Morgunblaðið - 23.09.2021, Page 15

Morgunblaðið - 23.09.2021, Page 15
ER EKKI BARABESTAÐ FJÁRFESTA Í HEILBRIGÐI ÞJÓÐARINNAR? Er ekki bara best að kjósa Framsókn? Það er sama á hvaða aldri við erum, heilsan er það dýrmætasta sem við eigum. Við í Framsókn viljum fjárfesta í heilbrigði þjóðarinnar og leggja meiri áherslu en gert hefur verið á geðheilbrigði og forvarnir. Markmiðið er að allir hafi tækifæri til að búa við aukin lífsgæði – alla ævi. • Við viljum stórefla þjónustu við eldra fólk utan stofnana svo að sem flestir hafi tækifæri til að búa heima eins lengi og heilsa leyfir. • Við viljum að kerfið taki betur utan um fólk sem orðið hefur fyrir alvarlegum áföllum í lífinu. • Við viljum að heilbrigðiskerfið sé heilbrigð blanda af opinberum rekstri og einkarekstri þar sem einstaklingurinn er í öndvegi. • Við viljum efla heilbrigðisþjónustu á landsbyggðunum. • Við viljum leiða saman fulltrúa heilbrigðis- stétta, sérfræðinga, frjálsra félagasamtaka og þeirra sem nota þjónustu spítalanna til aðmóta heildstæða og framsýna stefnu þegar kemur að heilbrigði þjóðarinnar. • Við viljum að börn eldri en sex ára fái sérstakan 60 þúsund kr. vaxtarstyrk svo öll börn geti vaxið og dafnað í tómstundum sínum. Styrkurinn er veittur óháð tekjum foreldra og til viðbótar frístundastyrkjum sveitarfélaganna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.