Morgunblaðið - 09.09.2021, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.09.2021, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2021 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is G unni spurði mig í beinni á bókasafninu á Selfossi hvort ég væri til í að vinna með sér að barna- bók. Við vorum þar saman ásamt fleiri rithöfundum að lesa upp úr bókum,“ segir Rán Flygenring um það hvernig samstarf þeirra Gunn- ars Helgasonar fór af stað, en þau eru höfundar nýútkominnar barna- bókar sem heitir Drottningin sem kunni allt nema … Í þeirri bók segir frá Bambalínu, ærslafullri drottn- ingu sem telur sig geta allt í heimi hér, en Kalli aðstoðarmaður hennar hjálpar til þegar mest á reynir. „Ég steypti grunninn og Rán byggði húsið, en svo var frágang- urinn meira sameiginlegur,“ segir Gunnar um samstarfið og Rán bætir við að það geti verið snúið að skapa bókverk saman með texta og mynd- um. „Skilin eru ekki skörp, þetta er samverk og samspil,“ segir Rán og Gunni bætir glettnislega við að hann hafi ekki teiknað neina af mynd- unum í bókinni. „Þá átt samt svo mikið í því sem er að gerast í teikningunum,“ segir Rán, sem fékk í upphafi mik- inn texta frá Gunna og hún kom með hugmyndir að því hvar mætti skera niður. „Þetta var rosalega lærdóms- ríkt fyrir mig, Rán er auðvitað at- vinnumaður í bransanum. Ég leitaði sannarlega til meistarans þegar ég spurði hvort hún vildi vinna með mér myndabók og það var ómetan- legt fyrir mig að fá þessa leiðsögn,“ segir Gunnar, sem fannst ekki erfitt að þurfa að skera mikið niður af upphaflegum texta handritsins. „Aftur á móti var það heilmikil yfirlega sem útheimti nákvæmni, en enginn tilfinningalegur sársauki,“ segir Gunnar og hlær. Rán segist hafa verið pínu stressuð að leggja til að miklum texta yrði sleppt. „Því ég veit vel að það getur verið sársaukafullt þegar fólk er bú- ið að leggja vinnu í eitthvað og sjá eitthvað fyrir sér, að þurfa svo að aðlaga sig því að það verði einhvern veginn öðruvísi. Það er alls ekki sjálfgefið að það sé fyrir hendi traust svo þessi samvinna gangi upp. Það vilja ekkert allir vinna eins og ég vinn; í flæði með textasmiðn- um. Mér finnst það langskemmtileg- ast, en oft þegar ég vinn með texta- höfundum halda þeir að þeir þurfi að segja mér nákvæmlega hvernig þetta á allt saman að vera. Í sam- vinnu texta og mynda þarf að verða til einn samhljóma heimur, en á sama tíma mega þessar tvær raddir ekki endurtaka sömu söguna. Traust er lykilatriði.“ Að viðurkenna vanmátt sinn Gunnar segir að þegar gefin sé út myndabók á Íslandi eftir íslenska höfunda þá þurfi hún að vera í heimsklassa, því hún sé í samkeppni við þýddar myndabækur sem hér eru gefnar út. „Þær eru kannski valdar úr þúsund erlendum bókum, og vænt- anlega er sú allra besta valin til þýð- ingar og útgáfu hér,“ segir Gunnar og Rán bætir við að hér á landi sé lítil hefð fyrir útgáfu innlendra myndabóka, miðað við annars stað- ar á Norðurlöndunum og í Evrópu. „Hér er hið skrifaða orð hið æðsta, en nú er mikilvægi mynd- læsis aðeins komið í umræðuna. Er- lendis eru gefnar út myndabækur fyrir fullorðna, en við erum föst í því hér að myndabækur séu aðeins fyrir börn.“ Gunnar segir að markmiðið hjá þeim Rán hafi verið að fullorðnir gætu líka haft gaman af nýju bók- inni þeirra um Bambalínu. „Endirinn býr yfir spennu fyrir yngstu lesendur en ferðalagið sjálft í gegnum bókina lumar á fullorðins- elementi, þar leynist til dæmis ástarsaga. Mömmu finnst reyndar að aðalpersónurnar séu hún og pabbi minn,“ segir Rán og hlær. „Það má lesa í þetta alls konar samskipti sem við sjáum bæði í parasamböndum og samböndum foreldra og barna. Í nútíma- samfélagi er mikið af drottningum, prinsum og kóngum og á öllum aldri. Við þekkjum öll þessar mann- gerðir sem líður eins og þær kunni allt og geti allt, en þurfa stundum að viðurkenna vanmátt sinn,“ segir Rán, sem á það til að lauma ýmsu, sem vísar í það sem hún hefur áður gert, inn í sínar bækur. Það á við um tanngleiðan gapandi hest Bam- balínu í þessari bók. „Þetta er hestur úr hestabók okkar Hjörleifs Hjartarsonar, en sá hestur á fyrirmynd í málverki eftir Picasso.“ Ófullkomið fullorðið fólk Þau segja mikla ábyrgð felast í því að skapa bækur fyrir börn, þau þurfi sem höfundar í þeirri vinnu að setja upp ýmis gleraugu; kynja- gleraugu, fötlunargleraugu, um- hverfisgleraugu, kynþáttagleraugu og fleiri slík. „Mér finnst gaman að skrifa um ófullkomið fullorðið fólk, af því að krökkum finnst gaman að lesa um „gallaða“ og breyska fullorðna einstaklinga. Stellubækurnar mínar eru einmitt um slíka einstaklinga. Krökkum finnst spennandi að sjá aðeins inn í heim fullorðna fólksins. Upp að ákveðnum aldri hjá krökk- um eru mamma og pabbi ósnert- anleg, óbreytanleg fullkomin stærð og án fortíðar, en mér finnst gaman að sprengja litla sprengju í höfðinu á krökkum með því að sýna aðra hlið í mínum bókum,“ segir Gunnar. Langar að búa til töfraheim Þegar þau eru spurð hvaðan nafnið Bambalína komi segja þau hálfs árs vinnu á bak við nafnið. „Hún hét allt annað fyrst, en við tókum það út því það reyndist vera til í annarri bók. Það var her manns að reyna að finna nafn sem væri ekki til og listinn í tölvunni yfir nöfn á þessa drottningu er mjög langur hjá mér,“ segir Gunnar og hlær. „Við fengum hjálp frá mörgum með hugmyndir að nöfnum, frá Fés- bók, stórfjölskyldum okkar og frá öllum sem starfa á Forlaginu. Við sættumst að lokum á Bambalínu, sem er samsetning úr nöfnunum Bambaló og Lína. Bambalína er slangurorð á ítölsku sem merkir meðal annars fjörug sætabína, og passar vel við okkar drottningu,“ segir Gunnar og bætir við að nú þurfi að leggja höfuð í bleyti til að finna nöfn á hina í fjölskyldunni sem ekki hafa enn komið við sögu; kóng- inn, prinsinn og prinsessuna. „Já, við ætlum að gera fleiri bækur um Bambalínu og fjölskyldu hennar,“ segir Gunnar og bætir við að hann hafi spurt Rán fyrir ári hvort hann mætti ekki sækja um til leiklistarráðs að setja söguna á svið. „Hún sagði já og við fengum styrk hjá Gaflaraleikhúsinu til að gera þetta og Rán verður með í ráð- um með leikmyndina. Ég er bæði spenntur og hræddur, því það eru endalausir möguleikar á því hvaða leið skuli velja í að færa þessa bók á svið. Mig langar að búa til töfra- heim,“ segir Gunnar og bætir við að leikritið verði sýnt seint í vor eða snemma næsta haust. Við þekkjum öll þessar manngerðir „Í nútímasamfélagi er mikið af drottningum, prinsum og kóngum og á öllum aldri,“ segja þau Rán Flygen- ring og Gunnar Helgason sem sendu nýlega frá sér bók um Bambalínu, en hún mun líka fara á leiksvið. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Samvinna Rán og Gunnar með afkvæmi sínu, bókinni um Bambalínu. Góð með sig Bambalína drottning í bók þeirra Ránar og Gunnars er heldur betur ánægð með sig, hún telur sig kunna allt og geta allt, en annað á eftir að koma í ljós þegar líður á söguna. Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is stalogstansar.is Allt til kerrusmíða 2012 2020
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.