Morgunblaðið - 23.09.2021, Side 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2021
Askalind 3,
201
Kópavogur.
562–1500
Friform.is
Mán. – Föst.
10—17
Laugardaga
11—15
HAUSTTILBOÐ
20% afsláttur af öllum
innréttingum út október
Páll Vilhjálmsson telur stöðuna
þessa á lokametrunum:
- - -
Ef þjóðin kýs á laugardag sam-
kvæmt skoðanakönnunum er
líklegast að mynduð verði 4-5 flokka
vinstristjórn, segir Ólafur Þ. Harð-
arson stjórnmálafræðiprófessor.
- - -
Á bak við tjöldin standa nú yfir
hjaðningavíg vinstrimanna
sem keppast við vinsældir hjá sömu
kjósendahópum.
- - -
Þau innanbúðarátök halda áfram
í væntanlegri ríkisstjórn
vinstrimanna.
- - -
Þeir sem eru komnir til vits og ára
muna hvernig kaupin gerðust á
eyrinni í vinsældakapphlaupi Al-
þýðuflokks og Alþýðubandalags á
síðustu öld.
- - -
Til að kaupa sér vinsældir verður
opinbert vald og ríkissjóður
miskunnarlaust notaður til að hygla
sérvöldum hópum vinstrimanna sem
sitja um opinber gæði eins og hræ-
gammar.
- - -
Í orði er talað um almannahags-
muni en á borði gilda sérhags-
munir vinstrihópa, hver með sína út-
gáfu af tilverunni.
- - -
Almenningur á enn kost á að
forða sér frá vinstri stórslysi.
Með því að kjósa ekki samkvæmt
skoðanakönnunum og verja atkvæði
sínu skynsamlega á laugardaginn
kemur.“ Virðist skynsamlegt.
Veruleikafirring?
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Til stendur að teknar verði í gagnið
sjálfvirkar löggæslumyndavélar á
nokkrum stöðum á þjóðvegum, m.a.
á Þingvallavegi, sem reikna meðal-
hraða ökutækja á ákveðnum vegar-
köflum. Í samstarfssamningi Vega-
gerðarinnar, Samgöngustofu og
Ríkislögreglustjóra um sjálfvirkt
hraðaeftirlit sem samgönguráðherra
hefur staðfest er það nýmæli að
framvegis verði hægt að nýta
myndavélar til að sinna meðalhraða-
eftirliti á þjóðvegum.
G. Pétur Matthíasson, upplýsinga-
fulltrúi Vegagerðarinnar, segir að
myndavélar hafi verið settar upp á
Grindavíkurvegi og í Norðfjarðar-
göngum, sem verða teknar í notkun
fljótlega. „Það er í undirbúningi að
setja upp vélar á Þingvallavegi í
gegnum þjóðgarðinn, en það á eftir
að kaupa myndavélarnar og setja
upp og það ferli tekur líklega ein-
hverja mánuði, við erum ekki viss
með afgreiðslutímann á þessum kór-
ónuveirutímum,“ segir hann.
Einnig séu nokkrir fleiri kaflar til
skoðunar sem ekki hefur verið tekin
ákvörðun um eða fengist fjármagn í
og eru Hvalfjarðargöng einn þeirra
kafla, að sögn hans.
Mæla meðalhraða á vegarköflum
- Meðalhraðamyndavélar á Þingvalla-
vegi og í Hvalfjarðargöngum til skoðunar
Morgunblaðið/Jakob Fannar
Umferð Nýta á myndavélar til að
sinna sjálfvirku meðalhraðaeftirliti.
Undirbúningur er hafinn að friðlýs-
ingu garðsins Skrúðs á Núpi í
Dýrafirði. Bréf Minjastofnunar
þessa efnis var lagt fram á fundi
bæjarráðs Ísafjarðar í vikunni, en
garðurinn er nú í eigu og umsjón
Ísafjarðarbæjar. Segir í bréfinu að
lagt sé til að friðlýsingin taki til
garðsins í heild samkvæmt upp-
haflegu skipulagi hans, skipan beða
og tegundaflóru innan hvers reits
auk hlaðinna vegghleðslna, garðs-
hliðs úr hvalbeini, gosbrunns og
gróðurhúss og annarra sögulegra
mannvirkja.
Í rökstuðningi friðlýsingar segir
að Skrúður sé einstakt afrek og
hugarsmíð séra Sigtryggs Guð-
laugssonar sem síðar hafi notið
dyggrar aðstoðar konu sinnar,
Hjaltlínu M. Guðjónsdóttur. Garð-
urinn er í landi kirkju- og þáver-
andi héraðsskólaseturs á Núpi í
Dýrafirði, þar sem séra Sigtryggur
var skólastjóri.
„Skrúður á sér merkilega sögu,
m.a. sem fyrsti kennslugarðurinn
löngu áður en slíkar hugmyndir
höfðu skotið rótum. Vinna við gerð
garðsins hófst árið 1905 og fyrstu
trén voru gróðursett árið 1908.
Fram til ársins 1914 gróðursetti
Sigtryggur ásamt nemendum sín-
um fimmtíu reynitré og var hvert
og eitt tré merkt þeim nemanda
sem gróðursetti. Auk trjágróðurs
og skrautrunna var margs konar
grænmeti ræktað þar. Formföst
uppbygging garðsins með miðlæg-
um ásum þvers og langs ber ein-
kenni klassískra garða í Evrópu frá
16. og 17. öld,“ segir m.a. í rök-
stuðningnum. aij@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kennslugarður Hvalbein prýðir
hliðið að Skrúði á Núpi í Dýrafirði.
Friðlýsing Skrúðs
á Núpi undirbúin
- Afrek og hugar-
smíð séra Sigtryggs