Morgunblaðið - 23.09.2021, Qupperneq 22
22 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2021
ALVÖRU
VERKFÆRI
190
EITTRAFHLÖÐUKERFI
YFIR VERKFÆRI
VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • TRYGGVABRAUT 24, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is
vfs.is
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Hilmar Páll Jóhannesson og Inga
Lóa Guðjónsdóttir hjá Loftkast-
alanum ehf. hafa tekist á við Reykja-
víkurborg í hátt á þriðja ár vegna
skipulags á lóð fyrirtækisins í Gufu-
nesi.
Loftkastalinn keypti þar tvö hús,
sem eru þrjú fasteignanúmer, og
1.800 fermetra lóð af borginni ásamt
byggingarrétti í janúar 2018. Eign-
irnar tilheyrðu áður Áburðarverk-
smiðjunni. Þar ætlar Loftkastalinn
ehf. m.a. að smíða leikmyndir og
endurvinna frauðplast. Byggja á við
húsin svo þau rúmi starfsemina.
Ein af forsendum kaupanna var
að gólf væntanlegrar viðbyggingar
og lóðin væru sem mest á jafnsléttu
og gólfin í svipaðri hæð og er í gömlu
húsunum. Það er til að auðvelt sé að
renna t.d. stórum leikmyndum á
milli húsa.
Eftir að kaupin voru frágengin
var ákveðið að skipta lóðinni í tvennt
og eigendum sagt að það hefði engin
áhrif á neitt hjá þeim. Síðar kom í
ljós að hækka átti baklóðina um 60
sentimetra. Þau í Loftkastalanum
geta ekki sætt sig við þessa hækkun
og segja að hún hafi aldrei verið
nefnd í kynningum sem þau fengu.
Hilmar telur að mistök hafi verið
gerð hjá verkfræðistofu sem var
fengin til að taka hæðarpunkta.
Hann bendir á hurðargat á bakhlið
hússins og að mælingarmaður hafi
miðað við þröskuld þess sem er í
eðlilegri hæð að utan yfir jörð. Þeg-
ar dyrnar eru opnaðar kemur í ljós
að gólfið er 35 sentimetrum lægra en
þröskuldurinn. Þess vegna séu allir
hæðarpunktarnir rangir. Þetta hef-
ur ekki fengist leiðrétt og setur mál-
ið í hnút, að mati Hilmars.
Fyrirspurn um málið
Loftkastalinn sendi öllum borg-
arfulltrúum yfirlýsingu Orra Stein-
arssonar, arkitekts hjá arkitekta-
stofunni JVANTSPIJKER &
PARTNERS, frá 25. ágúst 2021.
Orri vann að deiliskipulagi á svæði
Gufuness fyrir Reykjavíkurborg
2016-2019. Arkitektastofan fékk það
hlutverk að gera deiliskipulag fyrir
fyrsta áfanga kvikmyndaþorps.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í
skipulags- og samgönguráði tóku
málið upp og lögðu fram fyrirspurn
á fundi ráðsins 1. september vegna
yfirlýsingarinnar. Þeir bentu á að
samkvæmt henni væri staðfest að
hæðarkótar sem voru gefnir út í
Gufunesi hefðu verið rangir.
„Eitthvað hefur farið úrskeiðis því
fyrirhugaðir hæðarkótar í landinu
umhverfis lóð Loftkastalans eru
ekki í samræmi við þessar rekstrar-
forsendur, né eru þeir í samræmi við
þá samráðsfundi eða kynningar sem
haldnar voru með Loftkastalanum.
Hlutaðeigandi aðilar hafa kvartað
yfir þessu lengi vel og því mikilvægt
að brugðist sé við þessum mistökum
sem allra fyrst,“ sagði í fyrirspurn-
inni. Einnig var spurt hvernig þessi
mistök yrðu leiðrétt gagnvart hlut-
aðeigandi. Málinu var frestað.
„Við höfum ekki fengið nein við-
brögð. Af gögnum málsins að dæma
er ekki annað að sjá en að borgin
hafi gert mistök. Þá finnst manni
eðlilegt að borgin bregðist við því en
sé ekki í málaferlum við viðkom-
andi,“ sagði Eyþór L. Arnalds, odd-
viti Sjálfstæðisflokksins í borgar-
stjórn og fulltrúi í skipulags- og
samgönguráði.
Hann sagði það vera grundvallar-
atriði að lóð sem fólk keypti væri í
samræmi við forsendur kaupanna.
„Við viljum að borgin veiti góða
þjónustu og skili því sem skila á,“
sagði Eyþór. Hann sagði margt virð-
ast vera undarlegt í þessu máli og
ekki hans að rekja það allt, því málið
væri komið fyrir dómstóla.
„Borgin á að veita fólki þjónustu
og reyna að leysa mál en í staðinn
lendir hún oft í málaferlum. Það eru
mörg dæmi um slíkt undanfarið,
bæði í innkaupum og alls konar mál-
um sem ég hef séð. Þá virðist vera
valin sú leið að fara fyrir dómstóla,
sem tekur stundum mörg ár og er
erfitt fyrir mótaðilann. Ég tel heppi-
legra að reyna að leysa málin fremur
en að reka þau fyrir dómstólum.“
Málið fór fyrir úrskurðarnefnd
„Þetta er mjög tæknilegt mál
samkvæmt þeim skýringum sem ég
hef fengið,“ sagði Pawel Bartoszek,
borgarfulltrúi Viðreisnar og formað-
ur skipulags- og samgönguráðs.
Hann sagði lóðarhafa hafa haft
ákveðnar væntingar til hönnunar að-
liggjandi götu. Þær væntingar ættu
sér ekki bindandi stoð í deiliskipu-
lagi að mati borgarinnar og hefðu
ekki reynst framkvæmanlegar
vegna áveðinna hönnunarforsendna.
Meðal annars þyrfti ákveðinn vatns-
halli að vera á götunni svo vatnið
rynni af henni. Borgin hefði lagfært
hæðarkóta götunnar en ekki hefði
verið hægt að koma til móts við óskir
lóðarhafans að fullu.
„Borgin lét reyna á þetta fyrir úr-
skurðarnefnd umhverfis- og auð-
lindamála í fyrra. Þá fór lóðarhafi
fram á að framkvæmdir yrðu stöðv-
aðar en borgin hafði betur í því máli.
Það var því ekki niðurstaða úrskurð-
arnefndarinnar að borgin hefði haft
rangt við í málinu,“ sagði Pawel.
Hann kvaðst sem formaður skipu-
lags- og samgönguráðs telja að sitt
hlutverk væri að gæta þess að borg-
aryfirvöld færu að lögum og gættu
að réttindum borgaranna. Pawel
kvaðst ekki sjá að borgin hefði haft
rangt við í þessu máli því fyrir lægi
úrskurður um annað.
Hann kvaðst reikna með að fyrir-
spurninni yrði vísað til skrifstofu
framkvæmda og viðhalds sem myndi
taka saman svör fyrir kjörna full-
trúa. Pawel sagði borgaryfirvöld
ekki líta svo á að þörf væri á frekari
aðgerðum í þessu máli af þeirra
hálfu.
Innkeyrsludyr Framan á húsinu eru innkeyrsludyr. Eigendum
er gert að sækja um byggingarleyfi til að mega nota þær.
Endurvinnsla Loftkastalinn getur endurunnið 1.700 m3 af
frauðplasti á ári og notað í einangrandi steypueiningar.
Verkstæðið Loftkastalinn smíðar leikmyndir sem oft eru stór-
ar. Ætlunin er að stækka verkstæðið sem nú er allt of þröngt.
Allt komið í hnút vegna hæðarkóta
- Loftkastalinn í Gufunesi ósáttur við framgöngu borgarinnar - Rekja upphafið til rangra hæðar-
kóta - Hafa tekist á við kerfið í á þriðja ár - Þurfa lausn til að geta haldið framkvæmdum áfram
Morgunblaðið/Eggert
Baráttufólk Hilmar Páll Jóhannesson og Inga Lóa Guðjónsdóttir óska þess að deilan leysist svo þau geti byggt upp
í Gufunesi og farið að fást við þau verkefni sem fyrir liggja. Þau þurftu að segja upp starfsfólki því málið fór í hnút.