Morgunblaðið - 09.09.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.09.2021, Blaðsíða 10
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Róbert Aron Róbertsson, fram- kvæmdastjóri hjá Festi, áformar að hefja uppsteypu á fyrsta áfanga Héðinsreits í Reykjavík um áramót- in. Þær íbúðir verði tilbúnar í árslok 2023. Framkvæmdir við annan áfanga hefjist svo að óbreyttu í árslok 2022 eða snemma árs 2023. Hér má sjá teikningar af fyr- irhuguðum fjöl- býlishúsum. Hönnunin er langt kom- in en ekki er um endanlegt útlit að ræða. Ríflega 200 íbúðir verða byggðar í áföngum eitt og tvö. Til viðbótar er verið að byggja um hundrað íbúðir Mýrargötumegin á reitnum. REIR verk fer með þá uppbyggingu og er uppsteypa á kjallaranum langt komin. Fjölbýlishúsin sem Festir reisir í fyrirhuguðum tveimur áföngum eru samtals um 30.000 fermetrar með sameign, bílastæðum í kjallara og atvinnuhúsnæði á jarðhæð. Íbúð- irnar verða að meðaltali tæpir 100 fermetrar að meðtalinni geymslu. Endurgerð gamla Héðinshússins í CenterHótel Granda var fyrsta skrefið í endurnýjun Héðinsreitsins. Þar hefur verið opnað 195 herbergja hótel með veitingahúsi. Á næstu mánuðum stendur til að opna þar jafnframt kaffihús og veitingasölu. Þessu til viðbótar hafa verið byggð íbúðarhús handan götunnar við Seljaveg en Mýrargötumegin á þeim reit er Brikk með bakarí. Róbert segir að við val á fyrir- tækjum í atvinnurýmin á jarðhæð fjölbýlishúsanna verði horft til þess hvernig þjónustan muni gagnast íbúunum. Því verði ekki aðeins horft til leigutekna sem hún skapar. Tenging við netverslanir Jafnframt sé horft til þess að net- sala sé að færast í vöxt. Ein hug- myndin sé að íbúar muni geta sótt netpantanir í einhverju þessara rýma þegar þeim hentar. Eins og sýnt er hér til hliðar er gert ráð fyrir stórum bakgarði. „Svæðið er hugsað sem borgar- miðaður garður. Það verða lifandi gönguásar í gegnum þennan garð og það kemur til greina að hægt verði að efna til viðburða. Hugmyndin er að skapa lifandi torg og að íbúar geti sótt þangað þjónustu, keypt veit- ingar og varið þar dagsparti,“ segir Róbert og bendir á að margvísleg þjónusta sé í næsta nágrenni. Varðandi hönnun húsanna segir Róbert lagða áherslu á að brjóta upp byggingarmassann og gera svæðið manneskjulegra með litahafi sem einkenni húsin í Vesturbænum. Arkþing – Nordic og hollenska arkitektastofan Jvantspjiker, í sam- starfi við THG arkitekta, eru hönn- uðir húsanna og Studio Marco Piva frá Ítalíu fer með innanhússhönnun íbúða. Við Ánanaust Áformað er að reisa húsið lengst til vinstri og miðjuhúsið í fyrsta áfanga. Á horni Vesturgötu og Seljavegar Húsin í 2. áfanga. CenterHótel Grandi er lengst til hægri. Héðinsreitur tekur á sig mynd - Hönnun húsa í fyrsta áfanga er langt komin - Stefnt er að því að hefja framkvæmdir fyrir áramót - Borgargarður verður á baklóð - Íslenskir, hollenskir og ítalskir arkitektar koma að hönnuninni Teikning/Arkþing - Nordic Bakgarður Hugmyndin er að skapa borgargarð sem tengdur verður við þjónustu og veitingasölu á reitnum. Róbert Róbertsson Teikning/Arkþing - Nordic Teikning/Jvantspjiker og THG arkitektar 10 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2021 Baðinnréttingar Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Tímabundin opnunartími vegna Covid–19 Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga 11–15 Riga miðaldaborg frá 12. öld. Gamli tíminn og nýi mætast í borg sem ekki á sinn líka. Miðstöð menningar og lista við Eystrsaltið. Vissir þú að Riga er ein mesta Jólaborg Evrópu ? Fyrsta jólatréð í heiminum sem var skreytt, var í Riga fyrir rúmum 500 árum eða árið 1510. Aðventutíminn er svo sannarlega rétti tíminn til að heimsækja Riga þar sem stór hluti borgar- innar hefur verið skreyttur og skapar einstakt andrúmsloft sem fangar alla sem þangað koma á þessum tíma ársins. Jólamarkaðir eru í gamla sögulega hluta borgar- innar en sá hluti er á minjaskrá UNESCO. Síðast en ekki síst má nefna allar verslunar- miðstöðvarnar og aðrar verslanirnar sem kaup- þyrstir íslendingar ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Þar má finna gæðavörur, merkjavörur, allt það sem fólk er vant frá Íslandi og meira til. Gerðu góð kaup fyrir jólin Síðumúli 29, 108 Reykjavík | Sími 588 8900 info@transatlantic.is | www.transatlantic.is . Aðventuferð tilRiga Innifalið: Flug ásamt öllum sköttum og gjöldum, hótel með morgunmat, akstur til og frá flugvelli, fararstjóri. 95.600 á mann í 2ja manna herbergi 26. til 29. nóvember og 3. til 6. desember 2021 Jólahátíðin í Riga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.