Morgunblaðið - 09.09.2021, Blaðsíða 57
þennan lífsstíl og þekkja ekkert
annað.“
Fjölskylda
Eiginkona Eyþórs er Ellen
Kristjánsdóttir söngkona, f. 8.5.
1959. Foreldrar hennar eru Krist-
ján Ingi Einarsson, f. 1.8. 1922, d.
3.2. 1977 og Sigríður Ágústa Söe-
bech, f. 22.3. 1922, d. 25.8. 2003.
Börn Eyþórs og Ellenar eru: 1)
Sigríður, sjúkraliði og tónlistar-
kona og í hjúkrunarnámi, f. 22.7.
1981, gift Bernard Eugene Lips-
comb, f. 15.9. 1981 og þau eiga
dótturina Móeyju Yvonne, f. 9.12.
2018. Áður átti Sigríður börnin
Snorra Pétursson, f. 20.4. 2002;
Elíott Þorsteinsson, f. 28.12. 2005
og Galdur Þorsteinsson, f. 18.4.
2007. 2) Elísabet, tónlistarkennari
og tónlistarkona, f. 19.9. 1986 og
hún á soninn Jóhannes Árnason, f.
3.5. 2008. 3) Elín Eyþórsdóttir
Söebech tónlistarkona, f. 20.11.
1990, í sambúð með Ragnheiði
Guðmundsdóttur, f. 4.10. 1985 og
þær eiga soninn Jón Móa Söebech,
f. 15.1. 2019. 4) Eyþór Ingi tónlist-
armaður, f. 23.9. 1997. Systkini
Eyþórs eru Pétur blaðamaður, f.
18.3. 1960, d. 23.11. 1918; Birna, f.
12.3. 1965 og Sólveig Anna Jóns-
dóttir (sammæðra), f. 29.5. 1975.
Foreldrar Eyþórs eru Gunnar
Eyþórsson blaðamaður, f. 23.6.
1940, d. 18.8. 2001 og Ragnheiður
Ásta Pétursdóttir, útvarpsþulur og
dagskrárgerðarkona á RÚV, f.
28.5. 1941, d. 1.8. 2020.
Eyþór
Gunnarsson
Anna Kristín Kristjana Þorgrímsdóttir
húsfr. á Kleppjárnsreykjum, síðar í Rvík og Keflavík
Jón Bjarnason
héraðslæknir á Kleppjárns-
reykjum, Reykholtsdalshr.,
Borg., síðar í Rvk. og Keflavík
Ingibjörg Birna Jónsdóttir
verslunarmaður og rak
Skrifstofu skemmtikrafta í Rvík
Pétur Pétursson
útvarpsmaður í Reykjavík
Ragnheiður Ásta
Pétursdóttir
útvarpsþulur og
dagskrárgerðarkona á RÚV
Elísabet Jónsdóttir
húsfreyja á Eyrarbakka
Pétur Guðmundsson
skólastjóri á Eyrarbakka
Þórdís Þorsteinsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Vilhjálmur Vigfússon
sjómaður og verkamaður í
Reykjavík
Valgerður Eva Vilhjálmsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Eyþór Gunnarsson
læknir í Reykjavík
Jóhanna Eyþórsdóttir
húsfreyja í Garðhúsi,
Vestmannaeyjasókn
Gunnar Ólafsson
kaupmaður, konsúll og alþingismaður og síðar
útgerðarmaður í Garðhúsi, Vestmannaeyjasókn
Úr frændgarði Eyþórs Gunnarssonar
Gunnar Eyþórsson
blaðamaður í Reykjavík
DÆGRADVÖL 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2021
Nanna/Njáll
Þriggja laga harðskelja jakki
Kr. 28.990.-
„ÞEIR ÞURFA BARA DNA-SÝNI TIL
AÐ BERA SAMAN VIÐ LÍFSÝNI AF
VETTVANGI GLÆPSINS.“
„VÖLUNDARSMÍÐ OG FISLÉTTUR.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... stundum sein fyrir.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
HEI, GRETTIR!
SJÁÐU ÞETTA!
ÉG ER Í 60
SOKKAPÖRUM!
HANN SÓAÐI EKKI
ÞESSUM DEGI
VIÐ HÖFUM GENGIÐ
EITTHUNDRAÐ
KÍLÓMETRA TIL AÐ RÆNA
ÞIG FÉNU, SVO HENTU ÞVÍ
NIÐUR!
GÆTIRÐU SKIPAÐ HONUM
AÐ HENDA LÍKA NIÐUR
SEKK AF SALTI SVO VIÐ
KOMUMST Í FÓTABAÐ?
Undanfarna daga hefur verið
þrástagast á því í fréttum rík-
isútvarpsins, að það sé „stórt
hlaup“ í Skaftá. Þetta hefur farið í
taugarnar á karlinum á Laugaveg-
inum, svo að hann hafði samband
við mig og sagði: „Það er mikill
vöxtur í ánni en ekki stór!“ Og
bætti við:
Þótt veiran ekki vaxi um sinn
og virðist komið haft á,
gættu að því, maður minn,
það er mikið hlaup í Skaftá!
Golli, Kjartan Þorbjörnsson, yrk-
ir á Boðnarmiði 7. sept.:
Glóð sást í gígnum í nótt
þó gosið ei rumski og sofi
svo afslappað, rólegt og rótt,
og ranglega goslokum lofi.
Benedikt Jóhannsson yrkir:
Eftir því tekið ég oftsinnis hef
að aumt margt í heimi’er og rotið
og stundum mér sýnist á veraldarvef
að verri sé refsing en brotið.
Jón Gissurarson skrifar: „Ef við
gerum þetta þá getum við svo sann-
arlega lifað gósenlífi hér á Íslandi,
það halda allavega sumir“:
Innflutninginn aukum hér
er það góður siður.
Leggjum það sem íslenskt er
endanlega niður.
Tryggvi Jónsson spyr, hvort ekki
sé sagt að einn tvöfaldur sé allra
meina bót:
Rífur úr hálsi ruddinn sterki
reikull í spori ég segi skál.
Batann eflaust bráðum merki,
nú bjargað hef ég minni sál.
Hólmfríður Bjartmarsdóttir
svaraði og sagði: „Þessa orti ég ein-
hvern tíma“:
Þegar glösin tvisvar tvenn
ég tæmi glöggt ég finn
hvað ég elska alla menn
og einnig karlinn minn.
Jón Gissurarson aftur:
Hefjum gleði, hækkum róm,
hömpum stundar gríni.
Rífum burtu ræfildóm
reifir af brennivíni.
Á mánudag hafði Friðrik Stein-
grímsson orð á því að það hefði
rignt fyrir norðan í dag:
Sígur undan sólskinið
sumri fer að hnigna.
Eftir langa langa bið
loksins fór að rigna.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Mikið hlaup í
Skaftá en ekki stórt