Morgunblaðið - 09.09.2021, Side 21

Morgunblaðið - 09.09.2021, Side 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2021 Deila Norðmanna og útgerða skipa innan Evrópusambandsins og á Bretlandi vegna veiða við Svalbarða hefur harðnað upp á síðkastið. Evr- ópusambandið hafði hótað Norð- mönnum refsiaðgerðum vegna skertra aflaheimilda við Svalbarða. Norðmenn svöruðu með því að hóta að senda skip norsku strand- gæslunnar á vettvang færu skipin yfir leyfilegar aflaheimildir. Í síð- ustu viku var norska ríkinu svo stefnt vegna málsins fyrir héraðs- dómi í Ósló, að því er fram kemur á vef norska ríkisútvarpsins, NRK, og í fleiri norskum miðlum. Fyrirtæki innan samtaka evr- ópskra útgerða sem stunda veiðar í NA-Atlantshafi, Enafa, standa að baki stefnunni, 14 fyrirtæki í sex Evrópusambandslöndum og ein bresk útgerð. Evrópusambandið hafði alls heimild til að veiða 29 þús- und tonn af þorski á fiskverndar- svæðinu við Svalbarða áður en Bret- ar gengu úr ESB og Brexit tók gildi um síðustu áramót. Með útgöngunni ákváðu Norð- menn að skerða kvóta ESB um 10 þúsund tonn og veita Bretum heim- ild til að veiða 5.500 tonn. Því sem skildi á milli, 4.500 tonnum, var skipt á milli Norðmanna og Rússa. Þetta sættu fyrirtækin sig ekki við og Evr- ópusambandið miðar enn við 29 þús- und tonn, eins og áður komu í hlut ESB. Stefna norska ríkinu - Aukin harka vegna veiða við Svalbarða Ljósmynd/Kystvakten Deilur Eitt af skipum norsku strandgæslunnar á siglingu. Tillaga að friðlýsingu jarðarinnar Dranga í Árneshreppi á Ströndum sem óbyggðs víðernis hefur verið lögð fram. Svæðið er 105 ferkíló- metrar, þar af eru níu ferkílómetrar í hafi. Markmiðið með friðlýsingunni er að standa vörð um umfangsmikið óbyggt víðerni þar sem náttúran fær að þróast á eigin forsendum. Friðlýsingin miðar m.a. að því að vernda til framtíðar stórt svæði þar sem náttúran fær að þróast án álags af mannlegum umsvifum og við- halda sérkennum og náttúru svæð- isins með áherslu á víðsýni, landslag og náttúruupplifun. Í kynningu Um- hverfisstofnunar kemur fram að Jörðin Drangar nær frá Drangajökli að sjó á milli Bjarnarfjarðar og Drangavíkur. „Drangar eru landnámsjörð, þar nam land Þorvaldur Ásvaldsson, hans sonur var Eiríkur rauði er flutti síðar til Grænlands, en sonur hans var Leifur heppni. Eiríkur bjó á Dröngum eftir föður sinn og færa má líkur að því að þar hafi Leifur sonur hans fæðst,“ segir í tillög- unni. Friðlýsingin er gerð í minn- ingu hjónanna Önnu Jakobínu Guð- jónsdóttur og Kristins Halls Jónssonar er voru síðustu bændur á Dröngum. Allt að 14 frístundahús Skipulagsstofnun staðfesti 19. ágúst síðastliðinn breytingu á aðal- skipulagi Árneshrepps 2005-2025 sem samþykkt var í sveitarstjórn 14. júlí. Breytingin felst í fjölgun frístundahúsa í allt að 14 á 10 hekt- ara svæði fyrir frístundabyggð ná- lægt bæjarstæðinu á Dröngum. Í 12. grein tillögu um friðlýsingu segir meðal annars: „Fram- kvæmdir á grundvelli deiliskipu- lags sem er í gildi við undirritun friðlýsingar eru ekki háðar leyfi Umhverfisstofnunar enda sé sér- kennum og verndargildi svæðisins ekki raskað, frárennsli verði hreinsað með fullnægjandi hætti sbr. reglugerð um fráveitur og skólp og að frágangur að fram- kvæmdum loknum sé ætíð til fyrir- myndar.“ aij@mbl.is Undirbúa friðlýsingu á Dröngum Ljósmynd/Ust/Gunnar Guðjónsson Friðlýsing Séð heim að Dröngum. - Markmið tillögunnar að standa vörð um umfangsmikið óbyggt víðerni Samkvæmt nýrri rannsókn Hag- stofunnar, sem unnin var fyrir for- sætisráðuneytið, dróst launamunur karla og kvenna saman á árunum 2008-2020. Katrín Jakobsdóttir kynnti niðurstöðurnar á fundi rík- isstjórnarinnar sl. þriðjudag. Kynbundin skipting vinnumark- aðar í störf og atvinnugreinar skýr- ir að miklu leyti þann launamun sem er til staðar en áhrif mennt- unarstigs og lýðfræðilegra þátta á launamun hafa minnkað, einkum seinni árin. Frá 2008 til 2020 minnkaði þannig munur á atvinnu- tekjum karla og kvenna úr 36,3% í 23,5%, óleiðréttur launamunur minnkaði úr 20,5% í 12,6% og leið- réttur launamunur úr 6,4% í 4,1%. Kynbundinn launa- munur minnkar KOMDUÚT AÐHJÓLA EITTMESTA ÚRVAL LANDSINS AF REIÐ- OG RAFHJÓLUM Skoðaðu úrvalið á orninn.is ME I R I H R E Y F I NG - ME I R I ÁNÆG JA Frábært fjölnota hjól Álstell, 16 gírar Vökvabremsur Radioactive Red 99.990 kr. MARLIN6 Frábært fjölnota hjól Álstell - 24 gírar Vökva diskabremsur Læsanlegur dempari Gunmetal 109.990 kr. DS2 Frábært fjölnota hjól Álstell - 24 gírar Vökva diskabremsur Matte Dnister Black 104.990 kr. FX2Disc

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.