Morgunblaðið - 09.09.2021, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.09.2021, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2021 Hólmfríður María Ragnhildardóttir Urður Egilsdóttir Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum í Skaftártungu, kveðst ekki hafa miklar áhyggjur af Skaft- árhlaupi í núverandi mynd enda virð- ast mælingar benda til þess að rennsli sé minnkandi og að hámarki hafi verið náð á þriðjudag. „Ef það verður ekki meira en þetta, ef það fer ekki hærra, þá er það mikið happ því öll hækkun úr þessu er afleit. Þá fer þetta að fara mikið út á gróið land. Þetta heldur sig nokkuð við far- vegina hér. Ef það færi að hækka um einhverja tvo-þrjá metra úr þessu þá fer þetta að fara hérna út um allt, eins og það gerði 2015. Við sjáum enn farið eftir það flóð.“ Drullan þétt sem steypa Að sögn Gísla Halldórs hafa fyrri hlaup leikið hann grátt þar sem flætt hefur yfir tún og gróður í nágrenninu. Geta eftirmálar slíks flæðis reynst af- ar erfiðir þar sem drullan í jökulvatn- inu fer illa með gróður og ræktað land. „Þetta drepur einhver veginn allan gróður og kæfir allt. Þessi leir verður svo þéttur. Það sjást hérna gráar þústir, þetta var allt gróið land, vel gróið, en þetta er bara grátt núna og jafnar sig illa. Ræfilslegt. Það fór hérna hlaup yfir tún og langt suður í hrauni og þau hafa eiginlega aldrei jafnað sig. Þetta virkar bara eins og kal, þau bara köfnuðu. Drullan er svo þétt, þetta er bara eins og steypa.“ Leirinn og drullan sem situr eftir hlaupin getur skapað mikla hættu fyrir dýr sem eiga þar för hjá. Fóru bændur nýlega og smöluðu fé í heima- högum til að koma í veg fyrir að það lokist inni eða festi sig. „Þetta verður bara kolfast í þessu og sest svo á löppunum á því. Þetta bara drepst í þessu og hefur náttúru- lega drepist oft. Sumt finnst og sumt finnst aldrei. Svo eru hrafninn og tóf- an fljót að koma og skoða þegar það fer að festa sig.“ Að sögn Gísla Halldórs hafa stærri gripir en búfénaður lent í ógöngum vegna drullunnar. Segist hann vita til þess að hestur hafi næstum farist eft- ir að hafa fest sig í feni suðaustur af Hólakofanum við Hólaskjól eftir hlaup í Skaftá. Tókst knapanum að halda nösunum á hestinum fyrir ofan yfirborðið á drullunni með því að toga í tauminn. Fyrir mikla heppni voru þó gæsaskyttur á leið fram hjá þegar at- vikið átti sér stað með skóflur með- ferðis og hófust þeir handa við að moka hestinn upp. Hafðist það að lok- um og tókst þeim að bjarga hestinum. Gísli Halldór vekur athygli á því að það sé þó ekki eingöngu gróður og dýr sem séu í hættu heldur er Skaft- ártungan einnig rík af fornminjum frá tímum papanna og er búsetusagan þar afar áhugaverð. Þegar stór hlaup koma, líkt og árið 2015, er þó hætt við því að vatnið ryðji niður árbakka og minjar sem þar finnast. Dreifir úr sér á næstu dögum Að sögn Einars Hjörleifssonar, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands, er hlaupið nú í rénun. Há- marksrennsli náðist við Sveinstind á þriðjudag, um 1.500 rúmmetrar á sek- úndu. „Síðan þá hefur verið nokkuð jafnt rennsli í um sólarhring og nú er það heldur lækkandi,“ segir Einar. Viðbúið er að vatnið muni halda áfram að dreifa úr sér um láglendið á næstu dögum. „Það mun taka ein- hverja daga fyrir vatnsrennslið að verða aftur eðlilegt,“ segir Einar. Morgunblaðið/Eggert Skaftárhlaup Hámarksrennsli náðist við Sveinstind á þriðjudag. Síðan þá hefur vatnsrennslið lækkað hægt og rólega en búast má við að vatnið muni halda áfram að dreifa sér um láglendið. Dýr, gróður og minjar í hættu - Flóðið í árfarveginum í rénun - Drullan erfið viðureignar Morgunblaðið/Eggert Bóndi Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum í Skaftártungu, kveðst ekki hafa miklar áhyggjur af hlaupinu í núverandi mynd. Í baráttu við COVID-19 býður Donnamaska, grímur og andlitshlífar sem eru gæða vara frá DACH og notuð um allan heim. Vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Covid gríma,þægilegri ogþéttir vel Sími 555 3100 www.donna.is Góð á erlendum ferðalögum, í flugvélum og á flugvöllum 10 stk. verð kr. 720 C-gríma Pandemic Respirator andlitsgríma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.