og kenndi hún okkar mörg spil, m.a. ólsen-ólsen og kana. Þegar við vor- um yngri vorum við öll mjög sig- ursæl í spilum gegn ömmunni og á tímabili tapaði hún öllum spilaleikj- um á móti barnabörnunum sínum. Þegar við urðum aðeins eldri tók- um við eftir því að amma var ekki alltaf að spila eftir sinni bestu getu heldur leyfði hún okkur að vinna. Eftir að við tókum eftir því var amma allt í einu mjög góð í spilum og kom það okkur barnabörnunum í opna skjöldu. Ekki vitum við fyrir víst af hverju hún leyfði okkur að vinna en mögulega gæti það tengst keppnisskapinu sem flest af hennar barnabörnum hafa. En þetta er eitt af því sem einkenndi ömmu okkar, hún hugsaði alltaf um aðra á undan sér. Það skipti ekki máli hvað við báðum um eða þurftum, amma var alltaf til staðar. Að sýna góðmennsku, að hafa þrautseigju, aðstoða aðra og að hafa húmor fyrir lífinu er bara brot af því sem þú sýndir okkur og kenndir. Þú tókst á móti okkur öll- um með opnum örmum og vissum við alltaf að þú værir í okkar horni að hvetja okkur áfram. Þú mótaðir og kenndir okkur svo margt sem við munum nota á okkar lífsleið og vonandi náum við svo að kenna okkar börnum það sama. Við vilj- um þakka þér, elsku amma, fyrir allar stundirnar, hláturinn og góðu minningarnar sem við eigum. Takk fyrir allt sem þú gafst okkur í lífinu, við elskum þig. Kveðja, Sólveig Rún, Ómar Atli, Ólöf Sólveig (Óla Sól), Þorsteinn Tjörvi, Helena Rós, Dagur Már, Jens Sævar og Gabríel Ómar. Þau eru nokkur kennileitin á Seltjarnarnesinu. Má þar nefna Gróttu, Gamla Mýró og Nes, þaðan sem við Sólveig erum ættuð, ásamt mörgum öðrum. Ef hægt væri að tala um persónur sem kennileiti væri Sólveig Sigurðar frænka mín eitt af þeim, svo stór var hennar persónuleiki. Flestir ef ekki allir innfæddir Seltirningar þekktu hana, og margir, margir fleiri. Allir af kynslóð foreldra okkar Sólveigar eru gengnir og þó nokk- ur tollur hefur verið tekinn af okk- ar kynslóð og er nú komið að leið- arlokum hjá henni, en mikið vildi ég að svo væri ekki, því hún var ein- hvers konar hlekkur sem hélt keðj- unni saman. Vonandi höfum við systkinabörnin sem eftir lifa dug í okkur til að endurnýja þennan hlekk. Ég man ekki eftir mér öðruvísi en að Sólveig væri í lífi mínu, en við vorum systrabörn og mikill sam- gangur í fjölskyldunni sem var stór, hélt vel saman, og má segja að allir hafi verið með nefið ofan í hvers manns koppi og þannig vildu þau hafa það. Nokkur aldursmunur var á okkur Sólveigu. Ég var bara Gunni litli, og þegar ég náði fullorð- insaldri var hún löngu komin með eiginmann. Eftir það voru það Sól- veig og Ómar eða Ómar og Sólveig. Þau áttu gott líf saman og eignuð- ust þrjú frábær börn sem þau gátu alltaf verið stolt af. Út frá þeim er kominn myndarlegur barnahópur. Þótt stundum liði nokkur tími á milli þess að við hittumst hin síðari ár var alltaf eins og við hefðum hist í gær. Þá skiptumst við á upplýsing- um um allt milli himins og jarðar en þó aðallega fjölskyldumál en við ræddum líka oft um pólitík. Aldrei kom maður að tómum kofunum hjá henni og hana skorti aldrei orð, var reyndar mjög hnyttin og skemmti- leg í tilsvörum en meiddi þó aldrei. Ég reyndi yfirleitt að komast í afmæli Sollu systur minnar í júní ár hvert til að hitta Sólveigu en það tókst þó ekki í ár og nú er þeim kafla lokið en minningin um þessa stórskemmtilegu persónu sem Sól- veig var mun ylja mér um ókomna tíð. Fjölskylda mín og ég sendum Ómari, börnum, tengdabörnum og barnabörnum okkar innilegustu samúðarkveðjur og þykir leitt að geta ekki gert það í eigin persónu þar sem Covid-19-reglur á Íslandi hamla því. Blessuð sé minning Sólveigar frænku minnar. Gunnar Guðmundsson. Spilin sem Sólveig vinkona hafði á hendi voru góð framan af. Svo kom spaðatían, að endingu spaðaás- inn og nú er komið að kveðjustund. Við Sólveig kynntumst þegar ég byrjaði að vinna hjá Trausta, félagi sendibifreiðastjóra, haustið 1996. Fljótlega bundumst við sterkum vináttuböndum og það var gott að eiga hana að. Hún sagðist vera mamma mín í Reykjavík og kallaði mig elsku stelpuna sína. Fallegra verður það ekki. Eftir að við hætt- um að vinna saman fluttust fundir okkar í eldhúskrókinn á Nesbalan- um þar sem boðið var upp á kaffi, kók og sígó. Sjaldan sátum við þar einar enda var heimilið eins og fé- lagsmiðstöð. Jafnvel vinkonur mín- ar komu þangað með mér. Fólk dróst að Sólveigu sem var ein skemmtilegasta kona sem ég hef kynnst. Hún var hnyttin í tilsvörum og gerði ekki mannamun, talaði eins við alla. Sólveig kenndi mér margt og þar á meðal að spá í spil. Þær eru ógleymanlegar stundirnar þar sem hún komst að öllum mínum leynd- armálum með spilabunkanum og nú verður ekki oftar setið í eldhús- króknum hjá Sólveigu og kíkt í spil. Enginn prins verður þar oftar „tví- uppsleginn“ og eftir situr spaðaás- inn. Skemmtilega vinkona mín á Nesinu, næturhrafninn Sólveig, er öll. Elsku Ómar, Ásta, Siggi, Óli og fjölskyldan öll, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Eyrún Ingadóttir. Elsku Sólveig okkar fékk hvíld- ina 29. ágúst 2021 eftir erfið veik- indi til margra ára en alltaf hress og kát. Skólasystur úr Hús- mæðraskóla Reykjavíkur og saumaklúbbsvinkonur til 55 ára kveðja yndislega konu með þakk- læti fyrir árin sem við áttum sam- an. Það gerist margt á langri leið um lífsins krókasveiga. En okkur sýndist gatan greið, sem öll við virtumst eiga. Víða liggja vegamót vinir dreifast hér og hvar. Allir leita að lífsins rót, og ljúfri mund með kærleikshót svo vonir allar vaka megi þar. Árin líða allt of fljótt, þau óðum renna brott frá mér, er sérhver dagur, sérhver nótt með sér tekur ofur hljótt vini sem voru kærir þér. Það fækkar óðum flokknum í er forðum gengu hrund og sveinn. Þá brosti sólin björt og hlý, þó bleik hún leynist nú við ský. Því minningarnar á að lokum einn (S.Ó.G.) Guðný, Guðrún, Erna, Frið- björt, Kristín og Pálína. Sólveig Sigurðardóttir Það hafa vaxið mörg fögur blóm fyr- ir vestan og eitt þeirra var tengda- móðir mín Magdalena. Kynngi- magn og kraftur Vestfjarða virðist gjarna búa í þeim sem þar vaxa upp og þannig var um Magdalenu og hennar ættmenni. Sprottin úr ægifögru umhverfi Skutulsfjarðar, mynni gjöfulla fiskimiða en um leið óútreiknanlegra afla náttúru og mannlífs. Hennar fólk kynntist snemma miskunnarlausum greip- um hafsins og duttlungum heims- faraldra. Jóhanna móðir hennar var aðeins fimm ára þegar faðir hennar fórst á sjó. Sú merka og sterka kona missti síðar mannsefni sitt og barnsföður úr spænsku veikinni og frumburð þeirra ungan úr taugaveiki. En áfram var haldið með reisn, styrk og stolti. Það voru einmitt einkenni Magdalenu, glæsileg reisn, viljastyrkur, stolt og staðfesta. Með bjargfastri ákvörðun um að láta ekkert og engan beygja sig. Henni var sér- Magdalena Soffía Ingimundardóttir ✝ Magdalena Soffía Ingi- mundardóttir fæddist 30. desem- ber 1932. Hún lést 12. ágúst 2021. Útför Magdalenu hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. lega annt um að réttu máli væri hvergi hall- að og lét sig réttinda- baráttu kvenna miklu varða, hug- myndarík og áræðin. Kom málefnum á skrið og kláraði með reisn það sem hún tók sér fyrir hendur, allt fram á síðasta dag. Magdalena stóð með sínum og vildi veg þeirra sem mestan. Hún naut þess að segja frá og deila sinni lífreynslu. Hvort sem það var í matarboðum, ferðum með henni vestur eða óteljandi sumarbústaðaferðum þá fengum við að heyra litríkar sögur af henn- ar uppvexti, ferðalögum og lífsæv- intýrum. Það verður tómlegt án Magdalenu og barnabörnin hafa mikils misst. Sögurnar munu lifa og krafturinn og kynngimagnið fylgja afkomendum hennar og hjálpa þeim að takast á við lífið með hugrekki og glæsibrag í anda Magdalenu og „elska inn í merg“ eins og hún sagði svo oft. Það er ekki sjálfsagt að eiga tengdamóður sína að vini en þann- ig fannst mér samband okkar vera alla tíð, gagnkvæm virðing og traust. Á þann hátt kveðjum við hana nú, með virðingu og þökk í hjarta. Ingólfur Klausen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.