Morgunblaðið - 23.09.2021, Page 36

Morgunblaðið - 23.09.2021, Page 36
36 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2021 LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 leiðinni eftir því hversu mikið efnið er spilað. Uppkast hefur að sögn Stefáns og Arnar tekið á leigu 300 fermetra húsnæði með 60 fermetra stóru sviði þar sem allt verði til staðar fyrir hvers kyns menningarviðburði. ,,Hér verður allt klárt fyrir útsend- ingar, myndavélar, ljósa- og hljóð- búnaður svo hver sem er getur mætt sér að kostnaðarlausu og tekið upp efni fyrir veituna.“ Þá bjóða þeir upp á fullbúið eld- hús fyrir þá sem vilja taka upp mat- reiðsluþætti. Langt samstarf að baki Þeir Stefán og Arnar eiga að baki langt samstarf og segja þeir reynsl- una kristallast vel í verkefninu. Hugmyndin hafi kviknað í kjölfar Covid-19 þegar Arnar fékk sig full- saddan af neikvæðum fréttaflutn- ingi. ,,Mér fannst umfjöllun fjöl- miðla einskorðast við hversu margir væru að veikjast og óttaðist að þjóð- in væri að leggjast í eitt allsherjar þunglyndi. Mig langaði að skapa vettvang þar sem áhersla væri lögð á að takast á við vandamálin, fá sál- fræðinga, lækna og aðra ráðgjafa til að opna á jákvæða umræðu. Fyrsti fundur okkar Stefáns var seint á síð- asta ári þar sem við köstuðum á milli okkar hugmyndum. Stefán hefur mikla reynslu af ADHD-greiningum barna og í kjölfarið kviknaði hug- mynd um betrumbætur hvað varðar námsaðgengi grunnskólabarna,“ segir Arnar. Heimili íslenskrar tungu Hugmyndir þeirra félaga fóru fljótt á flug og segja þeir að í dag sé Uppkast orðið að nokkurs konar heimili íslenskrar tungu þar sem allt efni er á íslensku. „Þetta er uppsett þannig að hér geti allir orðið fjölmiðlafólk, hvort sem áhugasvið þeirra snýr að lík- amsrækt, mat, menningu, þátta- gerð, menntun og fræðslu eða heim- ildamyndum. Fólk einfaldlega setur inn sitt eigið efni sér að kostnaðar- lausu og fær greitt eftir áhorfs- mínútum rétt eins og við þekkjum hjá Spotify og Storytel sem greiðir tónlistarfólki og bókaútgefendum. Það er í grunninn það sem Uppkast er. Möguleikarnir eru óendanlegir.“ Kennsluefni í boði Kennsluefni verður í boði í Upp- kasti. „Við fengum til liðs við okkur leikkonuna Elvu Ósk Ólafsdóttur sem hefur nú lesið inn fjöldann allan af barnabókum. Þær munu birtast á efnisveitunni í mynd svo börnin fylgja textanum eftir ásamt því að horfa á myndirnar í bókinni. Með þeim hætti öðlast þau bæði lesskiln- ing og lestrarfærni. Sömuleiðis er- um við að safna upptökum á náms- efni fyrir efstu bekki grunnskóla og ef fólk vill miðla þekkingu sinni á tungumálum tökum við því fagn- andi.“ Glænýtt tekjuform listgeirans - Hjá Uppkasti geti fólk haft tekjur langt inn í framtíðina - 300 fermetra hús- næði með 60 fm stóru sviði - Hægt að mynda matreiðsluþætti í fullbúnu eldhúsi Efni Stefán og Arnar segja að hjá þeim geti allir orðið fjölmiðlafólk Streymi » Uppkast verður fáanlegt í áskriftarformi en hægt er að nálgast streymisveituna á heimasíðunni uppkast.is sem og í öllum IOS- og Android- símum, Apple TV, LG Smart TV, Samsung Smart sjónvörpum og Android sjónvörpum. BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Listafólk hefur val um þrenns konar tekjumöguleika í streymisveitunni Uppkasti sem hefja mun göngu sína á næstu vikum. Hægt er að vera með lifandi streymi og selja inn á viðburðinn í gegnum streymið (e. Pay-Per-View) og er þá greitt eftir áhorfsfjölda. Eftir að upptöku lýkur verður áfram hægt að kaupa við- burðinn að ákveðnum tíma liðnum. Að því loknu færist viðburðurinn inn í áskriftarfyrirkomulag. „Þetta mun henta vel fyrir bæði tónleika- hald, hljómsveitir, leikhópa, dans- ara eða uppistandara, möguleikarn- ir eru endalausir. Val um þrenns konar tekjumöguleika er glænýtt tekjuform innan listageirans. Þetta er það sem við köllum langhala- tekjumódel sem teygir anga sína inn í flestallan efnivið Uppkasts. Fólk getur þannig haft tekjur af efninu sínu langt inn í framtíðina,“ segja aðstandendur Uppkasts, þeir Stefán Örn Þórisson og Arnar Arin- bjarnarson í samtali við Morgun- blaðið. Í ViðskiptaMogganum í gær var sagt frá því að Síminn væri á meðal fjárfesta í verkefninu. Aðrir fjár- festar eru Ólafur Andri Ragnars- son, Jónas Björgvin Antonsson, Jón Gunnar Jónsson og Halldór H. Jónsson. Þá er Arcur ráðgjöf, sem sérhæfir sig í þjónustu á sviði fjár- mála, stefnumótunar og sérhæfðrar ráðgjafar, meðal hluthafa Uppkasts. Allt klárt fyrir útsendingar Þeir Stefán og Arnar segja að efnisveitan sé sú fyrsta af sinni teg- und hér á landi þar sem fólki gefst kostur að miðla þekkingu sinni til áskrifenda og hafa af því tekjur í Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hjónin Sólveig Júlíana Guðmunds- dóttir og Ólafur Helgi Kristjánsson hafa opnað veitingahúsið Brasserie Kársnes í hinni nýju hafnarbyggð. Staðurinn er á jarðhæð nýbygg- ingar á Hafnarbraut 13b en þar til vesturs hefur nýverið verið opnað bakaríið Brikk við Bakkabraut. Sólveig Júlíana starfaði sem mannauðsráðgjafi hjá Isavia og Ólafur Helgi var yfirkokkur á Hótel Sögu, í Súlnasal og á Mími, en hann hefur jafnframt starfað í Danmörku og Skotlandi. Þau eiga og reka veit- ingahúsið í sameiningu. Að sögn Sólveigar Júlíönu fylgir þeim þrautþjálfað veitingafólk sem starfaði áður á Hótel Sögu, þar með talið í Súlnasal og á Grillinu. Verði hluti af lífinu í hverfinu „Brasserie Kársnes er hugsaður sem hverfisstaður, sem er að sjálf- sögðu öllum opinn. Það hefur vantað slíkan hverfisstað á Kársnesið en hér hefur verið mikil uppbygging. Við buðum íbúum í hverfinu að skoða staðinn í síðustu viku þegar allt var fullklárað en við hugsum okkur að hingað verði stutt að fara til að hafa það huggulegt í góðu um- hverfi,“ segir Sólveig Júlíana. Ásamt því sem gestir geti pantað sér mat og drykk sé setustofa fyrir þá sem vilja njóta góðra veiga. Á vín- seðli eru meðal annars Möet & Chandon-kampavín og kokteilar. Með bleikju frá Haukamýri Boðið er upp á götumat – ham- borgara, grillaðar pylsur og kjúk- lingaleggi – og í forrétt er hægt að fá bleikju frá Haukamýri, andalæri confit og grillað grasker. Þá er hægt að panta rétti til að deila og aðal- réttir eru nautaframhryggur [e. rib- eye], úrvalslambakjöt [prime], grill- aður steinbítur og grillað brokkolí. Boðið er upp á barnamatseðil og eftirrétti. Loks má fá fjögurra rétta matarferð um Kársnesið. Rautt og hvítt á Kársnesi - Hjón opna veitingahúsið Brasserie Kársnes á Kársnesinu - Þau munu geta tekið á móti allt að 70 matargestum í sæti Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Veitingahjón Sólveig Júlíana Guðmundsdóttir og Ólafur Helgi Krist- jánsson. Staðurinn tekur 70 manns í sæti. Vefsíðan er brasseriekarsnes.is. Saga Veggina prýða myndir sem skírskota til sögu Kársness. Síðustu 12 mánuði hefur launa- vísitalan hækkað um 7,9% og frá undirritun lífskjarasamninganna í apríl 2019 hefur hún hækkað um 15,8%, að því er lesa má úr nýjum tölum Hagstofu Íslands (sjá graf). Nýjustu tölur eru frá ágústmánuði. Tölur um þróun launavísitölunnar innan helstu launþegahópa hafa ekki verið birtar fram í ágúst. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu um miðjan mánuðinn bendir launavísitala Hagstofunnar til að laun hjá hinu opinbera hafi hækkað meira en laun á almennum vinnu- markaði síðan lífskjarasamning- urinn var gerður í apríl 2019. Hækka hlutfallslega meira Hagstofan fjallar um þessa þróun. Laun hjá sveitarfélögum hafi hækk- að hlutfallslega meira en hjá ríkis- starfsmönnum og starfsfólki á al- mennum vinnumarkaði síðan lífskjarasamningurinn var gerður. En þegar samningar feli í sér krónu- töluhækkanir hækki lægri laun hlut- fallslega meira. baldura@mbl.is Launavísi- talan enn á uppleið Þróun launavísitölu frá apríl 2019 115 110 105 100 Heimild: Hagstofa Íslands apríl 2019 ágúst 2021 115,8apríl 2019= 100 15,8% hækkun frá apríl 2019 til ágúst 2021 7,9%hækkun frá ágúst 2020 ágúst 2021 - Ekkert lát er á launahækkunum « Íslandsbanki spáir 4,2% hagvexti á þessu ári í nýrri þjóðhagsspá sinni. Hagvöxturinn minnki svo á næstu árum og verði 3,6% 2022 og 3,0% 2023. Verðbólga verður að meðaltali 4,4% 2021, 3% 2022 og 2,5% 2023 skv. spánni. Stýrivextir fari í 1,5% fyrir lok árs, en verði komnir í 2,5% um mitt ár 2022 og í 3,5% á 3. ársfjórðungi 2023. ÍSB spáir minnkandi hagvexti á næstu árum STUTT 23. september 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 129.76 Sterlingspund 177.45 Kanadadalur 101.62 Dönsk króna 20.481 Norsk króna 14.96 Sænsk króna 14.969 Svissn. franki 140.42 Japanskt jen 1.1864 SDR 184.25 Evra 152.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 182.4257

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.