Morgunblaðið - 09.09.2021, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2021 51
Stjórnarráð Íslands
Félagsmálaráðuneytið
Félagsmálaráðuneytið auglýsir
eftirfarandi stöður lausar til umsóknar
Embætti forstjóra Barna – og fjölskyldustofu
Félagsmálaráðuneytið leitar að framsæknum stjórnanda sem hefur þekkingu á málefnum barna og hæfni til að leiða innleiðingar-
og breytingaferli.
Barna- og fjölskyldustofu er ætlað að vinna að farsæld barna í samræmi við bestu þekkingu og reynslu hverju sinni. Stofnunin mun
sinna verkefnum sem tengjast þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Þar á meðal eru verkefni á sviði barnaverndar en við stofnun
Barna- og fjölskyldustofu verður Barnaverndarstofa lögð niður. Barna- og fjölskyldustofa mun jafnframt gegna lykilhlutverki við
samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og fara með tilgreind verkefni í þágu barna sem nánar er kveðið á um í lögum
um félagsþjónustu sveitarfélaga, lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, lögum um Greiningar- og
ráðgjafarstöð ríkisins og lögum um þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og
heyrnarskerðingu.
Barna- og fjölskyldustofu er ætlað að vera verkfærakista ríkisins vegna samþættrar þjónustu við börn og fjölskyldur. Í því felst
meðal annars að vera stuðningur við sveitarfélög og ríkisstofnanir vegna þjónustu í þágu barna, með ráðgjöf, leiðbeiningum,
fræðslu og þróun gagnreyndra aðferða og úrræða í þágu barna. Í því felst jafnframt að hafa yfirumsjón með úrræðum á vegum
ríkisins, þar á meðal Stuðlum, Barnahúsi og öðrum meðferðarúrræðum og fóstri. Meðal verkefna Barna- og fjölskyldustofu verður
yfirumsjón með upplýsingakerfum samþættingar þjónustu í þágu farsældar barna og gagnagrunni og stafrænum lausnum fyrir
barnavernd á landsvísu.
Forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála
Félagsmálaráðuneytið leitar að framsæknum stjórnanda sem hefur áhuga á að byggja upp nýja stofnun.
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála mun hafa eftirlit með gæðum þjónustu sem er veitt á grundvelli laga um barnavernd,
laga um Barna- og fjölskyldustofu, laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi
stuðningsþarfir, laga um málefni aldraðra, laga um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, laga um þjónustu- og þekkingarmiðstöð
fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu og laga um samþættingu þjónustu í þágu
farsældar barna.
Helstu verkefni stofnunarinnar er útgáfa rekstrarleyfa, frumkvæðiseftirlit með gæðum þjónustu, afgreiðsla kvartana yfir þjónustu,
beiting viðurlaga við brotum á reglum og þróun gæðaviðmiða. Stofnunin mun taka við gæða- og eftirlitsverkefnum frá Gæða- og
eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar og eftirlitsverkefnum frá Barnaverndarstofu.
Umsóknarfrestur er til 23. september 2021.
Nánari upplýsingar um störfin má finna á starfatorgi Stjórnarráðsins, www.starfatorg.is
Félagsmálaráðuneytinu, 4. september 2021.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) auglýsir laust starf rannsóknarstjóra á sjóslysa-
sviði með starfsstöð í Reykjavík.
Hjá nefndinni starfa 7 manns við rannsóknar- og skrifstofustörf. Nefndarmenn ásamt
varamönnum og formanni eru 13 talsins.
Viðkomandi verður því hluti af öflugu 20 manna teymi Rannsóknarnefndar samgönguslysa.
Teymið vinnur meðal annars að rannsókn og skýrslugerð um samgönguslys. Tilgangur með
rannsóknum sjóslysa er að auka og efla öryggi til sjós.
Verkefni:
Starf rannsóknarstjóra ásamt rannsóknum er að bera ábyrgð á og stýra rannsóknum og
skýrslugerð ein-stakra sjóslysa eða sjóatvika þar með talið vettvangsrannsóknum. Starfs-
menn á sjósviði eru tveir og sinnir rannsóknarstjóri einnig bakvöktum.
Menntunar og hæfniskröfur:
• Hafa lokið námi í skipstjórn og vera handhafi atvinnuskírteinis fyrir ótakmörkuð réttindi.
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi æskileg.
• Gott vald á mæltu og rituðu máli á íslensku og ensku.
• Góða tölvukunnáttu og reynslu af notkun algengustu hugbúnaðarforrita.
• Hafa reynslu af sjómennsku á fiskiskipum og flutningaskipum.
• Þekkja til reglna og laga sem gilda um öryggi skipa og öryggisbúnaðar þeirra.
• Jákvætt viðmót og góða hæfni í mannlegum samskiptum.
• Hæfni til að starfa sjálfstætt, sem og í hópi.
• Geta stafað við erfiðar aðstæður á slysavettvangi.
Frekari upplýsingar um starfið
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum við ríkissjóð. Starfshlutfall er 100%.
Umsókn þarf að fylgja ferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu
umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
RNSA er stofnun óháð stjórnvöldum og öðrum rannsóknaraðilum, ákæruvaldi og dóm-
stólum. Markmið RNSA er að fækka slysum og auka öryggi og skulu rannsóknir eingöngu
miða að því að leiða í ljós orsakir slysa og atvika, en ekki að skipta sök eða ábyrgð, með
það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum og atvikum og afleiðingum
sambærilegra slysa. RNSA starfar samkvæmt ákvæðum laga um rannsókn samgönguslysa
nr. 18/2013 og reglugerðar nr. 763/2013.
Gildi RNSA eru Sjálfstæði – Fagmennska - Öryggi
Umsóknarfrestur er til og með 17. september 2021.
Nánari upplýsingar veitir
Þorkell Ágústsson rekstrarstjóri (thorkell.agustsson@RNSA.is).
Umsækjandi þarf að geta hafið störf eigi síðar en 1. janúar 2022.
Einstaklingar óháð kyni eru hvattir til að sækja um starfið.
Umsóknir skal senda til Rannsóknarnefndar samgönguslysa á netfangið
thorkell.agustsson@RNSA.is
Rannsóknarstjóri hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa - sjósvið